Morgunblaðið - 29.01.2006, Side 10
10 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
að er svartamyrkur og blæs
hressilega á Reykjanesbraut-
inni þegar upplýstir stafir
birtast skyndilega hægra
megin við veginn: „Reykja-
nesbær.“
Úti er kalt og það er auð-
velt að langa aftur undir hlýja
sæng. Krakkarnir í Íþróttaakademíunni við
Menntaveg virðast ekki á þeim buxunum, að
minnsta kosti ekki þeim stuttbuxunum. Í
íþróttasalnum leikur hópur unglinga körfu-
bolta. Þeir eru á afreksbraut í Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja og koma hingað hvern
morgun klukkan átta til að leggja stund á
íþrótt sína. Klukkan tíu fara þeir síðan í Fjöl-
brautaskólann í hefðbundið bóknám. Afreks-
brautin er nýjung í bænum.
„Það er mjög sniðugt að geta æft sig í
körfubolta í skólanum,“ segja 17 ára stúlk-
urnar Hrönn og Ingibjörg og skjóta á körfu.
Á afreksbrautinni er einnig hægt að velja
sund, golf og knattspyrnu.
Strákur sveiflar golfkylfu. Blaðamaður
horfir furðulostinn á kylfuna og spyr hvort
hún sé ekki óvenju lin. „Jú, við köllum þetta
lakkrískylfu! Hún er notuð til að æfa sveifl-
una.“ Í golfdeildinni eru 6 krakkar, 5 strákar
og 1 stelpa. Þau segjast meðal annars gera
púttæfingar og sveifluæfingar en einnig
stunda lyftingar og jóga. „Maður verður rosa-
lega ferskur á að byrja daginn svona í íþrótt-
um!“
Sigurður Ingimundarson er umsjónarmað-
ur afreksbrautarinnar. „Reykjanesbær hefur
löngum verið þekktur sem íþróttabær. Hug-
myndin með afreksbrautinni er sú að krakk-
arnir vinni markvisst að því að verða betri
íþróttamenn en að þau standi sig einnig í
skólanum og sýni árangur þar,“ segir hann.
Íþróttaakademían var opnuð á síðasta ári
og í haust hófst þar nám í íþróttafræðum á
háskólastigi. Það er í samvinnu við Háskólann
í Reykjavík. Sigurður segir háskólanámið
lyftistöng fyrir bæjarfélagið. Í Íþróttaaka-
demíunni stunda auk þess um 70 nemendur
fjarnám í samvinnu við Háskólann í Reykja-
vík og Háskólann á Akureyri, til dæmis í
hjúkrunarfræði og viðskiptafræði.
Þetta er lítið land. Á útleið rekst blaðamað-
ur á gamlan skólafélaga úr Fjölbraut. Hvað
ert þú að gera hér? – Ég segi það sama!
Sómapilturinn Sigurður Guðmundsson ekur á
hverjum morgni frá Hafnarfirði til Reykja-
nesbæjar til að sækja tíma í íþróttafræðum.
Hann lofar gæði háskólanámsins.
Ég kann að spila fís
Frá háskóla- og framhaldsskólanemum
færum við okkur yfir í yngstu bekki grunn-
skóla. Í Heiðarskóla er hluti af 2. bekk IP í
forskóla Tónlistarskólans. Þau eru nýbúin að
læra að spila lagið Góða mamma á sílófón.
Tónmennt í grunnskólunum hefst ekki fyrr
en í 3. bekk en bærinn býður börnum í 1. og
2. bekk að sækja forskólann, þeim að kostn-
aðarlausu. Í öllum grunnskólum bæjarins er
rekinn slíkur forskóli. Börnin segjast stolt
vera búin að læra nóturnar G, A, H, C og D.
„Og ég kann líka að spila fís!“ segir ung
stúlka og fær hjálp vinkonu sinnar við að
galdra fram fís á blokkflautu.
Annars staðar í skólanum leikur Hallfríður,
9 ára, á klarinett. Hún segist reyndar kölluð
Halla. Abbalagið Money Money Money
hljómar um stofuna, við styrkan undirleik
tónlistarkennarans Helgu Bjargar Arnardótt-
ur. Í Reykjanesbæ fékk tónlistarskóli stað-
arins kennsluaðstöðu fyrir nokkrum árum í
öllum grunnskólunum. 7–12 ára nemendum er
gert kleift að sækja tónlistarnám sitt á skóla-
tíma, í eigin grunnskóla. Tónlistarskólastjór-
inn Haraldur Árni Haraldsson segir þetta
einstakt og ekki einungis breyta miklu fyrir
nemendur og foreldra, heldur einnig tónlist-
arkennarana sjálfa. Helga Björg kinkar kolli.
„Við vinnum þá á dagvinnutíma og getum
byrjað rúmlega átta á morgnana í stað þess
að hefja ekki kennslu fyrr en eftir hádegi.
Þetta verður líka til þess að við fáum börnin
til okkar óþreytt,“ segir hún. Tíminn sem
nemendurnir mæta í tónlistarnámið færist til
um hálftíma í hvert skipti. Þeir missa því af
ólíkum kennslustundum í grunnskólanáminu
og Haraldur segir að þótt þeir fari úr
kennslustund í 30 mínútur eigi það ekki að
koma að sök.
Bláberjaskyr og uppeldi
Í matsalnum er líf og fjör. Hópur barna
borðar súpu og brauð. Við rekumst á börnin
úr forskólanum. Þau veifa og brosa breitt.
