Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Laufey Símon-ardóttir fæddist í Reykjavík 20. jan- úar 1939. Hún lést mánudagin 30. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru María Hró- mundsdóttir af Álftanesi, f. 1902, d. 1974, og Símon Bjarnason frá Hall- stúni í Holtum í Rang., f. 1897, d. 1981. Systkini Lauf- eyjar samfeðra voru Jódís Unnur, f. 1926, d. 2002, Agn- ar Bragi, f. 1929, d. 1971. Systkini Laufeyjar sammæðra eru Jörund- ur, f. 1924, d. 2001, Esther Svan- laug, f. 1926, d. 1993, Steinunn, f. 1928, d. 1979, Baldvin Elías, f. 1943, Elísabet, f. 1945. Hinn 25. desember 1961 giftist Laufey Magnúsi Jónssyni úr Reykjavík, f. 21. september 1935. Foreldrar hans voru Ágústa Magnúsdóttir frá Hofi í Dýrafirði, f. 16.8. 1906, d. 23.6. 1977, og Jón Sveinbjörnsson, f. í Reykjavík 1899, d. 2.11. 1989. Börn Laufeyj- ar og Magnúsar eru: 1) Ágústa, f. 1956, maki Kristján Þór Sigfús- son, f. 1958. Sonur Ágústu frá fyrri sambúð er Friðrik Þór, f. 1976. Hann á dótt- urina Anítu Ágústu, f. 2003. Ágústa og Kristján eiga soninn Magnús Viðar, f. 1979. 2) Evert Sveinbjörn, f. 1959, maki Hugrún Stef- ánsdóttir, f. 1959. Evert hefur alið upp Jóhannes Pál, f. 1979, son Hugrúnar, saman eiga þau Stefaníu Huld, f. 1992, og tvíburana Elvu Rún og Evu Kristínu, f. 1996. Jóhannes Páll á soninn Gabríel Snæ, f. 1997. 3) Sigrún, f. 1962. Með fyrrverandi eiginmanni Ármanni Sigurðssyni á Sigrún tvíburana Sigurð Evert og Katrínu Lind, f. 1995. 4) Hildur Kolbrún, f. 1966, börn hennar eru Laufey, f. 1984, hún á dótturina Elísabetu Lilju, f. 2002, María Tinna, f. 1986, og Berglind, f. 1989. 5) Berglind Agnes, f. 1971, börn hennar eru Sigrún Snædís, f. 1993, William Þór, f. 2001, og Ery- kah Lind, f. 2004 Börn, barnabörn og barnabarnabörn Laufeyjar eru alls tuttugu og tvö. Útför Laufeyjar verður gerð frá Garðakirkju á Álftanesi í dag og hefst athöfnin klukkkan 13. Elsku besta mamma mín og besti vinur. Þau fátæklegu orð sem ég rita nú á blað geta aldrei komið í stað þín, fallega mamma mín. Sársaukinn í hjarta mínu við að þú sért farin er allt of mikill. Það eina sem er til huggunar fyrir mig er að nú sért þú í faðmi móður þinn- ar og fjölskyldu sem ásamt Guði vorum verndar þig fyrir mig og okk- ur hin sem eftir lifum í sorg. Þú varst mér allt. Leiddir mig veginn, studdir mig í gegnum erfiðleika sem og á gleðistundum. Gafst mér von um betri tíð og vafðir mig allri þeirri umhyggju og ást sem þú gafst mér. Án þín er lífið tómlegt og gleði- snautt, elsku mamma. Dætur mínar og dótturdóttir syrgja ömmu sína sárt. Þú áttir hvert bein í þeim. Þú gafst þeim ást og umhyggju sem þær urðu aðnjótandi hvern dag frá þér ásamt því að þú áttir virkan þátt í uppeldi þeirra og lífi. Það þakka ég þér af öllu hjarta, elsku mamma mín. Það er svo margs að minnast í okkar lífi sem við áttum saman, allar ásamt pabba mínum sem nú sárt syrgir þig, elsku mamma mín. Hann missti ekki bara fallegu og góðu konuna sína, heldur líka besta vin sinn sem staðið hefur við hlið hans í hartnær 50 ár. Samheldin og ástrík voruð þið hjónin og lifðuð fyrir okk- ur börnin