Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 31 UMRÆÐAN NÚ STYTTIST óðum í kosningar til stúdentaráðs Háskóla Íslands og eru fylkingarnar í stúdentapólitíkinni óð- um að marka sér sér- stöðu og leggjast nú þungt á árarnar í kosningaróðrinum. Ég held að flestir stúd- entar geti verið sam- mála um að stúd- entaráð hafi verið með endemum lítt sýnilegt það sem af er vetri og orsakast það ef til vill af þeirri sérstöku stöðu, sem upp kom eftir síðustu kosn- ingar, þegar sú fylking er minnst fylgi hlaut skipaði sér í oddastöðu í ráðinu. Vona ég að við stúdentar berum gæfu til að láta slíkt ekki endurtaka sig. Annað atriði, sem ber nokkuð á góma í kosningabaráttunni, eru hinar ótrúlegu og vanhugsuðu tillögur Röskvu um að stúd- entaráð Háskólans eigi að beita sér af þunga gegn eða fyrir ýmsum hitamálum í samfélaginu. Hefur verið nefnt í því sam- bandi að betur hefði farið á því að verja því fé, sem íslenzka ríkið þarf að leggja út í kosningabaráttu og hugsanlegri þátttöku í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, til Háskóla Íslands. Þess- ar hugmyndir eru í bezta falli barna- legar enda vandséð hvernig stúd- entaráð Háskólans hyggst álykta í nafni allra stúdenta um ýmis um- deild mál samfélagsins. Ég myndi til dæmis ekki kæra mig um að stúd- entaráð færi að álykta gegn setu Ís- lands í öryggisráðinu. Færu hags- munasamtök stúdenta að eyða púðri og tíma í slíkt er ég hræddur um að stúdentar færu að bera blendnar til- finningar til ráðsins og þá væri ekki lengur um að ræða hagsmunabar- áttu fyrir alla stúdenta heldur sund- urleitan hóp manna sem vildi vekja athygli á sjálfum sér í nafni stúd- enta. Slíkt myndi án efa fljótt sundra stúdentum og gerði ráðinu ókleift að starfa af fullri getu að ýmsum verulegum hagsmunamálum stúd- enta eins og málefnum Lánasjóðs íslenzkra námsmanna. Furðulegastur er þó sá málflutningur Rösk- vuliða að stúdentaráð undanfarinna ára hafi misst sjónar á heild- armyndinni í hags- munamálum stúdenta. Er þetta nefnt í því samhengi að ráðið hafi ekki beitt sér sem þrýstihópur í umdeild- um samfélagsmálum heldur frekar kosið að verja tíma sínum í mál, sem væntanlega eru að mati Röskvuliða smá- vægileg, eins og að koma upp klukkum í allar prófstofur, upp- setningu á rafmagns- tenglum fyrir fartölvur í stóra sal Háskólabíós og nú síðast uppsetn- ingu á aðgangsstýringu við byggingar háskól- ans sem gerir stúd- entum kleift að komast inn í byggingar allan sólarhringinn. Já, ég sagði hér fyrir ofan að mál- flutningur Röskvu væri í bezta falli barnalegur. Mér finnst hann í raun grátlegur. Að jafnstór fylking og Röskva átti sig ekki á fáránleikanum í málflutningi sínum er vissulega grátlegt, ekki bara fyrir Röskvuliða heldur alla stúdenta við Háskóla Ís- lands. Bylur hæst í tómri tunnu Páll Heimisson fjallar um kosningar í Háskóla Íslands Páll Heimisson ’Að jafnstórfylking og Röskva átti sig ekki á fáránleik- anum í málflutn- ingi sínum er vissulega grát- legt, ekki bara fyrir Röskvuliða heldur alla stúd- enta við Háskóla Íslands.