Morgunblaðið - 29.01.2006, Side 47

Morgunblaðið - 29.01.2006, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 47 UMRÆÐAN ENDURNÝJAÐUR Reykjavík- urflugvöllur í Vatnsmýrinni mun gegna mikilsverðu hlutverki um ókomin ár. Ákvörðun um óbreytta staðsetningu Landspítalans, sam- hliða stórauknu rými með tilfærslu Hring- brautar eykur mjög gildi staðsetningar vallarins. F-listinn er eina aflið í borgarstjórn, sem beitir sér fyrir því að Reykjarvíkurflugvelli verði tryggð staðsetn- ing í Vatnsmýrinni. Þar liggja til grundvallar öryggis- og hag- kvæmnissjónarmið fyr- ir landsmenn í heild. Uppbygging Vatnsmýrar Herflugvöllur krafðist eðlilega mun meira rýmis, en þörf er á varð- andi innanlandsflugvöll. Þess vegna fer uppbygging í Vatnsmýrinni, samhliða áframhald- andi starfsemi innanlands- og öryggisflugvallar mjög vel saman. Með því að lengja austur/ vestur flugbrautina til vesturs um nokkur hundruð metra, má á einfaldan hátt beina u.þ.b. 80% flug- umferðar um þá braut og nota ein- ungis suður/norður flugbrautina í mjög stífum suðlægum/norðlægum áttum. Þannig má að mestu koma í veg fyrir flug yfir gamla miðbæinn. Verðmæti Vatnsmýrar er því há- markað með samtvinnun Reykjavík- urflugvallar í breyttri mynd, hæfi- legri uppbyggingu og að öðru leyti nýtingu hennar sem frábærrar úti- vistarperlu í tengslum við Tjarnar- og Öskjuhlíðarsvæðin. Landspítali – Vatns- mýrarflugvöllur Í tengslum við um- ræður um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar, Landspítala og flutning sjúkra og slasaðra, hef- ur gætt þess misskiln- ings að sjúkraflug megi nær alfarið leysa með þyrlum. Staðreyndin er hinsvegar sú, að jafn- mikilvægar og þyrlur eru í neyðartilvikum, eru þær einungis not- aðar í um 20% tilvika. Af 500 sjúkraflugum á ári, eru þyrl- ur þannig notaðar í u.þ.b. 100 tilfella. Þyrlur gagnast þar sem öðrum flug- tækjum verður ekki við komið. Hins- vegar eru þær hægfleygar og henta því ekki til flutnings sjúkra og slas- aðra á milli landshluta. Þær geta ekki, ólíkt flugvélum búnum jafn- þrýstibúnaði, flogið stystu leið milli staða, ofar veðrum. Jafnframt er mjög mikilvægt að gera sér grein fyrir að þyrlur, líkt og allar aðrar flugvélar þarfnast aðflugsbúnaðar í vályndum veðrum. Blindaðflug er einungis mögulegt að gera að flug- völlum, sem útbúnir eru blind- aðflugstækjum. Það er því höf- uðkostur að Landspítali sé í næsta nágrenni við fullkominn innanlands- flugvöll. Þannig nær sjúkraþyrlan að gera blindaðflug að næsta nágrenni spítalans og ef aðstæður leyfa, flýg- ur hún í lítilli hæð að þyrlupallinum við spítalann, en lendir ella á flug- vellinum, þaðan sem örstutt er með sjúkrabíl að spítalanum. Að leggja Reykjavíkurflugvöll af á grundvelli þess að hann þurfi að víkja fyrir verðmætu byggingarlandi, sýnir að mat manna á forgangsröðun er ekki í lagi. Flugvellir í miðborgum Til viðbótar framanskráðu, er vert að benda á hversu nálægt miðju ým- issa stórborga flugvellir eru stað- settir, t.d. í London, Berlín og Wash- ington D.C. Þarlend yfirvöld leggja höfuðáherslu á að hafa flugvelli stað- setta miðsvæðis, þar sem því verður við komið. Í strjálbýlu landi á borð við Ísland, ber að nýta sér kosti flugsins, sem nokkur kostur er og bjóða íbúum landsins sem greiðasta og hagkvæm- asta leið milli dreifbýlis og höf- uðborgar. Mikilvægi Reykjavíkurflugvallar Eftir Svein Aðalsteinsson ’F-listinn er eina aflið íborgarstjórn, sem beitir sér fyrir því að Reykja- víkurflugvelli verði tryggð staðsetning í Vatnsmýrinni.‘ Sveinn Aðalsteinsson Höfundur er viðskiptafræðingur og varafulltrúi F-listans í skipulagsráði. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Karfavogur „Sigvaldahús“ á besta stað Vogunum Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali Sérlega fallegt 194 fm raðhús ásamt 25 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað í Vogunum. Hér er um að ræða sér- staklega vel hannað „Sigvaldahús“ þar sem fer saman falleg hönnun og gott skipulag. Neðri hæðin er opin og skemmtileg með stórum og björtum stofum og fallegri tengingu við garðskála. Á efri hæðinni eru síðan fjögur góð herbergi og stórar 25 fm svalir. Í heild er um að ræða mjög gott hús á besta stað í Vogunum Upplýsingar veitir Jón Gretar Jónsson sölumaður í síma 840 4049. Smyrlahraun - Hafnarfirði Glæsilegt og nánast algjörlega endur- byggt um 180 fm einbýlishús sem er kjallari og tvær hæðir. Eignin skiptist m.a. í eldhús með nýlegum beykiinn- réttingum, vönduðum tækjum og stórri eyju, rúmgóðar og bjartar samliggjandi stofur, sex herbergi, sjónvarpshol og tvö glæsileg endurnýjuð baðherbergi. Nýjar svalir til suðurs út af efri hæð. Húsið hefur verið mjög mikið endur- nýjað á sl. árum, m.a. vatns- og raflagnir og tafla, allt járn á húsi að utan sem og á þaki, gler og gluggar o.fl. Tvö sérbílastæði eru á lóð hússins og hellulögð verönd. Verð 41,9 millj. Heiðarlundur - Garðabæ Fallegt og vandað 198 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 58 fm bílskúr. Eign- in skiptist m.a. í eldhús með nýlegri innréttingu, samliggjandi borðstofu og stofu með arni, um 30 fm bókastofu, 3-4 herbergi, um 20 fm garðstofu með kamínu og flísalagt baðherbergi auk gestasalernis. Arinn í stofu. Aukin loft- hæð í stofum, bókastofu og í holi. Parket og flísar á gólfum. Húsið er steinsteypt, timburklætt að utan með láréttri klæðningu. Falleg ræktuð lóð með miklum gróðri. Timburverönd með skjól- veggjum. Góð staðsetning, nálægt leikskóla og allri þjónustu. Laugalækur Mjög gott 174 fm raðhús, tvær hæðir og kjallari. Á neðri hæð er hol/borð- stofa, eldhús, flísalögð gestasnyrting og parketlögð stofa. Á efri hæð er sjónvarpshol, þrjú góð herbergi, öll parketlögð og skápar í tveimur, og ný- lega endurnýjað baðherbergi auk ris- lofts. Í kjallara er eitt herbergi, snyrt- ing, þvottaherbergi og góð geymsla. Tvennar svalir, til suðvesturs út af stofu og til norðausturs af stigapalli. Ræktuð lóð með stórum sólpalli og skjólveggjum. Verð 39,5 millj. Urðarhæð - Garðabæ Mjög fallegt og vandað 246 fm einbýl- ishús á einni hæð með 31 fm bílskúr. Eignin skiptist m.a. í rúmgott eldhús með vandaðri innréttingu, eyju og útgangi á verönd, stórar stofur með góðri lofthæð og innbyggðri halogen- lýsingu, sjónvarpshol, þrjú rúmgóð herbergi auk fataherbergis og flísalagt baðherbergi með nuddpotti auk gesta- salernis. Merbauparket og ítalskar flís- ar á gólfum. Góð staðsetning innst í botnlanga. Fallegur ræktaður garður með stórri timburverönd mót suðvestri. Verð 59,0 millj. Melabraut - Seltjarnarnesi 4ra herb. með sérinngangi Mjög falleg og mikið endurnýjuð 119 fm 4ra herbergja íbúð með sérinn- gangi á jarðhæð á sunnanverðu Sel- tjarnarnesi. Eignin hefur verið mikið endurbætt, t.d. lagnir, gólfefni og inn- réttingar að mestu. Hol með góðu skápaplássi, rúmgóð og björt stofa, eldhús með vönduðum tækjum og fal- legri beykiinnréttingu, tvö herbergi og flísalagt baðherb. með þvottaaðstöðu. Hellulögð stétt fyrir framan hús og verönd með hitalögn. Verð 31,9 millj. Norðurbrú - Garðabæ 4ra herb. íbúð í Sjálandshverfinu Glæsileg 112 fm íbúð á 2. hæð, þ.m.t. 9,8 fm geymsla, í nýlegu lyftuhúsi í nýja Sjálandshverfinu. Rúmgott eldhús með góðum gluggum og vönduðum tækjum, tvö herbergi, stofa með út- gangi á suðursvalir og flísalagt bað- herbergi. Vandaðar innréttingar og hurðir úr eik og parket á gólfum. Stæði í lokaðri bílageymslu fylgir. Verð 30,8 millj. Laugarnesvegur Sérhæð með bílskúr Stórglæsileg 110 fm 4ra herbergja sér- hæð ásamt sérgeymslu í kjallara og 26 fm bílskúr í þessu nýja þríbýlishúsi í Laugarnesinu. Íbúðin er öll innréttuð á afar vandaðan og smekklegan máta og eru innihurðir, gólfefni og innrétt- ingar úr eik. Flísalagt baðherbergi, samliggjandi rúmgóðar og bjartar stof- ur með miklum gluggum, eldhús með vönduðum tækjum og tvö herbergi bæði með skápum. Tvö sérbílastæði á lóð. Húsið er klætt að utan og því viðhaldslítið. Verð 36,9 millj. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.