Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 11
KERFISLÆG áhætta í bankageir- anum hefur almennt farið vaxandi í heiminum á síðustu sex mánuðum. Viðkvæmni bankakerfisins fyrir þjóðhagslegum þáttum (macro-pru- dential vulnerability) er nú mest á Íslandi, Írlandi, í Noregi, Suð- ur-Afríku, Rússlandi og Aserbaídsj- an af þeim löndum sem Fitch Rat- ings metur. Áhættunni er skipt í þrjá flokka, MPI 1–3, og fá öll þessi lönd matið MPI 3. Raunar hefur þjóðhagsleg viðkvæmni íslenska bankakerfisins vaxið einna mest samfara gríðarlegri útlánaaukningu bankanna, mikilli styrkingu krón- unnar, mikilli gengishækkun hluta- bréfa og verðhækkun á fasteignum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri matsskýrslu Fitch Ratings um kerfislæga áhættu í bankakerfum einstakra landa en þetta er í annað sinn sem fyrirtækið birtir skýrslu af þessu tagi. Lánshæfisvísir úr C í B Af þessum sex löndum, sem telj- ast búa við mesta kerfisáhættu eða MPI 3, eru Ísland, Noregur, Írland og Suður-Afríka með hágæðabanka- kerfi og fái þannig bankakerfisein- kunnina B en Rússland og Aserb- aídsjan falla þar í veikasta flokkinn. Tekið er fram af hálfu sérfræðinga Fitch Ratings að ástæða sé til þess að hafa mestar áhyggjur þar sem fara saman lág bankakerfiseinkunn og mikil viðkvæmni gagnvart þjóð- hagslegum áhættuþáttum, sem ekki á við um Ísland. Ísland var eina landið sem færð- ist upp um flokk í bankakerfisein- kunn, eða úr C í B, frá því Fitch Ratings birti fyrstu skýrslu þess- arar tegundar í júlí í fyrra en ein- kunnin eða vísirinn byggist á vegnu meðaltali lánhæfiseinkunna íslensku viðskiptabankanna þriggja. Tekið er fram að ein meginástæða þess að Ísland færðist upp um flokk sé breiðari tekjugrundvöllur bank- anna; erlend umsvif hafi aukist hratt á undanförnum tveimur árum, útlánaaukning innanlands hafi einn- ig verið veruleg m.a. vegna fast- eignalána bankanna. Þetta hafi hins vegar gerst á sama tíma og gífurleg aukning hafi orðið í útlánum bank- anna sem veki upp spurningar um þjóðhagslega áhættu. Sem fyrr segir færðist Ísland nið- ur um einn flokk úr MPI 2 í MPI 3 hvað varðar viðkvæmni bankakerf- isins fyrir þjóðhagslegum áhættu- þáttum. Við mat á þessari áhættu leggur Fitch Ratings þrjá þætti til grundvallar, hlutfall skulda einka- geirans af vergri landsframleiðslu um meira en 5% umfram það sem almennt gerist, í annan stað hækk- un á gengi verðbréfa eða hækkun fasteignaverðs um meira en 40% umfram það sem almennt gerist og í þriðja lagi hækkun raungengis um meira en 9% umfram það sem al- mennt gerist. Allt eru þetta, segir í skýrslunni, áhættuþættir, sem hafa verið að verki í meirihluta bankaerfiðleika eða bankakreppu í heiminum. Í skýrslunni segir að mikil útlána- aukning í íslenska bankakerfinu valdi mestum áhyggjum. Þessi aukning hafi átt sér stað í nokkurn tíma en hafi nú náð áður óþekktum hæðum. Þannig hafi skuldir einka- geirans aukist um 45% af vergri landsframleiðslu í fyrra og hafi tvö- faldast á síðustu tveimur árum. Margar skýringar séu á þessari þróun, aðkoma bankanna að risa- stórum iðnaðarverkefnum, lánveit- ingar vegna fyrirtækjakaupa eða yf- irtöku svo og kaup bæði bankanna og íslenskra fyrirtækja á fyrirtækj- um erlendis og síðan fasteignalána- starfsemi bankanna. En útlána- aukningin hafi einnig verið samfara styrkingu íslensku krónunnar, mik- illi hækkun á íslenska hlutabréfa- markaðinum og hækkun á fast- eignaverði. Viðkvæmir fyrir breytingum Þessi þróun fegri fjárhagslega frammistöðu bankanna eins og stendur en hættan sé hins vegar sú að ef útlánaþróunin snýst við og gengi hlutabréfa og fasteignaverð lækki snögglega muni lánaáhætta bankanna aukast sem aftur muni hafa neikvæð áhrif á fjárhagslega afkomu þeirra. Með beinni hluta- bréfaeign sinni og sameiginlegri áhættu gagnvart afkomu íslenskra