Morgunblaðið - 08.01.2006, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
„ÉG HEF verið heppin með það fólk sem ég hef
kynnst og ef maður gerir sitt besta er uppskeran
í samræmi við það,“ segir Þórunn Antonía Magn-
úsdóttir, söngkona og lagasmiður, í viðtali við
Tímarit Morgunblaðsins í dag. Þórunn Antonía,
sem er 22 ára, hefur verið búsett í London und-
anfarin ár en Fields, ný hljómsveit hennar og
Nicks Piells, hefur
vakið mikla athygli í
tónlistarheiminum í
Bretlandi og þegar
fengið nokkur tilboð
um plötusamning,
sem gengið verður
frá á næstunni.
Fyrsta smáskífa
sveitarinnar kemur
út 6. mars og er
Fields sem næst
fullbókuð allan fyrri
hluta þessa árs, spil-
ar m.a. með The
Zutons í febrúar og
kemur fram á einni
helstu tónlistarhátíð
Bandaríkjanna, South By Southwest, í vor.
Þórunn Antonía hefur að undanförnu einnig
ferðast víða með dönsku hljómsveitinni Junior
Senior og söng nýlega dúett með James Dean
Bradfield, söngvara Manic Street Preachers.
Í viðtalinu í Tímariti Morgunblaðsins segir
Þórunn Antonía m.a. þroskasögu sína frá því hún
var „vandræðaunglingur“ í Reykjavík, tónlistar-
uppeldinu sem tók við hjá föður hennar, Magnúsi
Þór Sigmundssyni, og lauk með gerð plötu þeirra
feðgina Those Little Things en hún varð síðan
stökkpallur Þórunnar yfir til Englands. Þar
stofnaði hún hljómsveitina The Honeymoon sem
hreppti plötusamning hjá útgáfurisanum BMG.
Plata The Honeymoon fékk víða góða dóma og
seldist í um átta þúsund eintökum.
Þoldi ekki Doherty
Í desember 2004 stóð Þórunn Antonía á tíma-
mótum. „Grunnurinn sem ég byggði mitt líf í
London á var farinn. Plötusamningurinn horfinn
og sambandið mitt við kærastann slitnaði, hvort
tveggja í sömu vikunni.“
Eftir þessa reynslu gerðist Þórunn Antonía
um tíma aðstoðarkona umboðsmanns hljómsveit-
arinnar Babyshambles en höfuðpaur hennar
Pete Doherty hefur ítrekað komist í fréttir vegna
fíkniefnaneyslu. „Ég hreinlega þoldi hann ekki.
Hann var reykjandi krakk fyrir framan mann og
ég tek bara ekki þátt í slíku,“ segir Þórunn Ant-
onía m.a. í viðtalinu. | Tímarit
Ný hljómsveit
og nýr plötu-
samningur
Eftir Árna Þórarinsson
ath@mbl.is
SUNDIÐ getur verið bæði skemmtileg íþrótt og ágæt hreyfing enda er víða hægt að skella sér í sund hérlendis. Notalegt er að fá sér sund-
sprett jafnt að sumri sem vetri. Sundlaug Akureyrar er vinsæll sundstaður og þar iðka menn íþróttina bæði sér til gamans og í keppni.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sundið vinsæl og góð hreyfing
MIKIÐ álitamál er að mati Áhuga-
hóps um verndun Þjórsárvera að
mat á umhverfisáhrifum Norð-
lingaölduveitu hafi farið fram með
lögmætum hætti. Stefna áhuga-
hópsins á hendur stjórnvöldum og
Landsvirkjun er nú til meðferðar í
Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem
gerð er sú krafa að úrskurður um-
hverfisráðherra frá því fyrir
tveimur árum og úrskurður Skipu-
lagsstofnunar í ágúst 2002 verði
felldir úr gildi.
Gríðarleg undiralda
Ríkið og Landsvirkjun hafa
krafist þess að málinu verði vísað
frá og fer málflutningur vegna frá-
vísunarkrafna fram í lok janúar.
Katrín Theodórsdóttir lögmaður
sem fer með málið fyrir áhugahóp-
inn fór yfir stöðu málsins á opnum
fundi um náttúruverðmæti Þjórs-
árvera og stöðu mála vegna
áforma Landsvirkjunar um virkj-
unarmannvirki á svæðinu í Nor-
ræna húsinu í gær.
Settur umhverfisráðherra
breytti á sínum tíma úrskurði
Skipulagsstofnunar varðandi
stærð Norðlingaöldulóns en féllst
að öðru leyti á framkvæmdina með
átta skilyrðum.
Katrín segir að þegar útfærsla
Landsvirkjunar á framkvæmdinni
á grundvelli úrskurðar ráðherrans
sé skoðuð komi í ljós að um gjör-
ólíkar framkvæmdir sé að ræða frá
því sem upphaflega var lýst.
