Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 35 lega fjórum sinnum hærra í Vilníus en fyrir nokkrum árum,“ segir hún og bætir við að uppgangurinn sé miklu meiri í borgunum en á lands- byggðinni. „Er það samt ekki svo- leiðis í flestum löndum?“ spyr hún. Björk, Sigur Rós og Júróvisjón Þegar konan heyrir að ég sé frá Íslandi veðrast hún öll upp og lýsir með glampa í auga ferð sinni til landsins fyrir nokkrum árum. Henni fannst Geysir, Gullfoss og Þingvellir hreint undursamlegir. Ég kinka kolli – hef heyrt þennan áður. Jú jú, þetta er eins og að lenda á tunglinu. Einmitt, mjög sérstakt. Fátt fólk á landinu, akk- úrat. Ég hlusta áhugalaus á konuna en glampinn fer ekki úr augunum á henni. Hún ræðir lengi um lands- lag á tunglinu og á endanum heillast ég af áhuganum. Áður en ég veit af er ég byrjuð að úttala mig um auðn og óbyggðir, tungl og víkinga. „And then we had Leifur the Lucky, you know about him, right?“ Maður frá Finnlandi heyrir sam- talið og segir í óspurðum fréttum að hann þoli ekki Björk. Tónlistin hennar sé stórfurðuleg. Stelpa frá Lettlandi kemur Björk til varnar og segir að hún sé frábær, uppá- haldstónlistarmaðurinn sinn og hún sé mjög vinsæl í Lettlandi. „Iss, þú kannt bara ekki gott að meta,“ segir hún við Finnann sem ranghvolfir í sér augunum. Samræðurnar leiðast út í tal um Sigur Rós. Gott ef Júróvisjón ber ekki einnig á góma. Síðan ætla allir að sjálfsögðu að koma til Íslands einn daginn. sigridurv@mbl.is ÞRÁTT fyrir erfiðan vetur og sí- fellda erfiðleika við að komast til Muzaffarabad í Pakistan, eru um þessar mundir 129 börn ein síns liðs í umsjá SOS-barnaþorpanna, þar sem 35 börn voru færð í barnaþorpið í Lahore. Þar sem þorpið er nálægt stórum spítala er lögð áhersla á að börn sem send eru til þorpsins séu þau sem þurfi á læknisaðstoð að halda. Börnin hljóta nauðsynlega að- hlynningu innan þorpsins auk lækn- isaðstoðarinnar sem þau þurfa á spítalanum. 23 börn hafa verið tekin inn í barnaþorpið í Rawalpindi; flest þessara barna eru mjög ung. 62 börn fá aðhlynningu í nýju neyðarskýli í barnaþorpinu í Rawalpindi og 9 börn eru enn í SOS-Ungmennaheim- ili í Rawalpindi, sem hefur mest not- aða SOS neyðarskýlið. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SOS- barnaþorpum á Íslandi. Neyðarskýli og tjöld SOS barnaþorpin í Pakistan hafa fengið margar fyrirspurnir hvort hægt sé að útvega og dreifa tjöldum til samfélagslegra nota (kennslu og annarrar hjálparstarfsemi). Al- þjóðlegu SOS-barnaþorpin hafa gert eftirfarandi ráðstafanir svo hægt sé að afhenda 100 stór tjöld. Þýski tjaldframleiðandinn Lancomun framleiðir 80 stór tjöld sem er ætlað að þola mikið frost og snjó. Þessi tjöld munu vera framleidd með þeim hætti að hægt sé að hita þau upp og elda mat innan þeirra. Þar að auki munu alþjóðlegu SOS- barnaþorpin senda 20 tjöld frá SOS sumarbúðunum í Caldonazzo, á Ítal- íu. Alþjóðlegu SOS-barnaþorpin og flugfélagið HGFD eru nú um þessar mundir að gera ráðstafanir svo hægt sé að senda tjöldin fyrstu vik- una í febrúar til Pakistan, segir í fréttatilkynningu. Börn ein síns liðs í umsjá SOS-barnaþorpanna Reuters
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.