Morgunblaðið - 29.01.2006, Side 24

Morgunblaðið - 29.01.2006, Side 24
24 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ Digrir drættir Í hlutarins eðli | Byggingar gegna stóru hlutverki í daglegu lífi, en lítið er um gáska og tilþrif í húsagerðarlist á Íslandi. Brynhildur Pálsdóttir fjallar um hóp arkitekta í London, sem fjalla um borgina út frá því hvað geri hana áhugaverða og virka og veltir fyrir sér sambandi byggingarinnar og þess umhverfis sem hún er í. Einhvers staðar er sagt aðvið eyðum um það bilþriðjungi af lífi okkarliggjandi í rúmi. Sláandistaðreynd sem minnir okkur á mikilvægi þess að velja góð rúm. Með það í huga er hægt að spyrja sig hve stóran hluta af lífi okkar við eyðum inni í byggingum? Byggingar skipa stóran sess í lífi okkar, daglegt líf okkar á sér stað inni í byggingum og þær umkringja okkur þegar við stígum út úr þeim. Arkitektar gegna því mjög ábyrgð- armiklu hlutverki, það eru þeir sem ákveða útlit og virkni umhverfisins, þeirra sýn verður að okkar heimil- um, vinnustöðum, sundlaugum, um- ferðarmiðstöðvum, skólum, bóka- söfnum og svo framvegis. Til frekari umfjöllunar um arkitektúr naut ég fulltingis Magneu Þóru Guðmunds- dóttur, nema í arkitektúr við AA í London. Miðað við hvað arkitektúr skipar stórt hlutverki í lífi okkar ætti um- ræða um strauma og stefnur í arki- tektúr að vera á allra vörum, alveg eins og endalausar hugleiðingar um veðrið sem er örugglega algengasta umræðuefni í heimi. Úthverfi borg- arinnar fjölga sér hratt og nýjar byggingar rísa á methraða allt í kring, en hvað er verið að byggja, hver eru markmiðin með úthverfun- um önnur en að búa til þak yfir höf- uðið fyrir komandi íbúa? Nútíma arkitektúr í öngstræti? Þegar nýjustu úthverfi höfuð- borgarsvæðisins eru skoðuð er ekki mikið um framúrstefnulegan arki- tektúr sem fær mann til þess að missa málið og standa agndofa yfir ótrúlegum tækniframförum, hugviti og hönnun. Inn á milli frekar hefð- bundinna steypuhúsa sem standa ekki fyrir áhugaverðan nútíma arki- tektúr leynast kanadísk einingahús í sykursætum pastellitum. Svo virðist sem nútíma arkitektúr sé búinn að mála sig út í horn og nái ekki til al- mennings. Arkitektar í svörtum rúllukraga- peysum bak við luktar dyr, í hæfi- legri fjarlægð frá raunveruleikan- um, áforma hreinar línur, ljós, skugga og hvíta fleti. Arkitektúr isverð er að það er ekki fast í viðjum einhverrar hreinstefnu eða sýnar. Hugmyndir þess hafa sterkari vís- anir til dægurmenningar og út- hverfa stórborga en til klassískr- ar hámenningar. Í stað þess að þurrka út einkenni dæg- urmenningarinnar og búa til fullkomna sýn módernismans notar FAT hana. Um- ræðan um hvað er góð- ur smekkur og hvað er smekkleysa í arkitektúr mótar verk þeirra. FAT-arkitektarnir hafa fengið þann stimpil að vera miklir óláta- belgir og prakkarar innan arkitekta- heimsins og kannski hafa verk þeirra ekki verið tekin alvarlega. Sérstaklega þar sem þau falla ekki inni í hinn staðlaða, dauðhreinsaða og viðurkennda módernisma sem einkennir arkitektúr okkar tíma. Með hönnun „Bláa hússins“ í London spilar FAT með slagorð módernistanna um að form fylgi fúnksjón. Samkvæmt því á hönnun húss að taka mið af notkun eða til- gangi þess. FAT snýr á hugmyndina og í stað þess að nota einföld form sem mynda rými er skær máluð framhlið hússins líkt og teiknimynd skorin út í flatt auglýsingaskilti. Formið er í röngum hlutföllum og leikur á þrívídd í tvívíðu formi en miðlar á ýktan hátt notkun hússins sem er skrifstofa og íbúðarhús. 18 gluggar á efri hæð hússins gefa til kynna mörg lítil herbergi en er í raun bara eitt stórt svefnherbergi með mörgum litlum gluggum. Útlína hússins er dæmigerður sjóndeildar- hringur stórborgar með útskorið ský ofan á grindverkinu og er á end- anum útilistaverk frekar en hús sem tekur sig of alvarlega. Óvenjuleg íbúðarhús Anti-Oedipal húsið er hannað fyr- ir kjarnafjölskyldu úthverfanna og kannar hið dæmigerða togstreitu- samband milli meðlima fjölskyld- unnar. Húsið andmælir venju- bundnu formi íbúðareiningar og skilur að foreldra og börn og leyfir þannig hverjum fyrir sig að lifa í sinni eigin draumatilveru. Foreldr- arnir búa í hluta hússins sem er módernískur glerkassi og geta þar fylgt