Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÁRÁS Á HERMENN Starfsmaður Íslensku friðargæsl- unnar var staddur í bækistöðvum öryggissveita Atlantshafsbandalags- ins í norðvesturhluta Afganistans þegar hópur reiðra múslíma réðst þar til atlögu í gær. Til átaka kom og týndu fjórir Afganar lífi en sex norskir friðargæsluliðar særðust. Ís- lendingurinn er heill á húfi. Hæsta lánshæfiseinkunn Skuldabréfaútgáfa Kaupþings banka hefur fengið hæstu mögulega lánshæfiseinkunn hjá alþjóðlega lánshæfisfyrirtækinu Moody’s. Á sama tíma veldur útlánaaukningin í íslenska bankakerfinu áhyggjum, að mati matsfyrirtækisins Fitch Rat- ing. Fundu „nýjan heim“ Vísindamenn hafa uppgötvað „nýjan heim“ á einangruðum frum- skógarsvæðum í Indónesíu, nýjar tegundir froska, fiðrilda og plantna og einnig stór spendýr. „Þetta er það næsta, sem hægt er að komast aldingarðinum Eden,“ sagði einn vísindamannanna. Olíufélagið selt Bílanaust ásamt núverandi hlut- höfum og stjórnendum fyrirtækisins og nokkrum öðrum fjárfestum hafa keypt allt hlutaféð í Olíufélaginu ehf. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Viðhorf 30 Viðskipti 14/15 Umræðan 26/33 Erlent 16/17 Minningar 34/37 Minn staður 18 Myndasögur 42 Höfuðborgin 19 Dagbók 42/45 Akureyri 20 Staður og stund 44 Suðurnes 21 Leikhús 45 Landið 21 Bíó 50/53 Daglegt líf 22/24 Ljósvakamiðlar 54 Menning 25 Veður 55 Forystugrein 28 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðinu fylgir fasteignablað Miðborgar. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " # $ %         &         '() * +,,,                    Ræðum málin. Ég verð á beinni línu á Útvarpi Sögu fm 99.4 í dag kl. 17. Sími: 588 1994 HUGSUM STÓRT! Ég hef beitt mér fyrir því að íbúar hafi bein áhrif á sitt nánasta umhverfi meðal annars með stofnun þjónustumiðstöðva. Ég vil styrkja stoðir þjónustumiðstöðvanna þannig að fólkið hafi áhrif á forgangsröðun verkefna í sínu hverfi og þar með sitt daglega líf. ÞOLINMÆÐI félagsráðgjafa sem starfa hjá Reykjavíkurborg er að þrotum komin, en þeir hafa verið með lausa samninga síðan 1. nóv- ember. Formaður kjaranefndar seg- ir að látið verði reyna á samnings- vilja borgarinnar á næsta fundi áður en íhugað verður að boða til verk- falls. Félagsráðgjafar sem starfa hjá Reykjavíkurborg fjölmenntu á áhorfendapalla í ráðhúsi Reykjavík- ur á meðan fundur borgarstjórnar stóð yfir í gær til að leggja áherslur á kröfur sínar, og héldu eftir það á félagsfund til að ræða ganginn í kjaraviðræðunum, segir Vilborg Oddsdóttir, formaður kjaranefndar félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg. „Það er mjög mikill hugur í fé- lagsráðgjöfum innan Reykjavíkur- borgar um að ganga langt í sínum kjaramálum núna,“ segir Vilborg, en mikið ber á milli kjaranefndar fé- lagsráðgjafa og samninganefndar borgarinnar. Óánægja félagsráðgjafa með laun sín magnaðist þegar nokkrar stofn- anir borgarinnar voru sameinaðar og verkefnum þeirra sinnt í þjón- ustumiðstöðvum í hverfunum, en þá fóru félagsráðgjafar að bera laun sín saman við laun sambærilegra stétta sem þar vinna, svo sem kennsluráð- gjafa og leikskólaráðgjafa, segir Vil- borg. Hún segir miklu muna á laun- um þessara hópa, og ekki virðist vera vilji hjá Reykjavíkurborg til að minnka þann mun eða eyða honum alveg. Vilborg segir laun félagsráðgjafa hjá Reykjavíkurborg lægri en laun félagsráðgjafa hjá ríkinu, og að erf- iðlega hafi gengið að ráða félagsráð- gjafa á þjónustumiðstöðvarnar þar sem launakjörin séu svo bágborin. Bætt kjör kvennastétta? Í dag starfa 74 félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg, að langstærstum hluta konur, aðeins eru tveir karl- menn í hópnum. Vilborg bendir á að það hljómi einkennilega þegar borg- arstjóri tali um að bæta kjör kvenna- stétta í ljósi þess hversu erfitt virðist vera að sækja leiðréttingu á launum hefðbundinnar kvennastéttar eins og félagsráðgjafa, sem hafi dregist verulega aftur úr stéttum með sam- bærilega menntun hjá borginni. „Mjög mikill hugur í félagsráðgjöfum“ Félagsráðgjafar boða hertar aðgerðir í kjaraviðræðum LISTAVERK til minningar um hjónin Einar Sigurðsson og Svövu Ágústsdóttur frá Vestmannaeyjum var afhjúpað í gær á Skansinum í Vestmannaeyjum, en þá voru liðin 100 ár frá fæðingu Einars. Verkið er eftir Gerði Helgadóttur myndhöggv- ara en Einar var einn af forvíg- ismönnum þess að styrkja listakon- una til náms í Frakklandi á sínum tíma. Auður, dóttir