Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
HUGVEKJA
Árið 2005, sem í minn-ingunni virtist byrjaí gær, hvarf fyrirrúmri viku í móðualdanna. Margt bar
það í faðmi sínum, góða hluti og
vonda, eins og öll hin sem á
undan fóru.
Erum við ánægð með störf
okkar á vettvangi jarðlífsins og
í þágu Guðsríkisins á liðnum
mánuðum? Eða hefði mátt gera
öðruvísi á stundum og betur?
Og var einhver með í þeim ferð-
um, e.t.v. hjálparinn mesti og
besti, eða var einungis treyst á
eigið hyggjuvit?
„Tíminn líður hratt á gervi-
hnattaöld“, söng íslenska þjóðin
á 9. áratug síðustu aldar, og víst
er, að það var bæði satt og rétt.
Og þegar árunum fækkar, sem
einstaklingurinn hefur til ráð-
stöfunar hér á jörð, í bland við
þennan gígantíska hraða nú-
tímans, er okkur nauðsynlegt að
velta því fyrir okkur, hvernig
best sé að nýta það sem eftir er
af ævinni.
Ég rakst fyrir skemmstu á
mjög ágengt ljóð, eftir Önnu S.
Björnsdóttur, en það kom út í
bókinni „Yfir hæðina“ árið 2004
og nefndist Á heiðum. Það er
svona:
Tvö fjallavötn
stara skærum augum
til himins
þau spyrja ekki um
hvernig þau eigi að vera
bara eru
silfurlitur fiskur syndir glaður
í grunnu vatninu
augu hans leita einnig til himins
Hvert horfa augu þín
þegar rökkvar
Síðustu orðum ljóðsins beini
ég nú til þín og mín, í upphafi
ársins 2006. Hvert ætlum við að
líta, þegar kvöldið nálgast? Er
það til himins, eða eitthvert
annað? Þú munt aldrei koma til
með að þurfa að glíma við mik-
ilvægari spurningu en einmitt
þessa.
E.t.v. er megn og sár
óánægja í huga þér með gengin
spor hingað til, og þér finnst
erfitt að horfa í spegilinn eða
framan í náunga þinn á götunni.
Þessi vist ekkert nema mistök,
allt dimmt, kalt og vonlaust.
En þá skaltu vita, að svo er
ekki. Langt því frá.
Alf Prøysen (1914–1970) er án
efa einhver þekktasti vísna-
söngvari Norðmanna fyrr og
síðar. Einn af kunnustu textum
hans fjallar um lítinn dreng sem
grætur, af því að hann er
óánægður með teikninguna sína.
Svo að hann eyðileggur blaðið
og fleygir því. Í sömu andrá
heyrist þytur í lofti, og rödd
segir eitthvað á þessa leið: „Á
morgun færðu annað tækifæri,
nýjan dag sem er hreinn og al-
veg ónotaður, nýja örk og liti
með. Og þá geturðu lagfært það
sem aflaga fór í gær og kemur
til með að líða vel annað kvöld.
En verðirðu ekki ánægður með
afraksturinn, ef allt er við það
sama, hlustaðu þá á röddina,
sem aftur mun hvísla yfir furu-
trénu: Á morgun færðu annað
tækifæri, nýjan dag sem er
hreinn og alveg ónotaður, nýtt
blað og liti að auki.“
Sagan er um þig.
Við höldum til móts við nýtt
ár með óþekktar stundir og
daga, erum að leggja út á
ókunnar slóðir. Öldur munu rísa
og stormar blása í lífi okkar, og
á hafi mannlífsins víða um heim.
En við skulum ekki gefast upp,
því á morgun er nýr dagur og
tækifæri. Reynum að nota tím-
ann betur en við gerðum á síð-
asta ári og kannski þar á undan
líka. Endurskoðum þá forgangs-
röð, sem verið hefur. Lítum
okkur nær, til fjölskyldu, vina
og samferðafólksins. Og hugum
að því sem eilífðinni tilheyrir, að
Guði og englum hans. Og minn-
umst herskaranna, safns tím-
anna. Þeirra, sem á undan eru
farin, og eru í ljósinu.
Andi minn stefnir þangað.
Vonandi þinn líka.
Ég lýk þessum hugleiðingum
á gömlu kvæði, þýddu úr sansk-
rít. Megirðu, lesandi minn,
geyma það í hjarta og sál á veg-
inum þínum á hinu nýhafna ári,
minnast þess hverja stund:
Gæt þessa dags,
því að hann er lífið sjálft.
