Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 20

Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 20
20 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Frá 3. til 11. desember 2005stóð yfir í Fortezza daBasso í Flórens sýninginBiennale Internazionaledell’Arte Contemporanea (Alþjóðlegur nútímalistatvíæringur). Þetta var í 5. skiptið sem sýningin er haldin. Íslendingar tóku fyrst þátt í henni árið 2003, og var þá Kristján Logason ljósmyndari fulltrúi Ís- lands. Í ár var listakonan Sossa frá Íslandi, Hrönn Axelsdóttir ljósmynd- ari fyrir bæði Bandaríkin og Ísland og listamaðurinn Baski fyrir Holland og Ísland. Tvíæringurinn og Sameinuðu þjóðirnar Árið 2001 var tvíæringurinn viður- kenndur af Sameinuðu þjóðunum sem opinber þátttakandi í verkefni þeirra, „Samtal á milli siðmenninga“, sem er mikilvægur liður í viðleitninni til að auka samskipti og skilning á milli þjóða. Tvíæringurinn í ár var nefndur „Tvíæringur furðuverk- anna“ og tóku 768 listamenn frá 74 löndum þátt í sýningunni. Kofi Ann- an sagði á sínum tíma um „Samtal á milli siðmenninga“: „Ég held að sam- tal sé tækifæri fyrir manneskjur frá mismunandi menningum og hefðum til að kynnast betur, hvort sem þær búa sitt hvorum megin á hnettinum eða í sömu götu. Listamennirnir gegna sérstöku hlutverki í friðarbar- áttunni. Listamennirnir tala ekki ein- ungis til fólksins heldur einnig fyrir fólkið. List er vopn gegn fáfræði og hatri og er einnig fulltrúi mannlegrar samvisku. Listin opnar nýjar dyr til að læra og til að skilja, til að koma friði á milli íbúa og þjóða.“ Fyrirlestrar og verðlaunaafhendingar Á þeim 8 dögum sem sýningin stóð yfir voru ýmsum veitt „Lorenzo il Magnifico“ verðlaunin. Það voru mótorhjólafyrirtækið Harley Dav- idson, Richard Anuszkiewicz og há- punkturinn á verðlaunaafhending- unni var þegar Christo og Jeanne-Claude fengu verðlaun fyrir störf sín og voru 1.200 manns við- staddir verðlaunaafhendinguna og fyrirlestur þeirra um verk sín. Þríær- ingurinn í Indlandi var kynntur. Einnig voru tónlistaruppákomur auk fyrirlestra og galakvöldverðar. Kristján Logason ljósmyndari Eins og fyrr sagði var Kristján Logason ljósmyndari fyrsti Íslend- ingurinn til að taka þátt í tvíæringn- um. Kristján lærði ljósmyndun í Gautaborg frá 1992 til 1994. Hann hefur verið sjálfstætt starfandi ljós- myndari á Íslandi frá árinu 1994 og sérhæfir hann sig í auglýsingaljós- myndun, Fine Art, Portrait, Stock og stafrænni myndgerð. Ég hafði sam- band við Kristján til að leita álits hans á tvíæringnum og sagði hann mér að hann hefði orðið þess heiðurs aðnjótandi að fá styrk frá Myndstefi til að taka þátt í sýningunni í desem- ber 2003 og sýndi hann þar verk sem hann kallar Big Step Florence Ver- sion. Verkið samanstóð af 12 mynd- flekum sem raðað var upp í eina heild. Kristján sagði að það hefði ver- ið um margt fróðlegt að taka þátt í þessari sýningu og kynnast lista- mönnum frá hinum ýmsu heimshorn- um. Á tvíæringnum árið 2003 var myndlistarmaðurinn David Hockney gestur sýningarinnar og fjallaði hann í sínum fyrirlestri um rannsóknir sem hann hafði verið að gera á notk- un myndavélar og listsköpun. Hafði hann komist að því að menn voru farnir að nota „mynda“vélar (camera obscura) sem hjálpartæki við málara- list mun fyrr en talið hafði verið. Fyr- irlesturinn var um margt fróðlegur og endaði hann fyrirlesturinn með því að boða dauða ljósmyndunar eins og hún var á þeim tíma, en þó virðist þróunin ætla að verða önnur. Eins kom honum á óvart hvað mikill sölu- og auglýsingabragur var í kringum svona sýningu og sagðist Kristján ekki hafa verið á neinn hátt búinn undir allan þann „lobbýisma“ sem fer fram á svona samkundu. Þar sem um mjög stóra sýningu er að ræða eru bæði neikvæðar og jákvæðar hliðar og Ítalirnir á stundum svolítið erfiðir við að eiga. En Kristján sagðist ekki hefðu viljað missa af þessu tækifæri. Að