Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 35
MINNINGAR
lífi okkar og áttum við margar góðar
stundir saman. Þú áttir mikið í
börnunum mínum og veigraðir þér
aldrei við að liðsinna þeim á allan
þann hátt sem þér var einni lagið. Í
nóvember sl. skruppum við, ég, þú
og Sigrún systir, til Edinborgar, þar
sem þetta var kærkomið frí fyrir
þig. Þú varst svo dugleg að fara allt
með okkur systrum. Mikið var hleg-
ið þegar einni bæjarferðinni var lok-
ið og þú sast í þessum fína hjólastól
sem við fengum handa þér til að þú
gætir hvílt þig á öllu þessu búðarápi
hjá okkur systrum. Á leiðinni datt
Sigrúnu í hug að fara upp einu
brekkuna á staðnum sem virtist
ekki svo brött við fyrstu sýn en ann-
að kom á daginn, hún var eins og hið
svokallaða Gil á Akureyri. En allt
endaði þetta nú vel, við vorum bara
smávegis þreyttar við heimkomuna
á hótelið.
Þessi ferð verður lengi í minnum
höfð. Í des. sl. tókstu þátt í útskrift
minni frá MK. Mikið varst þú stolt
af mér að geta þetta allt ein með
börnin mín en ég fékk ómetanlega
hjálp frá þér með þau. Þau eiga góða
minningu um ömmu sína sem var
alltaf til staðar fyrir þau.
Elsku mamma ég veit ekki hvern-
ig ég get þetta á þín en ég skal vera
góð fyrirmynd og hafa þig og pabba
að leiðarljósi í lífi mínu. Hann á um
sárt að binda núna en er rosalega
duglegur. Söknuðurinn er mikill hjá
honum og okkur öllum. Þrátt fyrir
þinn sjúkdóm stóðst þú eins og hetja
við hlið pabba í hans veikindum.
Þegar þín veikindi komu í ljós
tókstu þeim með æðruleysi og dugn-
aði en fékkst engu um þau ráðið. En
þú varst sátt við að fara frá okkur
því þú hafðir skilað þínu hlutverki
vel.
Elsku mamma, mig langar til að
kveðja þig með nokkrum línum úr
laginu okkar.
Ef ég ætti orð í huga mér
gæti ég sagt þér hvernig ást mín er
eins og nóttin blíð sem strýkur vanga þinn
einu sinni enn og svæfir morguninn.
(Karl Mann/Leon Tinganelli.)
Elska þig, mamma mín.
Berglind A. Magnúsdóttir.
Amma mín. Þú tókst á móti mér í
þennan heim með bros á vör. Frá
þeim degi hefur þú verndað mig
ásamt Maríu langömmu minni. Í
þennan stutta tíma sem ég fékk að
njóta þín kenndir þú mér að syngja
með þér lögin þín sem þú hefur
sungið fyrir öll þau börn sem hafa
átt þig að. Heitur faðmur þinn og
myndin þín munu minna mig á þig.
Ég mun sakna þín mjög mikið.
Skottan þín
Erykah Lind.
Elsku amma mín. Ég er enn ekki
búin að átta mig á því að þú sért far-
in frá mér en ég mun alltaf varðveita
þig í hjarta mínu. Þú varst alltaf svo
góð við mig og systkini mín. Við átt-
um svo góðar stundir saman, t.d.
þegar öll fjölskyldan fór saman í úti-
legu. Það var svo gaman að sjá hvað
allir skemmtu sér vel og afi sýndi
okkur æskusveitina sína sem var
svo falleg.
Þú varst alltaf svo jákvæð og glöð.
Þú varst alltaf svo hjálpsöm og
hjálpaðir mér mikið í skólanum og
að læra undir prófin. Þú hugsaðir
alltaf svo vel um alla og varst svo
góð. Þú varst alltaf svo falleg og góð
kona. Ég sakna þín.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr. Pét.)
Þín
Sigrún Snædís.
Ég sakna blíðrar raddarinnar.
Ég sakna gleðinnar.
Ég sakna ömmu minnar.
Blíð rödd+gleði þín = amma mín.
Sé ég sólir springa,
sundur leysast stjörnuhringa.
Ég elska þig, amma mín.
Þinn
Sigurður Evert.
Okkar ástkæra dóttir, systir og vinkona,
ÁSDÍS HRÖNN BJÖRNSDÓTTIR,
sem lést föstudaginn 3. febrúar, verður jarðsung-
in frá Grafarvogskirkju föstudaginn 10. febrúar
kl. 15.00.
Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim, sem
vilja minnast hennar, er bent á Samhjálp kvenna,
sími 540 1990.