Í honum býr allur veruleikinn
og sannleikur tilverunnar,
unaður vaxtar og grósku,
dýrð hinna skapandi verka,
ljómi máttarins.
Því að gærdagurinn er draumur
og morgundagurinn hugboð,
en þessi dagur,
sé honum vel varið,
umbreytir hverjum gærdegi
í verðmæta minningu
og hverjum morgundegi í
vonarbjarma.
Gæt því vel þessa dags.
Nýr dagur
Við áramót er öllum hollt að líta um öxl og
rýna í sporin, athuga hjartað og ávexti þess.
Og margir landsmenn hafa eflaust gert þetta
nýverið. Sigurður Ægisson er einn af þeim, og
veltir m.a. fyrir sér í þessum pistli glötuðum
tækifærum.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
ÞÚ ERT ÞAÐ
SEM ÞÚ REYKIR
Skordýraeitur, etanól, tjara, blásýra,
ammoníak, arsenik, aceton, kvikasilfur,
brennisteinsvetni, kveikjarabensín, blý,
eldflaugaeldsneyti, kolsýringur o.fl.
Bridsfélag
yngri spilara
Yngri spilara æfingar eru á mið-
vikudögum í Síðumúla 37, 3. hæð.
Byrjum aftur eftir jólafrí 11. janúar.
Kl. 18–19.30 eru léttar æfingar og
spjall.
Kl. 19.30–22.30 er spilaður tví-
menningur eða sveitakeppni. Spilað
um bronsstig. Þátttaka er ókeypis.
Tilvalið fyrir þá sem hafa stigið sín
fyrstu skref t.d. í heimahúsum eða á
bridsnámskeiðum í framhaldsskól-
um og vilja læra meira og æfa sig að
spila. Létt og skemmtileg stemmn-
ing.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Bridsfélag Hafnarfjarðar byrjar
aftur að spila mánudaginn 9. jan með
léttri eins kvölds upphitun.
Síðan hefst Aðaltvímenningur.
Stjórn BH óskar öllum fé-
lagsmönnum árs og friðar og vonast
eftir að sjá sem flesta á nýju ári.
Vel heppnað mót á Akureyri
Íslandsbankamótið er alltaf vin-
sælt milli hátíða hér á Norðurlandi
eystra og ávallt er gaman að sjá
hversu margir láta sjá sig frá ná-
grannabyggðarlögum.
Fyrirkomulagið var Monrad-tví-
menningur með tólf fjögurra spila
umferðum eða 48 spil. Glæsileg flug-
eldaverðlaun voru að venju auk ým-
issa aukaverðlauna.
Sigurvegararnir tóku fljótlega for-
ystu og breikkaði bilið smám saman.
Þeir fengu víst enga mínussetu allt
kvöldið. Parinu í 2. sæti var líka vel
fagnað.
Lokastaðan:
1. Reynir Helgason -
Sigurbjörn Haraldsson 63,3%
2. Hans Viggó Reisenhus -
Sigurgeir Gissurarson 56,0%
3. Guðmundur Halldórsson -
Sveinn Aðalgeirsson 55,4%
Nánari úrslit má finna á bridge.is
Gullsmárabrids
Gullsmárar spiluðu tvímenning á
þrettán borðum á fyrsta spiladegi
nýs árs, fimmtudaginn 5. janúar.
Miðlungur 168. Beztum árangri
náðu í NS
Þórhildur Magnúsd. - Helga Helgad. 211
Sigtryggur Ellertss. - Tómas Sigurðss. 209
Eysteinn Einarsson - Jón Stefánsson 197
Aðalbj. Benediktss. - Leifur Jóhanness. 170
AV
Páll Ólason - Elís Kristjánsson 202
Dóra Friðleifsdóttir - Jón Stefánsson 199
Einar Markússon - Steindór Árnason 197
Haukur Ísaksson - Ernst Backmann 194
Eldri borgaraar spila brids í fé-
lagsheimilinu í Gullsmára 13 alla
mánu- og fimmtudaga.
Bridsfélag Kópavogs
Fyrsta spilakvöld ársins var eins
kvölds tvímenningur. Hæstu skor
fengu í NS:
Bernódus Kristins. - Hróðmar Sigurbjs. 186
Ingvaldur Gústafs. - Úlfar Ö. Friðriks. 178
Hrafnhildur Skúlad. - Soffía Daníelsd. 178
AV
Ármann J. Láruss. - Hermann Láruss. 183
Björn Jónsson - Þórður Jónsson 181
Hannes Sigurðsson - Helgi Tómasson 175
Næsta fimmtudag hefst þriggja
kvölda Butler-tvímenningur.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson
Innihaldið skiptir máli