Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 33
EINS og staðan er í dag er brýnum hags- munamálum fjöl- skyldufólks við HÍ ekki mætt með nógu afgerandi hætti. Þessi hópur þarf hvað mest á öflugri hags- munagæslu að halda. Röskva, sem stefnir einbeitt á sigur í kom- andi kosningum, ætlar sér að beina auknum krafti Stúdentaráðs í þenn- an málaflokk. Í kosningunum sem fara fram 8. og 9. febrúar nk. vill Röskva leggja áherslu á fernt í mál- efnum fjölskyldufólks. Röskva vill lagfæra brotalöm í fæðingaorlofssjóði Barneignarorlofi fylgir óumflýj- anlega launamissir sem fæð- ingaorlofssjóður hefur réttilega brúað en því miður er heilmikil brotalöm á úthlutunarreglum fæð- ingarorlofssjóðs gagnvart nýút- skrifuðum stúdentum sem og stúd- entum í námi erlendis. Nú er sá hátturinn á að orlofsstyrkurinn er miðaður við þær tekjur sem um- sækjandinn hafði tveimur alman- aksárum áður. Þetta þýðir að þeir sem klára nám sitt í einum rykk hljóta því styrk sem er miðaður við tekjur á meðan námi stendur og dugir hann því skammt. Þetta getur þýtt að foreldrar hafa ekki efni á að taka fæðingarorlof. Á þessu þarf að finna lausn í samvinnu við stjórn- völd. Röskva vill afnema mætingarskyldu í kennslu- stundir eftir lokun leikskóla Röskva hefur lengi barist fyrir því að kennslustundum þar sem krafist er mætingarskyldu ljúki áð- ur en leikskólum er lokað. Það er ótækt að foreldrar geti ekki náð í börnin sín í leikskóla fyrir lokun vegna mætingarskyldu. Röskva vill aukið tillit til fjölskyldufólks, ann- aðhvort með afnámi mæting- arskyldu eftir lokun leikskóla eða að skylt verði að veita fjöl- skyldufólki undanþágu frá slíkri skyldu. Röskva vill ekki próf á laugardögum Það gefur augaleið að próf um helgar koma illa niður á foreldrum, einkum og sér í lagi einstæðum. Börnin eru ekki í leikskóla um helg- ar og gerir það foreldrum í námi enn erfiðara fyrir að undirbúa sig fyrir próf. Námsmenn af lands- byggðinni og fleiri geta ekki treyst á aðra til að hlaupa í skarðið. Alltaf má gera betur. Lausn á þessum málefnum felst oftar en ekki í smá sveigjanleika og auknu tilliti frá þeim sem koma til með að svara óskum fjölskyldufólks. Gera má ráð fyrir að þau þekki af eigin raun hvernig er að stofna fjöl- skyldu. Röskva vill öflugri hagsmunagæslu Til að efla áhrif fjölskyldunefndar SHÍ þarf að forgangsraða verk- efnum. Þess vegna hefur Röskva beitt sér fyrir stofnun sérstaks for- eldrafélags sem kæmi til með að sjá um skemmtanir og annað félagslíf fyrir fjölskyldufólk. Þannig mun bæði tími fjölskyldunefndar og orka fara í það að beita sér fyrir mik- ilvægustu hagsmunum þessa ört vaxandi hóps innan HÍ. Foreldra- félagið væri í nánu samstarfi við fjölskyldunefnd sem jafnframt fengi betri innsýn í helstu baráttumál fjölskyldufólks við Háskólann. Með þínum stuðningi mun Röskva fylgja þessum málefnum farsællega í gegn. Raunveruleg hags- munamál fjölskyldu- fólks í háskóla Eftir Ástríði Viðarsdóttur og Yngva Eiríksson Yngvi Eiríksson ’Með þínum stuðningimun Röskva fylgja þessum málefnum far- sællega í gegn.