ykkar sem og barnabörn- in, sem nú segja að amma þeirra sé engill hjá Guði. Já, vegir Guðs eru svo skrýtnir. Hann tekur þig frá mér eftir svo stutta stund en gæfuríka ævi þína. Ég sat hjá þér og augu þín sögðu mér svo margt. Þú vildir segja mér að allt yrði í lagi, þú myndir fylgjast með mér og okkur öllum hinum. Við vorum alltaf svo tengdar og þú last mig alltaf eins og opna bók. Ég bað þig að sleppa svo að þú þjáðist ekki meir, þetta yrði allt í lagi. Þú færir ekki langt frá mér, elsku góða mamma mín og besti vinur. Ég kveð þig nú með harm í hjarta og vil biðja Guð og englana um að passa þig vel fyrir mig. Þakka þér fyrir það líf sem þú gafst mér, elsku mamma mín. Án þín væri ég ekkert, Vegna þín er ég það sem ég er, Elska þig alltaf. Þín dóttir Kolbrún. Elsku besta amma mín. Mér þyk- ir svo leitt að þú sért farin. Í gegn- um ævi þína hefur þú staðið eins og stoð og stytta með öllum sem voru í kringum þig. Ég man hversu ánægðar við systurnar vorum hjá ykkur afa, okkur leið alltaf svo vel hjá ykkur. Þú og afi áttuð stóran þátt í uppeldi okkar systra og við værum ekki þær manneskjur sem við erum í dag, ef þið hefðuð ekki átt í hlut. Ég man líka þegar ég var 18 ára unglingur á leiðinni að eignast mitt fyrsta barn, hvað þú varst um- hyggjusöm og reyndir að láta mér líða vel meðan ég var kvalin af hríð- um. Þú gafst mér mikinn styrk með nærveru þinni og ég var ofboðslega stolt að fá það tækifæri að færa í heiminn þitt fyrsta barnabarnabarn. Hún er litla ljósið mitt og ég vona að þú passir hana vel fyrir mig. Hún mun alltaf sakna langömmu sinnar. Ég vona að þér líði vel þar sem þú ert en ég veit að þú ferð aldrei langt því þannig persóna hefur þú alltaf verið, þú passaðir alltaf upp á alla. Í gegnum ævina hefur þú verið hetjan okkar allra og duglegasta kona sem nokkur hefur kynnst. Mig langar að halda það að í veikindum þínum haf- ir þú verið í fullri vinnu, því starfi þínu var ekki lokið fyrr en allt var yfirstaðið. Þú áttir eftir að ljúka mikilvægu verki og það var að sam- eina fjölskyldu þína betur, sérstak- lega börnin þín og þú passaðir að allir vissu að þú værir sátt við að fara. Þú hélst utan um okkur og sagðir okkur með því, að allt væri í lagi, við þyrftum ekkert að óttast. Mér leið betur að halda í hönd þína og liggja með höfuðið í fangi þínu frekar en að standa og horfa á þig. Ég fann styrk þinn en um leið varstu máttvana. Ég vil þakka þér fyrir að auðga líf mitt, fyrir að vera stór hluti af lífi mínu sem skipti meginmáli. Þú gafst mér von þegar vonleysi var til staðar, þú gafst mér styrk þegar ég þurfti á því að halda, þú gafst mér ljósið sem lýsti mér veginn og mest af öllu gafstu mér lífið til að lifa því lifandi. Án þín væri ég ekkert. Þú ert engillinn minn. Þín Laufey. Elsku amma mín. Hversu erfitt það er að kveðja þig er ólýsanlegt. Þetta gerðist allt svo hratt og sorgin eiginlega bara helltist yfir mann. Það er svo erfitt að átta sig á því að kona eins og þú sért farin. Þú varst mér sem amma, móðir, systir og besta vinkona. Þú varst sú mann- eskja sem ég gat alltaf leitað til. Hvort sem það var til að