Morgunblaðið - 29.01.2006, Side 54

Morgunblaðið - 29.01.2006, Side 54
54 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Háskólaprófessornokkur varpaði eittsinn fram eftirfar-andi spurningu tilnemenda sinna í kennslustund: „Skapaði Guð allt sem til er?“ Einn nemandinn var djarfari en aðrir, reis á fætur og sagði ákveð- ið: „Já, það gerði hann.“ Prófessorinn endurtók þá spurninguna, og beindi henni að þeim, er hafði svarað. „Það held ég nú,“ endurtók nemandinn. „En ef Guð skapaði allt, þá skapaði hann líka illskuna. Og samkvæmt því lögmáli að verk okkar skilgreini hver við erum, þá er Guð illur,“ sagði kennarinn. Nemandinn settist hljóður. Prófessorinn var harla ánægð- ur með að hafa mátað hinn trúaða nemanda og notaði tækifærið til að hlakka yfir nemendunum með fullvissuna um, að hafa sannað í eitt skipti fyrir öll að trúin á Guð væri harla ómerk og í raun bara aumasta goðsögn. Annar nemandi rétti þá upp höndina og spurði hvort hann mætti spyrja spurningar. Það var auðsótt mál og sjálfsagt. Stóð hann þá upp og spurði: „Prófessor, er kuldi til?“ „Hverslags spurning er þetta? Auðvitað er kuldi til. Hefur þér aldrei verið kalt?“ svaraði pró- fessorinn og hló meinhæðnislega. Ungi maðurinn svaraði: „Í raun, herra, þá er kuldi ekki til. Samkvæmt lögmálum eðlisfræð- innar, þá er það sem við álítum kulda aðeins fjarvera hita. Allir líkamar og allir hlutir eru mældir, þegar þeir hafa eða senda frá sér orku, og hiti er það sem lætur hluti eða líkami hafa orku og senda hana frá sér. Alkul (-273 gráður á Celsíus) er alger fjar- vera hita. Allt efni verður gersam- lega líflaust eða hreyfingarlaust og ófært um að veita nokkra ein- ustu svörun við þetta hitastig. Kuldi er ekki til, heldur höfum við búið þetta orð til, til þess að lýsa því hvernig okkur líður þegar við höfum engan hita.“ Og nemandinn hélt áfram: „Prófessor, er myrkur til?“ „Auðvitað,“ svaraði hinn. „Einu sinni enn hefurðu rangt fyrir þér,“ sagði þá nemandinn. „Myrkur er ekki heldur til. Myrk- ur er ekkert annað en fjarvera ljóss. Við getum mælt og rann- sakað ljós, en við getum það ekki með myrkur. Við getum notað prismu Newtons (gagnsær strendingur með a.m.k. tveimur hliðarflötum sem skerast og er notaður til að brjóta ljós í ákveðnar bylgjulengdir) til að brjóta hvítt ljós í marga liti og mælt mismunandi bylgjulengdir hvers litar fyrir sig. Myrkur er hins vegar ekki hægt að mæla. Einfaldur lítill ljósgeisli getur brotið upp myrka veröld og lýst hana alla upp. Hversu myrk er myrk stofa? Hvernig getur þú vit- að hversu myrkt eitthvert her- bergi er? Jú, þú mælir hversu mikið ljós er til staðar. Er það ekki rétt? Myrkur er orð sem er notað til að lýsa því hvað gerist, þegar ekkert ljós er til staðar.“ Að lokum spurði nemandinn prófessorinn: „Herra, er illska til?“ Ekki eins ákveðinn og boru- brattur og fyrrum svaraði pró- fessorinn: „Auðvitað, eins og ég hef áður sagt, þá sjáum við þetta á hverjum einasta degi. Illskan er daglegt dæmi um ómann- eskjulega meðferð mannsins á náunga sínum. Þetta sést í öllum glæpum heimsins og ofbeldinu sem flæðir yfir. Þetta sannar óumræðanlega tilvist illskunnar.