‘ Ástríður skipar 6. sæti til Stúdentaráðs og Yngvi 3. sæti til Háskólaráðs HÍ á framboðslistum Röskvu. Ástríður Viðarsdóttir BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is Í DESEMBER kom út hljómdisk- urinn íslensku lögin með tónlist- armönnum sem kalla sig Ĺamur fou (brjáluð ást). Þau leika kunnar íslenskar lagaperlur eftir Gunnar Þórðarson, Jón Múla Árnason, Sigfús Halldórsson, Magnús Blön- dal Jóhannsson, Þórhall Sigurðs- son, Friðrik Jónsson, Gunnar Reyni Sverrisson og Freymóð Jó- hannsson. Einnig eru á diskinum tvö lög eftir Hrafnkel Orra Eg- ilsson sellóleikara hópsins. Hann hefur einnig séð um allar útsetn- ingar á lögunum. Aðrir í Ĺamour fou eru Tinna Þorsteinsdóttir (pí- anó) Hrafnhildur Atladóttir (fiðla), Guðrún Hrund Harðardóttir (víóla), Gunnlaugur Torfi Stef- ánsson (kontrabassi). Allt á þetta unga fólk að baki langt og vafa- laust erfitt tónlistarnám. Mikil hógværð hefur hvílt yfir útkomu þessa hljómdisks. Svo mikil að ég hafði ekki hugmynd um tilurð hans fyrr en fyrir nokkrum dögum fyrir algjöra tilviljun. Samt hef ég þekkt Tinnu Þorsteinsdóttur alla hennar ævi. En það er ekki hægt að segja að mikil hógværð hvíli yf- ir flutningi hópsins. Leikur þeirra er svo tilfinningaþrunginn og kraftmikill að ég hef sjaldan heyrt annað eins. Þvílíkir snillingar. Með þessum greinarstúfi mínum langar mig að vekja athygli fólks á hljómdiskinum íslensku lögin í mögnuðum flutningi Ĺamour fou sem leika svo sannarlega af brjál- aðri ást. Tinna mín, innilegar þakkir til þín og félaga þinna fyrir ykkar frábæra framlag. EDDA CARLSDÓTTIR, Kirkjugerði 12, 190 Vogum. Frá Eddu Carlsdóttur: Brjáluð ást MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 33 UMRÆÐAN HINN 22. janúar sl. var efnt til ráðstefnu í Norræna húsinu um stöðu málsins. Færri komust að en vildu og næstu daga þyrlaðist um- ræðan um síður blaða og öldur ljós- vakans sem og manna á meðal. Þar með var til- ganginum líka náð. Því tungumálið er sá þáttur mannlífsins sem ævinlega ætti að vera mönnum ástríðu- fullt umhugsunarefni, ekki síður en líkaminn og heilsan, því eins og líkaminn er smíðaður úr frumum sem heimta næringu, þann- ig er hugurinn búinn til úr tungumálinu. Og þarf sína rækt og þjálfun. Ef rekja ætti einhvern rauðan þráð í máli þeirra sem töluðu á fyrr- greindri ráðstefnu væri það einna helst umhugsunin um málumhverfi barna og unglinga. Að það væri sem ríkulegast og þroskavænlegast. Áherslan var með öðrum orðum ekki á réttu máli og röngu heldur IÐK- UN málsins. Sumir sem brugðust við tiltækinu virðast ekki hafa áttað sig fyllilega á þessu og viðbrögðin þar af leiðandi eilítið á skjön við tilefnið. Menn hafa gefið sér að í Norræna húsinu hafi farið fram einhvers konar mál- hreinsunarþing og í framhaldi af því boxað af töluverðum móð við þann ímyndaða andstæðing. Rétt eins og til að renna stoðum undir Yfirlýs- ingu skáldkonunnar Kristínar Ei- ríksdóttur sem hún las á téðri ráð- stefnu, en þar segir m.a.: „Óvinir eru nauðsynlegir; ef þeir eru ekki til staðar er eins hægt að fara í skugga- box, það gerir sama gagn.“ Í þeim hnefaleikum náði enginn jafn eftirtektarverðum árangri og skólameistarinn á Bifröst. Í útskrift- arræðu viku síðar sá hann ástæðu til að velja þeim sem láta sér annt um íslenskt mál heitið „málfarsfasistar“. Hér er vissulega hátt reitt til höggs. Ég sé ekki í anda neinn af skólamönnum landsins láta sér annað eins um munn fara af viðlíka til- efni. Er hér kannski komin sérstaða háskól- ans á Bifröst? En það var fleira í máli Runólfs en þessi fasistakveðja. Hann spyr: „Hvert er hlut- verk tungunnar? Á tungan ekki að þjóna samfélaginu … Eiga ekki tungan og samfélagið að eiga samleið?