Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 45 DAGBÓK fyrir sælkera á öllum aldri m - tímarit um mat og vín fylgir næst Morgunblaðinu laugardaginn 18. febrúar og að þessu sinni er blaðið helgað Food & Fun hátíðinni í Reykjavík sem stendur yfir dagana 22.-25. febrúar. • Umfjöllun um veitingastaðina sem taka þátt í Food & Fun í ár. • Sælkerauppskriftir frá meistarakokkum. • Fjallað um erlendu kokkana sem verða á Food & Fun. • Gómsætar uppskriftir úr íslensku hráefni. Auglýsendur! Pantið fyrir kl. 16 miðvikudaginn 15. febrúar og tryggið ykkur pláss í þessu glæsilega blaði. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi, vinnustofa kl. 9. Postulínsmálun kl. 9 og 13. Spænska kl. 10 og 12.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Heilsugæsla kl. 9.30– 11.30. Spil kl. 13.30. Keila kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist, spiladagur, fótaaðgerð. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, opið hús kl. 13–16. Grétudagur, spilað, teflt, spjallað. Gróukaffi. Akstur í boði sveitarfélagsins í umsjón Auðar og Linda, sími 565 0952. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Viðtalstími er í Gjábakka kl. 15–16. Félagsvist er spiluð í Gjábakka kl. 13. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | Skráning á sæludaga á Hótel Örk vikuna 26.–31. mars nk. Listar eru á upplýsingatöflum fé- lagsmiðstöðvanna Gjábakka og Gull- smára. Hægt er að skrá sig á skrif- stofu FEBK í Gullsmára 9 á skrif- stofutíma. Takmarkaður fjöldi gistinga í boði. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-Hrólfar ganga frá Glæsibæ kl. 10. Söngvaka kl. 14, undirleikari Sig- urður Jónsson. Söngfélag FEB: kór- æfing kl. 17. Leikfélagið Snúður og Snælda frumsýnir leikritið Glæpir og góðverk í Iðnó sun. 12. feb. kl. 14. Leikgerð Sigrún Valbergs. Leikstjóri Bjarni Ingvarsson. Miðapantanir í Iðnó í síma 562-9700. Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9.30 boccía. Kl. 9.30 og 13 glerlist, kl. 10 handavinna, kl. 13 félagsvist, kl. 15.15 söngur, kl. 17 bobb. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Postulínsmálun kl. 13. Samlestur Leshóps FEBK í Gullsmára á Brennu-Njálssögu alla miðvikudaga kl. 15.45. Stjórnandi Arngrímur Ís- berg. Allir eldri borgarar velkomnir. Ferð á Njáluslóðir á komandi sumri. Leshópur FEBK í Gullsmára. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Kvennaleikfimi kl. 9.00, 9.50 og 10.45, málun kl. 10 og 13.30 og búta- saumshópur kl. 13 í Kirkjuhvoli. Vatnsleikfimi auka kl. 9.45 í Mýri. Spænska kl. 10 í Garðabergi og spil- að brids í Garðabergi kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 8.45 sund- og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar. Kl. 10.30 dans. Frá hádegi spilasalur opinn. Kl. 14.30 kóræfing. Miðvikud. 22. febrúar býður lög- reglan í Reykjavík o.fl. í árlega fræðslu- og skemmtiferð, skráning hafin á staðnum og í s. 575 7720. Lagt af stað frá Gerðubergi kl. 14.30. Furugerði 1, félagsstarf | Í dag kl. 9 bókband. Kl. 13 leikfimi og kl. 14 sag- an. Kaffiveitingar kl. 15. Hraunbær 105 | Kl. 9 útskurður, postulínsmálun, kaffi, spjall, dagblöðin, fótaaðgerð. Kl. 12 hádeg- ismatur. Kl. 13 brids. Kl. 15 kaffi. Hringskonur Hafnarfirði | Aðalfundur Kvenfélagsins Hringsins verður 9. feb. kl. 20, í Hringshúsinu, Suðurgötu, Hafnarfirði. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa hjá Sigrúnu kl. 9–16, silki- og glermálun og kortagerð. Sam- verustund kl. 10.30, lestur og spjall. Böðun fyrir hádegi. Hæðargarður 31 | Alltaf eitthvað um að vera; tölvuhópur, skáldahóp- ur, framsagnarhópur, myndlistar- hópur, sönghópur, tréútskurður, postulín, handverk, glerskurður, gönguhópur o.s.frv. Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur er gestur í bókmenntahóp mið- vikudagskvöld kl. 20. Sími 568 3132. Korpúlfar Grafarvogi | Pútt á Korp- úlfsstöðum á morgun fimmtudag kl. 10. Á morgun 9. febrúar er opið hús á Korpúlfssgöðum frá kl. 13.30–16. Myndasýningar og kynning á félags- starfi Korpúlfa, samtök eldri borgara í Grafarvogi. Allir velkomnir. Kvenfélag Kópavogs | Kvöldverður og félagsfundur miðvikudaginn 15. febrúar í sal félagsins, Hamraborg 10, 2. hæð, kl. 20. Verð 1000 kr. Þátttaka tilkynnist í síma 554 3299 (Svana) og 554 4382 (Helga). Norðurbrún 1, | Kl. 9 smíði, kl. 9– 16.30 opin vinnustofa, kl. 9 opin fótaaðgerðastofa, sími 568 3838, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. Þorrablót föstudaginn 10. feb kl. 18.30. Sigmundur og Gunnar Jóns- synir syngja dúett, minni karla og kvenna. Þorvaldur Halldórsson leik- ur fyrir dansi. Veislustjóri Gunnar Þorláksson. Aðgöngumiði gildir sem happdrættismiði. Allir velkomnir. Skráning og uppl. í sima 568 6960. Skaftfellingabúð | Félagsvist verður haldin í kvöld í Skaftfellingabúð að Laugavegi 178 kl. 20.15. Kaffiveit- ingar í hléi. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9, handmennt almenn kl. 9.30– 16.30, morgunstund kl. 10, bókband kl. 10, verslunarferð í Bónus kl. 12.30. Dansað verður í dag kl. 14 og lesklúbburinn hittist kl. 15.30. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 9.30–11.30. Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) kl. 15.30-16.30. TTT-starf (5.-7. bekkur) kl. 17–18. ÆFAK (yngri deild) kl. 20. Árbæjarkirkja | Kyrrðarstund í há- deginu frá kl. 12–12.30. Súpa og brauðmeti á eftir í safnaðarheimil- inu gegn vægu gjaldi. Áskirkja | Hreyfing og bæn í safn- aðarheimili II milli kl. 11 og 12 í dag. Bessastaðasókn | Dagur kirkjunnar í Haukshúsum. Foreldramorgnar eru frá kl. 10–12 og opið hús eldri borg- ara er frá kl. 13–16. KFUM&K fundur fyrir 9–12 ára börn er frá kl. 17–18, rauða tveggja hæða rútan keyrir hringinn fyrir og eftir fundi. Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist, hugvekja, fyrirbænir. Léttur málsverður í Safnaðarheimili eftir stundina. Kirkjuprakkarar 7–9 ára kl. 16. TTT 10–12 ára kl. 17. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkj- unnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra kl. 13. Við spilum, föndrum og erum með handavinnu. Í dag verður sérstök sýnikennsla frá versluninni Litir og föndur. Öllum er velkomið að taka þátt í þessu starfi. Sjá: www.kirkja.is Digraneskirkja | Alfa námskeið kl. 19. www.digraneskirkja.is Dómkirkjan | Hádegisbænastundir alla miðvikudaga frá kl. 12–12.30. Léttur hádegisverður á kirkjuloftinu á eftir. Bænarefnum veitt móttaka í síma 530 9700. Garðasókn | Foreldramorgnar kl. 10 til 12.30. Í dag ætlar sr. Jóna Hrönn að fræða okkur um skírnina. Um- ræður á eftir. Kaffi á könnunni. Allir velkomnir. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í hádegi kl. 12. Altarisganga og fyrir- bænir. Boðið er upp á léttan hádeg- isverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prestar safnaðarins þjóna fyrir altari, orgelleikari Hörður Bragason. Allir velkomnir. TTT fyrir börn 10–12 ára á miðvikudögum í Rimaskóla kl. 17.30–18.30. Hafnarfjarðarkirkja | Mömmu- morgnar kl. 10–12. Fyrirlesarar koma reglulega til að fjalla um málefni tengt uppeldi barna. Kaffi og með- læti í boði. Hallgrímskirkja | Morgunmessa kl. 8. Íhugun, altarisganga. Einfaldur morgunverður í safnaðarsal eftir messuna. Háteigskirkja | Alla miðvikudaga er kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Að henni lokinni er boðið upp á léttan hádegisverð. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Vinafundir sem verið hafa í Há- teigskirkju munu hefjast á ný á nýju ári 16. febrúar nk. síðan 23. febrúar 2., 9., 16. og 23. mars. Allir velkomn- ir. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar kl. 10–12. Tiu til tólf ára starf er kl. 16.30–17.30. Hjálpræðisherinn á Akureyri | Kl. 12 bænastund. Keflavíkurkirkja | Kyrrðar og fyrir- bænastund í kirkjunni kl. 12.10. Sam- verustund í Kirkjulundi kl. 12.25 – súpa, salat og brauð á vægu verði – allir aldurshópar. Opið hús kl. 10–12. Umsjón er Dís Gylfadóttir og Guðrún Jensdóttir. Allir foreldrar sem hafa lausa stund á þessum tíma eru vel- komnir. KFUM og KFUK | Hátíðarfundur í AD KFUM Holtavegi 28 fimmtudag 9. feb. kl. 19 í umsjá stjórnar KFUM og KFUK. Nýir félagar boðnir vel- komnir. Fundurinn hefst með kvöld- verði, verð kr. 2.900. Skráning á skrifstofu KFUM og KFUK til 8. feb., sími 588 8899. Allir karlmenn eru velkomnir Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58–60, miðvikudaginn 8. feb. kl. 20. „Nærri lá að fætur mínir hrösuðu“. Ræðumaður er Guðlaugur Gunnars- son. Nokkur orð: Baldvin Steindórs- son. Kaffi eftir samkomuna. Allir eru velkomnir. Langholtskirkja | Bænagjörð með orgelleik og sálmasöng kl. 12.10. Súpa og brauð kl. 12.30 (kr. 300). Starf eldri borgara með fjölbreyttri dagskrá kl. 13–16. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn í umsjá Hildar Eirar Bolla- dóttur. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sól- armegin. Allt fólk velkomið að slást í för. Kl. 14.10 Kirkjuprakkarar (1.–4. bekkur) Kl. 16 T.T.T. (5.–6. bekkur). Kl. 19.30 Fermingartími. Kl. 20.30. Unglingakvöld. (Allir 8. bekkingar velkomnir). Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10, kaffi og spjall. Fyrirbænamessa kl. 12.15, prestur sr. Örn Bárður Jóns- son. Opið hús kl. 15, sr. Sigurður Árni Þórðarson fjallar um táknmál trú- arinnar? Af hverju eru messuklæðin stundum græn? Kaffiveitingar á Torginu. Selfosskirkja | Morguntíð sungin kl. 10. Beðið fyrir sjúkum og bágstödd- um. Einnig tekið við bænarefnum. Kaffisopi að lokinni athöfninni. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða SAN Francisco-ballettinn, sem Helgi Tómasson veitir forstöðu, var nýverið valinn „Dansflokkur ársins 2005“ í árlegri könnun meðal lesenda tímaritsins Dance Europe. Könnunin, sem nú fór fram í sjötta sinn, beindist að vali lesendanna á sínum uppáhalds dansflokki, dansara og listrænum stjórnanda, og verða niðurstöðurnar birtar í febrúarhefti tímaritsins, sem var stofnað árið 1995 og kemur út ellefu sinnum á ári í London. „San Francisco-ballettinn hefur ávallt gaman af því að koma fram í Evrópu, síðast í júlí, þegar við vorum eini dansflokkurinn sem var beðinn að koma fram á opnunar- kvöldi Les Étés de la danse de Paris-danshátíðarinnarí Frakklandi,“ segir Helgi Tómasson. „Við erum yfir okk- ur ánægð og það er mikill heiður að taka á móti þessari virtu viðurkenningu lesenda Dance Europe.“ Svanavatnið til sýninga á ný San Francisco-ballettinn tók í janúar aftur til sýninga meistaraverk ballettbókmenntanna, Svanavatnið, í upp- færslu Helga Tómassonar sem frumsýnd var árið 1988. Sýningin fékk afar jákvæða umsögn í San Francisco- chronicle nýverið. „Ef þig langar að vita hvers vegna harmþrungin svana-stúlka er táknmynd hins klassíska balletts og hvers vegna tónlist Tsjækovskí og spor Ivanovs og Petipa geta kramið í þér hjartað rúmri öld eftir að vera fyrst leidd saman, gerist tækifærið ekki betra en á nú- verandi sýningu San Fransico-ballettsins á Svanavatn- inu,“ sagði Rachel Howard meðal annars í umfjöllun sinni. Dans | San Fransisco-ballettinn valinn dansflokkur ársins Virt viðurkenning Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Frá uppfærslu San Francisco-ballettsins á Svanavatn- inu á Listahátíð í Reykjavík árið 2000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.