Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 21 MINNSTAÐUR Strandir | „Viðtökurnar hafa verið mjög góðar og á annað þúsund manns heimsækja fréttavef- inn okkar daglega,“ segir Jón Jónsson þjóð- fræðingur á Kirkjubóli í Hólmavíkurhreppi en hann hefur haldið úti glæsilegu vefsetri um Strandasýslu, strandir.is, í um það bil eitt ár. Jón hefur nú auglýst vefinn til sölu og segir hann geta orðið eftirsóknarvert atvinnutæki- færi. „Ég tel vefinn mikilvæga tengingu fyrir brottflutta Strandamenn við héraðið og ekki er hann síður skemmtilegur fyrir heimamenn. Við höfum einbeitt okkur að fréttum af mannlífinu en lítið verið í svokölluðum hörðum fréttum, að- allega eru þetta jákvæðar mannlífsmyndir sem tengjast fólkinu sem hér býr og viðburðum sem eru á dagskrá. Sá sem vildi skapa sér atvinnu af þessu gæti hugsanlega eflt vefinn enn frekar með því til dæmis að fá fyrirtæki og stofnanir til að auglýsa á honum eða með þjónustusamn- ingum við sveitarfélög og fyrirtæki.“ Jón tekur þó fram að hann haldi áfram með vefinn á svipuðum nótum á meðan enginn býður sig fram til að taka við honum. Ástæðuna fyrir söluhugleiðingum segir hann aðallega vera þá að erfitt sé að reka slíkan fréttavef í dreifbýlinu vegna tölvutenginga en ADSL-tenging verður á næstunni komin í kauptúnið Hólmavík en varla í nálægar sveitir. Ábúendatal fyrir Strandir Jón hefur í mörg horn að líta og segist hafa hug á að snúa sér meira að sínu fagi og einbeita sér að verkefnum í þjóðfræðinni á næstunni, hugurinn standi ekki til að verða blaðamaður og vefritstjóri í fullu starfi. „Sem stendur er ég að vinna að heilmiklu ábúendatali fyrir Strandasýslu sem er á loka- stigi. Þar verða jarðalýsingar og myndir af bú- um og búaliði, en bókin kemur út núna á næst- unni. Í framhaldinu stefni ég síðan að því að beita kröftum mínum í auknum mæli að upp- byggingu Galdrasýningar á Ströndum, styrkja innviði hennar og efla það fræðilega starf sem þar fer fram og sjálfseignarstofnunin Stranda- galdur stendur fyrir. Við erum ekki bara að byggja upp Galdrasýn- inguna sjálfa, heldur erum við þátttakendur að allskonar fræði- og menningarverkefnum. Til dæmis má nefna samstarfsverkefni í fornleifa- rannsóknum ásamt Náttúrustofu Vestfjarða þar sem verið er að rannsaka hvalveiðar Baska við Íslandsstrendur á 17. öld. Þá eru útgáfu- verkefni í undirbúningi.“ Þá segist Jón vilja efla enn frekar fleiri menn- ingarverkefni sem eru í gangi á Ströndum eins og starfsemi Sauðfjársetursins, sem er safn um sauðfjárbúskap Strandamanna. Á vegum þess hefur undanfarna vetur til dæmis verið haldin fjögurra kvölda spurningakeppni að fyrirmynd Gettu betur og hefst keppnin á næstu dögum. Galdramál tengjast sýslunni Jón er einn upphafsmanna að stofnun galdra- safns í Strandasýslu. „Hugmyndin að stofnun safns sem tengdist göldrum kom fyrst fram árið 1995 þegar lögð var fram skýrslan – Ferðaþjón- usta og þjóðmenning – og var það verkefni styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna.“ Milli námsára við Háskóla Íslands vann Jón síðan ásamt Magnúsi Rafnssyni bókmennta- fræðingi að öflun heimilda með það að markmiði að stofna safn sem tengdist göldrum. „Í framhaldi af því fór fram mikið þróun- arstarf. Farið var í gegnum handritasöfn, unnið úr þjóðsögum í því skyni að gera efnið aðgengi- legt og læsilegt almenningi ásamt því að skrá það. Uppbygging safnsins og sýningarinnar var styrkt meðal annars af ríkinu, Byggðastofnun, Framleiðnisjóði, einstaklingum og fyr- irtækjum.