Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.01.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. JANÚAR 2006 37 Reykjavíkurborg hefur með vísan til ákvæða í X. kafla laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 ákveðið að bjóða eldri borgurum akstursþjónustu í læknisheimsóknir, skipulagða endurhæfingu og félagsstarf. Um er að ræða þjónustu við íbúa Reykjavíkur, sem eru 67 ára og eldri, búa sjálfstætt, eru ófærir um að nota almenningssamgöngur vegna langvarandi hreyfihömlunar og hafa ekki aðgang að eigin farartæki. Sækja þarf um akstursþjónustuna til þjónustumiðstöðvar í því hverfi þar sem umsækjandi býr: Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Vesturbæjar er að Hjarðarhaga 45-47, sími 411-1700. Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Miðborgar og Hlíðar er að Skúlagötu 21, sími 411-1600. Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Laugardals- og Háaleitis er að Síðumúla 39, sími 411-1500. Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Breiðholts er í Álfabakka 12, sími 411-1300. Þjónustumiðstöð fyrir íbúa Árbæjar, Grafarholts og Norðlingaholts er að Bæjarhálsi 1, sími 411-1200. Þjónustumiðstöð fyrir íbúa í Grafarvogi og á Kjalarnesi er í Langarima 21, sími 411-1400. Akstursþjónusta Nýjung í þjónustu fyrir eldri borgara í Reykjavík • • • Ferðir geta verið allt að 30 á mánuði og kostar hver ferð 250 kr. sem miðast við almennt staðgreiðslugjald hjá Strætó bs. sem sér um framkvæmd þjónustunnar. Þeir sem hafa þegar ferða- þjónustu í félagsstarf á vegum Reykjavíkurborgar þurfa ekki að sækja um að nýju. Reglur og nánari upp- lýsingar ásamt umsóknar- eyðublöðum er hægt að nálgast á öllum þjónustumiðstöðvum í Reykjavík og á vef Reykja- víkurborgar, reykjavik.is. Vekjum athygli á að í þjónustusíma Reykja- víkurborgar 411-1111 fást allar upplýsingar.   Sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar • • • • • • • • • • • • • • • Það var til dæmis óheyrilega mik-ilvægt að þeim væri treystandi sem á stríðsárunum skipuðu sér í raðir andspyrnuhreyfinga sem börð- ust leynilega gegn hernámi nasista víða um lönd. Einn svikari gat þýtt tortímingu fjölda manna, svo sem dæmin sanna og rakin hafa verið í sögum og kvik- myndum sem fjalla um seinni heims- styrjöldina. Hvað með þetta, – hvað kemur þetta okkur við hér uppi á Íslandi? – gæti einhver hugsað. Því er til að svara að við vitum aldrei hvenær slíkir tímar gætu runnið upp aftur. Nú er verið að skipa á lista fyrir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar víða um land og ýmsir bjóða sig fram, fúsir til að starfa á þessum vettvangi – og aðrir fá áskoranir fyr- ir tilstilli ættingja eða kunninga sem vinna að framboðsmálum þeirra. Allt er þetta hefðbundið, myndir birtast af þeim sem til eru í slaginn. Síðan eru haldin prófkjör eða stillt upp á lista. Hvort tveggja hefur kosti og galla. Prófkjör virðast meira í anda lýð- ræðisins en þegar stillt er upp á lista eru menn valdir af þar til skipaðri yf- irstjórn flokks, sem hefur þann kost að hæfileikar og persónuleiki við- komandi er þeim sem skipa hann væntanlega allvel kunnur. Í prófkjörum kýs fólk á milli fram- bjóðenda. Sjálf hef ég staðið í próf- kjörsklefum með framboðslista á milli handanna og lítið vitað um hvernig fólk það væri sem faldist á bak við hin rituðu nöfn. Það getur orðið afar þýðingarmik- ið að velja vel þegar þannig er kosið. Valið getur skipt miklu máli í lífi þeirra sem búa á viðkomandi svæði. Þess vegna er ómaksins vert fyrir kjósendur að kynna sér vel bak- grunn þeirra sem bjóða sig fram. Er um að ræða heiðarlegt fólk, vel inn- rætt og ósvikult? Búa á bak við bjart yfirbragð skuggalegir eiginleikar og vafasöm fortíð, t.d. í peningamálum eða í sam- skiptum við annað fólk? Ísland er lítið land og því fremur auðvelt að kynna sér bakgrunn ann- arra. Yfirleitt er þó ekki verið að kafa ofan í slíkt nema að gefnu til- efni. Þegar fólk býður sig fram til starfa í almannaþágu er komið hið gefna tilefni. Það er stundum ekki nóg að hafa ekki komist á sakaskrá. Ýmislegt geta menn haft á samviskunni þótt þeir hafi sloppið við það. Lukkuriddarar hafa alltaf verið til í hverju og einu mannlegu samfélagi, en kúnstin fyrir hina er að þekkja þá úr, fá þeim ekki völd í hendur sem ekki geta valdið þeim, t.d. vegna sið- blindu, sérgæsku og þaðan af háska- legri eiginleika. Um þetta ættum við öll að hugsa sem göngum að prófkjörsborðum og svo kosningaborðum í vor. ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hvað býr bak við yfirborðið? Lukkuriddarar samtímans eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Það er kunnara en frá þurfi að segja að ekki er alltaf allt sem sýnist í þessari veröld. Stundum skiptir þessi vitneskja okkur litlu máli að því er virðist – stundum getur hún skilið á milli lífs og dauða. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.