Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Foreldrar þurfa aðtaka sig verulegaá og kynna sér og
læra á netið og notkun
barna sinna á því,“ segir
Ketill B. Magnússon sið-
fræðingur en hann hélt
erindi á ráðstefnu um sið-
ferði á netinu, sem var
haldin í gær, á alþjóðleg-
um netöryggisdegi. Sið-
ferðilegar spurningar um
netnotkun, menntun
barna fyrir nútímann og
stafræna framtíð íslensks
æskufólks voru meðal um-
ræðuefna á ráðstefnunni, en hún
var haldin á vegum SAFT, sem
er vakningarverkefni á vegum
Heimilis og skóla um jákvæða og
örugga notkun barna og unglinga
á netinu og tengdum miðlum.
Meðal markmiða ráðstefnunnar
var að vekja umræður og um-
hugsun um netið sem opinberan
vettvang og gagnvirkan fjölmiðil,
nauðsyn þess að færa almennt
siðferði og umgengnisreglur yfir
á þennan miðil og að skólakerfið
bregðist við gjörbreyttum að-
stæðum í upplýsingasamfélaginu.
Anna Margrét Sigurðardóttir,
verkefnisstjóri SAFT-verkefnis-
ins hjá Heimili og skóla og einn
skipuleggjenda ráðstefnunnar,
segir að í tilefni hins alþjóðlega
öryggisdags hafi verið opnaður
bloggvefur á síðunni saft.is en
þar muni fara fram opin umræða
um siðferði á netinu sem allir séu
hvattir til að taka þátt í.
Meðal fyrirlesara á ráðstefnu
SAFT var Isabella Santa, sér-
fræðingur um vitundarvakningu
hjá ENISA, Evrópustofnuninni
um net- og upplýsingaöryggi, en
hún ræddi um siðferði og mik-
ilvægi þess að fólk sé meðvitað
um netöryggi. ENISA er ný
stofnun sem ætlað er það hlut-
verk að vinna að vakningu um ör-
yggi í notkun upplýsingatækni og
netsins. Stofnunin vinnur að því
að taka saman upplýsingar um
stöðu þessara mála í öllum lönd-
um Evrópu og kanna hvaða leiðir
reynast bestar í því að stuðla að
vitundarvakningu um þau. Santa
sagði á ráðstefnunni að mismun-
andi þættir gætu orðið til þess að
ógna upplýsingaöryggi.
Nefna mætti sem dæmi þjófn-
að á gögnum sem innihéldu við-
kvæmar eða mikilvægar upplýs-
ingar, bilun í hugbúnaði og
truflanir á netsambandi. Santa
lagði áherslu á að aukin meðvit-
und almennings, einstaklinga og
fyrirtækja væri besta vopnið í
baráttunni fyrir upplýsingaör-
yggi. Þann öryggisvanda sem
fólk lenti í við notkun netsins og
tengdra miðla mætti oftast rekja
til mannlegra orsaka og vanþekk-
ingar fólks á miðlunum.
Með því að vera meðvitaður og
kynna sér eðli miðlanna gæti fólk
bæði forðast öryggisvanda og um
leið hagað sér siðlega. Hættan á
að viðkomandi dreifði óafvitandi
óæskilegu efni um netið vegna
vanþekkingar sinnar minnkaði
með aukinni þekkingu.
Lesa ekki bloggsíður barna
Ketill B. Magnússon benti á í
erindi sínu að mikilvægt væri að
huga að því hvar börn fara inn á
netið og hvaða stuðning þau fái.
„Í skólanum vinna þau með
kennurum og undir eftirliti
þeirra, en mestur tími barna á
netinu fer þó fram í heimatölv-
um. Því þarf að skoða hvernig að-
stæður eru þar, hvort foreldrar
leiðbeini börnum og ræði við þau
um hvað ber að varast,“ segir
Ketill. Í erindinu sem hann flutti
á ráðstefnunni ræddi Ketill með-
al annars um siðferði á netinu og
spurði hvort það væri frábrugðið
siðferði í veruleikanum. Ketill
kveðst telja að sömu viðmið eigi
að gilda en ýmislegt geri að verk-
um að fólki finnist að svo sé ekki.
