Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 43 www.icelandair.is/serferdir Hafið samband við hópadeild í síma 50 50 406 eða hopar@icelandair.is Ferðir fyrir eldri borgara ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 31 04 6 0 1/ 20 06 Fjölbreytt dagskrá Farþegar í þessari ferð kynnast einni af fegurstu og fjölbreyttustu borgum Bandaríkjanna þar sem er m.a. stærsta Kínahverfi utan Asíu. Sporvagnar San Francisco eru heimsþekktir, svo og Fisherman´s Wharf og Cannery Row með sínum mörgu verslunum og veitingastöðum. Í San Francisco eru frábær lista- og vísindasöfn. Farið verður til Napa Valley og Sonoma vínekranna og í kynnisferð um borgina. Skoðunarferðir eru innifaldar í verði. Lágmarksþátttaka er 20 manns. Njótið lífsins í San Francisco 31. maí – 7. júní – íslenskur fararstjóri Verð119.990 kr.* Flug og gisting í 7 nætur *Á mann í tvíbýli. Innifalið í verði: Flug, gisting í 7 nætur á Handlery Hotel, akstur til og frá flugvelli erlendis, skoðunarferð um borgina, skoðunarferð í vínræktarhéruðin Napa Valley og Sonoma, íslensk fararstjórn, flugvallarskattar og þjónustugjöld. Icelandair tekur við MasterCard ferðaávísun í allt flug, þ.m.t. netflug Fararstjóri: Erling Aspelund VELFERÐARRÁÐ Reykjavíkur hef- ur samþykkt að setja af stað að- gerðir til að mæta þörfum eldri borgara í Reykjavík sem búa við einangrun. Farið verður í heildarúttekt á þjónustu við eldri borgara en á sama tíma verða settir á laggirnar starfshópar í hverfum borgarinnar sem fara yfir stöðu þeirra sem þar búa. Verða þjónustumiðstöðvar borgarinnar nýttar til að samræma aðgerðir og bregðast við þeim að- stæðum sem upp kunna að koma, segir í frétt frá borginni. „Ástæða þessara aðgerða er margþætt en m.a. er verið að bregð- ast við fréttum af andlátum fólks sem finnst dögum og jafnvel vikum eftir andlát sitt,“ segir í fréttinni. „Þá er vitað til þess að margir hafa einangrast á efri árum og þrátt fyr- ir ýmiss konar tilboð um heimsókn- ir, félagsstarf, þjónustu heim og fleira þá hefur það ekki náð til þessa fólks. Nú munum við sameina krafta allra þeirra sem eru að bjóða eldri borgurum þjónustu og fá þann- ig heildarmynd á það hversu margir eru án allra utanaðkomandi afskipta og getum þá boðið þeim aðstoð eftir þörfum og vilja hvers og eins.“ Þörfum einangraðra eldri borgara mætt STJÓRN Landverndar fagnar þeirri viðtæku samstöðu sem er að mynd- ast um hugmyndir um stækkun frið- landsins í Þjórsárverum og þeirri ákvörðun Landsvirkjunar að leggja til hliðar áform um framkvæmdir á svæðinu. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu frá stjórninni. „Þjórsárver eru óumdeilanlega eitt verðmætasta svæðið á hálendi Íslands. Í greinargerð sem tveir al- þjóðlega viðurkenndir sérfræðingar, þeir Roger Crofts og Jack D. Ives, unnu fyrir Landvernd eru færð haldgóð rök fyrir því að Þjórsárver gætu átt heima á Heimsminjaskrá UNESCO og hníga öll rök að því að eitt brýnasta verkefni nátt- úruverndar á Íslandi í dag sé að stækka verndarsvæði þeirra að nátt- úrulegum mörkum. Skoðanakann- anir sýna jafnframt að góður al- mennur stuðningur er við áform um stækkun friðlandsins. Stjórn Landverndar fagnar yf- irlýsingu umhverfisráðherra um áformaða stækkun friðlandsins og hvetur Samvinnunefnd miðhálend- isins, Alþingi og viðkomandi sveit- arstjórnir til að vinna með umhverf- isráðherra að þessu markmiði. Jafnframt hvetur stjórnin stjórnvöld til að hefja undirbúning að því að koma Þjórsárverum á Heims- minjaskrá UNESCO þar sem til- greindar eru merkustu nátt- úruminjar á jörðinni,“ segir í yfirlýsingunni. Fagnar víðtækri samstöðu SAMNINGUR milli ÞSSÍ, Háskóla Íslands og læknadeildar Háskóla Ís- lands hefur verið undirritaður um að tveir læknanemar á þriðja ári fari til Malaví næsta vor að vinna rannsóknarverkefni í tengslum við nám sitt. Þetta er í þriðja sinn á fjórum árum sem ÞSSÍ styrkir ís- lenska nema við læknisfræðideild Háskóla Íslands til rannsókna við sjúkrahúsið í Monkey Bay í Malaví. Í lok síðasta árs var undirritaður sam- bærilegur samningur milli stofn- ananna tveggja um að senda ljós- móðurnema til rannsókna við sjúkrahúsið og er hún þegar farin utan. ÞSSÍ hefur starfað að uppbygg- ingu heilsugæslu í samvinnu við malavísk stjórnvöld á rúmlega 100 þúsund manna landsvæði í Malaví síðan 1999 og hafa rannsóknir þeirra nema sem ÞSSÍ hafa styrkt komið að góðum notum fyrir sjúkra- húsið og skilvirkni starfsemi þess, segir í fréttatilkynningu. Læknanemar við HÍ til rannsóknar- vinnu í Malaví ÞAÐ ER ekki algeng sjón að sjá fólk á hjóli í Reykjavík í lok janúar. Veðrið undanfarna daga hefur þó orðið til þess að þeim fjölgar sem velja hjólhestinn sem farartæki í umferðinni. Enda er það hagkvæmt á margan hátt; bæði fyrir budduna og umhverfið. Morgunblaðið/Golli Á rölti með reiðhjól FULLTRÚAR Kjarafélags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga fóru nýlega á fund rektors Háskóla Íslands til að lýsa áhyggjum sínum af kjörum fé- lagsmanna sinna á stofnuninni, en þeir hafa dregist langt aftur úr fólki í sam- bærilegum störfum hjá ríkinu. Kemur þetta fram í nýju fréttabréfi BHM: Telja fulltrúar félagsins að starfs- matskerfi háskólans mæli ekki með fullnægjandi hætti faglega og fjárhags- lega ábyrgð þeirra starfa sem hér um ræðir. Í þeim stofnunum sem hafa tekið upp starfsmatskerfi hafa nokkrir hnökrar reynst vera á því að matið leggi rétta mælikvarða á störf einstakra starfs- manna og jafnvel hópa. Getur það verið vegna þess að matskerfi hefur ekki ver- ið nægilega aðlagað stofnun, eða þátta eins og þess að um of hefur verið mið- að við störf stórra og ráðandi hópa starfsmanna, segir í frétt BHM. Fóru á fund rektors
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.