Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR AUGLÝSING frá Stefáni Jóni Haf- stein, frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík, hefur verið tekin úr birtingu hjá út- varpsstöðvum 365 miðla en áður hafði hún verið birt í miðlum fyr- irtækisins í gær og fyrradag. Fram kemur í tilkynningu frá Stefáni Jóni að hann hafi auglýst símatíma sinn í Útvarpi Sögu í útvarps- stöðvum 365 en það hafi verið tekið úr birtingu. Í svari Kristjáns Þórs Haukssonar, auglýsingastjóra 365, hafi komið fram að þessi auglýsing myndi færa hlustendur frá þeirra útvarpsstöðvum til útvarpsstöðva keppinautarins. Stefán Jón segir að þetta sé í hæsta máta vafasöm ákvörðun og hún sé hörmuð. Hún sé reyndar svo óskiljanleg að telja verði víst að 365 taki hana til end- urskoðunar, en stuðningsmenn hans hafa óskað þess að 365 geri svo. 365 miðlar banna auglýsingu frá Stefáni Jóni Hafstein ICELANDAIR hefur gengið til samninga við bandaríska fyr- irtækið Rolls-Royce um kaup á hreyflum fyrir Boeing 787 Dreamliner-þotur sem félagið hefur pantað hjá flugvélaverk- smiðjunum. Kaup á tveimur þot- um hafa verið afráðin og Ice- landair hefur samið við Boeing um kauprétt á fimm vélum til við- bótar. Hliðstæður samningur er gerður við Rolls-Royce um hreyfl- ana, pantaðir hreyflar á tvær vél- ar með kauprétti á hreyfla fyrir hinar vélarnar fimm. Hreyflarnir eru af gerðinni Trent 1000 og samkvæmt upplýs- ingum frá Jóni Karli Ólafssyni, forstjóra Icelandair, eru þeir taldir besti kosturinn fyrir félagið og ekki síður sé verðmætt að hafa gert langtímasamning við framleiðandann um viðhald þeirra. Dreamliner-breiðþoturnar eiga að hefja sig til flugs um mitt næsta ár og var japanska flug- félagið All Nippon Airways fyrst til að panta slíkar vélar. Ice- landair er fyrsta evrópska flug- félagið sem pantar Draumfarann og á félagið að fá vélarnar af- hentar árið 2010. Kaupverð þeirra er um 15 milljarðar króna. Viðskipti Icelandair og Rolls- Royce standa á gömlum merg en Flugfélag Íslands keypti fyrst hreyfla frá fyrirtækinu árið 1954 á Vickers Viscount-skrúfuþotur og síðan hafa Flugleiðir og for- verar þess einnig nýtt hreyfla af þessari gerð á vélar sínar. Kaupa Rolls- Royce-hreyfla á Draumfarann SJÁLFSTÆÐISMENN í borgar- stjórn Reykjavíkur kvarta yfir ólýð- ræðislegum vinnubrögðum og lítils- virðingu gagnvart íbúum borgar- innar eftir að því var hafnað á fundi borgarstjórnar í gær að taka á dag- skrá tillögu þeirra um að aflýsa fyr- irhuguðu lóðauppboði á byggingar- rétti á lóðum undir einbýlishús, rað- og parhús í Úlfarsárdal. Tillagan kemur í kjölfar þess að Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans, ákvað að styðja ekki tillögu að úthlutunarskilmálum sem lögð var fram í borgarráði fyrir helgi, heldur benti á að réttlátara væri að draga úr lóðaumsóknum en að láta efnahag ráða með því að bjóða upp lóðirnar. Í tillögu sjálfstæðismanna, sem ekki var tekin á dagskrá á fundi borgarstjórnar, segir: „Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að aflýsa fyrirhuguðu lóðauppboði á bygging- arrétti á lóðum undir einbýlishús, rað- og parhús í Úlfarsárdal. Í stað þess verði farin sú leið við ráðstöfun lóðanna sem Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi Vinstri grænna, hefur mælt með. Það er að mati borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokksins illskárri leið en sú uppboðsleið sem borgar- ráð samþykkti með aðeins þremur atkvæðum af sjö.“ Þegar ekki var fallist á að taka til- löguna á dagskrá fundarins með af- brigðum bókuðu sjálfstæðismenn að slíkt væri fáheyrt, og raunar hafi fyrr á fundinum verið samþykkt að taka aðra tillögu á dagskrá með sama hætti. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi, að búið hafi verið að afgreiða málið endan- lega úr borgarráði og útboð á lóð- unum hafi verið auglýst í gær. „Það hefði engu breytt fyrir okkur þótt við hefðum tekið málið inn og gengið til atkvæða um það, það hefði fallið á jöfnu líka, því Árni Þór hefði setið hjá, [...] eins og hann sagði sjálfur,“ sagði Steinunn. „Fyrir nið- urstöðu málsins breytti það engu hvort það hefði verið tekið á dagskrá eða ekki.