“ Nemandinn svaraði á ný og sagði: „Nei, illska er ekki til, eða að minnsta kosti á hún ekki tilvist í sjálfri sér. Illska er ekkert annað en fjarvera Guðs. Rétt eins og með myrkrið og kuldann, þá er þetta orð sem er notað til að lýsa fjarveru Guðs. Guð skapaði ekki illskuna eða það sem illt er. Illska er ekki eins og trú eða kærleikur, sem eru til rétt eins og ljós og hiti. Illskan er það sem á sér stað þeg- ar maðurinn á ekki kærleika Guðs í hjarta sínu. Hún er eins og kuld- inn sem kemur þegar enginn hiti er, eða myrkrið sem kemur þegar ekkert ljós er.“ Nú settist prófessorinn hljóður. En nemandinn hét Albert Ein- stein. Ekki veit ég hvort þetta gerðist í raun. Hins vegar gæti þetta allt eins verið rétt, því söguhetjan varð þekkt í mannkynssögunni, ekki bara fyrir gáfur sínar í heimi vísindanna, þar sem afstæð- iskenninguna ber hæst, nei, annað þótti ekki síður merkilegt í fari mannsins, auðvitað vegna stöðu hans og andlegs atgervis, og það var einmitt trúin á Guð, að til- veran án slíkrar alheimsvitundar væri gjörsamlega óhugsandi möguleiki. Er Guð illur? Á Netinu er margt að finna, þótt ekki sé nú allt til fyrirmyndar hvað efni eða gæði varðar. En Sigurður Ægisson rakst á dögunum á sögu eina þar, og langaði að koma henni áfram til sem flestra. Höfundur og þýðandi eru óþekktir. sigurdur.aegisson@kirkjan.is HUGVEKJA ✝ Svanberg Krist-ófer Þórðarson fæddist á Akureyri 26. ágúst 1934. Hann lést á Land- spítalanum Landa- koti hinn 25. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Birna Sæ- mundsdóttir, f. 1913, d. 1970, og Þórður Sveinbjörn Davíðsson, f. 1912, d. 1986, og bjuggu þau lengst af í Keflavík. Svanberg varði frum- bernsku sinni hjá hjónunum Mar- gréti Sigríði Eyjólfsdóttur, f. 1903, d. 1996, og Sigfúsi Davíðs- syni, f 1903, d. 1985, á Læk í Holt- um í Rangárvallasýslu en þar dvaldi hann þangað til hann fór á sjó. Svanberg var einn af sex systkinum sem öll eru á lífi. Hinn 4. maí 1964 eignuðust Svanberg og Hólmfríður Sveinbjörndóttir, f. 1945, soninn Sigfús Sveinbjörn. Árið 1966 kynntist Svanberg Sig- urbjörgu Kristjáns- dóttur, f. 19. mars 1944, og kvæntist henni 16. september 1967. Synir þeirra eru: 1) Kristján, f. 3. júní 1967, kvæntur Jónu Rut Guð- mundsdóttur. Börn þeirra eru Kristófer Dagur og Hrafn- hildur Edda Magn- úsdóttir. 2) Helgi, f. 20. ágúst 1968. Dæt- ur hans eru Lára Eygló og Hera Sísí. Svanberg fór ungur til sjós og starfaði m.a. á síðutogurum og millilandaskipum. Ungur að árum lærði Svanberg til bifvélavirkjun- ar og var það eitt hans helsta áhugamál. Auk þess starfaði Svanberg við ýmis störf, m.a. sem vörubílstjóri, vaktmaður og undir það síðasta sem húsvörður hjá ÍTR. Svanberg var jarðsunginn frá Grafarvogskirkju 3. janúar, í kyrrþey að ósk hins látna. Mig langar að minnast pabba míns með því að skrifa nokkrar línur sem ná þó engan veginn að gera skil öll- um góðum minningum mínum um samverustundir okkar pabba. Það er mér ofarlega í huga þegar pabbi kom í heimsókn til mín á sumr- in á Sólheima þegar ég var ungling- ur. Þá fórum við í bíltúr um Laug- arvatn, skoðuðum bíla um leið og við renndum niður gómsætum rjómaís. Á leiðinni spjölluðum við um heima og geima en þó sérstaklega tónlist. Við feðgarnir áttum það sameigin- legt að vera báðir miklir aðdáendur Elvis Presley. Síðar meir áttum við góðar samverustundir á Laugar- vatni í hjólhýsi foreldra minna og var pabbi góður í því að kenna mér að leggja spilakapal. Oft gengum við í fallegu umhverfi Laugarvatns og hlustaði hann þolinmóður á sögur mínar um leiklistina og leikhópinn minn, Perluna. Í staðinn