fyrirtækja séu íslensku bankarnir tiltölulega mjög viðkvæmir fyrir breytingum á hinum litla og sveiflu- kennda íslenska hlutabréfamarkaði. Þá sé verðbólgan vel umfram verð- bólgumarkmið Seðlabankans, vextir fari hækkandi og eigi trúlega eftir að hækka enn frekar. Aukin kerfisáhætta í banka- kerfinu með útlánaukningu Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 11 FRÉTTIR SKULDABRÉFAÚTGÁFA Kaup- þings banka vegna fjármögnunar íbúðalána sinna hefur fengið hæstu mögulega lánshæfiseinkunn, Aaa, hjá Moody’s, alþjóðlega lánshæfis- matsfyrirtækinu. Það gerir bankan- um kleift að veita áfram íbúðalán með 4,15% verðtryggðum vöxtum, sem eru talsvert lægri vextir en all- ir aðrir aðilar á þessum markaði, þ.á m. Íbúðalánasjóður, eru með. Þetta var kynnt á blaðamanna- fundi sem Kaupþing banki efndi til í gær. Þar kom fram að þetta sé sama lánshæfismat og skuldabréf fá sem gefin eru út af íslenska ríkinu eða með ríkisábyrgð og að Kaupþing banki sé fyrsta íslenska einkafyr- irtækið til að gefa út skuldabréf með sambærilegri lánshæfisein- kunn og ríkissjóður. Brotið blað „Það hefur verið brotið blað í fjármálasögu Íslands þegar láns- hæfismatsfyrirtækið Moody’s hefur gefið skuldabréfaútgáfu Kaupþings banka til þess að fjármagna íbúða- lán hæstu mögulegu lánshæfis- matseinkunn sem hægt er að fá, eða Aaa. Hingað til hefur það einungis verið ríkissjóður sjálfur og fyrir- tæki á vegum ríkissjóðs sem hafa notið það góðrar lánshæfismatsein- kunnar,“ sagði Hreiðar Már Sig- urðsson, forstjóri Kaupþings banka. Hann sagði að þennan árangur bæri að þakka frumkvæði og hug- myndaauðgi og fjármálalegri verk- fræði starfsmanna bankans. „Þetta gerir okkur kleift að fjár- magna þessi íbúðalán sem við hóf- um að veita fyrir einu og hálfu ári síðan á samkeppnishæfum kjörum,“ sagði Hreiðar Már enn fremur. Hann sagði að sú trú þeirra að þeim myndi lánast að fá þetta láns- hæfismat hefði gert það að verkum að þeir hefðu getað haldið áfram að veita íbúðalán með svona lágum vöxtum en þeir hafa verið óbreyttir, 4,15%, þrátt fyrir að aðrir aðilar á íbúðalánamarkaði hafi hækkað vextina. „Við sjáum hins vegar að Seðla- bankinn hefur mjög markvisst hækkað stýrivexti innanlands og ef lesið er á milli línanna í síðustu til- kynningu þeirra virðast þeir vera að bíða eftir því að allir aðilar á íbúðalánamarkaði fylgi eftir og hækki vextina,“ sagði Hreiðar Már. Hann sagði að þeir hefðu getað boðið þessa lágu vexti hingað til og ætluðu að reyna að halda þeim áfram í 4,15%. Hlutverki Íbúðalánasjóðs lokið Fram kom að vextir Íbúðalána- sjóðs á íbúðalánum sínum séu á bilinu 4,35–4,65% og aðrir sam- keppnisaðilar séu á svipuðum slóð- um. Aðspurður hvaða ályktun mætti draga af því að einkabanki gæti veitt íbúðalán með hagstæðari vöxtum en ríkistryggður sjóður eins og Íbúðalánasjóður, sagði Hreiðar Már að þeir hefðu talið í nokkuð langan tíma að hlutverki Íbúðalánasjóðs væri lokið. Skuldir með ríkisábyrgð væru um 800 millj- arðar króna og þar væri að lang- stærstum hluta um að ræða ábyrgð- ir vegna Íbúðalánasjóðs. „Við höfum talið að þetta væri tíma- skekkja og menn ættu að hætta þessu og ég held að þetta sé enn ein staðfestingin á því hverju hin frjálsa samkeppni kemur til leiðar og að einkaaðilar séu fullkomlega færir um að veita þessa þjónustu og að þetta eigi að vera eitt af verk- efnum bankakerfisins, en ekki eitt af verkefnum ríkisstofnunar,“ sagði Hreiðar Már Sigurðsson ennfrem- ur. Hann sagði að allt frá byrjun, þegar þeir riðu á vaðið með veitingu íbúðalána í ágúst 2004, hefðu þeir haft augastað á þessari leið til þess að fjármagna íbúðalánin. Þeir hefðu talið hana þá bestu, en hún hefði kostað mikinn undirbúning og fjöldi starfsmanna bankans komið að þeim undirbúningi á síðustu átta mánuðum. Fram kom að sú tegund skulda- bréfa sem