„Þetta er alveg ofsalega góð súpa!“ Í öllum 5
grunnskólum bæjarins er boðið upp á heitan
mat og síðastliðið haust var tekin ákvörðun
um að bæjarsjóður greiddi hverja máltíð nið-
ur um 145 krónur. Máltíðin kostar 185 krón-
ur.
Á leikskólanum Gimli eru enn yngri börn
að ljúka við hádegismat. Bláberjaskyr rennur
ljúflega ofan í börnin, strákar á einni deild og
stúlkur á annarri. Leikskólinn er rekinn sam-
kvæmt Hjallastefnunni. „Við finnum það hér
innandyra að SOS námskeiðin svokölluðu
skipta máli og breyta hlutunum til hins
betra,“ segir Karen Valdimarsdóttir leik-
skólastjóri. Þetta eru námskeið sem Reykja-
nesbær býður öllum foreldrum 2–12 ára
barna að sækja, þeim að kostnaðarlausu. Þau
bera heitið SOS – hjálp fyrir foreldra. Hóp-
urinn hittist einu sinni í viku í 6 vikur og lær-
ir um áhrifaríka uppeldistækni. Hugsunin er
að skilaboð ólíkra aðila til barnanna séu þau
sömu og „allir tali sama tungumál“, eins og
yfirsálfræðingur hjá Reykjanesbæ og kennari
á námskeiðunum, Gylfi Jón Gylfason, orðar
það. „Foreldrum er kennt hvernig draga má
úr slæmri hegðun barna og auka þá góðu – að
horfa á það sem börnin gera vel og veita því
athygli. Við kennum hvernig gefa á skýr
skilaboð.“
Heyrðu, ég á eftir að fara á SOS!
Gylfi hóf námskeiðahaldið fyrir nokkrum
árum. Hjá Reykjanesbæ var síðan tekin
ákvörðun um að hvetja alla þá sem koma að
uppeldi barna í bænum til að sækja það, bæði
foreldra og þá sem vinna með börn. Hvorki
fleiri né færri en 947 hafa setið námskeiðið.
Þetta þýðir að nærri þriðji hver uppalandi á
svæðinu hefur kynnst aðferðafræðinni. Gylfi
bendir á að samkvæmt gögnum sem safnað
hafi verið í tvö ár komi í ljós að mjög dragi úr
slæmri hegðun 2 ára barna sem eiga foreldra
sem farið hafa á námskeiðið. Þau hegði sér
betur. „Sagt á mannamáli þá kengvirkar
þetta!“ segir hann og brosir.
Sólveig Bjarnadóttir á 5 ára son og segir
námskeiðið hafa kennt sér og föður drengsins
mikið. Hún bendir á að margir í Reykja-
nesbæ séu afar áhugasamir um námskeiðið.
„Þetta er orðið aðalmálið.“ Karen leikskóla-
stjóri tekur undir. „Já, maður heyrir fólk
segja: Heyrðu, ég á eftir að fara á SOS! Hve-
nær byrjar næsta SOS?!“ Þær hlæja.
Í leikskólanum sést einnig árangur svokall-
aðs lestrarmenningarverkefnis sem hlaut við-
urkenningu Íslenskrar málnefndar á Degi ís-
lenskrar tungu. Markmiðið er að efla
lestrarfærni og málskilning barna í Reykja-
nesbæ. Öll börn sem byrja á leikskóla fá til
dæmis bók að gjöf frá bæjarfélaginu og á
leikskólunum er unnið mikið með stafi og orð.
Foreldrum er leiðbeint um málörvun barna
og í vetur hefur verið lestrarátak hjá öllum
bekkjum í grunnskólunum.
Fótboltamaður sem datt í poll
Fyrir tveimur árum var ákveðið að setja
saman svokallaðan heiðurslista nemenda í
bænum. Fræðslustjórinn Eiríkur Her-
mannsson segir að hugmyndin sé að finna
fleira til að hrósa fyrir. „Hrós er jákvætt upp-
eldistæki og krakkar þurfa að vita þegar þau
standa sig vel. Hægt er að komast á blað fyr-
ir miklar framfarir og iðjusemi en ekki ein-
ungis hæstu einkunnir. Markmiðið er að auka
áhuga foreldra og metnað nemenda,“ segir
hann.
Fjölskyldan í fyrirr
Hvar eru tónlistarnám og frístundir
fléttaðar inn í heildstæðan skóladag
yngstu grunnskólabarnanna? Og
hvar ætli þriðjungur uppalenda hafi
sótt sérstök námskeið í uppeld-
istækni? Sigríður Víðis Jónsdóttir
og Árni Sæberg brugðu sér í bíltúr
og kynntu sér það sem á sér stað í
menntamálum í Reykjanesbæ, allt
frá fæðingu til háskóla.
Drengir á leikskólanum Gimli ljúka við hádegismat. Uppeldisverkefni á vegum bæjarins
nær inn í leikskólana. Foreldrum 2–12 ára barna í Reykjanesbæ er boðið að sitja námskeið
um áhrifaríka uppeldistækni og þegar hafa hvorki fleiri né færri en 947 þekkst boðið.
Nemendur ýta Sóleyju Tedsdóttur, 7 ára, um ganga Heiðarskóla. Á heið-
urslista nemenda í Reykjanesbæ er bæði hægt að komast fyrir að hafa
háar einkunnir en einnig fyrir að sýna iðjusemi og vera góður við aðra.