reyndi ég þolinmóður að aðstoða hann við þrif á bílnum en voru bílar hans áhuga- mál. Annað ævintýri okkar pabba var þegar hann tók mig með sér á sjóinn. Ég fékk að fara einn stuttan túr með honum og fékk að upplifa sjóinn sem hann var svo hugfanginn af. Þetta eru bara minningabrot af öllu því sem ég mun geyma með mér um þig og gefur mér svo mikið þegar þú hefur kvatt okkur öll sem söknum þín. Nú þegar ég kveð þig, elsku pabbi minn, hugsa ég til þess hversu góður þú varst mér og langar mig að hafa fallegustu bæn sem ég kann lokaorð mín um minningu mína um þig. Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ breið þú blessun þína á barnæskuna mína. Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla. Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa. Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði. (Páll Jónsson.) Sigfús. Elsku pabbi minn, nú ert þú dáinn og farinn á betri stað. Þú varst búinn að vera veikur lengi en ekki varst þú að kvarta. Það var alltaf stutt í grínið hjá þér og prakkaraskapinn. Ég man þegar Lára var lítil þá þurftir þú allt- af að stríða henni með því að nudda skeggbroddunum við kinnina á henni. Ég man líka eftir því þegar þú sást Heru Sísi í fyrsta skipti, hvað hún ljómaði öll og þú líka. Þú varst yndislegur afi sem vildir allt fyrir barnabörn þín gera. Barnabörnin munu sakna þess að hafa þig ekki ná- lægt en ég veit að þú vakir yfir okk- ur. Sterkari karakter og betri pabba var ekki hægt að óska sér. Ég mun sakna þess að geta ekki tekið utan um þig, knúsað og kysst, og sagt að ég elska þig. Við áttum góðar stundir saman og mun ég varðveita þær í hjarta mínu þangað til við hittumst aftur. Góða nótt, elsku pabbi minn, þín verður sárt saknað eða eins og kóngurinn sagði, sem var þitt goð, „you are always on my mind“ . Þinn sonur og barnabörn, Helgi, Lára Eygló og Hera Sísi. Hann Svanberg Kristófer Þórðar- son tengdafaðir minn, eða Svansi eins og hann var kallaður, hefur nú fengið hvíld. Þrátt fyrir að barátta hans við sjúkdóm síðustu vikurnar hafi verið honum erfið þá sýndi hann mikinn styrk alla tíð og var óhrædd- ur. Ég kynntist honum vel fyrir nokkrum árum þegar hann bjó í sama húsi og við mæðgurnar í Breið- holti. Oft áttum við áhugaverðar samræður um sjómannslífið, bernsku Svansa og synina hans sem voru honum afar kærir. Ein af fjöl- mörgum hlýjum minningum sem ég á í dag er hversu góður hann var dóttir minni. Mér er mjög minnis- stætt þegar ég heimsótti hann í eitt skipti og hann lagðist á stéttina með henni og lék við hana á hennar for- sendum. Hann tók henni opnum örmum og leit ætíð á hana sem eitt af barnabörnum sínum. Hlýja og vænt- umþykja hans gerði það að verkum að hann varð mikill afi í huga dóttur minnar sem saknar hans en býr eins og við öll yfir góðum minningum um hann Svansa. Barnabörnin öll voru honum afar ofarlega í huga og sá ég hversu vænt um honum þótti um Láru Eygló og Hrafnhildi Eddu og svo yngstu krílin, þau Heru Sísí og nafna sinn Kristófer. Þrátt fyrir að heilsu hans hrakaði mikið síðustu ár- in var hann ótrúlega öflugur að sinna börnunum og fylgdist vel með þeim þó svo að þrek til þess að halda í við þau hafi minnkað til muna. Gamalt bílasafn hans með viðkvæmum bílum var opið fyrir nafna hans og reyndi afi að kenna nafna sínum að með- höndla það með virðingu þrátt fyrir ungan aldur afastráksins. Þrátt