lokum sagði Kristján að ef rétt væri haldið á spöðunum og myndlist- armenn vel undirbúnir gæti svona sýning verið stökkpallur út í heim. Í kjölfarið á svona sýningu geta komið tækifæri til frekara sýningarhalds erlendis. En kynni Kristjáns af öðr- um myndlistarmönnum á tvíæringn- um munu eflaust leiða til nánara samstarfs í framtíðinni. Hrönn Axelsdóttir ljósmyndari Hrönn Axelsdóttir ljósmyndari var ein af þrem Íslendingum sem sýndu á tvíæringnum árið 2005. Hrönn var fulltrúi bæði fyrir Banda- ríkin og Ísland þar sem hún var bú- sett í Bandaríkjunum þegar hún var valin en hún er nýflutt til Íslands eft- ir 20 ára búsetu vestan hafs. Hrönn lærði ljósmyndun í Rochester Insti- tute of Technology í Bandaríkjunum og er um þessar mundir að nema til kennararéttinda í Listaháskóla Ís- lands. Hrönn sagði mér að sér hefði fund- ist gaman að taka þátt í þessum tvíæringi, en þetta var í fyrsta skipti sem hún tók þátt í svona stórri hóp- sýningu. Tvær ljósmyndir Hrannar voru á sýningunni: Álfhólsvegur og Skollhöll. Þessar myndir eru úr verk- efni sem Hrönn kallar huldufólk og álagablettir. Myndirnar eru teknar með pinhole myndavél, það er myndavél án linsu, en Hrönn hefur ferðast um Ísland og tekið myndir af stöðum þar sem upplýsingar eru um þessi fyrirbæri. Hrönn hefur einnig myndað stafræn viðtöl við fólk hér og þar um landið sem hefur orðið fyrir ýmsum upplifunum í sambandi við þessi fyrirbrigði, svo og viðtöl við þá sem neita að þessi fyrirbrigði séu til. Hrönn mun sýna það í galleríi í New York næsta haust, en hún er að leita að galleríi á Íslandi til að sýna þetta verkefni. Í kjölfar þess að vera valin á Tvíæringinn var Hrönn einnig boðið að taka þátt í hópsýningu í Flórens í Net Gallery í Via Guelfa 63, í miðbæ Flórens og stendur sú sýn- ing yfir frá 17. desember 2005 til 30. janúar 2006. Sossa myndlistarkona Sossa – Margrét Soffía Björns- dóttir – er fædd í Keflavík árið 1954. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands frá árinu 1977 til 1979 og við School of the Museum of Fine Arts/Tufts University í Bost- on í Bandaríkjunum frá árinu 1989 til 1992 og þaðan lauk hún meistara- gráðu í myndlist/málun. Sossa sagði að það hefði verið mjög gaman að koma til Flórens og taka þátt í Tvíæringnum. Hún sagði að þetta hefði verið óhemjufjöldi lista- manna frá öllum heimsálfum, margt mjög gott, annað misjafnt og ekki al- veg ljóst hvað réð vali. Reyndar náði hún ekki að skoða nema hluta sýningarinnar þar sem hún var einungis viðstödd fyrstu tvo dagana. Skipulagið virtist vera með ágætum þrátt fyrir fjöldann og var hún mjög ánægð með þá fjóra þátt- takendur sem deildu bás með henni. Sossa sagði að þetta hefði verið dýrt, en hún fékk góðan stuðning frá Reykjanesbæ og Íslandsbanka. Hún sagði að það væri alltaf erfitt að meta árangur af svona uppákomu og að sumu leyti fannst henni þetta fyrst og fremst vettvangur til að hittast. Hún sagðist hafa fengið ágætis við- brögð fyrsta daginn á það sem hún setti þarna upp, en það var þrískipt mynd sem hún kallar samruna – um- mæli sem henni þótti vænt um. Þá fannst henni einnig gaman að kynn- ast fólki og sjá hvernig ákveðnar hefðir einkenna hvern menningar- heim og svo einnig hvernig sumt virðist óháð uppruna og efni og úr- vinnsla sú sama – þrátt fyrir ólíkan bakgrunn. Sossa hefði gjarnan viljað vera lengur og fá tækifæri til að hlusta á mæta listamenn eins og Cristo og Jeanne-Claude sem þarna voru heiðruð sérstaklega og lærð erindi sem boðið var upp á, en því miður þurfti hún að fara áður. Að lokum sagði Sossa mér að það hefði verið gaman að dvelja lengur í Flórens. Það væri eins og að fá stóran hluta listasögunnar lifandi fyrir framan sig – og það bara í Uf- fizi-safninu. Hún hefur verið í Mílanó og Feneyjum, en til að njóta Flórens af einhverju viti þurfi miklu lengri tíma – og það verði örugglega fljót- lega. Baski myndlistarmaður