Eru málsrök stefnanda m.a. þau
að mat á umhverfisáhrifum þess-
ara breyttu framkvæmda hafi
aldrei farið fram. Einnig sé ólög-
legt að binda framkvæmdina skil-
yrðum sem sett séu í þeim tilgangi
að auka hagkvæmni veitunnar.
Á fundinum í gær var náttúru
Þjórsárvera einnig lýst frá ýmsum
sjónarhornum og áhrifum fyrir-
hugaðra framkvæmda.
„Ég hef alltaf borið þá von í
brjósti að okkur takist að stöðva
framkvæmdirnar. Það er gríðarleg
undiralda og margir tilbúnir að
gera eitthvað. Þá heyrist mér
stjórnmálaumhverfið vera að mild-
ast í þessu máli,“ segir Sigþrúður
Jónsdóttir, talsmaður áhugahóps-
ins.
Til fundarins í gær efndu
Áhugahópur um verndun Þjórsár-
vera, Fuglavernd, Landvernd,
Náttúruvaktin, Náttúruverndar-
samtök Íslands og náttúruvernd-
arsamtök Norðurlands, Suður-
lands og Austurlands.
Tekist á um lögmæti um-
hverfismats fyrir dómi
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið
að efna til víðtæks samráðs um framtíð-
arstefnumótun um hlutverk og aðkomu
stjórnvalda að íbúðalánum. Ákvörðunin er
tekin í framhaldi af niðurstöðum starfshóps
sem falið var að leggja mat á stöðu Íbúða-
lánasjóðs og möguleika hans við breyttar að-
stæður á markaði.
Hópurinn skilaði niðurstöðum sínum á
minnisblaði til ráðherra á fimmtudag. Hann
telur rétt að stjórnvöld taki afstöðu til þess
hvort aðstæður kalli á að ráðist verði í
grundvallarbreytingar á hlutverki hins op-
inbera á íbúðalánamarkaði. Að sögn Árna
Magnússonar félagsmálaráðherra verður
samráð haft um málið við samtök banka-
stofnana og lífeyrissjóða, aðila vinnumark-
þeim markmiðum með einhverjum hætti
áfram. Svo verður þessi vinna að leiða í ljós
með hvaða hætti það verður,“ segir hann.
Árni segir mikilvægt að menn gefi sér
tíma í samráðsferlið. Hann hafi hug á að
ljúka vinnunni fyrir lok kjörtímabilsins, en
samkvæmt því er rúmt ár til stefnu. Að-
spurður um hugsanlegar breytingar á kerf-
inu bendir Árni á að ein þeirra leiða sem
nefndar hafi verið sé svokölluð heildsöluleið.
Full ástæða sé að hans mati til þess að
skoða hana betur. Heildsöluleiðin felist gróf-
lega í því að ríkið útvegi fjármagn í krafti
stærðar sinnar og bjóði þeim sem lána ein-
staklingunum fjármögnun á sínum lánum.
„Með því móti er hægt að ná fram þeim
markmiðum sem menn hafa sett sér póli-
tískt en líka hagkvæmum kjörum,“ segir
Árni, en að ekki sé þar með sagt að þetta sé
eina færa leiðin.
aðarins, fulltrúa neytenda, húseigenda, leigj-
enda, námsmanna, öryrkja, aldraðra,
fasteignasala og annarra sem hagsmuna eigi
að gæta. Vinnan hefjist strax á næstu vik-
um.
Ríkið gegnir enn mikilvægu hlutverki
„Ég er þeirrar skoðunar að ríkisvaldið
hafi enn miklu hlutverki að gegna á íbúða-
lánamarkaði og muni áfram hafa,“ segir
Árni, spurður hvort hann telji koma til
greina að gera grundvallarbreytingar á kerf-
inu. Þær miklu breytingar sem orðið hafi á
lánamarkaðnum á undanförnum misserum
kalli hins vegar á að menn skoði hvernig rík-
ið eigi að koma að málum. „Það hefur verið
pólitísk samstaða um að tryggja að fólk njóti
hagkvæmustu kjara á húsnæðislánum hvar
sem það býr og við hvaða aðstæður. Ég tel
að það sé full þörf fyrir ríkið að standa að
Víðtækt samráð vegna hlut-
verks ríkisins í íbúðalánum
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
FJÖLMENNI tók á móti Aðalsteini
Jónssyni SU-11 þegar hið nýja skip
Eskju hf. kom til heimahafnar á
Eskifirði í gærmorgun. Eftir há-
degi fór svo fram athöfn um borð
þegar séra séra Davíð Baldursson
blessaði skipið og áhöfn þess. Þá
gafst öllum kostur á að skoða skip-
ið, fullkominn tækjabúnað þess og
aðbúnað áhafnarinnar.
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Fögnuðu komu Aðal-
steins Jónssonar SU-11