fyrir að við fyrstu kynni hafi Svansi birst sem fábrotinn maður sem ekki vildi láta fyrir sér hafa, bjó hann yfir svo mörgum öðrum per- sónulegum þáttum sem hann sýndi þegar kynni urðu sterkari. Þannig meinti hann alltaf vel þó að ákveðnin, eða þvermóðskan eins og við stund- um hlógum saman að, hamlaði hon- um stundum í samskiptum við aðra. Hann var mikill húmoristi og hafði lúmskt gaman af þegar synir hans þóttust geta strítt honum. Svansi átti afar auðvelt með að samgleðjast þeim sem honum þótti vænt um og var laus við alla öfund eða snobb eins og hann kallaði það sjálfur. Hann var óhræddur að prófa nýjungar, þrátt fyrir að meta ákveðin rótgróin gildi umfram nýjungar. Þannig prófaði hann nýjungar í matreiðslu minni en viðurkenndi að gamla góða skyrið og hefðbundið brauð hentaði honum betur en pastað. Samskipti okkar voru sérstaklega hlý og skemmtileg og þrátt fyrir ólíkar skoðanir á ýmsu þá fann ég gagnkvæma virðingu. Þannig var mér það ofviða að skilja einlægan áhuga hans á Elvis Presley en fannst þeim mun áhugaverðara að sjá hann í dansskónum að bíða eftir því að komast út á dansgólfið. Áhugamál hans voru einkum fjöl- skyldan, bílar, sund, ferðir til Laug- arvatns þar sem þau hjónin áttu hjól- hýsi og ýmislegt fleira. Í haust þegar ég heimsótti hann á hjartadeild Landspítalans áttum við gefandi samræður og virtist hann vera ákveðinn í því að nýta alla möguleika til endurhæfingar og sækja ýmislegt félagsstarf fyrir aldraða sem hann hafði áður álitið fyrir mun eldra fólk en sjálfan sig. Þrátt fyrir ákveðna feimni og kvíða við að sækja félagsstarf virtist hann ákveðinn í að reyna fyrir sér og horfa á þennan þröskuld sem áskorun. Gömul gildi hans komu sterkt fram um að hann ætti ekki að setja eigin þarfir í forgang og ekki að skapa neina óþarfa fyrirhöfn en eftir tals- verðar samræður og hvatningu horfði hann jákvæðum augum á end- urhæfingu á Landakoti. Því miður náði Svansi ekki að sinna þessari áskorun vegna stöðugt hrakandi heilsu en þess í stað mætti honum frábær umönnun á þeim tveimur deildum Landakots sem hann dvaldi á síðustu mánuðina. Mig langar að nota tækifærið og þakka starfsfólki Landakots fyrir þann kærleik og hlýju sem einkenndi umönnun þess. Svansi minn, ég þakka þér af mikl- um hlýhug fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og nú þegar þú hefur lokið þeim verkefnum sem fyrir þér lágu mun ég gæta sonar þíns og afkom- enda þinna um leið og við geymum minningar um þig í hjarta okkar. Að lokum ég kveð þig með ljóði Katrínar Rutar Þorgeirsdóttur „afi minn“ fyr- ir hönd barna minna. Nú hefur það því miður gerst að vond frétt til manns berst. Kær vinur er horfinn okkur frá því lífsklukkan hans hætti að slá. Rita vil ég niður hvað hann var mér kær afi minn góði sem guð nú fær. Hann gerði svo mikið, hann gerði svo margt og því miður get ég ekki nefnt það allt. En alltaf í huga mínum verður hann afi minn góði sem ég ann í himnaríki fer hann nú þar verður hann glaður, það er mín trú. Því þar getur hann vakað yfir okkur dag og nótt svo við getum sofið vært og rótt hann mun ávallt okkur vernda vináttu og hlýju mun hann okkur senda. Elsku afi, guð mun þig geyma yfir okkur muntu sveima en eitt vil ég þó að þú vitir nú minn allra besti afi, það varst þú. Jóna Rut Guðmundsdóttir. SVANBERG K. ÞÓRÐARSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.