Morgunblaðið - 29.01.2006, Side 48

Morgunblaðið - 29.01.2006, Side 48
48 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN UNDANFARIN misseri hefur mörgu verið hrint í framkvæmd í Kópavogi. Hvert hverfið á fætur öðru er skipulagt og byggt. Lóðum er úthlutað. Samið er við aðila um rekstur á þjónustu við bæjarbúa. Drifið er í að byggja upp íþrótta- akademíu og skissaðar eru upp hugmyndir að óperuhúsi. Allt eru þetta hin ágætustu mál og í sjálfu sér ættu ekki að vera tilefni til sér- stakra deilumála. Aftur á móti hefur oftar en ekki verið mjög um- deilanlegt hvernig staðið er að ákvarðanatöku og framkvæmd þess- ara mála. Ákvarðanataka sem ein- kennist oft af einræðislegum vinnu- brögðum og sérkennilegri forgangsröðun. Tökum nokkur dæmi. Hver deiliskipulagstillagan á fætur annarri hefur orðið að eldfimum deil- um, því ekki hefur verið haft nauð- synlegt samráð við íbúa eða hags- munaaðila. Eða vegna þess að skipulagið er unnið í svo mörgum bútum að menn eru löngu hættir að greina í aðalskipulagið sem liggja á til grundvallar skyn- samlegri uppbyggingu. Verðmætum lóðum hef- ur lengi vel verið út- hlutað, án þess að svo mikið sem að dusta ryk- ið af lóðarúthlut- unarreglum bæjarins. Ekki hefur verið unnið eftir sömu vinnureglum varðandi útboð á rekstri leikskóla og tónlistar- skóla í bænum. Lítil sem engin fagleg umræða fór fram um útboð á rekstri tónlistarskóla, en aftur á móti fór slík nauðsynleg umræða fram vegna út- boðs á rekstri leikskóla. Bæjarstjór- inn hefur lagt töluverða vinnu og tíma í að teikna upp óperuhús fyrir bæj- arbúa. En á meðan hafa verið blikur á lofti í leikskólamálum bæjarins. Það hefur stefnt í að hver leikskóladeildin á fætur annarri loki, vegna þess að hið ótrúlega langlundargeð starfs- fólks leikskólanna er að þrotum kom- ið. Það er búið að bíða í marga mán- uði eftir; starfsmati, nýjum kjarasamningum, launamálaráð- stefnum og nú er enn verið að bíða og vona. Það er ekki fyrr en nú, þegar starfsemi sumra leikskólanna hefur skaðast, ekki fyrr en hækkuð hafa verið lægstu laun hjá starfsfólki í leik- skólum Reykjavíkur, að tími hefur fundist til að vinna að einhverri al- vöru að lausn þessa máls. Á meðan hafa börn og foreldrar þeirra ekki fengið þá sjálfsögðu þjónustu sem bæjarfélagið hefur skuldbundið sig til að veita. Og nýjar dýrar leik- skólabyggingar eru ekki nýttar sem skyldi. Ofantalin dæmi sýna að það þarf nauðsynlega að bæta vinnubrögðin, svo að allir ákvarðanatökuferlar í bæjarkerfinu verði skýrir og gagnsæ- ir, beri þess ótvíræð merki að unnið sé á lýðræðislegan hátt. Að forgangs- röðun verkefna sé með eðlilegum hætti. Vinnubrögð sem leiða af sér deilur og ósætti, vantraust og erf- iðleika, veikja ímynd bæjarins. Sum- um háttsettum ráðamönnum bæj- arins hefur sárnað þegar umræða um vinnubrögð þeirra hafa verið rædd opinberlega. Þeir segja að það sé slík umræða sem veiki ímynd bæjarins, en ekki vinnubrögð þeirra. Eru þá skilaboðin til íbúa að ekki megi ræða eða gagnrýna valdhafana? Er það ekki enn eitt dæmið um einræðislega stjórnunarhætti? Það er því löngu orðið tímabært að fara frá einræði til lýðræðis í Kópavogi. Komum á nýjum meirihluta í bænum, lýðræðislegum meirihluta. Ágætu Kópavogsbúar, kynnið ykkur stefnumál frambjóð- enda í prófkjöri Samfylkingarinnar, sem fram fer 4. febrúar nk. Við viljum sjá breytt vinnubrögð. Ég vil gjarna vera með í að stuðla að þeim breyt- ingum. Þess vegna býð ég mig fram í 2.