Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 27
Domus Vox Skúlagata 30. 2h. 101 Reykjavík
Sími 511-3737 / Fax 511-3738
www.domusvox.is
domusvox@domusvox.is
Innritun
9-14 janúar
kl. 16-18
Samhljómur
Árangur
Gleði
Kennsla og kóræfingar hefjast
16. janúar samkvæmt stundarskrá
Domus Vox söngskóli fyrir karla og konur:
• Einsöngsdeild og Unglingadeild
• Stúlknakór Reykjavíkur
- fullskipað í eldri deild (10-16 ára)
- nokkur sæti laus í yngri deild 6-9 ára.
• Gospelsystur Reykjavíkur
- bjóða nýjar söngkonur velkomnar
• Vox feminae fullskipaður
• Vox junior fullskipaður
Skólastjóri og kórstjórnandi:
Margrét J. Pálmadóttir
Kennarar:
Agnar Már Magnússon, Arnhildur Valgarðsdóttir
Ástríður Haraldsdóttir, Hanna B. Guðjónsdóttir
Inga Backman, Ingunn Ragnarsdóttir
Seth Sharp, Stefanía Ólafsdóttir,
Stefán S. Stefánsson og Xu Wen.
Domus Vox
heldur upp á
250 ára afmæli
W.A. Mozarts
27. janúar
næstkomandi.
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
nóg af vetrarhangsi við norður-
ströndina. Maginn gaf skipanir með
hækkandi vatnshita og því ekki
annað að gera en kíkja markvisst á
eitthvað ætilegt. Nokkur sporðtök
og hann var kominn að suður-
ströndinni. Nú var gaman að lifa og
varla komið sumar þegar Þingvalla-
vatn bauð upp á skordýraveislu
með ströndinni samhliða fiskmet-
inu. Murtan, hans helsta æti, átti þó
hug hans að mestu sem fyrr og því
ekki undan því skorist að stinga sér
annað slagið niður í dýpið að deg-
inum í leit að góðri máltíð. Þá sjald-
an að hann sá ástæðu til að kljúfa
hitaskiptalag sumarsins á þeim
ferðum þá stoppaði hann stutt við í
svala dýpisins. Af sama murtu-
áhuganum fylgdist hann vel með
þegar murtan þétti sig upp undir
yfirborði þegar sól var lágt á lofti
eða hnigin til viðar. Sumarið leið í
góðu fiskeríi og hann var feitur eft-
ir því. Haustið gekk í garð og hann
sá að flestir félagarnir voru farnir
að kíkja á riðin í Öxará. Vanalega
hefði ætisgöngunni verið lokið hjá
honum á þessum tímapunkti en
þetta árið brá svo við að hann leit
ekki einu sinni í áttina að hrygn-
unum sem syntu upp í Öxará. Murt-
an sem eiginlega var aldrei betri á
bragðið en akkúrat núna um hrygn-
ingartímann átti hug hans allan.
Ekki sakaði að hafa mitt vatnið
nánast út af fyrir sig og skreppa
síðan í enn frekari veiði í austur-
hluta vatnsins í nágrenni við Mjóa-
nes.
Gamla sagan
Veturinn barði dyra einn ganginn
enn með tilheyrandi vetursetu. Að
endingu gerði vorið vart við sig og
ekki leið á löngu þar til að átvakt-
irnar voru staðnar enn á ný allan
sólarhringinn sumarið á enda.
Sumarsólin gaf að endingu eftir
og gamalkunnar hvatir gerðu illi-
lega vart við sig svo mjög að hann
varð endanlega að taka hlé á átinu í
október. Atlætið síðustu tvö árin
höfðu skilað sér í 2 viðbótarkílóum
enda lá við að hann strandaði á
grynningunum við Öxarárhólmann.
En lykt af tilkippilegri hrygnu
gerði það að verkum að hann fór
þennan sundsprett á nýju meti með
tilheyrandi vatnsröst til himins á
báða bóga. Hann var enn á ný kom-
inn heim.
Lokaorð
Vinur minn risaurriðinn minnir á
þá staðreynd að þeir eru enn ríga-
vænir urriðarnir í Þingvallavatni.
Þeir tiltölulega fáu veiðimenn sem
verða þess aðnjótandi að veiða stór-
urriða í yfirstærð fá að kynnast við-
ureign sem á ekki sinn líka. Í kjöl-
farið er það veiðimannsins að meta
hvort sú upplifun hafi ekki verið
það sem öllu skipti í þeim sam-
skiptum. Ef svo er þá er víst að
urriðinn er tilbúinn að kljúfa djúp
Þingvallavatns enn um sinn með
smá frátöfum á riðunum þegar ást-
in kallar.
Rannsóknir Laxfiska á atferlis-
vistfræði Þingvallaurriða eru komn-
ar vel af stað. Niðurstöður þeirra
rannsókna hafa nú þegar gefið mik-
ilvæga innsýn í líf þessara fiska.
Þegar rannsóknunum hefur verið
lokið og marktækni þeirra náð því
stigi sem til er ætlast verður tiltæk
notadrjúg þekking á lífsháttum
Þingvallaurriða. Nauðsynlegt er að
slík vitneskja liggi fyrir um þennan
íbúa Þingvallavatns, ekki síst til
þess að stuðla að því að aðgerðir af
mannavöldum á Þingvallasvæðinu
taki mið af þessum lífsháttum Þing-
vallaurriðans. Þannig er stuðlað að
því að urriðinn í Þingvallavatni
skipi áfram þann eðlilega sess sem
hann hefur í merkri náttúru Þing-
vallavatns.
Höfundur er líf fræðingur og starfar hjá
rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum ehf.
Mynd 6: Línuritið sýnir ferðir risahængsins í Þingvallavatni fyrri hluta dags 1.
ágúst 2004 með hliðsjón af dýpinu sem hann hélt sig á og vatnshitanum á því
dýpi. Mælt var á einnar mínútu fresti. Á dýptarferlinum er hver mæling dregin
fram með ljósbláu, tígullaga tákni. Sjá má að urriðinn fer þennan dag af 15 m
dýpi niður á 45 m og aftur upp á 20 m dýpi á tveimur mínútum. Getur verið að
einhver murtan hafi þurft að forða sér af síðdegismatseðli urriðans?