Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 17 ERLENT Við sækjum! S. 520 2220 www.efnamottakan.is Ómengað umhverf i er au›lind okkar allra Fyrirtækjum ber að skila spilliefnum. Efnamóttakan býður upp á alhliða þjónustu í móttöku spilliefna. Þú kemur eða við sækjum. Efnamóttakan í Gufunesi er opin virka daga frá 7.30 – 16.15. Haugasjór? Dæmi um spilliefni: Rafgeymar Hreinsiefni Slökkvitæki Rafhlö›ur Olíusíur Smurefni Málningarafgangar Leysiefni Spillum ekki framtíðinni M IX A • fí t • 5 1 0 0 2 Port-au-Prince. AFP. | Þing- og for- setakosningar voru á Haítí í gær, þær fyrstu frá því Jean-Bertrand Aristide, fyrrverandi forseti, var hrakinn úr embætti 2004. Nokkur átök og mikill troðningur voru við kjörstaði víða í gærmorgun enda voru margir ekki opnaðir fyrr en tveimur klukkustundum eftir auglýstan tíma. Tróðst að minnsta kosti einn maður undir. Í forsetakosningunum stendur slagurinn fyrst og fremst á milli þeirra Rene Preval, fyrrverandi for- seta og stuðningsmanns Aristide, og kaupsýslumannsins Charles Henry Bakers. Eru frambjóðendur fleiri en fái enginn hreinan meirihluta munu tveir efstu takast á í annarri umferð. Búist er við, að úrslitin verði ljós á föstudag. Voru hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna með mikinn viðbúnað við kjörstaði í gær en frem- ur ófriðlegt hefur verið í landinu síð- an Aristide var steypt. Kosið á Haítí Osló. AFP. | Norðurlöndin hafa haft á sér það orð að þau séu friðelsk- andi og hlutlaus, heppilegir milli- göngumenn í friðarviðræðum milli þjóða sem átt hafa í deilum, í Mið- Austurlöndum og víðar. Sérfræð- ingar segja hins vegar hættu á því að lætin vegna birtinga Jyllands- Posten á skopteikningum af spá- manninum Múhameð kunni að skaða þetta orðspor. „Til skamms tíma litið þá munu þessar deilur augsýnilega hafa nei- kvæð áhrif á orðspor Skandinavíu,“ sagði Daniel Nord, aðstoðarfor- stöðumaður hugveitunnar SIPRI, eða Stockholm International Peace Research Institute. Bætti hann við að ólíklegt sé við þessar aðstæður að nokkur múslímaríki leiti til Norðurlandanna til að gegna hlut- verki milligöngumanna í friðarvið- ræðum. Þau njóti einfaldlega ekki trausts meðal þeirra. Þessi umskipti snerta Norðmenn einna mest því að Noregur hefur á undanförnum áratugum oft tekið að sér lykilhlutverk í friðarviðræðum þjóða í millum, s.s. í deilu Ísraela og Palestínumanna. Eru friðarsamn- ingar þjóðanna frá 1993 einmitt kenndir við Ósló, höfuðborg Nor- egs. Þá veita fáar þjóðir eins miklu fé í þróunaraðstoð eins og Norðmenn. En í kjölfar þess að norska viku- blaðið Magazinet endurbirti skop- teikningarnar tólf af Múhameð, sem fyrst birtust í danska blaðinu Jyllands-Posten, hefur sú ímynd sem Noregur hefur haft farið fyrir bí. „Það er vel hugsanlegt að músl- ímar í heiminum líti framvegis til Noregs sem lands sem er fjandsam- legt íslam. Trúarleiðtogar kynnu að glata allri trú á að Noregur geti ver- ið sanngjarn sáttasemjari í friðar- viðræðum,“ sagði Stein Tønnesson, forstöðumaður International Peace Research Institute í Osló (PRIO). Jonas Gahr Støre, utanríkisráð- herra Noregs, hefur hins vegar sagt að hann vonist til að „mannkostir Norðmanna“ verði til að þeir vinni efasemdarmenn á sitt band á ný. Svíar sitja líka í súpunni Svíar hafa líka goldið skopteikn- ingamálsins, þó að myndirnar hafi ekki birst í neinu blaði í Svíþjóð. Sænska sendiráðið í Damaskus í Sýrlandi er í sama húsnæði og það danska og varð því fyrir skemmd- um um helgina, þegar ráðist var á bygginguna, og Svíar hafa líka mátt horfa upp á múslíma í Mið-Austur- löndum og víðar brenna sænska fánann. „Ég held ekki að venjulegur múslímakarl eða -kona viti almennt að það sé munur á Svíþjóð, Noregi og Danmörku og ég held því að við sitjum öll í sömu súpunni,“ sagði Nord hjá SIPRI. Hann sagðist hins vegar ekki eiga von á því að andúð í garð Norð- urlanda varaði lengi. Því var Tønn- esson sammála og sagði jafnvel mögulegt að allt þetta mál kynni að hafa jákvæðar afleiðingar þegar fram í sækti. „Þessi kreppa kann að vekja menn til vitundar um mikil- vægi samræðu milli ólíkra trúar- hópa,“ sagði hann og bætti því við að ef til slíkrar samræðu kæmi myndi Noregur án efa leika þar stórt hlutverk. Orðspor Norðurlanda í hættu? Ólíklegt að múslímaríki biðji Norðmenn að gerast sáttasemjarar Tókýó, AFP. | Japönsk yfirvöld til- kynntu í gær að Kiko prinsessa ætti von á barni seint á haustmánuðum. Kiko er eiginkona Akishino prins, yngri sonar Akihito Japanskeisara. Mikil spenna ríkir í Japan, enda ekki fæðst sveinbarn í keisarafjölskyld- unnni síðan árið 1965. Samkvæmt ríkjandi lögum í Jap- an ganga erfðir krúnunnar ávallt í karllegg. Hugmyndir um breytingar hafa verið ræddar að undanförnu þar sem Naruhito krónprins og Akishino bróðir hans eiga báðir ein- ungis dætur. Naruhito krónprins og Masako prinsessa eiga eina dóttur, Aiko, eft- ir 13 ára hjónaband. Masako hefur verið undir miklu álagi undanfarið vegna kröfunnar um karlkynserf- ingja. Hefur hún þar af leiðandi dregið sig að miklu leyti í hlé frá opinberum störfum. Junichiro Koizumi, forsætisráð- herra Japans, hefur verið helsti tals- maður þess að breytingar verði gerðar á erfðalögunum og hefur hvatt til þess að sú umræða haldi áfram, þrátt fyrir þessar nýju frétt- ir. Hann sagðist þó ekki vera að þrýsta á að breytingin gengi hratt í gegn. Hins vegar kæmist Aiko prinsessa brátt á skólaaldur og það skipti miklu máli að menntun hennar miðaðist við hvort hún yrði síðar keisaraynja eður ei. Almenningur vill Aiko prinsessu í hásætið Íhaldsmenn hafa eindregið lagst gegn því á síðustu vikum að konur geti erft krúnuna. Skoðanakannanir hafa hins vegar sýnt að mikill hluti almennings er fylgjandi því að Aiko setjist í hásætið. Isao Tokoro, sér- fræðingur í málefnum keisarafjöl- skyldunnar japönsku, sagði þung- unina geta orðið til þess að minnka þrýsting og flýti varðandi breyt- ingar á lögum um erfðaréttinn. Reuters Kiko prinsessa og Akishino prins. Keisaralegur erfingi í vændum ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.