Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 49
MINNINGAR
Að morgni jóladags
hringdi síminn. Þóra
æskuvinkona mín flutti mér þær
hörmulegu fregnir að Fríða tví-
burasystir hennar, sem einnig var
mín æskuvinkona, hefði látist á að-
fangadagskvöld á gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi. Fríða var
lögð inn á sjúkrahúsið á Þorláks-
messu og lést rúmum sólarhring
síðar. Fyrirvaralaust er hún dáin,
einungis 48 ára. Ég hélt við hefðum
miklu lengri tíma.
Tvíburasystrunum Fríðu og Þóru
kynntist ég þegar við vorum að
byrja í ellefu ára bekk og sama dag
kynnti ég þær fyrir Fjólu vinkonu
minni. Upp frá því vorum við ætíð
fjórar saman dag hvern. Þar sem
ein okkar sást mátti búast við hin-
um þremur. Við gátum allar fjórar
gengið að vinkonum okkar vísum
og þar sem ein var voru hinar vel-
komnar.
Þegar ég hugsa til baka til þess-
ara ára þyrlast fram minningarnar.
Fríðu er ekki hægt að tala um án
þess að tala um Þóru, því þær voru
ætíð saman og mjög samrýndar. Ég
man ekki til þess á þessum árum að
hafa nokkurn tímann heyrt þær ríf-
ast og þeim virtist líða best í návist
hvor annarrar. Fríða var afburða
falleg, lífsglöð, glaðlynd og var ekki
fyrir það að flækja málin og búa til
vandamál. Hún var kát og glöð og
það var skemmtilegt að vera í ná-
vist hennar. Á þessum árum snerist
lífið um að hittast, gera eitthvað
skemmtilegt og spjalla saman um
lífið, tilveruna og hitt kynið. Stund-
um fórum við í útilegur m.a. upp að
Rauðavatni og niður í Elliðaárdal
en báðir þessir staðir voru þá ekki
orðnir eftirsóttir útivistarstaðir og
manni leið eins og við hefðum upp-
götvað ónumin lönd. Þessi tími óf
ákveðin vinabönd og kærleika milli
okkar fjögurra fyrir lífið.
Þegar unglingsárunum lauk fór-
um við hver sína leið í lífi og starfi
en héldum samt sambandi og það
var yfirleitt Fríða sem var driffjöð-
urin í að hittast. Hún hafði ómæld-
an áhuga á fólki í bestu meiningu
þess orðs og var ótrúlega minnug á
þætti og atburði sem snertu okkur
samferðamenn hennar. Við gátum
ætíð „flett upp“ í henni ef við þurft-
um að rifja eitthvað upp.
Með djúpa sorg í hjarta kveð ég
vinkonu mína svo alltof, alltof fljótt.
Dætrum Fríðu, móður, systrum og
öðrum aðstandendum votta ég mína
innilegustu samúð.
Bryndís Þorvaldsdóttir.
Aðfangadagur jóla runninn upp.
Ég var stödd í kirkjugarðinum að
setja kerti á leiði ástvina. Þegar
flestir eru að fara að gleðjast og
taka á móti jólunum fæ ég þær
fréttir að Fríða vinkona liggi fyrir
dauðanum. Hvaða rugl er þetta
hugsa ég, Fríða „tvíburi“. Ég talaði
við hana rétt fyrir jólin. Ræddum
saman um nýju íbúðina hennar,
þriðju barnabörnin okkar sem
fæddust í nóvember síðastliðnum,
þær Hekla Sif og Sóley Nadía. Við
hlógum að því hvað það væri margt
svipað hjá okkur, t.d. urðum við
báðar mæður 1974, sex árum síðar
komu miðbörnin okkar og þau
yngstu 1983 og 84, bæði í nóvem-
ber. Einnig bera öll börnin okkar
upphafstafinn E í nafninu sínu.
