Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 22

Morgunblaðið - 08.01.2006, Page 22
22 SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ C hicago stendur við Michigan-vatn sem er eitt af vötnunum miklu inni í miðri Norð- ur-Ameríku. Það leynir sér ekki að hún er voldug borg þar sem miklir fjármunir hafa verið í veltunni. Ekki þarf annað en að sjá skóg mikilla skýjakljúfa sem marg- ir hverjir eru hannaðir af hinum frægustu arkitektum og hefur mikið verið í lagt. Einnig eru þar voldugar eldri byggingar sem margar hverjar hýsa nú stór söfn listaverka og söfn menningar og náttúru sem hafa margt að bjóða. Stórt og voldugt – en hver eru gildin? Umhverfi Chicagoborgar minnir stöðugt á hið flókna nú- tímalíf. Þar rísa til himins turnar þar sem bæði mönnum og tækjum er raðað upp í hillur. Bílastæði, íbúðir og vinnu- staðir í miðborg Chicago (sem og í mörgum öðrum nútíma- borgum) eru í slíkum byggingum. Þar á ytra borði að minnsta kosti eru gráir litatónar ríkjandi og lítil snerting við jörð og náttúru. Form margra turnanna eru glæsileg og minna á að maðurinn getur náð „hátt“ og „langt“ með hug- viti og tækni en áleitnar spurningar um tilgang og mörk hönnunar vakna oft þegar litast er um í borgarumhverfinu. Einnig vakna vissulega einnig spurningar um notkun á fjár- magni og atorku (eða forgangsröðun) eða hvaða gildi séu í fyrirrúmi. Mikið hefur þó verið lagt í að koma listinni að með stórum söfnum og nú nýopnuðum Millennium Park eða Árþúsundsgarði (Þúsaldargarði). Hvað vill mannveran? Spurningar um hvað við viljum og þurfum verða oft áleitnar. Listin fjallar oft um það eða minnir á önnur gildi en hins óbilgjarna fjármálaheims. Stór listasöfn og söfn náttúru og sögu eru í Chicago og vissulega má víða njóta fegurðar og mikilfengleika byggingalistarinnar. Nú fyrir ári var The Millennium Park eða Þúsaldargarður opnaður þar sem listin er í fyrirrúmi ásamt náttúrunni og öll hönnun miðast við það að fólk geti bæði notið og upplifað. Miklu hefur verið til kostað og árangurinn góður, a.m.k. er varla hægt annað en að finna tengsl við margt af því sem gefur lífinu lit og verða snortinn af ýmsu þar. Garðurinn er á svæði sem liggur meðfram vatninu annars vegar og hins vegar meðfram Michigan Avenue sem er ein helsta versl- unargatan. Á svæðinu sem garðurinn nær nú yfir var áður stórt bílastæði og athafnasvæði járnbrauta. Núna er þetta svæði miðað að því að bjóða eitthvað af því sem mannveran augljóslega vill og þráir að hafa tengsl við. Meðal þess sem hefur verið unnið með til að gera svæðið bæði notalegt og spennandi er gróðurinn, vatnið, ljósið og listin og möguleik- arnir á að að njóta samveru, listar eða nýrra sjónarhorna á umhverfið. Spurningin um byggingalist og/eða skúlptúr Í Þúsaldargarðinum er útisvið fyrir tónleikahald er tekur 4.000–11.000 manns í sæti og er hannað af hinum heims- fræga ameríska arkitekt Frank Gehry. Tilsýndar er bygg- ingin eins og risastór stálskúlptúr og minnir þó nokkuð á þær stórbyggingar eftir Gehry sem á síðustu árum hafa verið aðdráttarafl fyrir ferðamenn, eins og t.d. Guggen- heim-listasafnið í Bilbao á Spáni og Walt Disney-tónleika- höllin í Los Angeles. Þarna eru einkennandi miklar sveiflur í málmklæddum formum og eru þetta talsvert flóknar bygg- ingar að sjá. Sagt er að Gehry hafi í fyrstu kynnt aðra og einfaldari hugmynd fyrir borgaryfirvöldum í Chicago en henni verið hafnað og niðurstaðan varð þessi mjög svo flókna bygging. Umhverfislistaverk sem vekja viðbrögð Umhverfisverk eftir spænska listamanninn Jaume Plensa vekur hvað mesta athygli í Þúsaldargarðinum. Það eru tveir 17 m háir turnar úr stáli og hlöðnum glersteini sitt hvorum megin við grunna tjörn sem speglar þá. Niður eftir turn- unum