ástríðu sinni fyrir kvöldverð- arboðum og brjálaðri hreinlætisþörf á meðan unglingarnir slæpast um í sællífishluta hússins í friði frá kúg- andi augnráði foreldranna. Hollendingar hafa tekið verkum FAT opnum örmum, svo opnum að hollenski pósturinn gaf út fyrir nokkru frímerki með mynd af varð- skýli fyrir hjólageymslu sem FAT hannaði fyrir strandbæinn Scheven- ing í Hollandi. Varðskýlið stendur við göngu- og hjólastíg sem liggur með fram ströndinni. Markmið FAT var að hanna skýli sem næði að skera sig úr þar sem það er um- kringt margs konar strandskýlum með risastórum og litríkum kúluís- um eða glaðværum plasthamborgur- um á þökunum. Hugmyndin með varðskýlinu var að búa til skýli sem myndi ná þeim staðli að vera söguleg bygging, ein sú minnsta af þeirri gerð og inniheldur hún sterkar vís- anir í sögu Hollands. Bakhlið skýl- isins er í forminu eins og manngerð hæð. Framhliðin er í laginu líkt og varðkastali, ofan á þaki skýlisins er minnkuð útgáfa af hefðbundnu hol- lensku húsi sem minnir á hlutverk vita með blikkandi rauðu ljósi. Ann- að slagið kemur svo reykgufa úr litla húsinu sem fær mann til að halda að það sé kviknað í. Undanfarin ár hefur FAT tekið að sér stór og mikilvæg verkefni, heilt úthverfi í Manchester mun líta dags- ins ljós á þessu ári og tvö stór verk- efni eru fram undan í Hollandi. Ljóst er af þessu að þeir eru farnir að fá viðurkenningu sem alvarlegir arkitektar, eru ekki álitnir prakkar- ar lengur, þeir bjóða upp á skemmti- lega viðbót við hina módernísku arkitektaflóru Vefsíða FAT inniheldur margvís- legan fróðleik, meðal annars ná- kvæmar leiðbeiningar um hvernig er hægt að verða frægur arkitekt. Einnig er hægt að prenta út ýmsar klippimyndir, svo sem leiði Mies Van der Rohe, og líma saman. Slóðin er www.fat.co.uk Höfundur er vöruhönnuður. Bláa húsið snýr við slagorði módernistanna um að form fylgi funksjón, húsið hýsir skrifstofu og íbúðarhúsnæði og kemur það skýrt fram í framhlið húsins. Hjólageymslu-varðskýlið sem FAT hannaði fyrir strandbæinn Schevening. Varðskýlið hefur náð að snerta hjörtu hollensku þjóðarinnar og er það í miklu uppáhaldi. Hollenski pósturinn gaf nýverið út frímerki með mynd af því. Andödipusarhúsið er fyrir kjarnafjölskyldu úthverfanna, þar sem foreldrar og börn fá að lifa í friði í eigin draumatilveru. Woodward place í Manchester í nýju úthverfi þar sem venjubundnum hefðum arkitektúrs um hreinleika og stíl er hafnað. Draumar og áhugamál komandi íbúa var innblástur FAT arkitekta við hönnun á hverfinu. Gömlu húsin við sýki Amsterdam eru í uppá- haldi hjá mörgum af framtíðaríbúum hverfisins og koma þau áhrif sterkt fram í nýju húsunum. er settur á háan stall þar sem allt er stílhreint. Hreinleiki er eitthvað sem er erfitt að lifa eftir og viðhalda. Hönnun og arkitektúr á að auðvelda lífið, gera það áhugavert og þýðing- arvert. Stíll og hreinleiki flækir að- eins lífið og geldir umhverfið. Málið virðist ekki snúast um venjulegt fólk heldur stillimyndir. Er nútíma arki- tektúr ekki fyrir fólk sem eldar kjöt- kássur, hlustar á þungarokk eða safnar þjóðbúningadúkkum? Arkitektúr ætti ekki að vera ein- angraður fagurfræðilegur hlutur heldur samspil efnislegra, fé- lagslegra, pólitískra og efnahags- legra þátta. Hvað er það sem gerir borgina áhugaverða og virka og hvert er samband byggingarinnar og þess umhverfis sem hún er í? Út fyrir það viðtekna FAT (Fashion Architecture Taste) er einn þeirra hópa sem fjalla um arkitektúr í þessu samhengi í verkum sínum. FAT eru arkitektar starfandi í London sem skilgreina starfsemi sína svo: FAT er fyrirtæki sem býr til arkitektúr og list (og allt þar á milli). Markmiðið með verkum þeirra er að benda á það sem arki- tektúr hefur að segja, ekki bara um arkitektúr, heldur einnig um pólitík og félagsleg málefni. FAT var stofn- að árið 1991 í Bretlandi af skóla- félögum úr The Polytechnic of Cent- ral London. Ætlunin var að gefa út róttækt tímarit um arkitektúr í anda Archigram og fleiri byltingar- kenndra arkitektahópa. Fljótlega breyttist starfsemin og FAT fór að taka þátt í samkeppnum og ýmsum listviðburðum og vakti athygli fyrir áhugaverð verkefni. Það sem gerir verk FAT athygl-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.