Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Marteinn Karlsson: „Vegna óbilgjarnrar gjaldtöku bæjar- stjórnar Snæfellsbæjar af okkur smábátaeigendum, þar sem ekk- ert tillit er tekið til þess hvort við megum veiða 10 eða 500 tonn, ákvað ég að selja bátinn og flytja í burtu.“ Sigríður Halldórsdóttir skrifar um bækur Lizu Marklund sem lýsa heimilisofbeldi. Hulda Guðmundsdóttir: „Ég tel að það liggi ekki nægilega ljóst fyrir hvernig eða hvort hinn evangelísk-lútherski vígsluskiln- ingur fari í bága við það að gefa saman fólk af sama kyni …“ Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor Jóhann Alfreð Kristinsson styður Sigurð Örn Hilmarsson í kosningum til stúdentaráðs í HÍ. Atli Vigfússon styður Elínu Margréti Hallgrímsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Haukur Sveinsson styður Björk Vilhelmsdóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Elísabet Hjörleifsdóttir styður Elínu Margréti Hallgrímsdóttur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Akureyri. Ágúst Ólafur Ágústsson styð- ur Sigrúnu Elsu Smáradóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Ingólfur Margeirsson styður Dag B. Eggertsson í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Gísli Gunnarsson styður Sig- rúnu Elsu Smáradóttur í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Guðrún Ögmundsdóttir styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Birgir Dýrfjörð rafvirki styður Sigrúnu Elsu Smáradóttur sem býður sig fram í 2. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar I Það er afar meinlegt að sjá Alþingi ætla að lögleiða tæknifrjóvganir sam- kynhneigðra kvenna með nafnlausu gjafasæði. Með skipulögðum hætti ætlar ríkið að búa þannig í haginn, að til verða börn sem ekki þekkja foreldri sitt, í þessu til- felli föður, og geta aldrei komist að því hver hann er. Þó er hann valinn af gaumgæfni úr sæð- isbanka eins og hrútur: Menntunarstig, hæð, lit- arháttur, sjúkdómar og arfgengir þættir ákveða valið og verður þetta gert á þar til gerðum stofnunum með leyfi rík- isvaldsins. Snúið við þessari hryggðarmynd lesendur góðir, og sjáið karlmann velja níu mánaða staðgöngumóður og tryggja svo, með hjálp ríkisins, að barnið sem hann elur upp sjálfur fái aldrei að vita nein deili á móðurinni. Hvernig líst mönnum á? Minnir slíkt á verklag og drauma sem tíðkuðust í Þýskalandi á fyrri hluta síðustu aldar: „Lífið skal beygja undir vilja manneskjunnar, sama hvað það kostar.“ Þetta er að mínu mati af- ar gagnrýnivert. Réttur barna er þarna skertur með nefndu frumvarpi og samband barns við föður og móður ekki virt. Ég minni á að samkvæmt upphafsgrein Barna- laganna, nr. 76/2003, á barn rétt á að þekkja báða foreldra sína. Stendur einnig til með þessu frum- varpi að veita lesbískum konum greiðari aðgang að tæknifrjóvgunum en öðrum konum t.d. í sambúð eða gift- um. Kona í sambúð fær aðeins sæði ef eiginmaður er með skerta frjósemi eða vegna sjúkdóms. Þetta skýtur skökku við. II Um ættleiðingar sam- kynhneigðra eru skiptar skoðanir og lítið eru ræddar hér á landi, kannski vegna almennr- ar skoðanabælingar á þessu málefni. Stað- reyndin er samt sú að sambönd mjög stórs hluta samkynhneigðra eru óstöðug og stutt. Tíðni vissra smit- sjúkdóma er há og lífaldur nokkuð styttur m.a. vegna áhættuhegðunar. Á þetta sérlega við um fjöllynda unga karlmenn í þessum hópi. Hér er vert að bæta við að hópurinn er alls ekki einsleitur – og sjálf hneigð- in líklega ekki heldur. Í þessu felst ekki áfellisdómur heldur er þetta ábending. Eru þetta staðreyndir studdar alþjóðlegum rannsóknum sem eru aðgengilegar almenningi. Það sem að ofan er rakið bitnar á ættleiddum börnum samkynhneigðra. Ætti a.m.k. að gera það ef haldið er þræði í röksemdafærslunni. Og