Hann nefnir sem dæmi barn sem
heldur úti bloggsíðu, eða dagbók
á netinu, og spyr foreldri sitt
hvort það hafi lesið dagbókina.
Margir foreldrar vilji ekki lesa
dagbækur barna sinna af tillits-
semi við þau. Um það sem ritað
er á vefinn gildi hins vegar ekki
trúnaður, það geti allir lesið.
„Það sem við segjum í netdag-
bókinni, hvernig við birtumst
þar, ætti að lúta sömu viðmiðum
og við höfum í eðlilegum, beinum
samskiptum við fólk,“ segir Ket-
ill. Huga verði að því, jafnt í
raunveruleikanum sem sýndar-
veruleikanum, að bera virðingu
fyrir fólki og gæta að því hvernig
talað er til þess.
Uppeldið endar ekki
við lyklaborðið
Lára Stefánsdóttir, ráðgjafi
um upplýsingatækni og menntun,
hélt erindi á ráðstefnunni undir
yfirskriftinni Að mennta börn
fyrir nútímann. Hún benti á að
uppeldi barna endaði ekki við
lyklaborðið, heldur væri vinna
sem talsvert þyrfti að hafa fyrir.
Börnum og ungmennum séu
lagðar lífsreglur á ýmsum svið-
um, svo sem hvernig þau eigi að
haga sér í kennslustofu, koma
fram, jafnvel borða snyrtilega, en
þegar komi að netinu gildi engar
reglur. Margir virtust ekki átta
sig á því að það sem sett væri á
netið gætu allir lesið. „Hverjum
dettur í hug að setja leyndarmál
á netið? Þeim sem ekki hafa hlot-
ið menntun í nútímanum,“ sagði
Lára. Ábyrgðina á því bæru
kennarar og foreldrar barna.
Fréttaskýring | Fundur um siðferði á netinu
Foreldrar taki
sig verulega á
Margir lesa ekki vefdagbækur
barna sinna af tillitssemi við þau
Á vef SAFT er að finna 10 net-
heilræði til foreldra vegna net-
notkunar barna. Þar eru for-
eldrar m.a. hvattir til þess að
kynna börnum sínum netið, vafra
með þeim um það og finna vef-
setur sem eru skemmtileg og við
hæfi barna. Fólk er hvatt til að
reyna að komast að sam-
komulagi við börn um almennar
reglur um netnotkun á heimilum,
svo sem hvernig eigi að fara með
persónulegar upplýsingar.
Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur
elva@mbl.is
Frá málþinginu um siðferði á netinu.
Almennar reglur gildi á
heimilum um netnotkun
LABRADORTÍKIN Kata tók glæsi-
leg stökk út í Silungapoll fyrr í vik-
unni, en þangað hélt hún ásamt eig-
anda sínum til æfinga fyrir
veiðipróf sem fram fara innan
skamms. Til þess að eiga möguleika
á velgengni í slíkum prófum veitir
ekki af æfingum, enda þurfa hund-
arnir þar að leysa ýmsar miserfiðar
þrautir.
Á myndinni sést Kata stökkva út í
vatnið til að sækja þangað gervi-
bráð. Ekki er annað að sjá á Kötu
en að hún sé spennt að góma
bráðina.
Morgunblaðið/Ingó
Tíkin Kata krækir í gervibráð
GERA þarf ráð fyrir sveigjanlegri
vinnutíma í kjarasamningum sam-
taka starfsmanna og vinnuveitenda.
Hefðbundið skipulag vinnutíma á
Íslandi hefur ekki þróast í takt við
aðrar breytingar í þjóðfélaginu á
undanförnum árum segir í skýrslu
framtíðarhóps Viðskiptaráðs. Eftir
sem áður vinni stór hluti þjóðarinn-
ar sinn hefðbundna vinnudag frá
klukkan 9 til 17, fimm daga vik-
unnar, nákvæmlega eins og ekkert
hafi breyst.
