Morgunblaðið - 29.01.2006, Qupperneq 76
VONIR standa til að hægt verði að
taka fyrstu skóflustungu að menn-
ingar- og fræðasetri á Hólum í ágúst
á þessu ári og er það hugsað sem
þjóðargjöf í tilefni af 900 ára afmæli
staðarins. Er það einn af fjölmörg-
um viðburðum á afmælisárinu.
Guðmundur Jónsson arkitekt hef-
ur lagt fram fyrstu hugmyndir að
fjölnota húsi með ýmiss konar þjón-
ustumöguleikum, þar sem gert er
ráð fyrir móttöku ferðamanna, en í
fyrra sóttu um 20 þúsund ferða-
menn Hóla heim og er gert ráð fyrir
allt að 50 þúsund ferðamönnum eftir
5 til 10 ár.
Fyrstu hugmyndir gera ráð fyrir
að húsið rísi þar sem gamla fjósið og
hlaðan stendur og verði þrjú
þúsund fermetrar á tveimur hæð-
um. | 18–20
Byggt
á Hólum
Morgunblaðið/RAX
Jón Aðalsteinn Baldvinsson, vígslubiskup á Hólum, og Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 29. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 350 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alladaga
í Lágmúla og Smáratorgi
ÞRÍR átján ára piltar
voru teknir með hálft
kíló af kókaíni í Leifs-
stöð á fimmtudag og
voru úrskurðaðir í viku
gæsluvarðhald á föstu-
dag að kröfu sýslu-
mannsins á Keflavík-
urflugvelli, sem
rannsakar málið. Þetta
er með stærstu kók-
aínmálum sem upp hafa komið í Leifsstöð á
liðnum árum og vekur athygli í ljósi svo ungs
aldurs smyglaranna með annað eins magn
fíkniefna á sér. Tollgæslan á Keflavík-
urflugvelli stöðvaði þá við komuna til landsins
og kom þá í ljós að þeir höfðu falið efnin inn-
anklæða.
Hreinleiki kókaínsins hefur ekki verið
mældur en ætla má að götuverðmæti þess geti
numið allt að 20 milljónum króna.
Piltarnir, sem allir eru íslenskir, eiga nokk-
urn sakaferil að baki.
Málið telst með stærstu kókaínmálum sem
upp hafa komið í Leifsstöð. Svo tekin séu
dæmi af stærstu málum liðinna ára voru 1,5
kg tekin af manni árið 2002 og árið 2004 var 1
kg tekið af öðrum sem jafnframt reyndi að
smygla öðru eins af amfetamíni. Þá voru 400 g
af kókaíni tekin af manni árið 2003.
Teknir með
hálft kg af kóka-
íni í Leifsstöð
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN
fær 44,7% fylgi og Samfylkingin
23,6% þeirra sem afstöðu taka í
þjóðmálakönnun Félagsvísinda-
stofnunar fyrir Morgunblaðið
sem unnin var 18.–25. janúar. Í
könnuninni fær Framsóknar-
flokkurinn 9,6% fylgi, Vinstri
grænir 18,1% og Frjálslyndi
flokkurinn 3,2%.
Í þingkosningunum 2003 fékk
Sjálfstæðisflokkurinn 33,7% at-
kvæða og Samfylkingin 31%.
Framsóknarflokkurinn fékk
17,7%, VG 8,8% og Frjálslyndir
7,4%.
Í könnun Gallup í desember
fékk Sjálfstæðisflokkurinn
41,6%, Samfylkingin 27,4%, VG
17,8%, Framsóknarflokkurinn
10,6% og Frjálslyndi flokkurinn
2,3%.
Óákveðnir 9,7%
Í könnuninni var stuðst við
slembiúrtak úr þjóðskrá, sem
náði til 1.200 manna á aldrinum
18–75 ára, af öllu landinu. Nettó-
svarhlutfall, þ.e. þegar látnir, er-
lendir borgarar og þeir sem bú-
settir eru erlendis hafa verið
dregnir frá úrtakinu, er 70,6%,
sem telst ágætt í könnun af
þessu tagi. Félagsvísindastofnun
telur að úrtakið endurspegli
þennan aldurshóp meðal þjóðar-
innar allrar ágætlega.
Spurt var hvað menn myndu
kjósa ef alþingiskosningar yrðu
á morgun. Þeir sem sögðust ekki
vita það voru spurðir aftur hvað
þeir teldu líklegast að þeir kysu.
Segðust menn enn ekki vita voru
þeir enn spurðir hvort líklegra
væri að þeir kysu Sjálfstæðis-
flokkinn eða einhvern vinstri
flokkanna og þeim sem sögðust
myndu kjósa vinstri flokka deilt
niður á þá í hlutfalli við svörin við
fyrri spurningum. Með þessu fer
hlutfall óákveðinna úr 33,8% eft-
ir fyrstu spurninguna niður í
9,7%.