“ Kotbýli kuklarans í Bjarnarfirði Galdrasafnið á Hólmavík var formlega opnað sumarið 2000, en það var fyrsti hlutinn í því verkefni að byggja upp sýningar tengdar göldr- um í Strandasýslu. Fyrir utan galdrasýninguna á Hólmavík er lokið við Kotbýli kuklarans sem opnað var á Klúku í Bjarnarfirði síðastliðið sum- ar. Þar var hlaðinn bær úr torfi, grjóti og reka- viði og stendur hann í nálægð við þann stað sem bústaður Svans galdramanns á Svanshóli er tal- inn hafa staðið en hans er meðal annars getið í Njálu. Þar sést hvernig alþýðan bjó, hugsaði og hvað hún hafði fyrir stafni. Næsta skref er síðan sýn- ingaráfanginn í Trékyllisvík þar sem m.a. verða tekin fyrir galdramál sýslunnar sem upp komu þegar þrír menn voru brenndir á báli í Árnes- hreppi á 17. öld. Ekki bjartsýnn á þróun byggðar Fyrir fimm árum ákváðu Jón og kona hans Ester Sigfúsdóttir að flytja ásamt fjórum börn- um sínum úr Reykjavík og festa kaup á fyrr- nefndri jörð, Kirkjubóli. Börnin stunda skóla á Hólmavík sem er í um tíu kílómetra fjarlægð. Jón segir ánægjulegt hvað skólinn sé góður og hafi á að skipa hæfum stjórnendum og starfs- mönnum. Á Kirkjubóli er nú rekin ferðaþjón- usta, en áður var á þessari kostajörð rekið stórt fjárbú og þar var Sparisjóður Strandamanna löngum til húsa. „Hérna voru tvö íbúðarhús og í fyrstu var annað húsið eingöngu notað til að taka á móti gestum, en nú höfum við breytt neðri hæðinni í húsinu sem við búum í og fjölgað gistirýmum og getum tekið á móti yfir 20 manns í uppbúin rúm. Ég tel að á þessu svæði væri hægt að efla ferða- þjónustu til muna með fleiri gististöðum og meiri afþreyingu fyrir ferðamenn.“ Þegar talið berst að byggðaþróun á svæðinu segist Jón ekki sérlega bjartsýnn þótt hann hafi sjálfur kosið að snúa aftur á heimaslóðir en hann er uppalinn á bænum Steinadal í Brodda- neshreppi. „Það er eftirsóknarverð staða að vera sjálfs sín herra og gott að ala upp börn á svona stað í friðsæld og við frjálsræði. En fólksfækkun á svæðinu heldur áfram svo mér er hálfpartinn hætt að lítast á blikuna. Það er svo margt sem fer um leið og fólkinu fækkar, það verður til dæmis erfitt að halda uppi hefðbundnu fé- lagslífi. Ég held að stjórnvöld á landsvísu og heima fyrir verði að koma að byggðamálum í mesta dreifbýlinu með einhverjum afgerandi hætti til að hægt verði að snúa vörn í sókn. Mér finnst ekkert slíkt vera í gangi,“ sagði Jón Jóns- son að lokum. Jón Jónsson auglýsir vefinn strandir.is til sölu vegna lélegs tölvusambands í sveitinni Eftirsóknar- vert að vera sjálfs sín herra Morgunblaðið/Arnheiður Guðlaugsdóttir Fjölskyldan Það er gott að ala upp börn á svona stað. Hér eru Ester Sigfúsdóttir og Jón Jóns- son með börn sín, frá vinstri Arnór, Sigfús Snævar, Jón Valur og Dagrún Ósk. Eftir Arnheiði Guðlaugsdóttur Aðaldalur | Dans setti svip sinn á mannlífið í Aðaldal á dögunum, því Dans- skóli Jóns Péturs og Köru var með kennslu í dansi bæði í leikskólanum og grunnskólanum. Á kvöldin var svo fullorðna fólkið í danskennslu sem var mjög vel sótt, en yfir fjörutíu manns úr skólahverfinu, foreldrar og aðrir, mættu á æfingarnar. Þegar kennslunni lauk var efnt til sýningar í félagsheimilinu Ýdölum þar sem afraksturinn var sýndur. Voru þar margir mættir til þess að sjá krakk- ana sem höfðu mikið lært og þykir þetta mjög gagnleg og góð tilbreyting. Nemendur leikskólans voru, eins og oft áður, með skemmtileg tilþrif og var mikið fyrir þeim klappað. Þeirra á meðal voru þau Guðrún Gísladóttir og Tístran Blær Karlsson sem hér sjást á myndinni að tjá tónlistina með höndunum. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Mikið dansað í Aðaldal LANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.