Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er svartamyrkur og blæs hressilega á Reykjanesbraut- inni þegar upplýstir stafir birtast skyndilega hægra megin við veginn: „Reykja- nesbær.“ Úti er kalt og það er auð- velt að langa aftur undir hlýja sæng. Krakkarnir í Íþróttaakademíunni við Menntaveg virðast ekki á þeim buxunum, að minnsta kosti ekki þeim stuttbuxunum. Í íþróttasalnum leikur hópur unglinga körfu- bolta. Þeir eru á afreksbraut í Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og koma hingað hvern morgun klukkan átta til að leggja stund á íþrótt sína. Klukkan tíu fara þeir síðan í Fjöl- brautaskólann í hefðbundið bóknám. Afreks- brautin er nýjung í bænum. „Það er mjög sniðugt að geta æft sig í körfubolta í skólanum,“ segja 17 ára stúlk- urnar Hrönn og Ingibjörg og skjóta á körfu. Á afreksbrautinni er einnig hægt að velja sund, golf og knattspyrnu. Strákur sveiflar golfkylfu. Blaðamaður horfir furðulostinn á kylfuna og spyr hvort hún sé ekki óvenju lin. „Jú, við köllum þetta lakkrískylfu! Hún er notuð til að æfa sveifl- una.“ Í golfdeildinni eru 6 krakkar, 5 strákar og 1 stelpa. Þau segjast meðal annars gera púttæfingar og sveifluæfingar en einnig stunda lyftingar og jóga. „Maður verður rosa- lega ferskur á að byrja daginn svona í íþrótt- um!“ Sigurður Ingimundarson er umsjónarmað- ur afreksbrautarinnar. „Reykjanesbær hefur löngum verið þekktur sem íþróttabær. Hug- myndin með afreksbrautinni er sú að krakk- arnir vinni markvisst að því að verða betri íþróttamenn en að þau standi sig einnig í skólanum og sýni árangur þar,“ segir hann. Íþróttaakademían var opnuð á síðasta ári og í haust hófst þar nám í íþróttafræðum á háskólastigi. Það er í samvinnu við Háskólann í Reykjavík. Sigurður segir háskólanámið lyftistöng fyrir bæjarfélagið. Í Íþróttaaka- demíunni stunda auk þess um 70 nemendur fjarnám í samvinnu við Háskólann í Reykja- vík og Háskólann á Akureyri, til dæmis í hjúkrunarfræði og viðskiptafræði. Þetta er lítið land. Á útleið rekst blaðamað- ur á gamlan skólafélaga úr Fjölbraut. Hvað ert þú að gera hér? – Ég segi það sama! Sómapilturinn Sigurður Guðmundsson ekur á hverjum morgni frá Hafnarfirði til Reykja- nesbæjar til að sækja tíma í íþróttafræðum. Hann lofar gæði háskólanámsins. Ég kann að spila fís Frá háskóla- og framhaldsskólanemum færum við okkur yfir í yngstu bekki grunn- skóla. Í Heiðarskóla er hluti af 2. bekk IP í forskóla Tónlistarskólans. Þau eru nýbúin að læra að spila lagið Góða mamma á sílófón. Tónmennt í grunnskólunum hefst ekki fyrr en í 3. bekk en bærinn býður börnum í 1. og 2. bekk að sækja forskólann, þeim að kostn- aðarlausu. Í öllum grunnskólum bæjarins er rekinn slíkur forskóli. Börnin segjast stolt vera búin að læra nóturnar G, A, H, C og D. „Og ég kann líka að spila fís!“ segir ung stúlka og fær hjálp vinkonu sinnar við að galdra fram fís á blokkflautu. Annars staðar í skólanum leikur Hallfríður, 9 ára, á klarinett. Hún segist reyndar kölluð Halla. Abbalagið Money Money Money hljómar um stofuna, við styrkan undirleik tónlistarkennarans Helgu Bjargar Arnardótt- ur. Í Reykjanesbæ fékk tónlistarskóli stað- arins kennsluaðstöðu fyrir nokkrum árum í öllum grunnskólunum. 7–12 ára nemendum er gert kleift að sækja tónlistarnám sitt á skóla- tíma, í eigin grunnskóla. Tónlistarskólastjór- inn Haraldur Árni Haraldsson segir þetta einstakt og ekki einungis breyta miklu fyrir nemendur og foreldra, heldur einnig tónlist- arkennarana sjálfa. Helga Björg kinkar kolli. „Við vinnum þá á dagvinnutíma og getum byrjað rúmlega átta á morgnana í stað þess að hefja ekki kennslu fyrr en eftir hádegi. Þetta verður líka til þess að við fáum börnin til okkar óþreytt,“ segir hún. Tíminn sem nemendurnir mæta í tónlistarnámið færist til um hálftíma í hvert skipti. Þeir missa því af ólíkum kennslustundum í grunnskólanáminu og Haraldur segir að þótt þeir fari úr kennslustund í 30 mínútur eigi það ekki að koma að sök. Bláberjaskyr og uppeldi Í matsalnum er líf og fjör. Hópur barna borðar súpu og brauð. Við rekumst á börnin úr forskólanum. Þau veifa og brosa breitt. „Þetta er alveg ofsalega góð súpa!