Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 33
„Þetta var tíu ára púl og maður varð að passa börnin sín sjálfur. Ég fékk sogæðabólgu eftir eina fæð- inguna og var mikið veik. Ég lá og gat ekki gengið. Þá lækn- aði Jónas Kristjánsson mig. Hann var sóttur í fjarveru heimilislæknis míns. Hann spurði hvað ég hefði leg- ið lengi og þegar ég sagði honum að ég væri búin að liggja í nokkra mán- uði dreif hann mig í bað, vafði mig svo inn í teppi og nuddaði fótinn á mér á eftir. Hann kom á hverjum degi í hálfan mánuð og eftir það gat ég farið að nota fótinn. Þetta var ár- ið 1942 og Jónas var nýkominn frá Sauðárkróki þar sem hann hafði ver- ið læknir, kominn á eftirlaun og bjó á Grettisgötunni. Um leið og ég komst á fætur fór ég til Jónasar, maðurinn minn keyrði mig til hans á morgnana og sótti mig í hádeginu. Og einn daginn þegar sól skein gat ég gengið heim, frá Grettisgötu og upp á Leifsgötu, þá var komið vor. Það var afskaplega gaman að hitta þennan lækni, við töluðum svo mikið saman því hann hafði þá ekki svo mikið að gera. Hann kenndi mér að setja hveitiklíð í hafragrautinn og búa til krúsku, ég hef haldið upp á það alla tíð síðan og þennan lækni. Ég átti um þetta leyti bágt með að fá góða mjólk, þá var Mjólkursam- salan að byrja með gerilsneydda mjólk sem ég vildi ekki, ég hafði lengstum keypt nýmjólk hjá Geira í Eskihlíð en ég átti ekki gott með að sækja hana. Þá komst ég að því að maður einn hafði pláss fyrir kú en hafði ekki ráð á að kaupa hana. Ég keypti kú og hún var í fjósi hjá karl- inum. Úr henni fékk ég senda mjólk, – en þetta var dýr kýr, maðurinn sem hafði kúna var alltaf að biðja um meiri og meiri peninga fyrir heyi handa henni. Ég borgaði því mikið fyrir þá mjólk. En svo frétti ég að hann hefði að lokum farið að kaupa samsölumjólk og setja í brúsann. Þá hætti þessi útgerð mín með kúna og vissi ég aldrei hvað varð um hana, en oft skemmtum við okkur yfir kúa- kaupunum og útgerðinni á kúnni,“ segir Þóra. Vinndu það úr þér góða mín Ég spyr Þóru hvernig henni líði á Hrafnistu. „Mér líður hér ágætlega. Auðvitað var erfitt að fara úr húsinu sínu en þegar maður getur ekki verið einn og vill ekki vera einn er gott að fara inn á svona stað. Mér finnst þó óskaplega gaman að fara eitthvað út. Þegar einhver heimsækir mig segi ég gjarnan: „Komum eitthvað og fáum okkur kaffi.“ Þá fer maður kannski í Smárann og fær sér súkkulaði. Gömlu vinkonur mínar eru flestar dánar, allar nema Bára mín Sigurjónsdóttir, en aðrar hafa tekið við.“ Ég spyr um trúmál. „Ég hef mína barnatrú og les mín- ar bænir, ég var alin upp við svo mikinn bænalestur að ég þekki allar bænir sem verið er að lesa í útvarp- ið,“ svarar Þóra stuttlega. „Það kemur alltaf eitthvað fyrir mann sem maður ekki skilur. Mig dreymdi oft fyrir ýmsu sem gerðist en sá það þó ekki fyrr en síðar. Ég hef alltaf verið með fæturna á jörð- inni og notað það sem mamma kenndi mér: „Vinndu það úr þér góða mín, besta ráðið er að vinna,“ sagði hún ef ég var leið. Maður var alinn upp við að vera ekki upp á aðra kominn. Strákarnir mínir voru líka vandir við að vinna. Við hjónin efn- uðumst, það er ekkert einkennilegt við það, það efnast allir sem nenna að vinna myrkranna á milli og fara vel með.