Hlíf Kristófersdóttir, Sigurður Sigurgeirsson,
Sigurgeir Már Sigurðsson,
Ólöf Vala Sigurðardóttir,
Oddsteinn Örn Björnsson,
Vilhjálmur Björnsson,
Ásbjörg Björnsdóttir,
Ásthildur, Elsa, Guðrún Jóna,
Herdís, Hulda, Íris, Jóna Björk, Jónína,
Katrín, Kristín, Virpi og Þórunn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okk-
ar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
ÞORGERÐAR ELÍSABETAR GRÍMSDÓTTUR,
Árskógum 8,
Reykjavík.
Ólafur Hólm Einarsson,
Stella Hólm Mc Farlane, Gavin Mc Farlane,
Einar Hólm Ólafsson, Vilborg Árný Einarsdóttir,
Birgir Hólm Ólafsson, Ósk Jóhanna Sigurjónsdóttir,
ömmubörn og langömmubörn.
GÍSLI VIGFÚSSON
frá Skálmarbæ,
verður jarðsunginn frá Grafarkirkju í Skaftártungu
laugardaginn 11. febrúar kl. 14.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kolbrún Gestsdóttir og fjölskylda,
Hjálmar Gunnarsson og fjölskylda.
Ástkær eiginkona mín, elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSDÍS ÓLAFSDÓTTIR
hjúkrunarkona,
Bólstaðarhlíð 15,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Grensáskirkju föstudaginn
10. febrúar kl. 13.00.
Þorvaldur Lúðvíksson,
Hervör Lilja Þorvaldsdóttir,
Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir,
Lúðvík Þorvaldsson, Jóhanna Gunnarsdóttir,
Ólafur Börkur Þorvaldsson, Ragnheiður Einarsdóttir,
Þórhallur Haukur Þorvaldsson, Kristín Rut Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir
og afi,
NJÁLL SVEINBJÖRNSSON,
Háaleitisbraut 22,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtudaginn
9. febrúar kl. 13.00.
Blóm vinsamlega afþökkuð en þeir, sem vilja
minnast hans, láti Heimahlynningu Krabbameins-
félagsins njóta þess.
Dóra Guðbjörnsdóttir,
Jóna Oddný Njálsdóttir, Einar Ágústsson,
Ágúst Valur Einarsson,
Dóra Esther Einarsdóttir,
Erla Björk Einarsdóttir,
Njáll Örvar Einarsson.
Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sendu
okkur blóm og samúðarkort vegna andláts fóst-
urdóttur okkar,
HAFRÚNAR HAFSTEINSDÓTTUR.
Líka þökkum við öllum fyrir samúð og vináttu við
útför hennar.
Fyrir hönd barna hennar og annarra vanda-
manna,
Helga Friðriksdóttir, Ólafur Gunnarsson.
Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn,
SVAVAR GUÐBJÖRN SVAVARSSON,
Vatnsstíg 21,
Reykjavík,
sem lést á heimili sínu fimmtudaginn 2. febrúar,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn
10. febrúar kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Heima-
hlynningu Krabbameinsfélagsins, sími 540 1900.
Jónína G. Garðarsdóttir, Svavar Svavarsson,
Helga J. Svavarsdóttir, Hallgrímur S. Sveinsson,
Garðar Á. Svavarsson, Aldís A. Sigurjónsdóttir,
Þórunn H. Svavarsdóttir Poulsen, Kjartan J. Bjarnason,
Björg Jónsdóttir.
Elskuleg systir okkar,
JENSÍNA GUNNRÚN ÓLAFSDÓTTIR NELSON,
lést á heimili sínu í Baltimore að morgni laugardagsins 7. janúar.
Aðstandendur.
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
SOFFÍA JÓNSDÓTTIR,
Dalbraut 27,
áður Laugarásvegi 41,
andaðist á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn
6. febrúar.
Gylfi Sigurjónsson, Valgerður Ólafsdóttir,
Sif Gylfadóttir, Haraldur Sigurjónsson,
Sigurjón Gylfason
og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
PÁLL JÓHANNESSON
frá Herjólfsstöðum í Álftaveri,
Mánatúni 2,
Reykjavík,
lést mánudaginn 6. febrúar.
Guðlaug Jóhannsdóttir og fjölskylda.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, systir og amma,
AÐALBJÖRG SÓLRÚN EINARSDÓTTIR,
Presthúsabraut 29,
Akranesi,
verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn
10. febrúar kl. 14.00.
Valgeir Guðmundsson,
Einar Valgeirsson, Lára Dagbjört Halldórsdóttir,
Guðmundur Valgeirsson,
Bergþóra Valgeirsdóttir,
Valgerður Valgeirsdóttir,
Freyja K. Þorvaldsdóttir,
Auður S. Þorvaldsdóttir
og ömmubörn.