Slíkt fyrirkomulag er ekkert
náttúrulögmál að mati Viðskipta-
ráðs og þarf alls ekki að henta öll-
um. Í sumum tilvikum væri t.d.
mögulegt að koma 40 stunda vinnu
fyrir á fjórum dögum og skipu-
leggja starfið þannig að allir starfs-
menn ættu auka frídag. Sumum
hentar til dæmis að byrja fyrr eða
seinna á daginn og vera þá lengur
eða skemur að störfum í staðinn.
Betri kjör eldri borgara
Með tilkomu lífeyrissjóða og síð-
ar viðbótarlífeyrissparnaðar er
ljóst að kjör eldri borgara munu
fara síbatnandi á næstunni, segir í
skýrslu framtíðarhópsins. Slíkur
sparnaður gerir fólki kleift að
hætta fyrr að vinna en tíðkast hef-
ur hingað til. Á móti kemur að
heilsufar Íslendinga er að batna og
lífslíkur aukast. Fólk ætti því að
geta unnið lengur en tíðkast hefur
hingað til.
Í lögum um réttindi og skyldur
starfsmanna ríkisins segir að emb-
ættismanni skuli veita lausn frá og
með næstu mánaðamótum eftir að
hann nær 70 ára aldri. Starfmenn
hins opinbera hafa þannig ekki kost
á því að vinna lengur en til 70 ára
aldurs. „Vel mætti hugsa sér að af-
nema þetta aldurshámark,“ segir í
skýrslu framtíðarhópsins en að
lengri starfsævi verði að vera háð
gagnkvæmum vilja starfsmanns og
vinnuveitanda.
Sveigjanlegri vinnu-
tími í kjarasamninga
BORGARSTJÓRN Reykjavíkur
beinir því til stjórnar Landsvirkj-
unar að ákvörðun stjórnarinnar um
ráðstöfun Laxárstöðva til sameig-
inlegs smásölufyrirtækis Raf-
magnsveitna ríkisins, Orkubús
Vestfjarða og Landsvirkjunar verði
borin undir eigendur Landsvirkj-
unar til staðfestingar. Tillaga borg-
arfulltrúa allra flokka þar að lút-
andi var samþykkt í borgarstjórn í
gær með 14 samhljóða atkvæðum.
Í greinargerð með tillögunni seg-
ir að ekki sé í lögum um Lands-
virkjun gert ráð fyrir því að stjórn
félagsins geti selt eða ráðstafað
með öðrum hætti þeim virkjunum
sem eigendur hafa lagt til félagsins,
og þurfi stjórnin samþykki allra
eigenda til lántöku, skuldbindinga
og ábyrgða fari slíkar ráðstafanir
fram úr 5% af höfuðstól. Þar sem
eigið fé Landsvirkjunar hafi verið
um 51,4 milljarðar króna í árslok
2004 hafi þurft að bera allar skuld-
bindingar sem fari yfir 2,6 milljarða
undir eigendur.
Áður hafði borgarráð óskað eftir
því við Landsvirkjun að stofnun
sölufyrirtækis Rarik, Orkubús
Vestfjarða og Landsvirkjunar verði
frestað meðan fram fari skoðun á
heimild stjórnar Landsvirkjunar til
að ráðstafa Laxárvirkjun á andvirði
rúms eins milljarðs króna til sölu
fyrirtækisins án samþykkis eig-
enda.
Ekki stefnubreyting
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd-
viti sjálfstæðismanna í borgar-
stjórn, sagði að í stuðningi sjálf-
stæðismanna við tillöguna fælist
ekki stefnubreyting. „Ég á sæti í
stjórn Landsvirkjunar, og ef ekkert
kemur fram sem segir að stjórn
Landsvirkjunar hafi staðið rangt að
ákvörðun í þessu máli verður af-
staða mín í þessu máli óbreytt.“
Hann segir að verið sé að gefa
grænt ljós á að málið verði skoðað.
„Fyrst menn eru að efast finnst
mér það sjálfsögð kurteisi að 45%
eigenda sé gefinn kostur á því að
fara yfir málið þegar óskað er eftir,
ekki leggjumst við sjálfstæðismenn
gegn því.“
Ákvörðun stjórnar Landsvirkj-
unar verði borin undir eigendur
Morgunblaðið/Árni Sæberg