Elstu dætur okkar, þær Eygló Sif
og Ester, leigðu saman íbúð í
Reykjavík fyrir um tíu árum. Svo
eignaðist dóttir mín, hún Eygló Sif,
BJARNFRÍÐUR H.
GUÐJÓNSDÓTTIR
✝ BjarnfríðurHjördís Guð-
jónsdóttir fæddist á
Ísafirði 5. mars
1957. Hún lést á
Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi í
Fossvogi á aðfanga-
dag 24. desember
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Árbæjarkirkju
5. janúar.
hana Heklu Sif á af-
mælisdaginn hennar
Elvu Rutar. Á leið í
matarboð kl. 5.30 á
aðfangadag hringir
síminn, á skjánum
stendur Þóra tvíburi.
Nei, hugsa ég! Ég
varð hrædd og ætlaði
ekki að þora að svara.
Þóra var í símanum,
hún þurfti ekkert að
segja, við bara grét-
um og ég man að ég
sagði: Ekki segja að
hún sé dáin. Jú, hún
valdi sér fallegan dag, hún Fríða
mín.
Hvort sem við erum einmana, sjúk eða
ráðvillt fáum við
umborið það allt, ef við aðeins vitum að
við eigum vini –
jafnvel þótt þeir geti ekki hjálpað okkur.
Það nægir að þeir eru til.
Hvorki fjarlægð né tími, fangavist né
stríð, þjáning né þögn
megnar að slá fölskva á vináttuna. Við
þær aðstæður festir hún einmitt dýpstar
rætur.
Upp af þeim vex hún og blómgast.
(Pam Brown.)
Við vorum búnar að vera vinkon-
ur í 42 ár. Ég kynnist þeim Þóru og
Fríðu er við hófum saman skóla-
göngu í Árbæjarskóla 1963. Alltaf
eins klæddar. Ég sé þær fyrir mér í
hvítu peysunum með svörtu rönd-
unum og stretsbuxunum, mjög
dökkar og feimnar. Þá bjuggu þær
rétt fyrir utan Árbæjarhverfið og
ég var að hitta þær í fyrsta sinn,
ófeimin lítil skvetta fædd og alin
upp í hverfinu sem ætlaði ekki að
láta þær framhjá mér fara. Ég tók
þær að mér og talaði stundum fyrir
þær. Fólk átti mjög erfitt með að
þekkja þær í sundur en ég gat ekki
skilið það. Við urðum miklar vin-
konur og aldrei slitnaði sambandið
á milli okkar.
Þóra flutti snemma til Keflavíkur
og stofnaði þar heimili með honum
Magga sínum. Oft á tíðum fórum
við Fríða til þeirra og gistum þar,
Magga til mikillar skemmtunar að
okkur fannst. Ég fluttist til Húsa-
víkur með fyrri manni mínum Dóra.
Fríða og Dóri urðu mjög góðir og
nátengdir vinir, ég veit að hann er
búinn að vera með hugann hjá ykk-
ur. Fríða kom oft norður, fyrst með
stelpurnar en seinna ein eða með
Þóru. Þá var nú oft glatt á hjalla.
Börnin okkar urðu mjög góðir og
traustir vinir. Fríða stóð sig vel í
móður- og ömmuhlutverkinu og
reyndist hún móður sinni, systrum
og systkinabörnum ekki síðri. Betri
hlustandi var ekki til. Róleg og góð
og talaði alltaf vel um fólk og hafði
samband við alla.
Lífið var ekki alltaf dans á rósum
hjá henni Fríðu minni en aldrei
kvartaði hún heldur spurði frétta af
börnum mínum og systkinum. Af
hverju spyr maður ekki oftar:
Hvernig líður þér? Þessi spurning
er búin að vera í huga mínum öll
jólin. Síminn stoppaði ekki hjá mér
alla hátíðina, gamlir vinir og skóla-
félagar að hringja. Mér þótti vænt
um að ein skólasystir okkar sagði
við mig: „Þú varst alltaf eins og þrí-
burinn þeirra.“
Elsku Fríða mín, ég er svo sár og
reið, mér finnst þetta ekki vera
rétt. Ég gat alltaf treyst á þig. Ég
var 19 ára þegar móðir mín dó að-
eins 49 ára gömul, okkur fannst það
mjög óréttlátt. Þú varst bara 48
ára.
