Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 27 UMRÆÐAN SUÐURLANDSVEGUR, frá Reykjavík að Selfossi, er í herkví malar- og vöruflutningabíla. Veg- urinn er hernuminn af endalausum röðum bíla af öllum gerðum; fólksbílum, jeppum, hrossaflutn- ingabílum, steypubíl- um, húsbílum, bílum með kerrur, bílum með húsvagna, hæg- fara bílum og hrað- fara. Það gæti verið umdeilanlegt að kalla hann þjóðveg. Samt er hann það á vega- kortum. – Suður- landsveg um Hellis- heiði köllum við óveg, hættulega slysa- gildru, þar sem bílar skemmast og eyðileggjast í hverri viku, fólk slasast og lætur lífið. Aldrei hefur ástand vegarins verið eins slæmt og nú. Við, sem höfum ekið þennan veg um ára- tuga skeið, höfum ekki séð hann í eins ömurlegu ástandi og þessar fyrstu vikur ársins. Víða er mal- bikið eins og gatasigti, einkum á háheiðinni. Axlir brotnar frá vegi, ökurásir grafnar, merkingar illsjá- anlegar. Stóru flutningabílarnir ausa fossum af vatni eða snjó- slabbi með sandi yfir hvern þann bíl, sem mætir þeim. Litlir og létt- ir bílar fleyta kerlingar í vatns- rásum, sem nagladekkin hafa graf- ið. Í hlýindum vetrarins hefur þétt, þung og svört þoka legið á heið- inni. Þá aka sumir ofurhægt, aðr- ir, sem telja sig sjá betur í þoku, skrönglast fram úr, stundum upp á von og óvon. Gul götuljós hefðu hjálpað, en vel viti bornir sérfræð- ingar í vegamálum fullyrða að ekki sjáist betur í birtu en í myrkri. Breytingar, sem gerðar hafa verið á veginum síðustu miss- erin, kunna að vera til bóta – og þó. Meti hver sem um veginn ek- ur. Auk allrar almennrar umferðar, þurfa malarflutningabílar að kom- ast inn á veginn við Ingólfsfjall, við Þrengslaafleggjarann og ofan við Sandskeið. Allar góðar vættir gæti bílstjóra þeirra; láti þá halda vöku sinni og skjótum við- brögðum. Þeir eru ekki öfundsverðir að aka tugum tonna á stórum bílum eftir vegi, sem hefur enga burði til að standa undir þjóðvegarheit- inu. En hvað er að? Vegamál Suður- lands, og þá sérstaklega veg- arkaflinn frá Reykjavík til Selfoss, er öllum ráðamönnum samgöngu- mála til vansa. Hægt er að spyrja: Fara þeir svo sjaldan um þennan veg, eða hafa þeir ekki hörku odd- vita vegakerfisins, sem nú skipu- leggja milljarða Héðinsfjarð- argöng. Hvað er að? Sunnlendingar njóta ekki ávaxta virkjana í landsfjórðungnum, mestu virkjana landsins. Þeir njóta ekki þeirra miklu fjármuna, sem þeir greiða í ríkissjóð í formi skatta fyrir að eiga bíla, sem þeir aka um lélega vegi og brýr. Þeir njóta tæplega gróskumestu land- búnaðarhéraða landsins. Suðurlandsvegur ber ekki um- ferð aukinnar bifreiðaeignar landsmanna, ekki umferð þeirra einstaklinga, sem sækja vinnu til Reykjavíkur og austur yfir Fjall. Hann ber ekki umferð malarbíla, sem þjóna mestu framkvæmdum Íslandssögunnar á höfuðborg- arsvæðinu. Hann ber ekki vaxandi umferð vegna virkjanafram- kvæmda á Hellisheiði. Hann ber ekki umferð stöðugt stækkandi hóps Reykvíkinga, sem á sum- arhús á Suðurlandi. Hann ber ekki umferð nýrra þegna vaxandi sveit- arfélaga austan Hellisheiðar og ekki aukna umferð hestamanna með hrossin sín. Og hann ber ekki umferð flutningabíla, sem hefur margfaldast eftir að sjóflutningar voru aflagðir. – Svo einfalt er það. Fólkið, sem ekur um Suður- landsveg, um Hellisheiði og þjóð- vegi landsins, greiðir tugi millj- arða á hverju ári í ríkissjóð í formi bifreiðaskatta. Íbúar á Suðurlandi gera kröfu til þess að hluti skatt- tekna ríkisins af bifreiðum þeirra, verði notaður til að gera Suður- landsveg ökufæran í þeim skiln- ingi, að reynt verði að draga úr slysahættu og að það flokkist ekki undir fífldirfsku að aka hann. Veg- inn verður að tvöfalda í báðar átti og lýsa með björtum götuljósum. Svo er okkur alveg sama úr hvaða flokki ráðherrann verður, sem eignar sér umbæturnar. Við viljum bara að kjörnir fulltrúar á Alþingi og allir ábyrgir forystumenn samgöngumála lyfti af sér huliðshjálmi og vakni til starfa og skilnings á nauðsyn góðra samgangna. Þeir gætu tekið Rómverja hina fornu sér til eft- irbreytni. Þeir vissu að ríki þeirra gat aldrei orðið skilvirkt, sterkt og voldugt án góðra samgangna. Þessi staðreynd gildir líka hér. Hellisheiði í hers höndum Árni Gunnarsson fjallar um vegabætur ’Veginn verður að tvöfalda í báðar áttir og lýsa með björtum götuljósum.