Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 69

Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 69 Á BOL sem merktur er Hekken- feld, og ber með sér útúrsnúning á Brennivínsmerkinu, stendur „Probably the worst band in the world!“. Hressandi að vita til þess að meðlimir vita nokkurn veginn sjálfir hvar þessi plata stendur sem er greinilega fyrst og fremst gefin út til að skemmta meðlimum sjálfum og áhangendum, séu þeir til. Hana er ekki hægt að taka al- varlega, er tilkomin eins og sveitin sjálf, tylliástæða til að hittast og glamra saman á hljóðfæri. Sem er virðingarvert í sjálfu sér. Mig grunar þá að Hekkenfeld virki vel á tónleikum, vonandi betur en þessi plata a.m.k. Hljómsveitin er starfrækt í Danmörku og er skipuð Íslend- ingum sem þar búa. Hún á rætur í pönk-tökulagabandi sem stofnað var 1999 sem seinna þróaðist í Hekkenfeld. Hinir og þessir hafa runnið í gegnum bandið sem hefur verið starfandi í núverandi mynd síðan 2002. Tónlistin er groddalegt pönk- rokk, með klúrum og bjánalegum textum. Flestir textarnir fara of- fari í einkahúmornum, lagið „Hreðjatak“ er gott dæmi um einkaflipp sem er gjörsamlega óþolandi í eyrum þess sem ekki var á staðnum eða tók þátt í gjörningnum sjálfur. Utan texta er tónlistin nákvæmlega eins og hún á að vera, hrá og losaraleg og t.a.m. í laginu „Glæpadvergar“ fer sveitin á sæmilegasta flug. Mörg laganna eiga það hins vegar til að dragnast stefnulaust áfram. „Stór- ir strákar“ (eða „Stórir strákar fá raflost“) er þá illa heppnað í með- förum Hekkenfeld en „Jón var kræfur karl og hraustur“ er ágætt. Plötuútgáfa sem þessi er vel skiljanleg, hún gefur hljómsveit- inni markmið og varðar þá leið sem hún er á. Platan mun fara vel í hillu meðlima sjálfra og hugs- anleg gleðja nánasta vinahóp. En fyrir okkur hin er þetta skamm- lífur, og í langflestum tilfellum, lítt skemmtilegur brandari. Galgopi í Kaupinhafn TÓNLIST Íslenskar plötur Hekkenfeld er skipuð þeim Jóni, Bigga, Unnsteini, Stebba og Óskari. Hljóm- sveitin semur lögin utan tvö („Stórir strákar“ og „Jón var kræfur karl og hraustur“). Upptökur og hljóðblöndun var í höndum meðlima og Poul Steinbeck. Hljómsveitin gefur sjálf út. Hekkenfeld – Umturnast Arnar Eggert Thoroddsen ROKKARARNIR í Mötley Crüe, leiðtogar glysrokks ní- unda áratugarins, fengu stjörnu í frægðargangstétt Holly- wood Boulevard í vikunni. Þetta er 2.301. stjarnan sem sett er í stéttina. „Við erum beint á móti Erótíska-safninu og Frederick’s of Hollywood. Það er fullkomið fyrir okkur,“ sagði bassa- leikarinn Nikki Sixx við um 600 æsta aðdáendur á staðn- um. Aðrir meðlimir létu sig ekki vanta en þarna voru einnig trommarinn Tommy Lee, gítarleikarinn Mick Mars og söngvarinn Vince Neil. Lee þóttist gráta. „Ég held það sé eitthvað í auganu á mér,“ sagði hann. Mötley Crüe hefur verið starfandi í 25 ár og selt á þeim tíma 40 milljónir platna um allan heim. Þeir eru m.a. þekktir fyrir lögin „Girls, Girls, Girls“, „Smokin’ in the Bo- ys Room“ og „Dr. Feelgood“ en margir textar þeirra fjalla um kynlíf, drykkju og eiturlyf. Reuters Vince Neil, Nikki Sixx, Tommy Lee og Mick Mars í rokkarastellingum. Mötley Crüe fær stjörnu Leikarinn Tom Cruise var sá leik-ari í heiminum sem halaði inn mesta peninga fyrir kvikmynda- framleiðendur árið 2005, samkvæmt árlegri könnun fyrirtækisins Quigley Publ- ishing Co., en þetta er í sjöunda sinn sem Cruise er í efsta sæti listans. Enginn leikari hefur ver- ið oftar í efsta sæti listans, en leikarar á borð við Tom Hanks, Clint Eastwood, Burt Reynolds og Bing Crosby hafa allir komist á toppinn fimm sinnum. Könnunin hefur verið gerð árlega frá árinu 1932, en hún fer þannig fram að kvikmyndaframleiðendur og aðrir áhrifamenn í kvikmyndaheim- inum eru beðnir að kjósa þá tíu leik- ara sem þeir telja hafa halað inn mesta peninga á liðnu ári. Johnny Depp hafnaði í öðru sæti listans, Angelina Jolie og Brad Pitt voru jöfn í þriðja til fjórða, en á eftir þeim komu Vince Vaughn, George Clooney, Will Smith, Reese With- erspoon, Adam Sandler og Tom Hanks, sem var efstur árið 2004. Fólk folk@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.