fossar vatn og á þeim gengur stöðugt sýning á video- verki. Verkið er um 30 mínútna langt þar sem nærmyndir af andlitum eru sýndar á gagnstæðum hliðum turnanna. Andlitin sýna hægt og rólega ýmis svipbrigði sem við öll könnumst við og svo á um 7 mínútna fresti setja þau stút á munninn og út sprettur vatnsbuna sem fellur í boga útí tjörnina. Andlitin verða nálæg og áhugaverð og það er greinilegt að verk þetta vekur mikil viðbrögð og heillar áhorfendur. Allt verður þetta seiðandi, nálægðin við mann- veruna, vatnið og birtan og hægt er að dvelja þarna lang- tímum saman og njóta og er ekki hægt að segja annað en að þarna sé vel heppnað listaverk. Skýjahliðið – að skoða heiminn í spegli Í garðinum er margt fleira áhugavert og tilkomumikið. Anish Kapoor frá Bretlandi hannaði stórt sporöskjulagað form klætt háglansandi stáli (110 tonn) sem minnir á kvika- silfursdropa. Það speglar umhverfið, hinar frægu útlínur Chicagoskýjakljúfa, ský, bláan himin og einnig áhorfendur. Einnig er hægt að ganga undir og skoða speglanir í stóru rými íhvolfra spegla. Þetta er í samræmi við þá stefnu margra seinni tíma myndlistarmanna að áhorfandinn sé þátttakandi. Það sem er þó áhugaverðast við þennan skúlp- túr er líklega hin nýju sjónarhorn á umhverfið í hinu fal- lega formi þar sem himinninn leikur stórt hlutverk í sjón- arspilinu. Kannski færir það sýn á himin á sifurfati. Söfnin rík og stór Eitt af stóru söfnunum í Chicago er mann- og náttúru- fræðasafnið Field Museum of Natural History og má víst segja að það sé eitt af mikilvægustu söfnunum á því sviði í heiminum. Það geymir og kynnir í stórri glæsibyggingu gríðarlegt safn muna sem segja sögu náttúru og menningar ýmissa heimshluta. Þar eru líka unnin mikilvæg rannsókn- arstörf og sérstök deild starfrækt sem vinnur að umhverf- ismálum. Þarna er sett á oddinn mikilvægi sjálfbærrar þró- unar og fjölbreytni náttúrunnar (geta áhugasamir skoðað það betur á www.fieldmuseum.org ). Settar eru upp sýn- ingar fyrir alla aldurshópa og lögð áhersla á að kynna mis- munandi menningarsamfélög ýmissa svæða og tíma. Núna var þar meðal annars sýning um daglegt líf og menningu nokkurra samfélaga í Afríku. The Art Institute of Chicago er líka eitt stór-safnið í heiminum sem kynnir list víða að og frá um 5.000 ára tíma- bili. Þar er sérstaklega gott úrval hinnar vestrænu listar frá 20. öldinni. Finna má þar verk eftir marga þeirra fræg- ustu sem eru kynntir á helstu söfnum vestrænna heims- borga en einnig eru þar góð verk bandarískra listamanna sem ekki eru eins víða kynntir. Að horfa með innri sýn Á The Art Institute var gott úrval verka eftir Joseph Cornell (1903–1972). Hann er þekktur í listasögu 20. aldar sem einn helsti brautryðjandi í súrrealískum samsetning- armyndum. Hann setti saman í kassa klippimyndir og hluti og skapaði þar sérstakan heim með ljóðrænu og frumleika og það er einhver óræð fegurð sem tilheyrir þeim heimi. Verk Cornells þarfnast engra orða en eru eins og heim- spekilegar spurningar um tilveruna og þar blasir við mik- ilvægi ýmissa gilda sem gefa lífinu innihald og hver getur hugsað um fyrir sig andspænis þeim. Leitin að litnum í tilverunni – með viðkomu í Chicago Jóhanna Bogadóttir myndlistarmaður var nýlega í Chicago og fjallar hér um ýmislegt af því sem vakti umhugsun um lífið og listina í stuttri dvöl. The Field Museum of Natural History. Verk eftir Joseph Cornel. Pritzker Pavilion, utanhússtónleikahöll eftir Frank Gehry í The Millennium Park. Skýjahlið, Skúlptúr eftir Anish Kapoor í The Millennium Park. Glerturn með vídeóverk í rennandi vatni, hluti af umhverfisverki eftir Jaume Plensa í The Millennium Park. Höfundur er myndlistarkona.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.