Kaupþing banki gefi út vegna fjármögnunar íbúðalánanna séu gefin út með ábyrgð bankans, en auk þess séu bréfin tryggð með ábyrgð sem sé afmörkuð við þau íbúðalán sem bankinn hefur veitt. Beitt sé nýjustu aðferðum til þess að tengja saman greiðsluflæði eigna og skulda og lágmarka um leið áhættu fjárfesta, en stefnt sé að skráningu hins nýja skuldabréfa- flokks í Kauphöll Íslands. Gætu hækkað til skemmri tíma Á fundinum kom einnig fram að bankinn hefur veitt um tíu þúsund íbúðalán á undanförnu einu og hálfu ári. Til lengri tíma litið teldu for- svarsmenn Kaupþings banka að vextir íbúðalána myndu lækka í átt við það sem gerðist í nágrannalönd- unum. 4–5% verðtryggðir vextir væru ekki lágir vextir í Evrópu. Til skemmri tíma litið gætu langtíma- vextir hins vegar hækkað vegna peningamálaaðgerða Seðlabankans. Fram kom einnig að íbúðalána- vextir í Bretlandi séu rúm 4% en þeir vextir séu óverðtryggðir og að vextir á evru-svæðinu séu lægri en það og einnig óverðtryggðir. Munur á raunvaxtastigi hér á landi og í Evrópu sé um þrjú prósentustig. Skuldabréf Kaupþings banka vegna íbúðalána fá lánshæfiseinkunnina Aaa hjá Moody’s Íbúðalán veitt áfram með 4,15% vöxtum Íbúðalánasjóður tímaskekkja Morgunblaðið/Ásdís Forsvarsmenn KB banka fyrir fundinn í gær, f.v.: Ingólfur Helgason, forstjóri KB banka á Íslandi, Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri KB banka, Jónas B. Sigurgeirsson og Agnar Hansson. Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is FITCH Ratings hélt í gær síma- fund í tilefni af útgáfu skýrsl- unnar þar sem farið var stuttlega yfir aðferðafræði við framsetn- ingu skýrslunnar og banka- áhættufylkisins sem þar er sett fram. Á fundinum komu fram spurn- ingar greiningaraðila í breskum bönkum um hvað raunverulega fælist í þessari skýrslu fyrirtæk- isins varðandi Ísland. Sérfræð- ingar Fitch áréttuðu þá það mat sitt að styrkur bankakerfisins ís- lenska hefði aukist svo mikið að það réttlætti uppfærslu úr flokki C í flokk B. Þeir bentu þó á að vissulega væri útlánaaukningin áhyggjuefni, sem og hlutfall gengishagnaðar í hagnaði bank- anna. Það væri ástæða þess að Ís- land væri flokkað í flokk MPI 3. Hinn aukni styrkur íslensku bankanna benti hins vegar til að þeir gætu tekist á við áföll án þess að bera mikinn skaða þar af. Bankarnir geta tekist á við áföllÁRIÐ 1999 sóttu 7.538 háskólanem-endur um framfærslulán hjá LÍN en árið 2005 voru umsækjendur orðnir 10.877. Þetta jafngildir um 44,3% fjölgun á sex ára tímabili. Lánþegum í íslenskum háskólum fjölgaði um ríflega 55% en íslenskum nemendum í erlendum háskólum hefur ekki fjölgað nema um 17 af hundraði á tímabilinu, úr 2.169 námsmönnum árið 1999 í rétt um 2.527 námsmenn árið 2005. Þetta kemur fram í skýrslu fram- tíðarhóps Viðskiptaráðs Íslands. Eðli málsins samkvæmt telur Við- skiptaráð ekki óeðlilegt að samfara auknu námsframboði á háskólastigi innanlands með tilkomu t.a.m. Há- skólans í Reykjavík og Viðskiptahá- skólans á Bifröst, hafi hlutfallslega meiri vöxtur verið í aðsókn í nám á Íslandi en í útlöndum. Í skýrslunni segir að erfitt sé að henda reiður á ástæðum þróunarinnar, en vatnaskil virðist hafa orðið þegar sterkt gengi bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni náði hámarki árið 2001 og við hertar kröfur í útlendingaeft- irliti Bandaríkjanna eftir 11. sept- ember 2001. Þá er bent á að um 80% yfirmanna 30 öflugustu útrásarfyr- irtækja landsins hafa stundað nám erlendis og niðurstöður erlendra rannsókna benda til þess að því meira sem stjórnendur hafi menntað sig erlendis því meiri líkur séu á því að fyrirtækin sæki á erlenda mark- aði. Því þurfi að skoða hvernig megi hækka hlutfall nemenda sem stunda framhaldsnám erlendis. 80% yfir- manna hafa stundað nám erlendis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.