–4. sæti Samfylkingarinnar í próf- kjöri þeirra til sveitarstjórnarkosn- inga. Hvet ykkur til að skoða heima- síðu mína http://rut.hexia.net Breytum vinnu- brögðum í Kópavogi Eftir Rut Kristinsdóttur ’Vinnubrögð sem leiða afsér deilur og ósætti, van- traust og erfiðleika, veikja ímynd bæjarins.‘ Rut Kristinsdóttir Höfundur situr í leikskólanefnd Kópavogsbæjar og býður sig fram í 2.–4. sæti í prófkjöri Samfylking- arinnar í Kópavogi. Prófkjör í Kópavogi Sérlega glæsileg 109,3 fm íbúð á 5. hæð m. geymslu. Gott aðgengi og lyfta. 3 svefnherb., hol, sjónvarpshol, eldhús m. borðkr., stofa, sval- ir, baðh., þvottahús. Þetta er falleg eign sem vert er skoða. Mikið útsýni. Verð 25,8 millj. Kristjana býður ykkur velkomin. Opið hús í dag frá kl. 15 til 16 Rjúpnasalir 12 - Kópavogi - Opið hús í dag Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is OPIÐ HÚS Í DAG KL. 16-17 EFSTILUNDUR - GARÐABÆ EINBÝLI Á EINNI HÆÐ MEÐ ÚTSÝNI Fjarðargötu 17, Hafnarfirði, sími 520 2600, fax 520 2601, netfang as@as.is, heimasíða www.as.is. Opið virka daga kl. 9-18. Kári Halldórsson, löggiltur fasteignasali. Gott 196 fm einbýlishús með innbyggðum 47 fm bílskúr á góðum stað í Garðabæ. Möguleiki á allt að fimm svefnherbergjum. Góð eldhúsinnrétting, stáltæki og gas- hellur. Gestasnyrting og gott baðherbergi. Parket á stofu, sjónvarpsholi og borðstofu. Sjón er sögu ríkari. Verð 46,9 millj. LAUST VIÐ KAUPSAMNING. Eiríkur Svanur, sölumaður Áss, tekur á móti gestum, s. 862 3377 Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. Langholtsvegur 146 Opið hús á milli kl. 14-18 í dag Viðar Böðvarsson, viðskiptafr. og lögg. fasteignasali. Falleg og mikið endurbætt 3ja herb. 93,2 fm neðri hæð með sérinngangi. Eignin er á austari og rólegri hluta Langholtsvegar. Húsið er bakhús með snyrtilegri heimreið frá Langholtsveginum. Í íbúðina hefur verið lagt nýtt rafmagn sem og skipt um allar vatnslagnir, bæði til neyslu og hitunnar, sem og alla ofna, blönd- unartæki, vaska, klósett og baðkar. Skólpleiðslur eru einnig nýjar. Þak hefur ver- ið lagfært og gler og gluggakarmar endurnýjaðir. Tvö svefnherbergi, annað mjög stórt og hægt að nýta sem hjónaherbergi eða jafnvel leikherbergi fyrir börnin, falleg stofa, bjart eldhús með góðum innréttingum, þvottahús og geymsla. Sindri og Elfa sýna eignina á milli klukkan 14 og 18 í dag. Verð 22,3 millj. Þórðarsveigur 2 Opið hús á milli kl. 14 og 15 í dag Vorum að fá í einkasölu þessa gullfallegu íbúð í Grafarholtinu með bílageymslu Íbúðin er á annarri hæð með góðum svölum, stofa og eldhús í opnu rými, rúm- gott hjónaherbergi með góðum skápum, þvottahús innan íbúðar, bílageymsla sem liggur beint að lyftu og stór geymsla. Falleg og þægileg eign á góðum stað. Sigurður sýnir eignina, s. 616 8880, bjalla merkt nr. 20.1. Verð 20,9 millj. Barónstígur 3 Opið hús á milli kl. 14 og 16 í dag Björt og falleg 2ja herbergja íbúð á rólegum og góðum stað í 101 Reykjavík. Auðveldlega er hægt að bæta við einu herbergi. Komið er inn í anddyri með flís- um og fatahengi. Baðherbergi með baðkari og sturtu. Eldhús með góðum inn- réttingum og tækjum. Stofa og borðstofa eru samliggjandi og þaðan er hægt að ganga út á svalir með góðu útsýni. Hjónaherbergi er með fataskápum sem ná upp í loft. Íbúðin er að mestu leyti parketlögð. Góð eign og stutt í alla þjónustu og samgöngur. Bjallan er merkt „Ristic“. Verð 22,5 millj.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.