“ Í öllum 5 grunnskólum bæjarins er boðið upp á heitan mat og síðastliðið haust var tekin ákvörðun um að bæjarsjóður greiddi hverja máltíð nið- ur um 145 krónur. Máltíðin kostar 185 krón- ur. Á leikskólanum Gimli eru enn yngri börn að ljúka við hádegismat. Bláberjaskyr rennur ljúflega ofan í börnin, strákar á einni deild og stúlkur á annarri. Leikskólinn er rekinn sam- kvæmt Hjallastefnunni. „Við finnum það hér innandyra að SOS námskeiðin svokölluðu skipta máli og breyta hlutunum til hins betra,“ segir Karen Valdimarsdóttir leik- skólastjóri. Þetta eru námskeið sem Reykja- nesbær býður öllum foreldrum 2–12 ára barna að sækja, þeim að kostnaðarlausu. Þau bera heitið SOS – hjálp fyrir foreldra. Hóp- urinn hittist einu sinni í viku í 6 vikur og lær- ir um áhrifaríka uppeldistækni. Hugsunin er að skilaboð ólíkra aðila til barnanna séu þau sömu og „allir tali sama tungumál“, eins og yfirsálfræðingur hjá Reykjanesbæ og kennari á námskeiðunum, Gylfi Jón Gylfason, orðar það. „Foreldrum er kennt hvernig draga má úr slæmri hegðun barna og auka þá góðu – að horfa á það sem börnin gera vel og veita því athygli. Við kennum hvernig gefa á skýr skilaboð.“ Heyrðu, ég á eftir að fara á SOS! Gylfi hóf námskeiðahaldið fyrir nokkrum árum. Hjá Reykjanesbæ var síðan tekin ákvörðun um að hvetja alla þá sem koma að uppeldi barna í bænum til að sækja það, bæði foreldra og þá sem vinna með börn. Hvorki fleiri né færri en 947 hafa setið námskeiðið. Þetta þýðir að nærri þriðji hver uppalandi á svæðinu hefur kynnst aðferðafræðinni. Gylfi bendir á að samkvæmt gögnum sem safnað hafi verið í tvö ár komi í ljós að mjög dragi úr slæmri hegðun 2 ára barna sem eiga foreldra sem farið hafa á námskeiðið. Þau hegði sér betur. „Sagt á mannamáli þá kengvirkar þetta!“ segir hann og brosir. Sólveig Bjarnadóttir á 5 ára son og segir námskeiðið hafa kennt sér og föður drengsins mikið. Hún bendir á að margir í Reykja- nesbæ séu afar áhugasamir um námskeiðið. „Þetta er orðið aðalmálið.“ Karen leikskóla- stjóri tekur undir. „Já, maður heyrir fólk segja: Heyrðu, ég á eftir að fara á SOS! Hve- nær byrjar næsta SOS?!“ Þær hlæja. Í leikskólanum sést einnig árangur svokall- aðs lestrarmenningarverkefnis sem hlaut við- urkenningu Íslenskrar málnefndar á Degi ís- lenskrar tungu. Markmiðið er að efla lestrarfærni og málskilning barna í Reykja- nesbæ. Öll börn sem byrja á leikskóla fá til dæmis bók að gjöf frá bæjarfélaginu og á leikskólunum er unnið mikið með stafi og orð. Foreldrum er leiðbeint um málörvun barna og í vetur hefur verið lestrarátak hjá öllum bekkjum í grunnskólunum. Fótboltamaður sem datt í poll Fyrir tveimur árum var ákveðið að setja saman svokallaðan heiðurslista nemenda í bænum. Fræðslustjórinn Eiríkur Her- mannsson segir að hugmyndin sé að finna fleira til að hrósa fyrir. „Hrós er jákvætt upp- eldistæki og krakkar þurfa að vita þegar þau standa sig vel. Hægt er að komast á blað fyr- ir miklar framfarir og iðjusemi en ekki ein- ungis hæstu einkunnir. Markmiðið er að auka áhuga foreldra og metnað nemenda,“ segir hann. Fjölskyldan í fyrirr Hvar eru tónlistarnám og frístundir fléttaðar inn í heildstæðan skóladag yngstu grunnskólabarnanna? Og hvar ætli þriðjungur uppalenda hafi sótt sérstök námskeið í uppeld- istækni? Sigríður Víðis Jónsdóttir og Árni Sæberg brugðu sér í bíltúr og kynntu sér það sem á sér stað í menntamálum í Reykjanesbæ, allt frá fæðingu til háskóla. Drengir á leikskólanum Gimli ljúka við hádegismat. Uppeldisverkefni á vegum bæjarins nær inn í leikskólana. Foreldrum 2–12 ára barna í Reykjanesbæ er boðið að sitja námskeið um áhrifaríka uppeldistækni og þegar hafa hvorki fleiri né færri en 947 þekkst boðið. Nemendur ýta Sóleyju Tedsdóttur, 7 ára, um ganga Heiðarskóla. Á heið- urslista nemenda í Reykjanesbæ er bæði hægt að komast fyrir að hafa háar einkunnir en einnig fyrir að sýna iðjusemi og vera góður við aðra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.