Baski – Bjarni Skúli Ketilsson – var valinn af Sambandi myndlistar- manna í Hollandi, en hann býr ásamt hollenskri eiginkonu sinni og þremur börnum þeirra í Deventer í Hollandi. Baski hafði samband við mig fyrr á þessu ári og mæltum við okkur mót á sýningunni. Ég hef skrifað greinar í Morgunblaðið um íslenska listamenn sem dvöldust í Flórens, en þeir eru flestir látnir, en núna sat ég á alþjóð- legri sýningu og var að hitta í fyrsta skipti samlanda minn og næstum jafnaldra sem var að sýna verk sitt. Áttum við ánægjulegt samtal. Baski fæddist á Akranesi árið 1966. Listamannanafnið Baski fékk hann í draumi þar sem hann dreymdi látna ömmu sína sem rétti honum nafnspjald með nafninu Baski og skrifaði hann það niður þegar hann vaknaði, en í nafninu koma einnig fram allir stafirnir í nafninu hans. Á árunum 1987 til 1988 stundaði Baski nám í leikmyndahönnun í Noregi. Ár- ið 1989 stundaði hann nám við Lista- braut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og módelteikningu við Listaháskóla Íslands. Á árunum 1994 til 1996 stundaði hann módelteikningu við Myndlistaskólann á Akureyri en á Akureyri kynntist hann hollenskri eiginkonu sinni sem starfaði þar sem sjúkraþjálfari. Baski fór til Hollands árið 1996 og stundaði þar nám í list- málun við Art Academy í Enschede í Hollandi og útskrifaðist með BA- gráðu árið 1998. Baski hefur því búið í Hollandi í 9 ár. Hann segir að fjöl- skyldan ætli einhvern tímann að flytja til Íslands en sé ekkert að flýta sér. Baska finnst mjög gott að vera á meginlandi Evrópu vegna nálægðar við önnur Evrópulönd til að koma verkum sínum á framfæri. Ég hafði skoðað vef Baska og var yfir mig hrifin af leðurstólum sem hann málar á. Stólarnir eru frá RHJ Meubels and Design og nefnist línan PAF (Personal Art Furniture). Baski tók þátt í samkeppni um málverk á stóla sem RHJ Meubels and Design héldu ásamt hollensku sjónvarps- stöðinni RTL 4 TV í samvinnu við þáttinn „Eigen huis en tuin“ (Hús og híbýli) árið 2004 og er Baski aðallista- maður RHJ Meubels and Design í dag. Stólarnir eru til sölu í Alexandri- um verslunarmiðstöðinni í Rotter- dam. Baski sagði mér að þessir stólar kostuðu 3.000 evrur stykkið. Verk Baska á Tvíæringnum heitir „I deg- ustatori del vino“ eða Vínsmakkar- arnir. Baska fannst sýningin vera mjög skemmtileg og áhugaverð og sannarlega heiður að taka þátt í þess- ari sýningu. Honum fannst fyrirlestr- ar þekktra listamanna og manna tengdra list vera mjög góðir. Eins fannst honum skemmtilegt að kynn- ast öðrum listamönnum og kynnast nýjum straumum. Þarna var auðvit- að alls konar list, sum misgóð eins og gengur og gerist með flestar samsýn- ingar. Baski sagði í lokin að ekki mætti gleyma Flórens sjálfri, Mekka endurreisnarlistarinnar. Honum fannst ekki amalegt að málverk hans skyldi hafa hangið í nokkur hundruð metra fjarlægð frá Davíð eftir Miche- langelo ásamt Goya, Caravaggio og fleirum. Borgin hefur upp á margt að bjóða þannig að Baska leiddist ekki eina sekúndu. Að lokum má geta þess að Baski mun verða með sýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði í nóvember 2006 og tengjast verkin Reynistaða- mönnum sem urðu úti árið 1780. Samtal á milli siðmenninga Þrír Íslendingar sýndu verk sín á alþjóðlegum nútíma- listartvíæringi í Flórens á Ítalíu í desember. Bergljót Leifsdóttir Mens- uali skrifar um Tvíæringinn í Flórens. TENGLAR .............................................. www.florencebiennale.org Kristján Logason: www.aurora.is www.myndstokkur.is www.digitalrailroad.net/kristjan www.mtpnetwork.com Hrönn Axelsdóttir: www.wooloo.org/hronnaxels www.net-gallery.it Sossa: www.sossa.is Baski: www.dit.is/baski/ Kristján Logason sýndi Flórensútgáfu af verkinu Big Step á Tvíæringnum 2003. Baski á Tvíæringnum í Flórens. Samruni eftir Sossu. Álfhólsvegur eftir Hrönn Axelsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.