Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bruninn í flugelda-geymslu Hjálpar-sveita skáta í Hveragerði á gamlársdag vakti umræðu í fjölmiðlum um hvort og hversu mikil hætta stafar af flugelda- sölum og flugeldageymsl- um í þéttbýli. Ljóst er að tugmilljóna króna tjón varð vegna brunans en það sýndi sig að reglugerð um flugelda var fylgt eftir til hins ýtrasta og eldvarnar- veggir í húsnæðinu vörn- uðu því að eldurinn breiddist frekar út og ylli enn meira tjóni. Ólafur Magnús- son, deildarstjóri á forvarnasviði Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, segir að í Hveragerði hafi sést að ákvæðin virka sem unnið er eftir þegar reynt er að tryggja öryggi við geymslu á flugeldum. Þrátt fyrir það segir Ólafur að verulega þurfi að endurskoða reglugerðina og til dæmis herða reglur sem lúta að geymslu flugelda. Hjá slökkvi- liðinu er almenn ánægja með sam- vinnu við innflutnings- og sölu- aðila flugelda og hefur ástandið breyst talsvert frá því sem áður var. Ábendingum slökkviliðsins er vel fylgt eftir og sjaldan ósætti varðandi ákvarðanir, s.s. að taka óviðunandi vörur úr umferð. Ólaf- ur óttast því ekki að upp spretti ósætti þótt reglur um skotelda, og geymslu þeirra, yrðu hertar. Ólafur hefur séð um flugelda- mál slökkviliðsins um árabil og fór meðal annars til Kolding í Dan- mörku í desember árið 2004, rúm- um mánuði eftir eldsvoðann mikla sem varð af völdum skotelda. Með honum í för voru Magnús Viðar Arnarsson, stjórnarmaður hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og Óskar Bjartmarz, varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík. Þar kynntu þeir sér hvað hægt væri að læra af eldsvoðanum í Kolding. Meðal niðurstaðna var að skot- eldalager skuli vera í viðurkenndri stakstæðri byggingu þar sem að- stæður séu sérhannaðar til geymslu flugelda, fjarri byggð. Landsbjörg er stærsti innflytj- andi skotelda á Íslandi og er með lager fyrir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, s.s. á Malar- höfða og Stórhöfða. Þar eru m.a. afgangsflugeldar geymdir. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðs- stjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir enga launung að betur megi gera við þessi geymsluhúsnæði. Í kjöl- far óhappa erlendis, s.s. í Kolding, hefur verið skoðað hvað hægt sé að gera og fyrir liggja tillögur að húsnæði. Leitað að staðsetningu Jón Viðar segir mikilvægt að áhættumat fari fram á húsnæðinu en ekki síst svæðinu í kring en hægt hefur gengið að finna heppi- lega lóð. „Það er verið að leita að staðsetningu og Landsbjörg hefur meðal annars rætt við sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu um stað,“ segir Jón Viðar en mikil- vægt er að íbúðabyggð verði ekki risin upp í næsta nágrenni við lag- erinn á næstu árum. „Menn eru að hugsa svona tíu til fimmtán ár fram í tímann og það sem aðallega er verið að einbeita sér að núna er heppilegt svæði sem er langt frá byggð en samt inni á skipulögðu svæði.“ Á meðal svæða sem nefnd hafa verið er hraunið í Hafnarfirði, sem þykir henta vel, en hins vegar hef- ur ekkert verið samþykkt í þeim efnum. Vilji er innan Landsbjarg- ar til að hefja framkvæmdir við húsnæðið sem fyrst og jafnvel er vonast eftir að hægt verði að taka húsnæðið í notkun fyrir næstu áramót, enda þykir ekki með öllu óhætt að vera með flugeldalager inni í byggð, og á mörgum stöðum. „Við teljum að ef samstaða næst um góða staðsetningu á þar til gerðu húsi, þar sem farið hefur fram áhættumat á allri umgjörð- inni, þá sé verið að stíga risa- skref,“ segir Jón Viðar en bætir við að líklega sé sögulegt lágmark af afgangsflugeldum í ár þar sem metsala var og loka þurfti nokkr- um sölustöðum á gamlársdag þar sem vörur kláruðust. Mikið eftirlit með sölustöðum Um 80% af flugeldasölu fara fram á síðustu tveimur dögum árs- ins og eru sölustaðir með mikið magn af flugeldum í boði. Strang- ar reglur eru gerðar til sölustaða en að mati slökkviliðsins ætti jafn- framt að herða þær. Slökkviliðið er eftirlitsaðili á sölustöðunum og fylgist afar vel með þeim undir lok desember. Einnig er farið mjög vel í gegnum húsnæði áður en starfsleyfi eru veitt og til dæmis þarf viðkomandi tryggingafélag að gefa leyfi sitt fyrir