Elsku Ester, Eyrún, Elva, Þóra,
Erna, Lára og aðrir ættingjar, þið
eigið alla mína samúð. Þökkum fyr-
ir allar góðu stundirnar sem hún
gaf okkur. Margrét bað fyrir
kveðju frá Svíþjóð.
Hvíl í friði, elsku Fríða mín.
Þín
Anna Björg Stefánsdóttir.
Þetta var allt eitthvað svo óraun-
verulegt að frétta það að Fríða
væri dáin. Aðfangadagskvöld var að
renna í garð og allt í einu var Fríða
farin frá okkur. Símtalið um að þú
værir endanlega farin frá okkur
eftir svona stuttan aðdraganda var
ólýsanlegt. Tilfinningin sem fyrst
kom upp var að þetta væri ekki að
gerast, en svo var nú raunin. Það
var sem allt stæði kyrrt og sú gleði
sem fylgir jólunum var horfin.
Ekki grunaði mig að þegar ég sá
þig síðast á tónleikum hjá systur
minni að það yrði okkar síðasta
skipti. Ég mun ævinlega vera þér
þakklátur fyrir hve hlýlega þú tókst
alltaf á móti mér. Í minningunni
voru þau ófá skiptin sem ég gisti
eða eyddi hjá ykkur í Hraunbæn-
um. Það virtist alltaf vera stutt í
hláturinn hjá þér. Ég varð fljótlega
var við það að þú og mamma voruð
mjög nánar og þið hugsuðuð um
börn hvor annarrar sem ykkar eig-
in. Barnabörnin sem þú eignaðist
hafa einnig litið á ykkur báðar syst-
urnar sem ömmur sínar. Ekki
skemmdi fyrir að frumburður minn
skyldi hafa fæðst á 46 ára afmæl-
isdegi ykkar. Þegar þú fluttir svo
til Namibíu minnkuðu samskipti
ykkar mömmu en samband ykkar
var samt alltaf sérstakt og mun alla
tíð verða.
Þó svo lífsgangan þín hafi ekki
alltaf verið leikur einn virtist þú
alltaf vera reiðubúin til að aðstoða
aðra hvort sem það var í vinnu eða
leik. Þú bjóst yfir þjónustulund sem
ef til vill hefur orsakað það að þú
hefur nú verið kvödd til annarra
staða þar sem krafta þinna var
þörf. Þó svo söknuðurinn sé mikill
er hugsunin um að þér líði vel
sterkari og efast ég ekki um að þú
dafnir vel á þeim stað sem þú ert
komin á.
Elsku Ester, Eyrún, Elva, og
amma, megi guð styrkja ykkur í
þessari sorg og vaka yfir ykkur.
Elentínus Guðjón Margeirsson.
Fyrstu kynni okkar af Fríðu voru
fyrir 19 árum en þá hringdi bjallan
heima hjá okkur og fyrir utan stóð
hún. Ljósinu hjá okkur hafði hún
veitt eftirtekt og ákvað því að
heilsa upp á okkur hjónin vegna
þess að dætur okkar léku sér sam-
an. Með okkur tókst strax góður
vinskapur. Á árunum sem við
bjuggum í Hraunbænum hittumst
við daglega og er okkur minnis-
stætt þegar við önnuðumst hana
þegar hún ökklabrotnaði; helltum
upp á kaffi og bárum fram bakkelsi.
Við vorum afar góðir vinir og nánir
nágrannar.
