Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 34

Morgunblaðið - 29.01.2006, Page 34
34 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ LANDSVIRKJUN hefur nú sent öllum grunnskólum í landinu frek- ari upplýsingar um samkeppni um verkefni unnin um orku og orku- mál. Samkeppnin stendur til 7. apríl nk. Í bréfi sem Landsvirkjun hefur sent skólastjórnendum vegna samkeppninnar er rifjuð upp sú gagnrýni sem kom fram í fjölmiðlum í haust á samkeppnina. Kemur fram að það sé von fyr- irtækisins að sem flestir skólar og kennarar telji gagn að því að nýta fræðsluefnið til að vinna t.d. þema- verkefni um orku og orkumál á þessari önn sem er nýhafin. Það sé síðan sjálfstæð ákvörðun kennara í samráði við forráðamenn hvort úr- lausnir nemenda skuli sendar Landsvirkjun í samkeppnina. Þá segir: „Ástæða er til að árétta eft- irfarandi atriði í tilefni af opinber- um umræðum um þetta framtak Landsvirkjunar:  Í námskrá grunnskólans er gert ráð fyrir kennslu um orku og orkunýtingu og þar á meðal að fjallað verði um íslenskar orkulind- ir.  Yfirvöld menntamála í landinu hafa staðfest að ekkert sé því til fyrirstöðu að skólarnir nýti sér efni frá Landsvirkjun og taki þátt í samkeppninni.  Eðlilega ræður mat skólafólks og foreldra því hvort efnið frá Landsvirkjun er nýtt og verkefni unnin og loks hvort úrlausnir verði sendar inn í samkeppnina.  Skólafólk og nemendur verða að sjálfsögðu að vega og meta og fjalla um verkefnin frá Lands- virkjun með sjálfstæðum hætti eins og hver önnur verkefni í skóla. Ekki er rétt eins og heyra mátti í fjölmiðlum í haust að verið sé að leita eftir því að verkefnin skuli unnin á þann hátt sem er þóknanlegur Landsvirkjun.  Mat á úrlausnum sem berast Landsvirkjun fer fram með aðstoð valinkunns skólafólks og mun byggjast á því að efninu verði gerð vönduð skil.“ Á fræðsluvef Landsvirkjunar (sjá www.lv.is) er aðgengilegt efni og leiðbeiningar fyrir skólana, meðal annars myndir af vegg- spjöldum um orkumál sem skól- arnir fengu sendar fyrr í mán- uðinum. Háaleitisbraut 68 103 Reykjavík. Sími: 515 9000. Fax: 515 9007. Tölvupóstfang: landsvirkjun@lv.is. Vefsíða: www.lv.is. Samkeppni um orku og orkumál í skólum Íslendingur, segirðu? Þið vor-uð fyrst til að viðurkennasjálfstæði okkar,“ segirleigubílstjóri í Vilníus og lít-ur kampakátur á mig í bak- sýnisspeglinum. Hann skiptir eld- snöggt um akrein og segir að ég verði að skella mér í Íslandsgötu. Ég hnykla brýr. Íslands-hvað? „Nú, þetta er gatan sem nefnd var eftir Íslandi,“ svarar hann að bragði, eins og ekkert sé sjálfsagð- ara en að gata sé nefnd í höfuðið á ríki. Ísland varð fyrst af löndum heims til að viðurkenna sjálfstæði Litháens frá Sovétríkjunum árið 1990. Daginn eftir held ég í pílagríms- ferð í miðbæinn, vopnuð litskrúð- ugu korti. Íslandsgatan mín, hvar ertu? Sól hefur skinið síðustu daga en nú er þungbúið og gengur á með skúrum. Við fjölfarin gatnamót hef ég kortið á loft og mæni á veg- skiltið hinum megin við götuna. Stendur ekki Islandijosgata þarna? Jú, þarna er hún, Íslandsgatan mín. Áður en ég veit af hef ég fyllst einhverju furðulegu stolti. Eitt andartak verð ég meyr og hugsa um íslenskan arf og eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár. Gott ef í rigningarúðanum rennur ekki ein- mitt eitt titrandi tár niður vangann á mér. Gatan er stutt en ég geng hana með viðhöfn. „Ég var veikur þegar við fengum sjálfstæði, lá inni á spítala og missti af öllu saman,“ segir ungur maður um kvöldið og er svekktur. Hann bætir við að landið hafi breyst mikið síðan þá. Margir segja það sama. Litháen gekk í Evrópusambandið í fyrra, ásamt Eistlandi, Lettlandi og fleiri Aust- ur-Evrópuríkjum. Austurlanda- mæri Evrópusambandsins færðust til við inngöngu nýju ríkjanna. 500 kílómetra landamæri Litháens og Hvíta-Rússlands marka nú landa- mæri sambandsins til austurs. Við inngöngu Austur-Evrópuþjóðanna hræddust margir að ódýrt vinnuafl myndi flæða yfir ríkari þjóðir sam- bandsins. Menn sáu fyrir sér að Austur-Evrópubúar flyttu í hrönn- um vestur. Sú hefur ekki orðið raunin. „Það hefur verið mikill uppgang- ur hérna síðustu ár,“ segir kona á fertugsaldri og bendir á að við- skipti hafi blómstrað, vextir lækk- að og lán séu hagstæð. „Það er voða gott en íbúðaverð í borgunum hefur hins vegar rokið upp. Ég get svarið það, fasteignaverð er örugg- Íslandsgata í útlöndum Morgunblaðið/Sigríður Víðis Götulíf í Vilníus, höfuðborginni í Litháen. Kirkja, gömul hús, háhýsi, auglýs- ingaskilti, bílaumferð og stór stytta frá Sovéttímanum. Svipmynd frá Litháen Sigríður Víðis Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.