gefur það tilefni til að ætla að við séum að fara út í tilraunastarfsemi með þessari heimild. En þetta virðist ekki mega nefna eða menn horfa framhjá þessu. III Varðandi kirkjulega hjónavígslu stendur samkynhneigðum það til boða, að fá blessun kristinna presta í kirkjum sem viðurkenna samlíf og ást- ir þeirra. Samkynhneigðir eru almennt viðurkenndir í þjóðfélagi okkar og er það vel. Það er engin spurning að þeir sæta almennt ekki áreitni – og væri svo, teldist það að sjálfsögðu óþolandi. Fjöldi presta hefur komið til móts við þessa einstaklinga og velvild þeirra margra er óumdeild. Biskup Íslands hefur unnið að því að laga kirkjulegar athafnir að óskum samkynhneigðra – en hann er úthróp- aður sem fordómafullur af samkyn- hneigðum eins og nánast sérhver sem ekki er sammála skipulögðum mál- flutningi þeirra. Þeim stendur einnig til boða að stofna sínar eigin fríkirkjur með rík- isstyrk og hafa alla sína hentisemi. Ís- lenska stjórnarskráin hvetur reyndar til þeirrar lausnar í 63. gr. sem segir að allir hafi rétt til að stofna eigið trúfélag og iðka trú sína eftir eigin sannfær- ingu. En lítill áhugi virðist fyrir því. Leið samkynhneigðra til að leysa eigin vanda og lifa sem fullgildir borg- arar er greið og opin. En það virðist duga skammt. Þröngva skal lífssýn þessa hóps inn í stofnanir þjóðfélagsins. Svo langt er seilst í þeim efnum að löggjafinn end- urskilgreinir hugtakið hjónaband og strikar út „karl og konu“ víðast hvar í eldri lagatextum. Textinn með at- hugasemdum er á http://www.- althingi.is/altext/132/s/0374.html. IV Kirkjan byggir kenningu sína á tveimur meginþáttum; trúarhefð og texta ritningarinnar og verða menn að gera upp hug sinn hvort fylgja eigi þessari kenningu Krists eða ekki. Engin af stærri kirkjudeildum heims- ins endurritar trúarhefð sína vegna kynhneigðar svo mér sé kunnugt. Það er ekki tilviljun að kirkjan skuli heyja hér mestu glímuna og hika við að breyta grundvallargildum sínum. Þar kemur m.a. til saga hinnar gyð- ing-kristnu arfleifðar. Sú trúarhefð setti kynhvötina í farveg innan hjóna- bandsins fyrir meira en 3500 árum. Sá farvegur markaði tímamót í sögu Vest- urlanda og hefur kannski haft meiri áhrif á menningu okkar en almennt er viðurkennt. Fyrir þann tíma var kynhvötin – sérlega hvöt karlmanna – óheft og sótti sér farveg eftir geðþótta. Var fjöl- lyndi almennt samþykkt enda ríkur partur af kúgunartæki þeirra sem réðu. Er enginn taumur á því hrossi eins og menn þekkja. Hin byltingarkennda kristna hefð hafnaði þessu ákveðið og þar með einnig hómósexúalisma sem lífsstíl til eftirbreytni. Var þess í stað lagður grunnur að sambandi milli karls og konu sem ramma utan um æxlunarhlutverk mannsins og hefur þetta markað menningu okkar æ síðan. V Getur það talist mannréttindamál að sveigja kenningu kirkjunnar til lags við óskir sérstakra hópa? Verður kirkjan í kjarna sínum ekki að geta staðið óhögguð, óháð sveiflum tímans og tískustraumum? Er viðunandi fyrir heila þjóð að breyta tvö þúsund ára gömlum siðum kristinnar kirkju vegna kynhneigðar? Finnst mér það sérkennileg sjálfs- hyggja – en að sumu leyti tímanna tákn í kynvæðingu nútímans. Frekar finnst mér þörf á að styrkja þessa stofnun – hjónabandið og fjöl- skylduna – fjársjóð menningar okkar. Einnig fara gætilega í tæknivæðingu getnaðar og barneigna. Brot á réttindum barna Guðmundur Pálsson fjallar um tæknifrjóvganir með nafnlausu gjafasæði ’Snúið við þessarihryggðarmynd lesendur góðir, og sjáið karlmann velja níu mánaða stað- göngumóður …‘ Guðmundur Pálsson Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. NOKKUÐ hefur verið skrifað að undanförnu eins og svo oft áður um aðskilnað ríkis og kirkju. Sem fyrrverandi kirkjuþingsmaður vildi ég segja um það nokkur orð. Samvinna ríkis og kirkju er nauðsynleg. „Trúarbrögðin eru siðferðileg kjölfesta stærsta hluta mannkynsins og mik- ilvægur þáttur í sögu og menningu flestra ríkja.