Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 13
1855
Arfleifð frumkvöðulsins
Charles M. Hall stýrði rannsóknum Alcoa þar til hann lést árið 1914. Hann
var þá efnaðasti uppfinningamaður í sögu Bandaríkjanna. Megninu af
eignum hans var skipt á milli menntastofnana. Þar af fór þriðjungur til
Oberlin háskólans og sjötti hluti í sjóð til að mennta blökkumenn í
Suðurríkjunum. Andi frumkvöðulsins lifir enn og dafnar innan Alcoa.
Nýverið lagði Stuðningssjóður Alcoa 20 milljónir króna til Stofnunar Leifs
Eiríkssonar í því skyni að styðja háskólanema.
Alcoa Fjarðaál mun á komandi mánuðum ráða hátt í 400 konur og karla til
margvíslegra starfa í nýju hátækniálveri í Fjarðabyggð. Um 40% starfs-
manna verða með háskóla- eða iðnmenntun. Allir starfsmenn fá fjölbreytta
þjálfun og fræðslu hjá sérfræðingum víðs vegar að úr heiminum. Alcoa
Fjarðaál mun jafnframt styðja starfsmenn til að afla sér frekari menntunar
og réttinda. Stöðugt nám og nýsköpun verða einkunnarorð okkar. Saman
ætlum við að búa til lærdómsfyrirtæki á heimsmælikvarða.
Við tökum vel á móti þér.
Töframálmur á heimssýningu
Eiginleikar áls þóttu ótrúlegir. Á
heimssýningunni í París 1855 var
fisléttur álklumpur eitt helsta
aðdráttaraflið og Napoleon III.
Frakklandskeisari bauð tignustu
gestum sínum að borða með
hnífapörum úr áli. Ál var
tvisvar sinnum dýrara en gull
og þessi fallegi og fágæti
„töframálmur“ var notaður í
fínustu skartgripi og skrautmuni.
Frá námi til nýsköpunar
Viltu læra með okkur?
Hall-Herault aðferðin
Charles M. Hall var þó ekki einn
um hituna. Á sama tíma tókst
Frakkanum Paul Heroult að búa
til ál með svipuðum hætti.
Framleiðsla áls með rafgrein-
ingu hefur því verið nefnd
Hall-Heroult aðferðin og hún er
enn undirstaða allrar álfram-
leiðslu í heiminum. Hall og
Herault voru báðir aðeins
22 ára þegar þeir gerðu
uppgötvanir sínar.
Alfred E. Hunt
Arthur V. Davis
1888
1895
The Pittsburgh Reduction
Company
Hall fékk til liðs við sig
fjárfesta undir forystu Alfred E.
Hunt og 1. október 1888 stofn-
uðu þeir lítið nýsköpunarfyrir-
tæki, The Pittsburgh Reduction
Company, sem reisti fyrsta
álver heims í Pittsburgh.
Raforkan kom frá 125 hestafla
gufuvél. Hall og ungur piltur,
Arthur V. Davis, skiptu á milli
sín 12 tíma vöktum og fram-
leiðslan náði fljótt 20 kílóum á
sólarhring. Fram að því hafði
aðeins tekist að framleiða rúm
60 tonn af áli í heiminum.
1888
www.alcoa.is
1895
1855
Brautryðjandi í nýtingu vatnsafls
Árið 1895 hafði T.P.R.Co. forystu um að
nýta vatnsafl til að framleiða raforku fyrir
álver sem reist var við Niagarafossa. Þegar
Hunt lést árið 1899 tók Davis við stjórnar-
taumunum og sleppti þeim ekki fyrr en
nærri 60 árum síðar. Vegna vaxandi
umsvifa var nafni fyrirtækisins breytt í
Aluminum Company of America og síðar í
Alcoa. Árið 1909 var ársframleiðslan orðin
17.000 tonn.
Rafgreiningarker í fyrsta álverinu
Frönsk álstytta frá 1858