klaga Lauf- eyju systur þegar við vorum litlar eða gelgjan að fara með mig, vissir þú alltaf hvað var til ráða. Þú vissir alltaf hvað átti að segja, hvert sem málefnið var. Ég mun sakna þess að þú varst sú eina sem kallaðir mig Mörsu og var það þá oftast sagt „Marsa mín“. Ég man þegar ég var að læra að mála með spaða og fyrstu spaðamyndina mína gaf ég þér. Já, amma mín, þú varst okkur allt, þér þótti líka svo vænt um alla og mismunaðir aldrei neinum. Þú varst og ert hetjan mín. Kona sem aldrei kvartaðir, varst alltaf svo sterk, fallegasta kona sem uppi hef- ur verið og sú allra hugulsamasta. Ég fór heim til þín með syni þínum honum Evert og gistum þar á með- an allt þetta gekk á. Einn morg- uninn þegar við vöknuðum vorum við að fara að fá okkur morgunmat og þá einmitt minntumst við þess hversu skipulögð þú varst. Já, amma mín, heimilið þitt var alltaf svo fallegt, og þá er sérstakt að minnast garðsins þíns, hann var svo fallegur. Litli drengurinn með flaut- una í pollinum þínum og steinarnir sem ég og Sigrún sóttum fyrir þig út í hraun, blómunum öllum raðað eftir þinni ósk. Þú varst svo falleg kona í hjarta þínu og garðurinn lýsti því best. Maður var ekki kominn heim fyrr en maður kom heim til ömmu. Ég vona að þú passir alla fjölskylduna þína vel og sérstaklega hann afa minn, hjarta hans brast þegar ástin hans fór. Þið voruð alltaf svo sam- rýnd og hamingjusöm saman. Ég vona líka að ég finni sömu ást og þið í lífi mínu því enginn er ríkari en hjón sem njóta ástar og umhyggju hvort annars og þannig voruð þið. Ég elska þig svo mikið, amma, og ykkur afa bæði. Þið eruð hetjurnar mínar. Þín María Tinna. Elsku engillinn minn. Mér líður eins og hluti af hjarta mínu sé rof- inn, nú þegar þú ert farin og ég finn hvað það er stundum erfitt að anda. Ég hef aldrei á ævi minni grátið eins mikið og ég mun gráta meira. Ég er svo tóm án þín, amma mín. Það að þessi sterka, dásamlegasta og ynd- islegasta manneskja sem ég hef nokkurn tímann á ævi minni þekkt, amma mín, lá á dánarbeði sínum. Það var svo erfitt að sjá þig liggj- andi í rúminu og það eina sem ég vildi gera var að leggjast við hliðina á þér og kúra hjá ömmu minni, eins og ég gerði alltaf áður fyrr. Mér fannst alltaf svo gott að halda í höndina á þér, elsku amma mín, og kúra með höfuðið við hliðina á þér. Að fá að vera með þér þessa sein- ustu daga gaf mér ótrúlega mikið. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að fá að hafa þig í lífi mínu og ég mun aldrei gleyma ömmu minni. Lífið er ekki það sama án þín, elsku amma mín. Án þín væri ég ekki sú sem ég er í dag. Þú hefur kennt mér lífs- reglur sem ég mun fylgja og þú gafst mér tilgang að lifa. Þú hefur alltaf hjálpað mér í gegnum hvaða erfiðleika sem var og þú tókst alltaf eftir því ef eitthvað var að. Þú hafðir gengið í gegnum marga erfiðleika um ævina en þú stóðst alltaf aftur upp á þegar aðrir hefðu haldið áfram að falla. Þú fórst ekki til guðs fyrr en allir voru vissir um að þú værir sátt og óhrædd og að allir væru sáttir. Andlát þitt hefur gefið mörgum tilgang, eins og mér. Ég ætla að biðja fyrir þér, elsku