“ Ég held að flestir Íslendingar séu sammála um rétt- mæti þessara orða. Þetta atriði er einnig staðfest í stjórn- arskrá Íslands frá 1874 en þar segir í 62 grein „ Hin evang- elíska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal rík- isvaldið að því leyti styrkja hana og vernda.“ Þarna er tekin ákveðin afstaða til trúar- bragða Íslendinga sem reynst hef- ur vel. Í 63. og 64. grein er öllum tryggt trúfrelsi. Innihaldi þessara greina á því ekki að breyta þó ný stjórnarskrá verði samin. Hvers vegna vilja menn breyta? Prófessor Hannes Hólmsteinn kemur með nokkur atriði til stuðn- ings aðskilnaði í grein í Frétta- blaðinu nýlega. „Trúarlíf er því fjörugra og eðlilegra sem ríkið skiptir sér minna af því. Það hefur staðið íslensku kirkjunni fyrir þrifum að ríkið hefur tekið hana að sér.“ Þvílík vitleysa! Það er margsannað að styrkur ríkisins til kirkju og menningarmála hefur ávallt haft jákvæð áhrif „Prestar þjóðkirkjunnar eru op- inberir embættismenn, kontóristar eins og Kiljan myndi kalla þá, og slíkir menn eru ekki líklegir til af- reka.“ Hvað segir sagan okkur um störf íslenskra presta gegn um aldirnar? Eftir að hafa lýst trúarþörf manna segir hann: „Þessari djúpu og miklu þörf getur kirkjan best fullnægt ef hún er óháð, laus undan kæfandi faðm- lögum ríkisins.“ Kirkjan er óháð. Þjóðkirkjan ræður sínum málum sjálf að mestu leyti eftir laga- setninguna 1997. Ríkið mismunar ekki kirkjudeildum að því leyti að hún inn- heimtir sóknargjöld fyrir alla trúarsöfnuði en frí- kirkjusöfnuðurnir og þjóðkirkjan eru aðskilin og þar er nokkur munur á fjárhagslegum stuðningi. Eðlilegast væri að fríkirkjusöfn- uðurnir væru einnig í þjóðkirkj- unni og nytu þar sömu réttinda og aðrir söfnuðir en fengju að starfa sjálfstætt með samkomulagi beggja. Það fyrirkomulag myndi styrkja báða aðila, því ekki er um trúarlegan ágreining að ræða. Ég er sammála baptistaprest- inum Patrick Vincent Weimer þar sem hann segir í grein í Morg- unblaðinu .„Það er ekki mögulegt að veita öllum trúfélögum tæki- færi til þess að fjalla um trú sína í ríkisskólunum.“ Sú umfjöllun þarf þó að eiga sér stað en þá á öðrum vettvangi og með samkomulagi við fræðsluyfirvöld og þjóðkirkju þannig að allir aðilar séu sáttir. Siðferðisboðskapur kristinnar trú- ar á að tryggja að fullrar sann- girni sé gætt. Ég er aftur ósammála prest- inum þegar hann segir: „Það á ekki að vera til þjóðkirkja,“ því þjóðkirkjan á að vera til með ekki síðri rökum en kirkja baptista. Ef aðskilnaður ríkis og kirkju kemur að fullu til framkvæmda má með nokkrum sanni segja að verið sé að einkavæða kirkjuna. Ég er á móti slíkri breytingu því að svo geti farið að starfsemi þjóð- kirkjunnar miðaðist þá við hvaða brauðmolar féllu af borði Baugs Groups og annarra stórfyrirtækja til starfsemi hennar. Á því gæti verið stór hætta ef ríkið tryggir ekki sjálfstæði hennar. Að þiggja gjafir og styrki til einstakra verk- efna er allt annað mál. Stjórnarskrárákvæðin frá 1874 hafa reynst okkur vel og á þeim skulum við byggja í framtíðinni með trúfrelsi fyrir alla, og fræðslu í anda þess sem öllu ræður. Samvinna ríkis og þjóðkirkju Gunnar Sveinsson fjallar um þjóðkirkju og trúmál ’Ef aðskilnaður ríkis ogkirkju kemur að fullu til framkvæmda má með nokkrum sanni segja að verið sé að einkavæða kirkjuna.