Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING Marc Jacobs á komandi vetrar- tísku sló í gegn á tískuviku í New York á mánudag. Innblásturinn kom frekar frá Edie Sedgwick en Grace Kelly. Hann sneri hefðbundnum frúarfatnaði á haus og gerði hann að skylduklæðnaði töff kvenmanna. Einkennandi fyrir sýningar hans eru marg- laga klæðnaður og er afhjúpað meira af persónuleika en holdi fyrirsætnanna. Það er mikill karakter í fötunum hans. Jacobs er vinsæll meðal yngri kvenna í Hollywood og á mikið fylgi fræga fólksins. Á meðal þeirra sem mættu á sýninguna voru Sofia Coppola, Dita von Teese, Serena Williams, Helena Christensen, Anna Winto- ur, Nicole Ritchie, Rachel Bilson og Winona Ryder. Jacobs á það til að koma á óvart og það er aldrei að vita hverju hann tekur upp á næst. Gestirnir voru því spenntir fyrir sýninguna sem einkenndist m.a. að stórum prjóna- flíkum, legghlífum og pilsum yfir buxur, sem gleður áreiðanlega einhverjar íslenskar konur sem þurfa þá ekki að skjálfa fyrir tískuna næsta vetur. Style.com ýjar að því að þessi sýning hafi í raun verið endursköpun að „grunge“- línunni umdeildu sem olli því að hann missti vinnuna hjá Perry Ellis árið 1992. Hönn- uðurinn vildi ekkert staðfesta með það eftir sýninguna. „Þetta snýst um staðina sem ég hef heimsótt, fólkið sem ég þekki, heims- leiðtoga og veturinn,“ sagði hann og vildi ekki láta mikið uppi með innblásturinn. Jacobs tileinkaði sýninguna Kal Rutten- stein, yfirmanni hjá Bloomingdales, sem lést í desember síðastliðnum. Tíska | Tískuvika í New York: Haust/vetur 2006–7 Skylduklæðnaður með karakter AP Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Marc Jacobs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.