‘ Árni Gunnarsson Höfundur er fv. alþingismaður. HELSTA stefnumál Háskólalist- ans hefur síðan stofnun hans árið 2003 verið að teknar væru upp ein- staklingskosningar til Háskóla- og Stúd- entaráðs. Trú okkar er að slíkt fyrirkomulag sé mun betur til þess fallið að mæta þeim áskor- unum sem bíða stúd- enta á nýrri öld. Fulltrúar stúdenta eru þrýstihópur eins og verkalýðsfélög, Ör- yrkjabandalagið eða Neytendasamtökin og óhæft er að slík samtök séu sundruð vegna flokkadrátta. Einstaklingskosningar Gagnrýni Háskólalistans á forn- eskjulegt kosningakerfi Háskólans og fortíðarþrá Vöku og Röskvu eftir kaldastríðsárunum er enginn áfell- isdómur um það fólk sem nú býður sig fram fyrir hönd þessara fylkinga. Hverjar sem pólitískar skoðanir manna eru ráða hugsjónir því að menn gefa kost á sér. Kollegar okkar í Vöku og Röskvu hafa margt fram að færa í Stúdenta- og Háskólaráði. Áfellisdómur okkar er ekki um þau, heldur um það kerfi sem neitar kjós- endum um að velja aðeins þá fulltrúa sem þeir treysta best til að tala sínu máli. Við gagnrýnum kerfið sem bindur hendur beggja ráða og allra nefnda með því að skipta stúdentum í andstæðar fylkingar. Við erum mót- fallin kosningafyrirkomulagi sem hvetur fólk til þess að velja lista af handahófi vegna þess að báðir listar hafi á hæfu fólki að skipa. Þegar stefnuskrár fylkinga eru eins snúast kosningarnar um fólkið sem kemur til með að vera fulltrúar kjósenda. Einstaklingskosningar gera það mögulegt fyrir hvern og einn að kjósa það fólk í ráðin sem hann vill, án þess að þurfa að binda sig við stefnu í landspólitík. Þannig er tryggt að þeir sem sitja á fundum fyr- ir hönd samnemenda sinna þjóni hagsmunum stúdenta eingöngu. Umræður innan Stúdentaráðs munu þá loksins end- urspegla þá fjölskrúð- ugu flóru skoðana sem stúdentar hafa á mál- efnum sínum en ekki landspólitík. Nýir tímar Vaka og Röskva sér langa og virðulega sögu. Báðir aðilar hafa unnið gott starf og fjarri okkur er að gagn- rýna verk þeirra sem á undan okkur hafa gengið. Nú eru hins vegar aðrir tímar og ekki er lengur þörf fyrir þessar valinkunnu hreyfingar. Stjórnmálaleg tengsl þeirra eru tíma- skekkja og nú er svo komið að klofn- ingur stúdenta á þessum grundvelli er til meira ógagns en gagns. Við vilj- um því þakka öllum þeim sem hafa gefið vinnu sína í þágu stúdenta um leið og við biðjum þá um að mæta áskorunum nútímans með því að varpa úr sér gengnum fylkingum fyr- ir róða og einbeita sér að hagsmunum stúdenta. Sjálfstæðisflokkurinn rekur ekki skákfélag. Það er ekki karlakór starf- andi undir merkjum Samfylking- arinnar. Vinstri-grænir stilla ekki upp liði í Íslandsmótinu í knatt- spyrnu. Framsóknarflokkurinn (þrátt fyrir ítrekaðar sögusagnir um annað) hefur ekki það hlutverk að keppa á Landsmóti hestamanna. Þessir flokkar gera ekkert af þessu af því að það er ekki í þeirra verkahring. Í verkahring Stúdentaráðs er að berjast fyrir réttindum stúdenta og engin þörf er fyrir æskulýðsdeildir stjórnmálaflokka á þeim vettvangi. Leggjum niður Háskólalistann Háskólalistinn er ekki stjórn- málaflokkur. Fólk sem starfar undir hans merkjum geir það óháð skoð- unum sínum á landspólitík. Há- skólalistinn hefur alla tíð barist fyrir því að kosningar í Háskólanum snúist um einstaklinga en ekki fylkingar. Einstaklingskosningar eru eina leiðin til þess að tryggja það að fulltrúar stúdenta verði besta fólkið sem völ er á, óháð trúarbrögðum, hárlit eða stjórnmálaskoðunum. Fólk sem kosið er þannig er aðeins bundið einum herra og það eru þeir kjósendur sem eru uppspretta valds þeirra. Kjósum Háskólalistann og við þurfum aldrei að kjósa flokk aftur í kosningum Há- skóla Íslands. Kjósum Háskólalist- ann og leggjum hann svo niður með hinum flokkunum. Leggjum niður Háskólalistann Eftir Garðar Stein Ólafsson ’Einstaklingskosningareru eina leiðin til þess að tryggja það að fulltrúar stúdenta verði besta fólk- ið sem völ er á …‘ Garðar Steinn Ólafsson Höfundur er stud. jur. og gefur kost á sér í 5. sæti Háskólalistans til Stúdentaráðs. Stúdentaráðskosningar Fréttasíminn 904 1100 E N N E M M / S IA / N M 2 0 3 15 40 90 1. vinningur 130milljónir Bónus-vinningur 3,5 milljónir Alltaf á mi›vikudögum! lotto.is Vertu me› fyrir kl.17. Taktu mi›a– rö›in gæti veri› komi› a› flér Nú er potturinn tvöfaldur og stefnir í 90 milljónir. Ofurpotturinn stefnir í 40 milljónir og bónusvinningurinn í 3,5 milljónir. Tvö fald ur pottu r2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55657
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.07.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 38. tölublað (08.02.2006)
https://timarit.is/issue/284133

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

38. tölublað (08.02.2006)

Aðgerðir: