Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 55 EIN UMFERÐ er ótefld í Hast- ings, þegar þetta er skrifað. Rúss- neski stórmeistarinn, Valerij Neve- rov, er efstur, hefur 7½ v. í 9 skákum. Í 2.–3. sæti eru stórmeistaranir Me- rab Gagunashvíli (Georgíu) og Milos Pavlovic (Serbíu og Svartfjallalandi), með 7 v. hvor. Alþjóðlegi meistarinn, Stefán Kristjánsson, er efstur af Ís- lendingunum, hefur 6 v. og er í 8.–16. sæti, m.a. jafn stigahæsta manni mótsins, rússneska stórmeistaranum Vladimir Belov. Hinir Íslendingarnir eru í þessari stöðu: Snorri G. Bergsson og Guð- mundur Kjartansson hafa 5 v. hvor, Jón Viktor Gunnarsson, alþjóðlegur meistari, hefur 4½ v. og Dagur Arn- grímsson 4. Stefán hefur teflt við nokkra af sterkustu mönnum mótsins og verið í toppbaráttunni, en hann tapaði mik- ilvægri skák fyrir Pavlovic í 9. um- ferð. Snorri hefur siglt á nokkuð jafnri ferð í gegnum mótið og sama má segja um Guðmund. Jón Viktor hefur ekki haft meðbyr og Dagur missti flugið, eftir ágæta byrjun. Á mótinu í Hastings eru skákmenn af öllum styrkleika eins og oftast er í opnum skákmótum. Það getur þess vegna verið happdrætti, við hverja menn tefla, en stig andstæðinganna skipta öllu máli, þegar menn eru að reyna að ná áföngum að alþjóðlegum titlum. Íslensku skákmennirnir hafa einmitt lent í því að tefla við nokkra stigalága skákmenn og afleiðingin er sú, að allar áfangavonir eru að engu orðnar. Snorri hefur staðið sig best, miðað við stig, en auðvitað hefur Stefán einnig staðið vel fyrir sínu, þótt næsti áfangi að stórmeistaratitli verði að bíða betri tíma. Við skulum nú sjá skemmtilega skák úr 6. umferð, þar sem Stefán leggur enska FIDE-meistarann Ro- bert Eames frá Englandi. Hvítt: Stefán Kristjánsson Svart: Robert Eames Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. c3 Rf6 3. e5 Rd5 4. Rf3 Rc6 5. Bc4 Rb6 6. Bb3 c4 7. Bc2 Dc7 8. De2 g5!? 9. e6 dxe6 10. Rxg5 De5 11. d4 cxd3 12. Bxd3 Bh6!? Nýr leikur. Þekkt er 12. … Dxe2+, t.d. 13. Bxe2 h6 14. Re4 e5 15. 0–0 Bf5 16. Rbd2 Bg6 17. a4 o.s.frv. (Morozevitsj-Lautier,Cannes 2002). 13. h4 Dxe2+ 14. Kxe2 Bd7 15. Ra3 Re5 16. Be4 Rd5 17. c4 Rb4 18. Bd2a5? Eftir þennan leik situr svartur uppi með þrípeð á e-línunni, veikleika, sem gerir stöðu hans mjög erfiða í framhaldinu. 19. Bc3! f6 20. Bxe5 fxe5 21. Bxh7 – 21. – 0–0–0 22. Be4 Bxg5 23. hxg5 Hhg8 24. Hh5 Be8 25. Hh6 Bc6 Svartur gat auðvitað drepið peðið á g5, en hvítur hefði svarað með 26. Hg1og átt mun betri stöðu, vegna þess hve þrípeðið á e5 nýtist svarti illa. 26. Bg6 Hdf8 27. Kf1e4 28. Rb5 Rd3 29. Ra7+ Kc7 30. Rxc6 – 30. … Rxf2 Eftir 30. … Hxf2+ 31. Kg1 bxc6 32. Bxe4 Hxg5 33. Bxd3 Hgxg2+ 34. Kh1 Hxb2 35. Hxe6 Hxa2 36. Hxa2 Hxa2 37. Be4 He2 38. Hxc6+ Kd7 39. Bf3 He3 40. Bg2 á hvítur vinnings- stöðu. 31. Rxe7 Rg4+ 32. Kg1 Rxh6 Önnur leið er 32. … Hg7 33. Hf1 Hxf1+ 34. Kxf1 Hxe7 35. Hh7 Kd8 36. c5 Re5 37. Bxe4 Hxh7 38. Bxh7 og hvítur á auðunnið endatafl með bisk- up á móti riddara og frípeð á báðum vængjum. 33. gxh6 Hh8 34. h7 Kd6 35. Rg8 Hf4 36. Rh6 Ke5 37. Hf1 og svartur gafst upp, því að hann á gjörtapað tafl, eftir 37. – Hxf1+ 38. Kxf1 Kf6 39. Rf7 Kxg6 40. Rxh8+ Kxh7 (40. – Kg7 41. Rf7) 41. Rf7 o.s.frv. Að lokum er rétt að minna á, að Skákþing Reykjavíkur hefst á morg- un, sunnudaginn 8. janúar, og er teflt í Skákheimili TR, Faxafeni 12. Neverov efstur í Hast- ings fyrir síðustu umferð SKÁK Hastings, Englandi HASTINGS MASTERS 28. desember 2005 – 6. janúar 2006 Bragi Kristjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.