“ Þóra hefur sem fram hefur komið mikla reynslu af stjórnun, hvað skyldi hún telja mikilvæga eiginleika starfsmanns? „Ég hef unnið nær eingöngu með konum og þær eru eins misjafnar og þær eru margar, en hitt veit ég að ef allir ættu að fá sömu laun myndi enginn skara fram úr. Ef fólk er hins vegar í akkorði þá skal það fá tvöföld laun áður en maður veit af. Þetta sannreyndi ég. Það var t.d. stúlka hjá mér einu sinni sem var óánægð. Verkstjórinn hvatti mig til að halda henni áfram. Ég setti hana í að sauma slankbelti í akkorði. Hún komst í tvöföld laun og lék sér að því. Mikilvægasti eiginleiki starfs- manna er að mínu mati að þeir vinni með sínu fyrirtæki. Ég fór á árum áður oft inn hjá Silla og Valda á Laugavegi til að kaupa kaffi nýmal- að. Svo kom stelpa þangað í vinnu sem vildi ekki mala fyrir mig. „Ég hef svo mikið að gera,“ sagði hún. „Jæja, láttu mig þá hafa pakka, en ertu ekki ánægð með að hafa svona mikið að gera?“ sagði ég. Hún vildi vita af hverju hún ætti að vera það. „Nú þá græða Silli og Valdi,“ svaraði ég. „Mér sama hvort þeir græða, ef ég fæ bara mitt kaup.“ Þessi stúlka varð seinna verslun- arstjóri, þá kom annað hljóð í strokkinn, þá vildi hún að verslunin gengi vel.“ En hverjir eru mikilvægir eigin- leikar stjórnanda? „Það er erfitt að vera góður stjórnandi, maður má aldrei æsa sig. Maður verður að halda ró sinni, ef ég varð þreytt og pirruð fór ég burt. Ég vildi hafa það eins og þar sem ég vann í Danmörku. Verkstjórinn þar bretti aðeins brýrnar – sagði aldrei neitt, – það dugði. En þar var líka at- vinnuleysi, hver stúlka sem hafði vinnu taldi sig hólpna. Það er allt annað að hafa fólk í atvinnuleysi eða þegar nóg er um vinnu. Ef það er mikið um atvinnu hefur þú lélegt fólk – ef það er lítið um vinnu þá hef- ur þú gott fólk. Ég tók eftir því að eftir að veik- indadagarnir komu til þá fóru stúlk- urnar að vera miklu oftar veikar en áður – nema ein, hún var aldrei veik þótt hinar væru það. Þegar hún fór í sumarfrí borgaði ég henni út veik- indadagana.“ Blaðamaður spyr að lokum: Ef þú ættir að velja upp á nýtt – hvað myndir þú þá taka þér fyrir hendur? „Ég myndi fara í það sama, ég lenti á réttri hillu,“ svarar Þóra hik- laust og brosandi. gudrung@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 33 www.urvalutsyn.is Nánari uppl‡singar um fer›ir ásamt l‡singum á hótelum er a› finna á www.urvalutsyn.is Úrval-Útsýn, Lágmúla 4: 585 4000 – Akureyri: 460 0600 – Vestmannaeyjum: 481 1450 Kenya 11.–22. apríl Einungs 5 vinnudagar! Leiguflug með Loftleiðum Icelandic Fundur um Kenya 12. janúar, kl. 20.00 Salur H – Hótel Nordica Luxor l siferðir Luxor í 9 daga Verð: 89.920** kr. á mann í tvíbýli í 9 nætur á Sheraton Luxor. Luxor og sigling á Níl Verð: 109.920*** kr. á mann í tvíbýli í 5 nætur á Sheraton og 4 nætur á Royal Regency. * Innifalið: Leiguflug, akstur til og frá flugvelli erlendis, gisting skv. ofangreindu og íslensk fararstjórn. ** Innifalið: Beint leiguflug, akstur til og frá hóteli erlendis, gisting m/morgunverði í 9 nætur og íslensk fararstjórn. *** Innifalið: Sama og ofangreint, nema 5 nætur í Luxor og sigling með fullu fæði og skoðunarferðum. Verð m.v. netbókun og VISA-greiðslu. á framandi slóðir Ævintýralegar ferðir á framandi og heillandi slóðir undir íslenskri fararstjórn, fyrsta flokks gisting, frábærar veitingar, dásamlegt veðurfar og umhverfi sem lætur engan ósnortinn. VISA-ferðir til Egyptalands og Kenya í leiguflugi með Loftleiðum Icelandic Egyptaland – Luxor 9 daga ferð 21.–30. apríl Beint leiguflug með Loftleiðum Icelandic Verð: 154.420* kr. á mann á Indian Ocean Club. Innifalið hálft fæði. ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 3 08 83 1/ 20 06 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.