‘ Gunnar Sveinsson Höfundur er fyrrverandi kirkjuþingsmaður. DV SAGÐIST ætla að taka upp nýja ritstjórnarstefnu og skipti þess vegna um ritstjóra eftir að maður hafði framið sjálfsmorð, sem talið var að hafi verið vegna umfjöllunar blaðsins. En hvað hefur breyst? Ekki veit ég það. Þeir halda áfram að rífa niður og reyta mann- orðið af fólki og telja sig vera í fullum rétti til þess. Þarf þjóðfélagið á blaði eins og DV að halda? Það er lágmark að fréttir DV séu réttar og rétt sé eftir fólki haft það sem það segir við blaðið, en það kæra þeir sig ekki um. Þeir snúa fréttum á haus og fara með hrein ósannindi og klárar lygar frá rótum. Svona er hin breytta rit- stjórnarstefna þeirra. Ég var sjálfur „tekinn þar af lífi“ með fréttaumfjöllun og ekki var rétt haft eftir það sem ég sagði við blaðið. Svona blaða- mennska á ekki að líðast og er það alveg furðulegt að í blaðamannastétt séu menn, með svona skoð- anir og hugsanir. Menn sem leyfa sér allt – þá á ég við allt – hvaða sora sem er. Ég held að það sé nú kominn sá tími að blaða- útgáfu DV verði hætt, 365 ljós- vakamiðlar sem vilja vera með heið- arlega fjölmiðlun ætti að stoppa nú útgáfu blaðsins, því eins og staðan er í dag er ekki grundvöllur fyrir meiri sora og viðbjóð. Þjóðin er búin að fá nóg. Fólk vill ekki vera að velta sér upp úr vandamálum annarra, ekki heldur þegar einhver misstígur sig í líf- inu. Þannig er þjóðarsálin og ég skora á fólkið í landinu að kaupa ekki blaðið, með því er líka hægt að leggja það nið- ur. 365 ljósvakamiðlar, sem reka NFS og Fréttablaðið, segjast á sama tíma reka heiðarlega fréttamennsku, en halda svo úti blaði, sem þeir borga með, það er staðreynd, það er enginn gróði af DV. Ég krefst þess að fá að kynnast hinni nýju ritstjórnarstefnu DV, sem þeir sögðust ætla að taka upp þegar hinir fyrri ritstjórar hættu. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að fjölmiðlar hafi rétt eftir fólki, þegar það tekur það í viðtal. En það er ekki vandamál DV, þeir skrifa um þá og það sem þeim sýnist. Eftir „aftökuna“ á mér, geri ég þá kröfu til 365 ljósvakamiðla að þeir biðjist afsökunar. Þeir sögðu t.d. í frétt sinni að ég hafi reynt að leysa út dauðatöflur. Ég veit ekki til þess að apótek selji dauðatöflur og að þetta lyf sé aðallega fyrir fíkla. Umrætt lyf er lækn- ingalyf, sem er hægt að misnota eins og öll önnur lyf. Þeir segja líka að ég hafi falsað lyfseðilinn frá rótum. Hið rétta er að lyfseðillinn var ekki á mínu nafni. Svo tengja þeir þetta mál við fíkla sem er á ekki nokkurn hátt sanngjarnt. Þeir eru að reyna að tengja mig við undirheiminn. Sem ég þekki ekkert til og kæri mig ekki um það. Þeir hjá DV hafa ekki birt leiðréttingu á frétt sinni eins og ég fór fram á. Þeir halda sig við sama heygarðshornið. En það er ekki nóg að skipta um ritstjóra ef sorinn heldur áfram. Það er skoðun mín að núverandi ritstjórar eigi að segja af sér eins og hinir fyrri, því lengi getur vont versnað. Ég vil að af- tökusveit DV verði gerð óvirk. En það munu þeir örugglega ekki gera því sið- ferði þeirra og siðferðisplan og dóm- greind eru skökk. Ég endurtek það að ef 365 ljósvakamiðlar vilja taka sig al- varlega, þá skeri þeir krabbameinið DV frá sér og hætti að koma fram með lygi og ósannindi um fólk, um það snýst málið. Ég veit það að fólk tekur ekki mikið mark á DV, en samt sem áður á sora- fjölmiðill ekki að þrífast í íslensku sam- félagi. Mér finnst að þingmenn og ráð- herrar eigi að fjalla meira um ritstjórn- arstefnu DV opinberlega og taka þá al- mennilega í gegn fyrir sinn fréttaflutning. Fólkið vill blaðamenn- ina, ritstjórana og blaðið burt í eitt skipti fyrir öll. Burt með meinið. Fyrir fullt og allt. Því fyrr því betra. Aftökusveit DV Þórir Karl Jónasson fjallar um ritstjórnarstefnu DV Þórir Karl Jónasson Höfundur er fv. formaður Sjálfs- bjargar á höfuðborgarsvæðinu. ’Það hlýtur aðvera sanngjörn krafa að fjöl- miðlar hafi rétt eftir fólki, þeg- ar það tekur það í viðtal. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.