Við fluttum austur á land nokkr-
um árum síðar en Fríða og Elva,
yngsta dóttir hennar, fluttu til
Namibíu í Afríku en áfram héldum
við góðu sambandi. Þar bjó hún í
hálft fimmta ár og höfðum við sann-
arlega um margt að ræða þegar
hún kom og heimsótti okkur. Þegar
við fluttum til Reykjavíkur eftir 15
ára búsetu á Fáskrúðsfirði flutti
Fríða heim til Íslands í kjölfarið en
þá vorum við aftur orðin nágrannar
hennar. Auðvitað tókum við upp
þráðinn og er okkur minnisstæð
ferð Herdísar og Fríðu til Krítar
sumarið 2004 þar sem þær stöllur
áttu ánægjulegar stundir saman og
nú ómetanlegar í minni. Til stóð að
fara öll í Afríkuferð þegar Fríða
yrði fimmtug. Við förum með hana í
huganum.
Við áttum ótal góðar stundir með
Fríðu vinkonu okkar. Hún var glað-
lynd, ræðin og afar skemmtileg. Við
grilluðum og fórum saman í sum-
arbústaði oft á tíðum og alltaf var
jafn gaman að vera með henni. Um
leið og við samhryggjumst dætrum
hennar og fjölskyldu er okkur efst í
huga það stóra skarð sem Fríða
vinkona skilur eftir og verður ekki
fyllt. Við munum ætíð sakna henn-
ar. Við minnumst hennar með
þakklæti fyrir að hafa þekkt hana
og fylgt fram á hinstu stund.
Herdís Pétursdóttir og
Kristmann E. Kristmannsson.
Að morgni jóladags hringdi sím-
inn. Þóra æskuvinkona mín flutti
mér þær hörmulegu fregnir að
Fríða tvíburasystir hennar, sem
einnig var mín æskuvinkona, hefði
látist á aðfangadagskvöld á gjör-
gæsludeild Landspítalans í Foss-
vogi. Fríða var lögð inn á sjúkra-
húsið á Þorláksmessu og lést
rúmum sólarhring síðar. Fyrirvara-
laust er hún dáin, einungis 48 ára.
Ég hélt við hefðum miklu lengri
tíma.
Tvíburasystrunum Fríðu og Þóru
kynntist ég þegar við vorum að
byrja í ellefu ára bekk og sama dag
kynnti ég þær fyrir Fjólu vinkonu
minni. Upp frá því vorum við ætíð
fjórar saman dag hvern. Þar sem
ein okkar sást mátti búast við hin-
um þremur. Við gátum allar fjórar
gengið að vinkonum okkar vísum
og þar sem ein var voru hinar vel-
komnar.
Þegar ég hugsa til baka til þess-
ara ára þyrlast fram minningarnar.
Fríðu er ekki hægt að tala um án
þess að tala um Þóru því þær voru
ætíð saman og mjög samrýndar. Ég
man ekki til þess á þessum árum að
hafa nokkurn tímann heyrt þær ríf-
ast og þeim virtist líða best í návist
hvor annarrar.
Fríða var afburða falleg, lífsglöð,
glaðlynd og var ekki fyrir það að
flækja málin og búa til vandamál.
Hún var kát og glöð og það var
skemmtilegt að vera í návist henn-
ar. Á þessum árum snerist lífið um
að hittast, gera eitthvað skemmti-
leg og spjalla saman um lífið, til-
veruna og hitt kynið. Stundum fór-
um við í útilegur, m.a. upp að
Rauðavatni og niður í Elliðaárdal
en báðir þessir staðir voru þá ekki
orðnir eftirsóttir útivistarstaðir og
manni leið eins og við hefðum upp-
götvað ónumin lönd. Þessi tími óf
ákveðin vinabönd og kærleika milli
okkar fjögurra fyrir lífið.
Þegar unglingsárunum lauk fór-
um við hver sína leið í lífi og starfi
en héldum samt sambandi og það
var yfirleitt Fríða sem var drif-
fjöðrin í að hittast. Hún hafði
ómældan áhuga á fólki í bestu
meiningu þess orðs og var ótrúlega
minnug á þætti og atburði sem
snertu okkur samferðamenn henn-
ar. Við gátum ætíð „flett upp“ í
henni ef við þurftum að rifja eitt-
hvað upp.
