Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 29.01.2006, Blaðsíða 64
64 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hafnarfjarðarbær boðar til upplýs-ingafundar þar sem farið verður yfirframkvæmdir og útboð á vegum bæj-arins. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg á morgun, mánudaginn 30. janúar og hefst klukkan tíu. Sams konar upplýsingafundur var haldinn í fyrra og mættu 150 manns. Fjárfestingar bæjarins á þessu ári nema rúmum fimm milljörðum og verður rúmum 1,5 milljörðum varið í byggingarframkvæmdir, svo dæmi sé tekið. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir bæði um að ræða nýjar fjárfestingar og verkefni sem verið sé að halda áfram með. „Nú er að hefjast mjög stórt og mikið fram- kvæmdaár. Varið verður á sjötta milljarð til þess- ara verkefna, sem er tvöföldun á kostnaði við fram- kvæmdir, miðað við síðasta ár. Það endurspeglar þá miklu uppbyggingu sem er hér í bænum.“ Lúðvík segir mega skipta framkvæmdum í þrennt, í fyrsta lagi gatnagerð á nýbygging- arsvæðum vegna atvinnu- og íbúðarhúsnæðis fyrir rúma tvo milljarða króna. „Þarna er verið að taka fyrir mjög stór svæði og mikið lagt undir. Síðan má nefna byggingarframkvæmdir sem bæjarfélagið er að fara af stað með, en þá er aðallega átt við skóla, leikskóla og sundlaugar. Í þriðja lagi má nefna veituframkvæmdir, sem við erum að ljúka á þessu ári.“ Stendur kannski til að byggja óperuhús í Hafn- arfirði? „Við erum að vinna að uppbyggingu miðbæjarins og þar er ein stór og álitleg lóð sem stendur óspjöll- uð í miðju bæjarins. Það eru uppi hugmyndir um að fara í framkvæmdaútboð á þeirri lóð og leita eftir hugmyndum um uppbyggingu. Ýmsir stórir aðilar hafa sýnt henni áhuga og það mun skýrast síðar á þessu ári hvað verður gert.“ Hefur íbúum í Hafnarfirði fjölgað hratt upp á síðkastið? „Íbúafjölgunin hefur verið um og yfir 3% síðustu árin, sem er langt yfir landsmeðaltali. Við erum að nálgast 23.000 íbúa og fjölgunin hefur verið á milli 500 og 1.000 á ári, sem er mikil viðbót og kallar á ýmis verkefni samhliða því.“ Lúðvík segir að lokum að hlutfall ungra íbúa sé hærra í Hafnarfjarðarbæ en í nágrannasveitar- félögunum. „Það er kannski vegna þess að við erum rótgróið samfélag og verðum 100 ára kaupstaður á þarnæsta ári. Endurnýjunin er góð og mikið af barna- og fjölskyldufólki. Framtíðin er fólgin í því,“ segir Lúðvík Geirsson. Hafnarfjörður | Upplýsingafundur haldinn um framkvæmdir og útboð ársins 2006 Íbúum hefur fjölgað um 3% á ári  Lúðvík Geirsson fæddist 21. apríl árið 1959. Hann varð stúd- ent frá Flensborg- arskóla árið 1978 og lauk BA-prófi í íslensku og bókmenntum frá Há- skóla Íslands árið 1984. Lúðvík var blaðamaður og síðar fréttastjóri á Þjóðviljanum og for- maður og síðar fram- kvæmdastjóri Blaðamannafélagsins frá 1988 til ársins 2000. Hann hefur verið bæjar- fulltrúi í Hafnarfirði frá árinu 1994 og bæj- arstjóri frá 2002. Lúðvík er kvæntur Hönnu Björk Lárusdóttur og eiga þau þrjá syni. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Atburðir sem virðast tilviljanakenndir eru það ekki. Þess í stað eru þeir bein afleiðing samkomulags sem þú hefur gert við sjálfan þig eða aðra, meðvitað eða ómeðvitað. Taktu aftur við stjórn- inni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Einhver sem gegnir lykilhlutverki í við- fangsefnum nautsins kemur til skjal- anna í vikunni. Þú ert í rétta gírnum til þess að taka leiðbeiningum og jafnvel forystu viðkomandi. Eyddu deginum í dag með virðingu og þakklæti í huga. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Ef veröldin er leiksvið er tvíburinn snillingur í því að breyta sér í „per- sónuna“ sem þarf til þess að breyta nú- verandi atburðarás í yndislega og róm- antíska sögu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Viðteknar venjur eru mismunandi frá fjölskyldu til fjölskyldu, vinnustað til vinnustaðar, manneskju til manneskju. Þú færð að kynnast reglum einhvers annars í dag. Eitthvað fyndið gerist óvænt eftir miðjan dag. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ekkert samband er fullkomið. Að tak- ast á við galla náins sambands af rausn- arskap og ljónslegu hugrekki gæti breytt því sem brotið er í meiriháttar áhrifavald í lífi þínu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er nú þegar góð í því að gera við hluti og fegra þá. Miðlaðu sköp- unargáfu þinni til annarra í veröldinni. Það þýðir að þú þarft að taka þá áhættu að vera hafnað. Þú ert tilbúin. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hlutirnir sem gera heimili vogarinnar viðkunnanlegra auka líka sjálfstraust hennar. Bættu nokkrum sterkum litum við, til dæmis rauðum eða fjólubláum, með málningu, hillum eða nýjum púð- um. Þú hressist bara með því að horfa. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Daður er til í ýmsum myndum. Það sem aðrir myndu kalla átök er ekkert annað en vingjarnlegt hjal í þínum augum. Félagar sem drekinn velur um helgina passa honum einstaklega vel. Ein- hleypir: Láttu einhvern hafa fyrir því að fá símanúmerið þitt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Sérhver hugsun bogmannsins miðast að því að ná árangri. Þó að maður fari rétt að öllu er flókið að láta sig dreyma um tiltekna niðurstöðu. Til þess að öðl- ast það sem maður vill þarf maður að hugsa hvað í stað hvernig. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitinni tekst að hvetja þrjóskan einstakling með því að beita gömlu góðu gulrótinni. Gættu þess samt að verðlauna viðkomandi á endanum, ann- að væri hrein grimmd. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Að vera innan um fólk sem trúir á þig og hvetur hefur áhrif á viðhorf þitt og þar með hæfileika og framleiðni. Reyndu ljón eða bogmann. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hugsast getur að svokallaður „óvinur“ sé ómeðvitað viðhorf eða trú sem fisk- urinn er ekki til í að sleppa. Himin- tunglin gefa honum óvænta innsýn í það sem aðrir eru að hugsa. Þannig sér hann hlutina í réttu ljósi. Stjörnuspá Holiday Mathis Nýtt tungl í vatnsbera og hópur pláneta í grennd við það í himingeimnum vita á gott í vinasamböndum, ekki síst þeim af skrýtnari og óvenjulegri gerðinni. Fólk sem hittist í fyrsta sinn lætur eins og alda- gamlir vinir. Því afslappaðri sem sam- skiptin eru því viðkunnanlegri verða þau. Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 togstreitu, 8 þoli, 9 garðjurt, 10 kven- dýr, 11 marra, 13 virðir, 15 slitur, 18 vísu, 21 grein- ir, 22 duftið, 23 hátíðin, 24 glímutök. Lóðrétt | 2 formóðir manna, 3 hluta, 4 knáa, 5 tólf, 6 bút, 7 skordýr, 12 snæfok, 14 glöð, 15 sokk- ur, 16 áreita, 17 lipur, 18 mjöll, 19 sterk, 20 elska. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 ókjör, 4 fjöld, 7 impra, 8 útveg, 9 rok, 11 drap, 13 þróa, 14 ansar, 15 hökt, 17 álit, 20 aka, 22 kúpan, 23 nenni, 24 lærði, 25 aginn. Lóðrétt: 1 ókind, 2 japla, 3 róar, 4 fjúk, 5 örvar, 6 dugga, 10 orsök, 12 pat, 13 þrá, 15 hökul, 16 kopar, 18 lindi, 19 teinn, 20 andi, 21 anga.  Sauðárkrókur | Nýverið dvaldi tíu manna hópur frá Þjóðleikhúsinu á Hofsósi við æfingar vegna nýrrar uppfærslu á leikritinu Pétri Gaut eftir Ibsen, en hún verður frum- sýnd á nýja sviði Þjóðleikhússins um miðjan febrúar næstkomandi. Það er leikstjórinn Baltasar Kor- mákur sem fer fyrir sínu fólki, er hafði aðstöðu í Konungsversl- unarhúsi Vesturfarasetursins á Hofsósi, og sagði hann að þessi ferð væri farin til þess að ná hópn- um vel saman og brjóta upp hefð- bundið æfingaferli. Vel hefði geng- ið þessa daga, enda valinn maður í hverju rúmi, og margt skemmti- legt komið upp þegar hefðbundið umhverfi leikhússins væri ekki umgjörðin á æfingunum. Ný þýð- ing verksins er eftir Karl Ágúst Úlfsson, og sagði leikstjórinn ljóst að ekki yrði um hefðbundna upp- færslu að ræða. Þjóðleikhúsið í æfingabúðum á Hofsósi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.