‘ Höfundur er þýzku- og laganemi við Háskólann og situr auk þess sem fulltrúi nemenda á deildarfundum hugvísindadeildar. Á ÞVÍ kjörtímabili bæjarstjórnar, sem nú er að ljúka, hefur íbú- um Ísafjarðarbæjar fækkað. Meðallaun fólks hafa dregist sam- an. Fasteignaverð sem hlutfall af landsmeð- altali heldur áfram að lækka. Núverandi bæj- arfulltrúar hafa mætt þessum ósköpum með jákvæðni: Þeir benda á, að sum árin hafi aft- urförin verið hægari en áður! Ísfirðingar, ef þið eruð ánægðir með þessa þróun, ef þið er- uð einnig haldnir þess- ari neikvæðu já- kvæðni, þá hvet ég ykkur til að fara á kjörstað á laugardag- inn og greiða einungis núverandi bæj- arfulltrúum Sjálfstæð- isflokksins atkvæði. Ef þið viljið hins vegar að Ísafjarðarbær rísi úr öskustónni og vaxi til jafns við aðra stóra þétt- býlisstaði, þá skora ég á ykkur að veita mér brautargengi í prófkjör- inu. Ég lofa ykkur að ekkert verður eins. Öllum steinum verður velt við. Óþægilegar spurningar verða born- ar fram og skýringa óskað. Krafist verður aðgerða, sem brjóta af okkur klafa stöðnunar og eyð- ingar. Á sínum tíma var Ísa- fjörður öflugasti kaup- staður landsins utan Reykjavíkur, fyrst og fremst fyrir atbeina stórhuga fólks. Tækifærin eru engu minni í dag. Það þarf aðeins djörfung og dugnað til að nýta þau. Ég bið um stuðning ykkar, íbúar Ísafjarð- arbæjar, til að hrista upp í stöðnuðu stjórn- kerfi svo að launin ykk- ar geti hækkað og hús- eignirnar aukist að verðgildi. Ég bið um stuðning ykkar, svo að æskan geti búið hér við bestu skóla landsins allt til háskólaprófs. Ég bið um stuðning ykkar, svo að þeir sem auðlegð landsins skópu geti búið við bestu aðstæður á ævikvöldi. Hefjum Ísafjörð til vegs og virðingar á ný! Ég er reiðubúinn að vinna af krafti fyrir bæinn minn, bæinn okkar. Hvað vilja Ísfirðingar? Eftir Úlfar Ágústsson Úlfar Ágústsson ’Hefjum Ísa-fjörð til vegs og virðingar á ný! Ég er reiðubúinn að vinna af krafti fyrir bæinn minn, bæinn okkar.‘ Höfundur sækist eftir 1.–4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ. Prófkjör Ísafjörður ÞAÐ stendur skrifað að sá sem viti ekki hvert hann stefni komist sjaldan á leiðarenda. Á síðustu misserum hefur Viðskiptaráð Ís- lands í samstarfi við Háskólann í Reykjavík staðið fyrir fundum með forvígismönnum viðskipta, menn- ingar og menntamála á landinu í því augnamiði að marka þá stefnu sem Ísland eigi að setja sér á ýms- um sviðum til ársins 2015. Til- gangur fundanna var að sama skapi að fá fólk úr ólíkum greinum sam- félagsins til að ræða framtíð Ís- lands á breiðum grundvelli út frá áherslum í málum atvinnulífs, menntamála, fjölskyldu og menn- ingar og verður skýrsla sem m.a. byggist á þessari vinnu kynnt á Viðskiptaþingi í dag. Sú bylting sem átt hefur sér stað á flestum sviðum íslensks sam- félags er ekki sjálfsögð og því síður er sjálfgefið að hún muni halda áfram ef ekki er hugað að framtíð- inni í tíma. Áherslur í atvinnulífi, á sviði menntamála, heilbrigðismála, ríkisfjármála, menningar og í hag- kerfinu í heild þurfa að liggja fyrir og við eigum að setja okkur metn- aðarfull markmið til framtíðar. Góð varða á þeirri vegferð er að breyta Íslandi ársins 2015 í þjónustu- samfélag af ýmsum toga. Sköpum góða ytri umgjörð Stór hluti Íslendinga starfar nú á alþjóðavettvangi. Sú staða gerir fólki kleift að líta til heimalandsins úr fjarlægð og fá þannig sýn yfir hvað megi betur fara og hvað er betur gert hér en annars staðar. Hluti af slíkri framtíðarsýn er að gaumgæfa stöðuna í dag og meta kosti hennar og galla. Ef okkur auðnast að hagnýta kostina og láta þá vega upp gallana er okkur ekk- ert að vanbúnaði að gera Ísland að samkeppnishæfasta landi heims. Við eigum að einblína á lausnir í stað vandamála og að sama skapi eigum við að hugsa stórt þegar við lítum til framtíðar. Það eru forrétt- indi að vera