Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ SAMBÍÓ ÁLFABAKKAHÁSKÓLABÍÓ Jennifer Anistion fer á kostum í þessari frábæru rómantísku gamanmynd. Með Óskarsverðlauna hafanum Shirley MacLaine og Kevin Costner. Byggð á sönnum orðrómi. Byggð á sönnum atburðum...svona nokkurn vegin. Eldfim og töff ný ræma frá meistaraleikstjóranum,Tony Scott (“Man on Fire”). Með hinni flottu Keira Knightley úr “Pirates of the Caribbean” og með hinum ofursvala megatöffara, Mickey Rourke (“Sin City”). DOMINO CHRONIC KING KON RUMOR HAS IT kl. 3.50 - 6 - 8.10 - 10.20 DOMINO kl. 5.30 - 8.10 - 10.45 B.i. 16 ára. CHRONICLES OF NARNIA kl. 2 - 3- 5 - 6 - 8 - 11 CHRONICLES OF NARNIA VIP kl. 2 - 5 - 8 - 11 KING KONG kl. 6 - 9 - 10 B.i. 12 ára. Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 2 HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 2 - 3 B.i. 10 ára. M Domino kl. 8 og 10.40 b.i. 16 ára Rumor Has It kl. 6 - 8 og 10.05 The Chronicles of Narnia kl. 2 - 3 - 5 - 8 og 10.45 KING KONG kl. 2 - 5.30 og 9 b.i. 12 ára Harry Potter and the Goblet of Fire kl. 2 - 4 - 5 - 8 og 10.45 b.i. 10 ára Litli Kjúllinn kl. 2 ísl tal Tónlistargrúskarar dunda sériðulega við hugmyndasögu ítónlist, að rekja þá leið sem hljómar og laglínur rata milli landa og jafnvel heimsálfa, fara stundum marga hringi og þær bestu eru á sífelldu ferðalagi. Fransk-spænski tónlistarmaðurinn Manu Chao er gott dæmi um lista- mann sem sækir hugmyndir í allar áttir, blandar katalónskri rúmbu saman við kongóska, kryddar með smá raistemmningu, blús, chanson eða vestrænu poppi, veður úr einu í annað, ef svo má segja, sem er einmitt eitt það helsta sem gerir hann svo skemmtilegan sem raun ber vitni. Við tölum stundum um afríska tónlist, sem er bjánalegt í sjálfu sér enda gríðarlegur munur á milli landa í þeirri miklu heimsálfu þeg- ar tónlist er annars vegar. Samt er oft samhljómur milli landa, ein- hver stemmning, framandleiki, sem maður nemur undireins og finnur að hér er komin afrísk hljómsveit. Sjálfsagt eiga þessi ein- kenni, ef kalla má svo, eftir að dvína með árunum, það stefnir allt í eina átt, við verðum öll eins á endanum (verðum öll eins og Elvis sagði Mojo Nixon), en þau eru enn sterk og þannig dytti engum ann- að í hug en að þar sé komin afrísk plata er hann hlustar á Dimanche á Bamako með hjónunum Amadou og Mariam. Mikið var látið með Dimanche á Bamako í netmiðlum vestan hafs og austan á síðasta ári. Til að mynda var það mál manna að þau væru til að mynda þeir listamenn sem flestir hefðu hrifist af á South by Southwest tónlistarstefnunni í Austin á síðasta ári. Það kemur reyndar ekki á óvart þegar hlust- að er þá plötuna, því hún er ótrú- lega vel heppnuð blanda af léttu grípandi afrísku poppi og vest- rænu.    Amadou Bagayoko var meðalgítarleikara í stórsveitinni Ambassadeurs du Motel de Bam- ako á sjöunda áratugnum, en sú er meðal annars fræg fyrir það að í henni byrjaði Salif Keita söngferil sinn, en eftir sveitina liggja líka frábærar plötur. Á áttunda áratugnum gekk Amadou í blindraskóla í Bamako og kynntist þar Mariam Doumbia. Þau felldu hugi saman og gengu í hjónaband 1980, en sama ár hófu þau eiginlegan tónlistarferil sinn saman undir nafninu Amadou & Mariam. Eftir að mesta hrifningarvíman rann af Malímönnum vegna sjálf- stæðisins sem fékkst 1960 tók að harðna á dalnum, lítið varð um lýðræði og frelsi og erjur milli ætt- bálka hafa staðið meira og minna óslitið fram á okkar daga, lá við borgarastyrjöld fyrir áratug eða svo. Lífskjör í landinu voru lengst af kröpp og þeim Amadou og Mariam gekk illa að framfleyta sér og þremur börnum sem tónlistarmenn í Malí. 1988 gáfust þau svo upp á harkinu heima fyrir og fluttust til Fílabeinsstrandarinnar. Fimm snældur með þeim komu út þar á næstu árum sem urðu vinsælar víða í Vestur-Afríku. Þau dvöldu um tíma í París um miðjan síðasta áratug sem varð til að breyta tón- list þeirra talsvert því nú bættu þau við sig blús og frönskum vísnasöng. Lögin af snældunum fimm hafa smám saman verið að koma út á disk, en diskarnir með þeim eru nú fimm eða sex, erfitt að fá al- mennilegar upplýsingar um það. Framan af voru þeir að stórum hluta endurútgáfur af snældunum með ný lög inn á milli. Á síðasta ári kom svo út platan sem getið er hér að framan, Sunnudagur í Bam- ako. Upptökum á henni stýrði sá ágæti grallari Manu Chao og er býsna áberandi í nokkrum laga hennar, án þess þó það sé til vansa, skapar bara meira fjör og gleði. Kemur ekki á óvart að plat- an er tilnefnd til verðlauna víða.    Það ert svo aftur annað hvorttilnefna eigi hana sem „heims- tónlistar“-plötu ársins, öll tónlist er heimstónlist þegar grannt er skoðað, eða hvort hún sé einfald- lega ein af bestu plötu ársins al- mennt. Sunnudagur í Bamako ’Ótrúlega vel heppnuðblanda af léttu grípandi afrísku poppi og vest- rænu.‘ AF LISTUM Árni Matthíasson Mikið var látið með plötu Amadou og Mariam í netmiðlum vestan hafs og austan á síðasta ári. arnim@mbl.is Söngvarinn Justin Timberlake ogkærastan hans, leikkonan Cameron Diaz, hjálpuðu slösuðum skíðamanni þar sem þau voru í fríi í Telluride í Colorado fyrir skömmu. „Justin og Cameron voru að skíða niður brekku þegar þau sáu mann- eskju detta og slasa sig,“ sagði vitni að atburðinum. „Fólk starði bara skelfingu lostið á manneskjuna sem kvaldist mik- ið, enda virtist hún hafa fót- brotnað illa. En þau komu til hjálpar og enginn vissi hvaða fólk þetta var fyrr en þau höfðu bæði tekið af sér skíða- grímurnar þegar sjúkraliðar komu á vettvang. Þau stóðu sig alveg frá- bærlega,“ sagði vitnið. Fólk folk@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.