Með djúpa sorg í hjarta kveð ég
vinkonu mína svo alltof, alltof fljótt.
Dætrum Fríðu, móður, systrum og
öðrum aðstandendum votta ég mína
innilegustu samúð.
Bryndís Þorvaldsdóttir.
Elskulegur faðir
minn er farinn. Innst
inni vitum við að
hann verður hjá okkur um ókomna
tíð. Það er ekki auðvelt að horfast í
augu við það að þú sért farinn. Þú
varst ekki bara faðir þessarar fjöl-
skyldu heldur líka besti maður
sem fyrirfinnst. Allt sem þú
kenndir okkur og allt sem við
lærðum af þér á eftir að fylgja
okkur þangað til við hittum þig
aftur við himnanna hlið. Þú varst
okkur mikill innblástur og allt sem
þú sagðir hljómaði skynsamlega og
rökrétt. Enginn er fullkominn en
ef einhver var nálægt því þá varst
það þú.
Við skiljum þig vel að fara á
jóladag, hátíð sem sameinar þessa
fjölskyldu. Héðan í frá setjumst
við við jólaborðið og borðum í
minningu þína.
Þín dóttir,
Ólöf.
Ég hafði svo gaman af þér þegar
égvar lítill. Þú varst svo lífsglaður
og elskaðir tónlist. Ég man alltaf
eftir því þegar kveiktir á útvarpinu
og sagðir um leið „musik“ og
hækkaðir útvarpið í botn. Ég man
ÞORSTEINN INGI
JÓNSSON
✝ Þorsteinn IngiJónsson fæddist
í Vatnsholti í Stað-
arsveit 6. september
1929. Hann andaðist
á Landspítalanum
við Hringbraut 25.
desember síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Foss-
vogskirkju 3. jan-
úar.
líka þegar þú settist
fyrir framan orgelið
litla í Mosó og spil-
aðir jazz hátt og
snjallt þangað til að
ömmu þótti nóg um.
Guð geymi þig,
elsku hjartans afi
minn. Vonandi færðu
gott pláss þarna uppi
og það er eins gott að
einhver nenni að
tefla við þig.
Þitt barnabarn,
Hugi.
Elsku afi minn, nú ertu búinn að
kveðja okkur. Ég mun ávallt minn-
ast þín sem læriföður míns og ein-
staklingsins sem ég þekki hvað
best. Þú kenndir mér allt sem ég
kann, allt frá því að lesa og til þess
að elska. Skilningsríkari og um-
hyggjusamari manni hef ég aldrei
kynnst og mun sennilega aldrei
kynnast. Þú studdir mig í öllu sem
ég tók mér fyrir hendur og hvattir
mig áfram og kenndir mér að gef-
ast aldrei upp.
Í mínum huga munt þú alltaf
vera maðurinn sem fæddi mig og
klæddi. Þegar eitthvað bjátaði á
komst þú alltaf til aðstoðar og
fannst ráð við öllu. Manstu þegar
við vorum að dorga í Staðarsveit,
eða þegar við tefldum fram á rauð-
ar nætur, ásamt þeim fjölmörgu
hlutum sem við gerðum saman.
Allar þær stundir sem við áttum
saman munu lifa í minningu minni
um ókomnar tíðir og ekki mun líða
dagur án þess að ég hugsi um þig.
Bless, elsku afi minn.
Þinn sonarsonur,
Davíð.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virk-
um dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðjudegi).
Ef útför hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, fæddist, hvar og
hvenær hann lést, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Myndir Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið
sé um annað. Ef nota á nýja mynd
er ráðlegt að senda hana á
myndamóttöku: pix@mbl.is og
láta umsjónarmenn minningar-
greina vita.
Minningar-
greinar