lítil þjóð enda þurfum við minna átak en stórþjóðir til að lyfta grettistaki. Meginmarkmið stjórnvalda á næsta áratug ætti að vera að skapa góða ytri umgjörð á öllum sviðum þjóðlífsins og láta einkaframtakið blómstra innan þess ramma sem þau skapa því. Mikið ríður á að ís- lensk stjórnvöld einsetji sér að þróa áfram skattaumhverfi fyrirtækja og einstaklinga þannig að umgjörð til athafna verði eins og best verður á kosið í alþjóðlegum samanburði. Íþyngjandi regluverk ber dofann með sér og mikilvægt er að fylgjast vel með á alþjóðavettvangi og að hið opinbera einsetji sér að ganga helst aldrei skemur í umbótum í stjórnsýslunni en helstu viðmið- unarþjóðir okkar. Við eigum að láta vinda viðskiptafrelsis leika um sem flest svið hagkerfisins og treysta landsmönnum í auknum mæli fyrir eigin velferð. Snögg umskipti eru sjaldnast heillavænleg og miða hugmyndir Viðskiptaráðs að því að setja ís- lensku samfélagi langtímamarkmið sem unnið verði jafnt og þétt í að gera að raunveruleika á næsta ára- tug. Skiptir þá engu hvort litið er til frekari umbóta í menntakerfinu, skattkerfinu eða heilbrigðiskerfinu enda eigum við ekki að sætta okkur við neitt minna en framúrskarandi laga- og rekstrarumhverfi á öllum sviðum. Við eigum að elta uppi for- ystuþjóðir á sem flestum sviðum og taka fram úr þeim. Ein forsenda þess er að hvetja íslenska náms- menn til að stunda framhaldsnám, bæði hér heima og á er- lendri grundu og fá erlenda háskólanema til að sækja fram- haldsmenntun sína til Íslands. Ísland verði þjónustusamfélag Það hillir undir breiða samstöðu um uppbyggingu landsins sem miðstöðvar fjár- mála og þjónustu á næstu árum og er skemmst að minnast yfirlýsingar forsætisráð- herra á Viðskiptaþingi 2005 þess efnis að hann sæi fyrir sér í fram- tíðinni að Ísland verði þekkt sem alþjóðleg miðstöð fjármála. Að sama skapi verði áfram skapaðar blómlegar aðstæður fyrir alþjóðleg fyrirtæki, sem hafi hér höf- uðstöðvar vegna ákjósanlegra skil- yrða af hálfu stjórnvalda, vegna þess mannauðs sem í landinu býr og vegna mikils og góðs stöð- ugleika, hvort sem er í efnahags- legu eða stjórnmálalegu tilliti. Fulltrúar viðskiptalífs, stjórn- málamenn og almenningur allur eiga að hampa þessum hugmyndum og láta á það reyna hvernig hægt verði að skapa sem besta umgjörð um þjónustufyrirtæki framtíðar. Stefnufesta stjórnvalda í um- breytingu íslensks atvinnulífs til ársins 2015 er mikilvægur þáttur á vegferð til umbreytingar íslensks samfélags í þjónustusamfélag á heimsmælikvarða. Að sama skapi verður að líta til þess að Ísland er agnarsmátt í alþjóðlegu samhengi og örlítil hlutdeildaraukning ís- lenskra fyrirtækja á alþjóðlegum markaði hefur ráðandi áhrif á þjóð- arbúið. Í ljósi aukinnar alþjóðavæð- ingar mun hlutfall fjármála- og þjónustuviðskipta halda áfram að aukast í íslensku þjóðarbúi til árs- ins 2015. Á Íslandi er einstakt tæki- færi til uppbyggingar á þjónustu- samfélagi á næsta áratug. Grípum tækifærið — það er óvíst að það gefist. Ísland 2015 – skapandi þjóðfélag Jón Karl Ólafsson og Halldór Benjamín Þorbergsson skrifa í tilefni af Viðskiptaþingi ’Á Íslandi er einstakttækifæri til uppbygg- ingar á þjónustusam- félagi á næsta áratug.‘ Jón Karl Ólafsson Jón Karl er formaður stjórnar Viðskiptaráðs Íslands og Halldór Benjamín er starfandi fram- kvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Halldór Benjamín Þorbergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.