Sjálfstæðisflokkurinn
nýtur stuðnings 44,7%
Samfylkingin með 23,6% fylgi,
VG 18,1% og Framsókn 9,6%
F
G
5
LEIKSKÓLAKENNARAR hækka að meðal-
tali um 12% í launum og verða kjör þeirra jöfn-
uð við þær hækkanir sem aðrir háskólamennt-
aðir starfsmenn fengu í kjarasamningum
Reykjavíkurborgar við Eflingu og Stafsmanna-
félag Reykjavíkurborgar á dögunum. Þetta var
samþykkt á fundi Launanefndar sveitarfélaga
laust fyrir hádegi í gær.
Hækkunin felst í blöndu af launaflokkahækk-
unum og eingreiðslum á tiltekin störf og gilda
viðbæturnar frá 1. janúar 2006. Með þessari
ákvörðun hefur Launanefndin heimilað sveit-
arfélögum að hækka leikskólakennara í launum
samkvæmt ofangreindum forsendum. Hér er
þó ekki um að ræða breytingu á kjarasamn-
ingum. Heimildin gildir til 30. september næst-
komandi þegar samningar leikskólakennara
losna og segir Stefán Jón Hafstein, formaður
menntaráðs Reykjavíkur, að þessar hækkanir
séu upplegg í nýja samninga í haust.
Stefán Jón segist sem formaður menntaráðs
mjög ánægður með þessa niðurstöðu. Markmið-
ið hafi verið að jafna kjörin og bæta úr þeirri
óánægju sem skapast hafi í kjölfar fyrrnefndra
samninga Reykjavíkurborgar. „Við komum
verulega til móts við leikskólakennara og við
náðum því grundvallarmarkmiði að leikskóla-
kennarar verði að minnsta kosti jafnir í launum
á við annað háskólamenntað starfsfólk,“ sagði
Stefán Jón og bætti við að borgin myndi strax
ganga í málið.
Gunnar Rafn Sveinbjörnsson, formaður LN,
segir nefndarmenn hafa lagt hart að sér og unn-
ið vel saman til að ná skjótri og góðri niður-
stöðu. Þar með hafi verið bundinn endi á óþægi-
lega biðstöðu og það andrúmsloft sem hún
leiddi af sér í samfélaginu. „Það ber að þakka
þeim sem hér áttu hlut að máli,“ segir Gunnar
Rafn að lokum.
Þegar Morgunblaðið fór í prentun var nefnd-
in að vinna í málefnum annarra viðsemjenda
sinna og var búist við að hún skilaði niðurstöð-
um sínum síðdegis.
Leikskólakennarar fá
um 12% hækkun launa
Morgunblaðið/Kristinn
Jakob Björnsson og Gunnar Rafn Sveinbjörnsson voru ánægðir með niðurstöðu nefndarinnar.
Eftir Svavar Knút Kristinsson
svavar@mbl.is
„ÉG HEF alltaf haft þá trú á Samherja að
þetta væri fyrirtæki sem gæfist ekki upp
fyrr en öll sund væru lokuð,“ segir Sigfús
Vilhjálmsson oddviti, bóndi og útgerð-
armaður á Brekku í Mjóafirði. Eftir að
Samherji og Síldarvinnslan tilkynntu að
fyrirtæki þeirra, Sæsilfur, myndi hætta
laxeldi á Austurlandi árið 2008, hefur Mjó-
firðingum verið brugðið. Langmestur
hluti eldisins fer fram í firðinum og hafa
ellefu af þrjátíu og tveimur fullorðnum
íbúum í Mjóafirði haft viðurværi af starf-
seminni. Að auki hefur hreppurinn lagt í
nokkrar fjárfestingar í formi íbúðarbygg-
inga og annarra framkvæmda vegna eld-
isins.
Að mati Sigfúsar er tilkynning Sam-
herja um að hætta starsfemi sökum geng-
ismála og hás raforkuverðs klaufaleg.
„Eina haldbæra ástæðan fyrir því að þeir
ætla að hætta hér er að seiðin sem áttu að
koma hingað til eldis síðastliðið sumar
komu ekki af því að það þurfti að farga
þeim út af nýrnaveiki í seiðastöðinni hjá
Íslandslaxi,“ segir Sigfús.
„Það er fullskipað í öll þau störf sem eru
möguleg,“ segir Jóhanna Lárusdóttir á
Brekku. „Ef annar aðilinn missir vinnuna
þá er lífsviðurværið farið.“
Morgunblaðið fór sjóleiðina í Mjóafjörð
í vikunni og ræddi þar við íbúana.
Mjófirðingar
uggandi
Ingólfur Sigfússon sem starfar að laxeld-
inu í Mjóafirði segir vanhugsað hjá eig-
endum Sæsilfurs að hætta eldinu, loks
þegar það skilar tilætluðum árangri.
Eftir Steinunni Ásmundsdóttur
austurland@mbl.is
Byggð í Mjóafirði | 30–32