amma mín, á hverju kvöldi, biðja guð um að blessa og varðveita ljósið mitt. Ég veit að þú ferð ekki langt burt, enda vildirðu ávallt fylgjast með mér. Ég er ánægð að þú sért nú komin á besta stað í heimi, til mömmu þinnar og englanna. Ég veit að þau munu hugsa vel um þig, elsku amma mín. Ég mun ávallt biðja fyrir þér, elsku amma, og ég vona að þú fylgist með mér að ofan. Ég vil þakka þér fyrir að vera til, gefa mér von þegar vonleysi var, til- gang til að lifa og auðga líf mitt. Elska þig, engillinn minn. Þín Berglind Steinunn. Elsku mamma. Það er erfitt að trúa því að þú sért farin frá mér og börunum mínum. Með harm í hjarta mínu rita ég nokkur orð til þín. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og börn- in mín. Þú varst daglegur partur af LAUFEY SÍMONARDÓTTIR Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SIGURÐUR PÉTURSSON vélstjóri, Teigagerði 1, Reykjavík, lést á heimili sínu mánudaginn 30. janúar. Útför hans verður frá Grafarvogskirkju fimmtudag- inn 9. febrúar kl. 15:00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð hjúkrunarþjónustu Karitasar. Tekið er á móti framlögum í síma 551 5606 milli klukkan 9 og 10 alla virka daga. Herdís Sigurjónsdóttir, Magni Sigurjón Jónsson, Kristín Björnsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir, Jóhannes Á. Kristinsson, Borghildur Anna Jónsdóttir, Pétur Jónsson, Sigrún Ólafsdóttir, Helga Björk Jónsdóttir, Daníel B. Gíslason, Áki Ármann Jónsson, Alda Þrastardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KATRÍN S. JÓNSDÓTTIR, lést á Hrafnistu, Reykjavík, aðfaranótt sunnu- dagsins 5. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hlöðver Helgason, Sævar Hlöðversson, María Pétursdóttir, Hjálmar K. Hlöðversson, Elínborg Pétursdóttir, Guðjón H. Hlöðversson, Björg Ragnarsdóttir, Hafdís Hlöðversdóttir, Sigmar Teitsson, Gunnar Hlöðversson, Sigurlaug M. Ólafsdóttir, Valgerður O. Hlöðversdóttir, Pétur Andrésson. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, MÁLFRÍÐUR AGNES DANÍELSDÓTTIR, Háteigi 19, Keflavík, sem lést á heimili sínu föstudaginn 3. febrúar, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 10. febrúar klukkan 14.00. Magnús Jónsson, Sigríður Magnúsdóttir, Einar Haukur Helgason, Ingibjörg G. Magnúsdóttir, Kristbjörg J. Magnúsdóttir, Árni Ingimundarson, Sjöfn Magnúsdóttir, Óskar Gunnarsson, Elísabet Magnúsdóttir, Hafþór Óskarsson, Pétur Magnússon, Valerie J. Harris, Sigurborg Magnúsdóttir, Ásgrímur S. Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar og tengda- móðir ANNA BJÖRK DANÍELSDÓTTIR, Fjóluhvammi 13, Hafnarfirði, andaðist á heimili sínu aðfaranótt þriðjudagsins 7. febrúar. Útförin verður auglýst síðar. Hafsteinn Þórðarson, Pálína Margrét Hafsteinsdóttir, Guðmundur Sigurðsson, Ása Marin Hafsteinsdóttir, James William Goulden, Daníel Þór Hafsteinsson, Ellen Ragna Pálsdóttir. Faðir okkar, BALDUR G. JOHNSEN fyrrv. yfirlæknir, andaðist á hjúkrunarheimilinu Skjóli aðfaranótt þriðjudagsins 7. febrúar. Björn B. Johnsen, Sigfús J. Johnsen, Anna J. Johnsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.