Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2006næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FYRSTA Íslandsmeistaramót í dansi árið 2006 fór fram um sl. helgi, í Laugardalshöllinni. Keppt var um Íslandsmeistaratitla í dansi með frjálsri aðferð, bæði í sígildum samkvæmisdönsum svo og í suður– amerískum dönsum. Jafnframt þeirri keppni var pörum í A-A/D og K flokkum boðið að taka þátt í þessari keppni, en í dansi með grunnaðferð, en þeirra Íslands- meistaramót fer ekki fram fyrr en í maí í vor. Mótanefnd Dans- íþróttasambands Íslands hafði veg og vanda af keppninni. Skipulagið virtist vera í ágætu lagi og fór keppnin vel fram, en þá var keppt í suður-amerískum döns- um. Það vakti þó sérstaka athygli mína hve salurinn var fallegur. Þar ber helst að nefna lýsinguna, sem var með því betra sem sést hefur á Íslandsmeistaramótum. Þetta, ásamt ýmsum smáatriðum öðrum, gerði það að verkum að salurinn í heild og bragur keppn- innar varð allt annar og skemmti- legri. Búningar keppenda nutu sín margfalt betur en áður og var þetta allt hið hátíðlegasta á að líta. Dómarar keppninnar voru fimm: Olga Komorova frá Englandi, Per Pauli Hansen frá Danmörku, Jon Martin Gran frá Noregi, Elisabeth Sandström frá Svíþjóð og Jurgen Funda frá Þýskalandi. Í þessu sambandi langar mig enn og aftur að gera athugasemd við það að ekki sé fagmenntaður danskennari í hverju dómarasæti. Ég þykist þó vita að hér sé ekki við íslenzka sérsambandið að sakast, heldur al- þjóðlegt samband áhugamanna (IDSF), sem gerir engar kröfur um fagþekkingu hjá dómurum sín- um, aðra en þá að þeir þurfa að ljúka dómaraprófi. Að því er ég bezt veit, hefur ís- lenzka sérsambandið ákveðið að þeir sem fari á slíkt námskeið fyrir þess hönd, skuli hafa gilt dans- kennarapróf. Það er íslenzka sam- bandinu til mikils sóma. Allir dóm- ararnir sem dæmdu nú um helgina hafa reyndar lokið IDSF- dómaraprófinu, en eins og ég hef svo oft bent á áður, þá segir það ekkert um kunnáttu og bakgrunn dómaranna. Mikill efniviður Í samtali við blaðamann, sagðist Olga Komorova, sem er rúss- neskur danskennari, vera mjög ánægð með keppnina hér og greinilega mikill efniviður sem við höfum úr að moða. Það hafi sést best á sýningarhópunum og þeim allra yngstu. Aðspurð hvort hún hefði einhver góð ráð handa þessu unga og efnilega íþróttafólki á öll- um aldri, sagði hún: „Haldið áfram að æfa ykkur samviskusamlega og hafið trú á ykkur sjálfum og verið sjálfum ykkur samkvæm í því sem þið eruð að gera. Ef þið trúið ekki á ykkur sjálf, getið þið ekki ætlast til að aðrir geri það.“ Það ríkir ávallt mikil eftirvænt- ing fyrir fyrsta Íslandsmeist- aramót ár hvert, því þessar keppn- ir eru mjög mikilvægar. Tvö efstu pörin í hverjum aldursflokki öðlast rétt til að keppa fyrir Íslands hönd á Evrópu- og heimsmeistaramóti. Það er því mikið í húfi og spennan gjarnan mikil. Það er einnig oft svo þegar spennan er mikil, að keppendur ná ekki fyllilega að sýna sitt bezta en í heildina séð stóðu keppendur sig þó vel. Tvísýn barátta Yngsti flokkurinn með frjálsri aðferð var flokkur unglinga I. Þar kepptu einungis tvö pör í sígildum samkvæmisdönsum. Pör þessi eru að mörgu leyti mjög jöfn og senni- lega hafa dómarar verið í ein- hverjum vandræðum með að velja á milli þessara para sem stóðu sig með stakri prýði. Rúnar og Björk fóru með sigur af hólmi eftir tví- sýna baráttu. Til silfurverðlauna unnu Hilmar og Elísabet. Þetta snerist svo við í keppninni í suður-amerískum dönsum. Þar sigruðu Hilmar og Elísabet, nokk- uð örugglega að mínu mati, og er það fyrst og fremst að þakka góðri fótavinnu, sem þau sýndu á laug- ardag. Til bronsverðlauna unnu Kristján og Ingibjörg. Í suður-amerískum dönsum, í flokki unglingar II, var keppnin nokkuð hörð og spennandi. Alex og Ragna voru að mínu mati nokk- uð ótvíræðir sigurvegarar að þessu sinni. Rögnu hefur farið mikið fram í fótavinnu. Alex var einfald- lega besti herrann á gólfinu á laugardag og skilaði sínu