Einars, flutti ræðu við afhjúpunina og kom fram í máli hennar að val á Skansinum sem staðsetningu verksins hefði ekki verið tilviljun því að hann væri stór hluti í sögu Vestmannaeyja, auk þess sem faðir þeirra hefði átt svæð- ið og fyrirtæki hans höfðu verið með starfsemi þar nálægt en öll orðið undir hrauni í Vestmannaeyjagos- inu. Einar hafði á sínum tíma verið í miklum atvinnurekstri í Vest- mannaeyjum en hann lést árið 1977 og kona hans ári seinna. Það var Elín, yngsta dóttir Einars og Svövu, sem afhjúpaði verkið. Morgunblaðið/Sigurgeir Börn og barnabörn Einars og Svövu við listaverkið. F.v.: Elín, Auður, Sólveig, Helga, Ólöf, Svava, Ágúst, Guðbjörg Matthíasdóttir, eiginkona Sigurðar heitins Einarssonar, og Elísabet. Fyrir framan eru börnin (f.v.) Ásgeir Bein- teinn Árnason, Elín María Árnadóttir og Una Haraldsdóttir. Afhjúpuðu listaverk á Skansinum UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ sendi í gær frá sér viðvörun til Íslendinga vegna ferðalaga til Mið-Austurlanda. Er íslenskum ferðamönnum ráðlagt að ferðast ekki til Sýrlands og Líb- anons eins og sakir standa. Í samtali við Morgunblaðið sagði Geir H. Haarde utanríkisráðherra að atburðirnir í Afganistan í gær, þegar ráðist var að bækistöðvum al- þjóðlegra öryggissveita Atlantshafs- bandalagsins í bænum Meymana í Afganistan, sýndu auðvitað að menn yrðu að vera á varðbergi hvar sem þeir væru. Einn starfsmaður ís- lensku friðargæslunnar var að störf- um í Meymana þegar árásin var gerð, en maðurinn er heill á húfi. „Við náttúrlega hörmum það að þessar [skop]myndir hafi valdið sár- indum og þessari miklu gremju í múslímaheiminum og sært tilfinn- ingar manna. Það ber auðvitað að harma það. En það verður auðvitað að standa vörð um málfrelsi og prentfrelsi sömuleiðis. Hér þarf að leika ákveðna jafnvægislist. Í lýð- frjálsum löndum geta ríkisstjórnir ekki gefið frjálsum fjölmiðlum fyr- irmæli um hvað má birta og hvað ekki. Það reynir á ábyrgð fjöl- miðlanna sjálfra í þeim efnum,“ sagði Geir H. Haarde utanríkisráð- herra. Íslendingar varaðir við ferðalögum til Mið-Austurlanda RÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær- morgun á fundi sínum að höfða mál gegn olíufélögunum vegna ólöglegs verðsamráðs þeirra. Árni Mathie- sen fjármálaráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið að ekki væri ljóst á þessari stundu hversu há skaðabótakrafan væri en rík- islögmaður ynni nú að kröfugerð og þar myndi koma fram hversu há krafan yrði og hversu miklu fé ríkið tapaði. Ákvörðunin hefði verið tek- in í kjölfar niðurstöðu Samkeppn- isstofnunar um ólöglegt samráð ol- íufélaganna. Fjármálaráðherra taldi mikilvægt að ríkið héldi uppi kröfum vegna málsins til að verja hagsmuni ríkissjóðs og almennings. Ríkið í mál gegn olíufélögunum EVE Online-tölvuleikurinn hefur nú 100 þúsund virka áskrifendur, en leikurinn er svokallaður fjölþátt- tökuleikur sem er spilaður í gegn- um netið. Leikinn hannaði íslenska fyrirtækið CCP hf. Áskrifendum hefur fjölgað stöð- ugt og leikurinn er að öðlast vin- sældir erlendis, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá CCP. Sérstaklega hefur vöxturinn verið mikill á mörkuðum þar sem mikil samkeppni er milli fjölþátttöku- leikja, t.d. í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu, en reiknað er með að leikurinn eigi eftir að ná veru- legum vinsældum á tölvuleikja- markaðnum í Kína seinna á árinu. 100 þúsund spila Eve Online LÉLEGT netsamband við útlönd vegna misbresta í rekstri FARICE- sæstrengsins, er farið að hamla verulega starfsemi fjölmargra fyr- irtækja hér á landi, m.a. í hátækni- iðnaði og fjármálaþjónustu. Stöð- ugleiki í fjarskiptum ætti að vera algert forgangsmál stjórnvalda og undarlegt að ekki skuli þegar vera búið að ráðast í umbætur í þessu efni, segir í skýrslu framtíðarhóps Viðskiptaráðs Íslands. Straumhvörf urðu í fjarskiptamálum lands- manna þegar FARICE- sæstreng- urinn milli Íslands og Skotlands um Færeyjar var tekinn í notkun. Til- gangurinn var að færa netnot- endum meira öryggi en áður þegar síma- og tölvunotendur urðu að treysta á CANTAT-3 sæstrenginn í samskiptum við útlönd. Misbrestur hefur verið á rekstri sæstrengsins og hefur sambandið rofnað ítrekað á síðustu misserum, sem er óvið- unandi fyrir fjölmörg fyrirtæki og einstaklinga, segir í skýrslunni. Lélegt netsam- band til trafala
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.