sölunni. Ýmsar kröfur eru þá gerðar til húsnæðisins, s.s. að hafa dyr sem liggja beint út undir bert loft, dyr skulu opnast út, vera með pumpum og opnast án þess að snúa þurfi hurðahúnum. Jón Viðar segir margt hafa breyst til batnaðar á sölustöðum síðan hann hóf störf fyrir fjórtán árum. Þá hafi slökkviliðið oft þurft að bregðast við og bjarga öryggis- atriðum. Hann segist finna meira fyrir því í dag að söluaðilar séu meðvitaðir um að það sé öryggið sem gildi, aðilar séu meðvitaðir um hættuna sem fylgir og beri boðskapinn áfram til neytenda. Fréttaskýring | Flugeldar geymdir á höfuðborgarsvæðinu milli ára Húsnæðismál standa til bóta Vonast til að Landsbjörg geti tekið í notkun nýja flugeldageymslu á árinu Íslendingar eru með eindæmum skotglaðir. Endurskoða þarf tveggja ára reglugerð um skotelda  Slökkviliðsstjóri höfuðborgar- svæðisins segir reglugerð um skotelda, sem samþykkt var fyrir rétt rúmum tveimur árum, vel unna og góða til síns brúks. Hins vegar ætti að endurskoða hana á tveggja til þriggja ára fresti í ljósi reynslu af óhöppum tengd- um flugeldum. Bent hefur verið á, meðal annars í ljósi brunans í Hveragerði á gamlársdag, að tímabært sé að herða kröfur um geymslu á flugeldum. Eftir Andra Karl andri@mbl.is FJÓRIR sendiherrar létu af störf- um um áramót að eigin ósk. Þetta eru Jón Baldvin Hannibalsson, Kjartan Jóhannsson, Sveinn Á. Björnsson og Helgi Gíslason. Jón Baldvin var sendiherra í Helsinki 2003–2005 og sendiherra í Washington 1998–2003. Kjartan var sendiherra í Brussel 2002– 2005, starfaði í ráðuneytinu 2000– 2002, var aðalframkvæmdastjóri EFTA 1994–2000 og sendiherra og fastafulltrúi í Genf 1989–1994. Sveinn hóf störf í utanríkisþjón- ustunni 1988 en hafði þá starfað í 18 ár í viðskiptaráðuneytinu. Hann starfaði í sendiráðum og fastanefndum í París, Strassborg og Washington og var um skeið fastafulltrúi gagnvart FAO í Róm með búsetu á Íslandi. Helgi var prótókollstjóri í utan- ríkisráðuneytinu. Hann hóf störf í utanríkisþjónustunni 1970 og hef- ur starfað í sendiráðum og fasta- nefndum í París, Brussel, New York, Moskvu og Kaupmanna- höfn. Fjórir sendiherr- ar nýlega hættir STÆRSTI hluti heimila á Vest- fjörðum kaupir rafmagn til húshit- unar. Heimilisrafmagn og rafmagn til húshitunar er að meðaltali 40 þúsund kílówattstundir á ári, sam- kvæmt upplýsingum sem Kristján Haraldsson, orkubússtjóra Orku- bús Vestfjarða veitti Morgun- blaðinu. Sérstaða svæðisins er því tölu- verð vegna þessarar miklu raf- orkunotkunar til húshitunar og fastagjaldsins sem greitt er. Prósentusamanburður segir því ekki alla söguna þegar gjaldskrár vegna raforkusölu til heimila eru bornar saman, að mati Kristjáns. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á miðvikudag leiðir samanburður á söluhluta gjaldskráa orkuveita fyrir raforkusölu m.a. í ljós að þær lækkuðu hjá öllum veitum frá ára- mótum nema Orkuveitu Reykja- víkur og Orkubúi Vestfjarða. Nokkur munur er einnig á hæsta og lægsta verði miðað við tiltekna ársnotkun. Mikil orka vegna húshitunar BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur samþykkt breytingu á deiliskipu- lagi vegna veitingaskálans Naut- hóls í Nauthólsvík. Engar athuga- semdir bárust þegar deiliskipulags- breytingin var auglýst í haust. Að sögn Dags B. Eggertssonar, formanns skipulagsráðs Reykjavík- ur, verður reist nýtt veitingahús í stað þess sem nú hýsir veitinga- húsið Nauthól og á sama stað. Nýja húsið verður í öðrum stíl en núver- andi bygging og í betra samræmi við umhverfið, í svipuðum stíl og bað- eða strandhúsið við ylströnd- ina í Nauthólsvík. Meginbyggingin verður af svipaðri stærð og núver- andi veitingahús en auk hennar verður bætt við litlum sal. Þá verð- ur rúmgóður sólpallur eða verönd við húsið þar sem verður veitinga- aðstaða undir berum himni. „Þetta nýtist þeim sem stunda þarna útivist, ganga um stígana og heimsækja ylströndina,“ sagði Dagur. „Þetta er liður í að gera borgina skemmtilegri og styðja við heilbrigða útiveru. Þannig séð er þetta hluti af heilsuborginni Reykjavík.“ Tölvugerð mynd af fyrirhuguðu veitingahúsi sem reisa á við Nauthólsvík á næstunni. Nýtt veitingahús verður byggt í Nauthólsvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.