eins og bezt verður á kosið, var yfirveg- aður og nákvæmur. Sigurður og Sandra urðu í öðru sæti og döns- uðu mjög vel. Þau eru að þroskast sem dansarar og er gaman að sjá þá framför sem þau hafa sýnt að undanförnu, þá sérstaklega í fóta- vinnu. Þau eiga án efa eftir að veita Alex og Rögnu harða keppni í framtíðinni. Þetta eru mjög ólík pör og því verður gaman að fylgj- ast með þróun þeirra á komandi árum. Júlí og Telma unnu til bronsverðlauna og var það mjög verðskuldað. Þau hafa, eins og hin tvö, greinilega verið að vinna í tækninni sem skilar sér í yfirveg- aðri hreyfingum og meiri stjórn á því sem þau eru að gera á gólfinu. Flokkur ungmenna, var tvísýn- astur allra flokkanna á laugardag. Mjög spennandi og margt þar vel gert. Hins vegar fannst mér hér bera mest á óöryggi og spennu, af öllum hópunum. Þessi harða keppni endaði þó með því að Haukur og Denise fóru með sigur af hólmi. Hauki hefur farið mikið fram í fótavinnu og á að mínu mati að einbeita sér enn meira að henni, hún myndi skila sér í mun meira öryggi, betri stöðu og fal- legri línum út í gegnum dansinn. Það verður þó ekki af honum tekið að innlifunin og dansgleðin er hon- um í blóð borin og það er alltaf gaman að horfa á hann dansa. Denise … þú varst æðisleg og gerðir þitt betur en nokkru sinni fyrr! Ég hugsa að Jónatan og Ásta hafi fylgt Hauki og Denise fast á hæla og sennilega hefur verið mjög mjótt á munum í þessari keppni. Jónatan og Ásta eru til- tölulega nýbyrjuð að dansa saman og var þetta með því bezta sem þau hafa gert. Þau voru mjög af- slöppuð í sínum dansi og kláruðu sínar línur nokkuð vel. Þeirra bezti dans fannst mér paso doble, mér fannst þau reyndar dansa hann bezt af öllum pörunum, sem og rúmbuna, sem var mjög falleg. Björn og Hanna unnu til brons- verðlauna. Þetta eru frábærir dansarar, eins og pörin hér á und- an, en þetta var bara ekki þeirra dagur. Dansa í Þýskalandi Það er ekki hægt að segja að keppni í flokki fullorðinna, í suður- amerískum dönsum, hafi verið spennandi. Til þess voru Gunnar og Melissa bara of góð. Þetta var þeirra fyrsta keppni saman, en þau stunda íþróttina í Þýzkalandi og hafa greinilega náð vel saman. Gunnar er mjög reyndur dansari og reglulega gaman að sjá hann aftur á gólfinu eftir nokkurt hlé. Þau unnu vel saman, sérstaklega í úrslitunum, þar sem þau dönsuðu mun betur en í fyrri umferðinni. Þau munu keppa fyrir hönd Ís- lands í haust á heimsmeistaramóti áhugamanna sem fram fer í Þýzkalandi. Í öðru sæti urðu Jón og Helga. Laugardagurinn var að mínu mati þeirra dagur, þau hafa aldrei dans- að suður-amerísku dansana betur, mikill kraftur og mikil framför hjá þeim báðum. Sigurður og Lilja enduðu í þriðja sæti, og ég get sagt það sama um þau og Jón og Helgu. Þetta var líka þeirra dagur, þau hafa aldrei dansað betur og eru nú að uppskera smáhluta af því sem þau eiga inni. „Úrslit í flokki seniora, voru ekki mjög tvísýn í dag,“ sagði Jón Pétur Úlfljótsson danskennari að keppni lokinni. „Lizý og Haukur áttu góðan dag og sigruðu mjög örugglega í sínum flokki. Björn og Bergþóra gerðu reyndar vel og hafa eflaust nartað aðeins í hælana á Lizý og Hauk á stöku stað. Egg- Spennandi keppni í flestum flokkum DANS Laugardalshöll Haukur F. Hafsteinsson og Denise M. Yaghi í Ungmenni F. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Alex Freyr Gunnarsson og Ragna Björk Bernburg í flokki Unglingar II F. Gunnar H. Gunnarsson og Melissa O. Gomes í Fullorðnir F. Haukur Eiríksson og Lizý Steinsdóttir í flokki Fullorðnir F. Jónatan Arnar Örlygsson og Ásta Björg Magnúsdóttir í flokki Ungmenni F.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55657
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.07.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 38. tölublað (08.02.2006)
https://timarit.is/issue/284133

Tengja á þessa síðu: 40
https://timarit.is/page/4121981

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

38. tölublað (08.02.2006)

Aðgerðir: