Morgunblaðið - 29.01.2006, Síða 1

Morgunblaðið - 29.01.2006, Síða 1
STOFNAÐ 1913 28. TBL. 94. ÁRG. SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Cash í fótspor Cash Johnny Cash kominn á hvíta tjaldið og dóttirin fetar í fótspor hans | 40 | 68 Tímarit og Atvinna í dag Tímaritið | Kamelíufrúr Karls Lagerfeld  Grillið fær fimm stjörnur hjá Steingrími  Steinunn Ólína á Rangárvöllum í Bandaríkjunum Atvinna | Greenspan og hagkerfið 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 ÁST til maka og öryggi er aðalástæða þess að pör af sama kyni velja að ganga í staðfesta samvist, fremur en þau réttindi sem fylgja staðfestingunni. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri rannsókn sem Anna Einarsdóttir upp- eldis- og menntunarfræðingur hefur gert á áhrifum lagasetningar um staðfesta samvist samkynhneigðra. Rannsókn Önnu er hluti af doktorsnámi hennar í félagsvísindum við London South Bank University en um er að ræða spurninga- listakönnun sem dreift var í nóvember 2004 til allra kvenna og karla sem gengið höfðu í stað- festa samvist frá því að lög um hana voru sam- þykkt árið 1996. Alls voru sendir út 216 listar og fengust svör frá 103 einstaklingum. Spurt var hverjar væru þrjár meginástæður þess að viðkomandi staðfesti samvist sína. og Langflestir, eða um 80%, gáfu upp ástæðuna „Ást“. Um 35% nefndu „öryggi“ og 31% „erfðamál“. „Þetta kom mér mjög á óvart,“ segir Anna. „Í aðdraganda lagasetningarinnar var baráttan fyrir staðfestri samvist fyrst og fremst rekin á því að með henni myndu sam- kynhneigðir öðlast lagaleg réttindi sem þeir höfðu ekki áður, s.s. erfðaréttindi. Reyndin er hins vegar að fólk lítur á þetta sem tilfinn- ingalega tryggingu fremur en praktíska ráð- stöfun.“ Rúmlega 20% gáfu „sýnileika“ upp sem ástæðu fyrir ákvörðun sinni. „Almennt leit fólk svo á að með því að ganga í staðfesta samvist væri það að gifta sig. Þar með var kominn merkimiði á samböndin og þannig varð miklu auðveldara fyrir fólkið sjálft og aðstandendur þess að finna samböndunum einhvern stað í samfélaginu.“ Um 60% fögnuðu tímamótunum með veislu en aðeins 10% fengu blessun prests eða for- stöðumanns trúfélags. Þá voru viðbrögð ætt- ingja og vina við giftingunni mjög góð að sögn Önnu. „Almennt höfðu svarendur ákaflega já- kvæða reynslu af því að hafa gengið í staðfesta samvist og mjög fáir, eða aðeins tæplega 7%, treystu sér ekki til að segja öllum frá því að þeir hefðu valið sér þetta sambúðarform.“ Fjallað er um hjónabönd og samkynhneigða í Tímariti Morgunblaðsins í dag. | Tímarit Ástin sögð mikilvægari en réttindin Morgunblaðið/Ásdís Sýnileiki og viðurkenning ráða miklu um að samkynhneigðir staðfesta samvist sína. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is „ÞÓTT það sé ekki algildur mæli- kvarði á menntun höfðu með- aleinkunnir á samræmdum prófum á Suðurlandi verið slakar. Þetta var meðal annars ástæða þess að við fórum að velta fyrir okkur þeim þáttum sem taldir eru skipta máli í tengslum við skólagöngu barna og hvað hægt væri að gera varðandi þá,“ segir Árni Sigfússon, bæj- arstjóri í Reykjanesbæ og formaður fræðsluráðs í bænum. Meðal annars var ákveðið að búa til heiðurslista nemenda, þar sem komast mætti á blað fyrir fleira en hæstu einkunn- ir. „Hrós er jákvætt uppeldistæki og krakkar þurfa að vita þegar þeir standa sig vel,“ segir Eiríkur Her- mannsson fræðslustjóri. Ósk Björnsdóttir, nemandi í 10. bekk, segir sniðugt að taka tillit til fram- fara, dugnaðar og iðjusemi. „Sumir eru nefnilega mjög duglegir að vinna en eru kannski stressaðir í prófum og fá lága einkunn.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg „Hrós er jákvætt uppeldistæki“ Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is  Fjölskyldan í fyrirrúmi | 10 Gaza, Washington. AP, AFP. | Vaxandi spenna er á milli stuðningsmanna Fatah- og Hamas-hreyfingarinnar eftir sigur þeirrar síðarnefndu í kosningunum í Pal- estínu. Í fyrrakvöld kom til átaka með þeim á Gaza þar sem vopnum var beitt og í gær var óttast, að upp úr kynni að sjóða eftir boðaðar mótmælagöng- ur. George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveð- ið að hætta stuðningi við palestínsku heimastjórn- ina nema Hamas hafni ofbeldi og láti af þeirri stefnu að tortíma Ísrael. Þúsundir stuðningsmanna Fatah efndu til mót- mæla á Gaza í fyrrakvöld og í gærmorgun, brenndu bíla og kröfðust þess, að Mahmoud Abbas forseti og öll miðstjórn Fatah-hreyfingarinnar segði af sér. Kenndu þeir spillingu hennar um ósigurinn. Níu manns, þar af fimm lögreglumenn, særðust er stuðningsmenn fylkinganna skiptust á skotum á Gaza í fyrrakvöld. Um 400 Fatah-liðar lögðu í gær undir sig skrifstofur hreyfingarinnar í Betlehem á Vesturbakkanum og ítrekuðu kröfur um afsögn flokksforystunnar. Bush Bandaríkjaforseti sagði í fyrrakvöld, að ákveðið hefði verið að hætta öllum stuðningi við Pal- estínustjórn nema Hamas afvopnaðist, hafnaði of- beldi og léti af þeirri stefnu að afmá Ísraelsríki. Fjárhagslegur stuðningur við Palestínumenn og framhald á honum í ljósi sigurs Hamas-hreyfing- arinnar verða eitt helsta málið á fundi Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í London á morgun með fulltrúum Evrópusambandsins, Rúss- lands og Sameinuðu þjóðanna, kvartettsins svokall- aða, sem reynt hefur að hrinda í framkvæmd Veg- vísinum, áætlun um frið í Mið-Austurlöndum. Átök milli Fatah og Hamas EITT af lykilatriðunum í heil- brigðisáætlunum bresku stjórn- arinnar er, að öllum breskum þegnum verði boðin víðtæk og ókeypis læknisskoðun fimm sinnum um ævina. Það myndi auðvelda læknum að fást við suma sjúkdóma strax og hvetja fólk til að breyta lífsháttunum. Kemur þetta fram í skýrslu, sem birt verður á morgun, mánudag, en Patricia Hewitt, heilbrigðisráðherra Bretlands, segir, að hugmyndin sé, að þeir, sem þurfi á því að halda, fái sér- stakan umsjónarmann eða þjálf- ara, sem gefi þeim góð ráð um mataræði og hreyfingu. Ekki yrði þó um neina einkatíma að ræða, heldur stöðugt samband og eftirlit að því er fram kom á fréttavef BBC, breska ríkisút- varpsins. Aukið fé til forvarna Hewitt sagði, að auk víðtækr- ar læknisskoðunar yrði hugað að mataræði, reykingum, hreyf- ingu og líkamsþunga og sjúk- dómssaga fjölskyldu og náinna ættingja skoðuð. Ákveðið var að vinna að þessu eftir að 75% þátttakenda í könn- un kváðust hlynnt eftirliti af þessu tagi. Er það í samræmi við þá stefnu stjórnarinnar að færa til fé innan heilbrigðiskerf- isins og leggja meira í forvarnir. Heilsufarið undir smásjá Kúveit. AP, AFP. | Bandarískum hermönnum í Írak hefur fækkað um allt að 20% á síðustu tveimur mánuðum og búist er við, að haldið verði áfram að fækka þeim smám saman. Kom þetta fram hjá John Abiz- aid hershöfðingja og yfirmanni Bandaríkjahers í Írak en hann lagði áherslu á, að versnaði ástandið frá því, sem nú er, kynni aftur að verða fjölgað í herliðinu. Nú eru rúmlega 140.000 banda- rískir hermenn í Írak en John Murtha, kunnur þingmaður í flokki demókrata, sagði fyrir skömmu, að líklega yrði búið að kalla allan herinn heim frá Írak fyrir árslok. Í væntanlegum fjárlagatillögum George W. Bush, forseta Banda- ríkjanna, er gert ráð fyrir marg- víslegum sparnaði í útgjöldum til hermála. Meðal annars á að fækka allnokkuð í varaliði hersins og þjóðvarðliðinu og lækka kostnað við tvær áætlanir um smíði her- þotna um 247 milljarða ísl. kr. Hefur þessu verið heldur illa tekið meðal sumra repúblikana, flokks- bræðra forsetans. Reuters Fækkað í herliðinu Unnið við að eyða gömlum vopna- birgðum frá Íraksher.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.