Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 31
mannaskólanum, annar í Verslunar- skólanum og hinir krakkarnir í öðr- um skólum, það var mikið að gera þennan vetur væna mín,“ segir Þóra. Seinna fór hún að vinna á skrif- stofu. „Maður varð að hjálpa til, ég borgaði heim og það gerðu systkini mín líka. Maður var látinn vinna al- veg frá því að hægt var að setja tusku í lófann á manni. Þegar ég var eitthvað óróleg var ég látin þurrka af borðstofustólunum. Mamma sagði: „Æ elskan mín, nú þarftu að þurrka af borðstofustólunum fyrir mig!“ Svo sat ég á gólfinu og þurrk- aði af stólfótunum. Við systkinin vorum saman í her- bergi, þrjú í rúmi. Ég á afar bágt með að vera ein í herbergi, ég er óvön að vera ein, ég svaf alltaf hjá systur minni, ég fékk ekki rúmið ein fyrr en hún gifti sig. Fólki er eðlilegt að hjúfra sig sam- an, ég sá að mínir strákar þrír, þeg- ar við fórum út, voru komnir saman í koju, þegar við komum heim. Ég hafði alltaf vasapeninga sem stelpa, ég rukkaði fyrir skósmiðinn í kjallaranum og fékk 10 prósent. Maður fór út að rukka í matartím- anum, þá hitti maður fólkið heima. Ég fór að vinna hjá Eimskip þeg- ar ég var 17 ára, þá sat maður við símann frá kl. níu til fimm og fjórðu hverja viku til sex og til fjögur á laugardögum. Þetta þótti lúxus en ég þoldi ekki að sitja svona við sím- ann, ég byrjaði að kalka milli herða- blaðanna mjög ung. Fór í sníðaskóla í Kaupmannahöfn Ég var hjá Eimskip í tvö ár, þá var ég orðin alger sjúklingur og fór til Danmerkur til að ná mér. Ég var sögð með gigt og send út til að hvíla mig. Systir mín var gift úti, ég fór til hennar og var þar allt sumarið í sól- böðum og hvíld. Svo fór ég á skóla og kom heim um páska. Ég fór í Köben- havns tilskerer akademi, – sníða- skóla, þangað fóru allir skreðarar og þeir sem þurftu að læra að sníða en voru búnir að læra að sauma. Þetta var þriggja mánaða námskeið frá kl. níu til fimm, maður lærði ansi margt. Ég vissi ekki hvað ég ætlaði að gera, nema hvað að heldur vildi ég fara sem fjósakona í sveit en fara á skrifstofu. Ég reyndi að fá vinnu úti en fékk ekkert. Svo kom skólastjórinn til mín og sagði að hann gæti útvegað mér vinnu. Ég sagði að mig langaði til að læra eitthvað meira, eitthvað sem ég gæti haft atvinnu af. Skólastjórinn var allur af vilja gerður að hjálpa mér og spurði hvað ég vildi læra. Ég sagði að það væru svo mikil höft heima á Íslandi. „Ég vil læra að búa til kjólapunt. Kona sem á einn svartan kjól getur lagað hann til með því að setja á hann hvítan kraga,“ – þannig kragar og slaufur voru þá mikið í tísku. Skólastjórinn sagðist þekkja framkvæmdastjóra í slíku fyrirtæki, – hann sagði mér litlu seinna að ég skyldi tala við yf- irmanninn. Ég klæddi mig í spari- kjólinn og fór. Mér var tekið eins og ég ætti að erfa konungsríkið. Mér var sýnd saumastofan og þar var ég í þrjá mánuði og lærði að sauma kraga, allslags fínvöru, blóm, sokka- belti, brjóstahaldara og ýmsa smá- vöru. Ég fór svo heim og keypti eitthvað af vélum, fékk lánað í verksmiðj- unni, þeir höfðu heildsölu í sambandi við hana, og gat saumað módelin. Ég fékk leigða stofu hjá foreldr- um mínum, borgaði 50 krónur á mánuði með ljósi og hita. Pabbi hafði lág laun svo við þurftum að borga. Það hafði lengi komið sér vel sér að mamma gerði bókstaflega allt af engu, – hún tók lopann og spann hann og prjónaði úr honum, allt var bókstaflega unnið heima af henni. Ég byrjaði að sauma kraga, ég gat fengið eitthvað af efnum hér heima. Þetta var mikil vinna en ég seldi vel. Konur áttu kannski einn svartan kjól, svo settu þær á hann kraga, slaufu, klút eða blóm, þá var kjóllinn eins og nýr. Um þetta leyti gifti ég mig og fór að eiga krakka.“ Hitti mannsefnið hjá Eimskip En hvar hafði Þóra eiginlega kynnst manni sínum? MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 31 VISA húsið Laugavegi 77 Við erum flutt Opnum í VISA húsinu Laugavegi 77, mánudaginn 9. janúar 2006 Gleðilegt ár Starfsfólk VISA VISA Ísland - Greiðslumiðlun hf. VISA húsinu, Laugavegi 77 101 Reykjavík sími 525 2000 www.visa.is ENSKA ER OKKAR MÁL Hringdu í síma 588 0303 • FAXAFENI 8 • www.enskuskolinn.is ENSKUNÁMSKEIÐ AÐ HEFJAST Okkar vinsælu talnámskeið, auka orðaforði og sjálfstraust • Talnámskeið 5 og 10 vikur • Viðskiptanámskeið • Málfræði og skrift • Enskar smásögur HRINGDU OG SKRÁÐU ÞIG Í VIÐTAL Í DAG • Námskeið fyrir 10. bekk • Málaskólar í Englandi • Ævintýranámskeið fyrir börn 5 til 12 ára
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.