“ Það er nú svo. Oft er tungumálinu líkt við vegakerfi hugans. Prófum því að setja „vegakerfi“ í stað tungu- máls. Þýðir það að vegurinn eigi allt- af að liggja þar sem ég ek? Menn aka út af, velta m.a.s. bílum sínum, en sökin er varla vegakerfisins held- ur aðstæðna á borð við ófærð og hálku, en líka aksturslag bílstjór- anna. Sumir eru að flýta sér um of, sumir eru einfaldlega úti að aka, aka drukknir, aka jafnvel utan vega og valda óafturkræfum spjöllum á um- hverfi sínu. „Í samfélagi morgundagsins get- um við ekki talað tungu gærdagsins“ er önnur fullyrðing Runólfs. Með öðrum orðum að hver dagur heimti sitt tungumál. Þarna greinir Runólf á við sam- sveitung sinn, Snorra Sturluson. Sem einmitt taldi að það væri okkur nauðsyn að halda uppi samgöngum við tungumál og hugarheim forfeðr- anna til að botna í okkar eigin tíma og okkur sjálfum. Í því skyni setti hann saman Eddu þá sem við hann er kennd til að auka mönnum skiln- ing á goðsögum og minnum sem búa að baki tungumálinu og ljá því merk- ingu. Þar er meðal annars útskýring á heitinu Bifröst, loftbrúnni á milli guða og manna – sem menn gætu að öðrum kosti haldið að væri bara við- skiptaháskóli. Nei, málið er ekki dægurfluga sem aðeins lifir í munni þeirra sem draga andann hverju sinni. Málið er ekki einnota. Málið er samhugur genginna og óborinna kynslóða og við erum sú bifröst sem á að tengja þá tvo heima saman. Það er ekki vandalaust. Og vandasamara eftir því sem tímar líða fram. En ef við völdum ekki þeim samgöngum höf- um við illilega brugðist hlutverki okkar og skyldum við liðna sem óborna Íslendinga. Skuggabox á Bifröst Pétur Gunnarsson fjallar um málfar og breytingar þess Pétur Gunnarsson ’Málið er samhugurgenginna og óborinna kynslóða og við erum sú bifröst sem á að tengja þá tvo heima saman. Það er ekki vandalaust. Og vandasamara eftir því sem tímar líða fram.‘ Höfundur er rithöfundur. ÞAÐ ER ekki gaman að vera Ís- lendingur um þessar mundir. Þrátt fyrir óteljandi kannanir sem stað- festa bæði greind okkar og ham- ingju erum við á góðri leið með að týna móðurmálinu og hverfa aftur í tilvist í torfbæjum við sjálfsþurft- arbúskap. Ég er á grundvelli krón- ískrar vanþekkingar og ómældrar hæfni til að misskilja einföldustu hluti sann- færður um að spá greindra manna um endalok íslenskunnar innan eitt hundrað ára er bæði rétt og verðug. Íslenskan eftir eitt hundrað ár verður að öllum líkindum jafn dauð þeim sem þá verða á dögum og dag- legt mál Brynjólfs biskups er okkur dautt. Hér er jafnað um ólíkar tímalengdir en hlutirnir gerast hraðar nú á dögum og í framtíðinni en fyrr. Þúsund ár orðin dagur ei meir. Íslenskan sem töluð var við matarborðið á Bergþórshvoli forð- um er dauð í þeim skilningi að hana talar enginn og hana skildi enginn væri hún töluð. Kannski er það þannig að tungumál sem hentar vel í torfbæ þjónar ekki hlutverki sínu óbreytt á virkjunarsvæðum og í há- hýsum. Vituð ér enn, eða hvað? Einn grófur misskilningur leitar sífellt á mig, að valið standi á milli ís- lensku og stórvirkjana. Allir sem eru hlynntir íslensku, viðhaldi hennar og vernd eru einhvern veginn á móti stórvirkjunum. Þá hlýtur maður að gefa sér að allir sem eru hlynntir stórvirkjunum séu á móti íslensku og vilji t.d. taka upp ensku sem hent- ar betur í stóriðjuumhverfi. Þetta finnst mér ekki bara ótrúlegt heldur beinlínis fáránlegt. Hver trúir því að senan frá árinu 1000 á Þingvöllum sé að endurtaka sig. Tvær óvígar fylk- ingar, þeir kristnu með manninn sem herra jarðarinnar og skjólstæð- ing hins almáttuga í fararbroddi gagnvart heiðingjunum sem áttu sér engin efnahagsleg markmið, engan tilgang, voru bara til, börn jarð- arinnar sem þeir trúðu að væri af holdi og blóði. Þeir sem hafa hug- myndaflug til ættu að reyna að ímynda sér breytingarnar sem urðu á íslensku þegar hún verður að kristilegum latínukokkteil. Fyrir ut- an ólæsi hefði Njál skort allar for- sendur til að skilja söguna um sjálf- an sig hefði hún borist honum í hendur. Ég held að virkjanir séu mjög af hinu góða þegar skynsamlegt til- efni er til að virkja. Virkjanir sem atvinnu- grein á borð við land- búnaðinn, á sömu kol- vitlausu pólitísku forsendum, er ekki bara tímaskekkja held- ur hættulegt fyr- irbrigði. Í raf- orkubransanum er hverri veitu ætlað að skila meiri og hag- kvæmari nýtingu á fjárfestingum, þeim er ætlaður tilgangur s.s. vatns- borðshækkun í nágrenni við Þjórs- árver. Þess vegna held ég að okkur stafi meiri ógn af þeim beljandi kjaftavaðli sem flæðir úr jöfn- unarlónum íslenskra ljósvakamiðla án nokkurra sjáanlegra markmiða annarra en að skapa auglýsingatíma. Náttúran bjargar sér, tungumálið ekki. Tungan þrífst best í silf- urtærum fjallalækjum, þar sem hver dropi á erindi og fær að njóta sín, hvað svo sem það þýðir. Það er dýrt að virkja hvort heldur er tunguna eða vatnsföllin. Við höf- um komist að þeirri niðurstöðu að það borgi sig að taka erlend lán til að virkja vötn. Við gerum hins vegar mest lítið til að virkja tunguna sem verkfæri í nútímanum og mikilvæg- asta lykilinn að fortíð okkar og sögu. Menntamálaráðherrum síðustu ára- tuga er skeytingarleysið um fjár- magn til íslenskunnar, viðhalds hennar og kennslu, til skammar. Iðnaðarráðherrar lýðveldisins virð- ast hafa ótakmarkaða sjóði að ausa úr í rannsóknir og framkvæmdir á meðan menntamálaráðuneytið virð- ist fagna hverjum prófessor sem deyr út af launaskrá íslenskukenn- ara. Sjálfsagt er það rétt að fátt verra er hægt að gera tungumáli en að láta það málfræðingum eftir. Ég heyrði um daginn einhvern kalla grunnskólann musteri íslenskrar tungu þar sem börnum væri innrætt skikkanleg tilfinning fyrir málinu og innviðum þess. Þetta er skrýtið í ljósi þess að innviðir tungumála eru okkur eðlislægir, skólakerfinu hefur hins vegar tekist að ala á minnimátt- arkennd gangvart málnotkun sem hefur leitt til þess að almennt gefur fólk skít í málfræði og málvöndun enda getur vart verri matreiðslu á byggðu bóli. Eitt besta dæmið um háskalegan árangur skólakerfisins er þróun íslenskunnar í átt til eins aukafalls í stað þriggja. Skefjalausar ofsóknir á hendur þágufallssjúkum án þess að nokkur hafi hirt um að greina sýkina er sorglegt dæmi. Sú hugmyndafræði að endalaust sé til rétt mál og rangt mál sem mæli- kvarði á þjóðfélagsstöðu og greind án minnsta vafa felur í sér endalok en ekki framtíð. Fátt er ánægjulegra en að nota málið í góðum félagsskap til að skemmta sér og öðrum, fræða og fræðast, vera til með fólki sem þú skilur og skilur þig. Gott mál er eins og gott vín í hófi, það göfgar. Tilfellið er að þjóðinni er vel treystandi fyrir málinu, það má bara ekki vera á for- sendum landabruggaranna í menntamálaráðuneytinu. Að þekkja sinn virkjunartíma Kristófer Már Kristinsson fjallar um stöðu íslenskunnar ’Tilfellið er að þjóðinnier vel treystandi fyrir málinu, það má bara ekki vera á forsendum landa- bruggaranna í mennta- málaráðuneytinu.‘ Kristófer Már Kristinsson Höfundur er nemi við Háskóla Ís- lands og fyrrverandi íslenskukennari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.