“ Steinunn sagðist einnig hafa bent sjálfstæðismönnum á að þeim hafi verið í lófa lagið að setja málið á dag- skrá fundarins eftir hefðbundnum leiðum í síðustu viku, en þeir hafi einhverra hluta vegna kosið að gera það ekki. Átök í borgarstjórn um lóðaúthlutun í Úlfarsárdal MÖRKIN milli tjáningarfrelsisins og tillitsseminnar voru rædd á pressukvöldi sem Blaðamannafélag Íslands stóð fyrir í gærkvöldi. Til- efnið var birting fjölmiðla á skop- myndum af Múhameð spámanni og viðbrögð við þeim, sem hafa stig- magnast víða um heim undanfarna daga. Frummælendur voru blaða- og fréttamennirnir Þórir Guðmunds- son og Friðrik Þór Guðmundsson, en að framsögum loknum tóku við umræður meðal fundarmanna. Var ljóst af umræðunum að skipt- ar skoðanir eru meðal félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á því hvar mörkin liggja á milli þess hvernig nýta megi tjáningarfrelsið og þess hvernig beri að taka tillit til skoðana hinna ólíku hópa í sam- félaginu. Morgunblaðið/ÞÖK Tjáningar- frelsi rætt á pressu- kvöldi BÍ GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra og Árni Mathiesen fjármálaráðherra kynntu í gær skýrslu um reiðhallir, reiðskemmur og reiðskála en skýrsla þessi er unnin í kjölfar ályktunar Al- þingis um að landbúnaðarráðherra skipi nefnd sem geri úttekt á aðstöðu til hestamennsku á landsbyggðinni og leggi fram tillögur um stuðn- ing ríkissjóðs við uppbyggingu hennar. Nefndin var skipuð fulltrúum Bændasamtaka Íslands, Landssambands hestamanna, Ferðamálaráðs Ís- lands, Akureyrarbæjar, landbúnaðarráðuneytis- ins auk þess sem Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóri og varaþingmaður, átti sæti í nefndinni, en hann var einn af flutningsmönnum tillögunnar. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að notk- un reiðhalla, reiðskála og reiðskemma, sé orðin svo stór hluti af nútíma reiðmennsku, bæði íþrótt- inni sem slíkri og atvinnugreininni. Slík aðstaða sé nauðsynleg fyrir alla framþróun í hesta- mennsku á landinu og ómissandi til að hægt sé að halda uppi kennslu og námskeiðahaldi yfir vet- urinn sem og sýningarhaldi. Einnig kemur fram að sárlega vanti reiðleiðir á mörgum stöðum, stuðningur við ungmennastarfs hestamanna- félaga sé mikilvægur auk þess sem aðstaða fyrir hestaferðamenn sé ófullnægjandi víða um land. Reiðleiðir eru ekki til, þær ekki merktar, hafi ver- ið girtar af eða lagðar meðfram þjóðvegum þar sem slysahætta er mikil. Uppbygging reiðhúsa er sérstaklega tekin fyrir í skýrslunni og settar fram ákveðnar tillögur um stuðning við byggingu reið- húsa á ákveðnum stöðum. Nefnd úthlutar styrkjunum Ríkisstjórnin ákvað í kjölfar þessara tillagna að verja um 270 milljónum til uppbyggingar reið- halla, -skemma og -skála. Féð er fjármagn og eignir sem eftir voru við niðurlagningu Lánasjóðs landbúnaðarins og ekki voru hluti af söluandvirði sjóðsins. Landbúnaðarráðherra mun skipa fjög- urra manna nefnd sem úthluta skal styrkjum til bygginga reiðhúsa í samræmi við markmið skýrslunnar. Landbúnaðarráðherra mun tilnefna tvo menn í nefndina, fjármálaráðherra einn mann og menntamálaráðherra einn. Einungis munu hestamannafélög innan Landssambands hesta- mannafélaga eiga kost á því að sækja um styrk en veittir verða styrkir frá 5 milljónum króna til allt að 30 milljónum króna. Guðni Ágústsson sagði á fundinum að hesta- mannafélög yrðu að leita til sveitarfélaga eða ein- staklinga um að fjármagna framkvæmdir til fulls en talið er að reiðhallir geti kostað frá 60 millj- ónum króna til allt að 150 milljónir króna, allt eft- ir því hversu mikill íburður er lagður í bygging- arnar. Hann benti á því til stuðnings að reiðhallir á Blönduósi og Sauðárkróki hefðu verið byggðar í samvinnu við einkaaðila og hefði það samstarf gengið vel. Hann benti einnig á að þéttbýlisstaðir hefðu sýnt áhuga á að reisa reiðhallir enda væri þetta stór hluti af ungmennastarfi auk þess sem þjálfun fatlaðra á íslenska hestinum hefði skilað árangri. Spurðir um hvort hið opinbera einblíndi ekki of mikið á að byggja yfir nokkrar íþróttagreinar á borð við knattspyrnu og reiðmennsku bentu ráð- herrarnir á að undanfarið hefði mikil uppbygging orðið fyrir aðrar íþróttagreinar og nefndu dæmi um uppbyggingu á frjálsíþróttahúsi í Laugardal og annarri frjálsíþróttaaðstöðu á landinu í tengslum við landsmót UMFÍ. Auk þess væru reiðhallirnar fjölnota hús sem hægt væri að nýta fyrir aðrar íþróttagreinar en hestamennsku. Ekki hefur verið skipað í úthlutunarnefndina að svo stöddu en búist er við því að það verði gert hið fyrsta. 270 milljónir króna fara í uppbyggingu reiðhalla Eftir Sigurð Pálma Sigurbjörnsson siggip@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Guðni Ágústsson kynnir efni skýrslunnar á blaðamannafundinum. Hjá honum sitja Árni M. Mathiesen og Sigurgeir Þorgeirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.