Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 22
Áensku heitir þessi íþróttFloorball en hér köllumvið hana bandý, rétt einsog gert er hjá hinum Norðurlandaþjóðunum,“ segja þeir félagarnir Þórður Skúli Gunnarsson og Bjarni Rafn Gunnarsson sem eru miklir áhugamenn um þessa íþrótt sem nýtur æ meiri vinsælda hér á landi. „Bandý er innanhússíþrótt þar sem eru sex í hvoru liði, fimm útspil- arar og einn í marki. Spilað er á velli af svipaðri stærð og handboltavöllur og hann er afmarkaður með hálfs metra háum „batta“ sem er einhvers konar veggur til að boltinn sé ekki alltaf að fara út af. Leikmenn eru með kylfu sem þeir nota til að skjóta litlum bolta á milli sín og reyna að koma honum í mark. Í raun er þetta eins og fótbolti nema kylfur eru not- aðar til að senda boltann en ekki fæt- ur.“ Fengu græjur sendar frá Noregi Þeir segja bandý mikið spilað í grunnskólum hér á landi en Þórður kynntist þessari íþrótt úti í Svíþjóð þegar hann bjó þar, en í Sví- þjóð er bandý næstvinsælasta hóp- íþróttin á eftir fótbolta. „Við vorum sex félagar í Menntaskólanum í Reykjavík sem byrjuðum að spila saman bandý fyrir fjórum árum. Fyrst spiluðum við einu sinni í viku en núna er komin meiri alvara í þetta hjá okkur og við æfum þrisvar í viku. Árið 2004 stofnuðum við félag sem heitir Bandýmannafélagið Viktor.“ Þeir sendu tölvupóst um stofnun fé- lagsins á alþjóðlega bandý- sambandið iff og þaðan barst það til bandýsambandsins í Noregi þar sem Íslendingur var aðalritari norska bandýsambandsins. „Þessi maður er búinn að hjálpa okkur mikið og hann sendi okkur batta frá sænska bandý- sambandinu og annan búnað, eins og mark, kylfur, grímur og búninga, svo við gætum stundað þetta af alvöru.“ Kvennaliðið Trukkarnir Bjarni og Þórður segja eitt af því skemmtilegasta sem þeir gera að spila bandý. Hraðinn og snerpan séu það sem heillar í bandý. „Þetta er rosalega mikil og góð hreyfing. Mik- ill sviti og æsingur. Og það er frekar auðvelt að skora þannig að marka- fjöldinn er nokkuð mikill og það ger- ir þetta líka skemmtilegt.“ Þeir eru ánægðir með að bandýíþróttin breið- ist út hér á landi og nefna sem dæmi að í Fjölbrautaskóla Garðabæjar hafi verið bandýáfangi á síðustu önn. Eins æfa nemendur Háskóla Íslands bandý og nokkrir meðlimir í Há- skólakórnum æfa þessa íþrótt sér- staklega. „Þar æfa bæði kynin sam- an en yfirleitt æfa konur og karlar hvor í sínu lagi. Nokkrar bekkj- arsystur okkar í MR stofnuðu til dæmis kvennalið í bandý sem heitir Trukkarni.“ Stefnt er að því að hafa framhalds- skólamót í bandý fljótlega til að fá fleira fólk til að stunda þessa íþrótt. Aðeins eitt Íslandsmeistaramót hef- ur verið haldið hingað til og var það síðasta sumar og státar lið Þórðar og Bjarna af því að hafa farið með sigur af hólmi þar. Bandý er ekki aðeins vaxandi íþrótt á Íslandi heldur líka úti í hinum stóra heimi. „Bandý var kynningaríþrótt á Ólympíuleikunum í Aþenu 2004 en verið er að vinna að því að gera bandý að ólympíuíþrótt. Heimsmeistaramót í bandý karla verður á Spáni í maí og Íslandi var boðin þátttaka. Stefnan er að senda lið héðan, en á þessum tíma erum við reyndar í prófum, þannig að við komumst sennilega ekki. Samt erum við búnir að fá rektorsleyfi til að fara, þannig að við látum okkur dreyma.“ Hraðinn og snerpan heilla Morgunblaðið/Árni Sæberg Bjarni og Þórður munda kylfurnar á bandýæfingu. Fyrir þá sem langar að prófa þá eru bandýæfingar í Fífunni (Breiðabliksheimili) á mánudögum kl. 22-23 og fimmtudögum kl 21- 22. www.floorball.org Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is 22 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ „JÚ, ÉG VAR langyngsti starfsmað- urinn þarna,“ segir Sveinn Einar Friðriksson, sem kom heim í haust eftir ársdvöl í Mongólíu þar sem hann var við ýmis sjálfboðastörf tengd þróunaraðstoð. Sveinn Einar er 23 ára og víst er að ekki er algengt að svo ungt fólk gefi sig í hjálp- arstörf. Hann var í Ulaanbataar, höf- uðborg Mongólíu, á vegum norskra kristniboðs- og hjálparsamtaka (Norsk Luthersk Misjonssamband (NML), en Sveinn Einar býr í Nor- egi og hefur gert undanfarin þrjú ár. Ég var í skóla í Noregi sem er á vegum þessara sömu hjálparsamtaka (NML) og þar lærði ég um kristna trú og önnur trúarbrögð. Að námi loknu var mér boðið að fara til Mong- ólíu og ég þáði það og sé ekki eftir því. Þetta var mikil og góð reynsla fyrir mig og ég stefni að því að mennta mig enn frekar á sviði þróun- arhjálpar og starfa á þeim vettvangi í framtíðinni. Ég eignaðist líka marga góða vini þarna, bæði innlenda og er- lenda. Mér líður vel að vinna með þessum samtökum og hugsjón þeirra er góð.“ Fólk í tjöldum í fjörutíu stiga frosti Sveinn Einar hefur ferðast mikið, hann var í Afríku í átta mánuði og þar af tvo mánuði í Kenýa en þar kynntist hann einmitt NML samtök- unum. „Sjálfboðastarf mitt í Mong- ólíu var mjög fjölbreytt, þarna var verkefni í gangi sem tengdist börn- um og fjölskyldum þeirra, en þarna eru mikil vandamál tengd drykkju og óreglu sem veldur því að mörg börn eru hreinlega á götunni. Atvinnuleysi er mikið og stór hluti fólks býr í hálf- gerðum tjöldum sem er skelfilegt í ljósi þess að stundum fer frostið nið- ur í fjörutíu gráður. Mér fannst erfitt í byrjun að verða vitni að ömurlegum aðstæðum fólks og erfiðleikum, en maður verður að harka af sér ef mað- ur ætlar að vera í svona hjálparstarfi og það tókst.“ Núna er Sveinn Einar að vinna fyrir norska ríkið á móttöku þar sem innflytjendur sem koma til Noregs búa fyrst eftir að þeir koma til lands- ins. „En ég er líka að vinna fyrir NML samtökin í félagsstarfi fyrir börn, við erum bæði með sunnudaga- skóla og opið hús þar sem við hjálp- um þeim að læra heima og annað sem þau þurfa aðstoð við.“ Sveinn Einar er trúaður maður og lifir fyrir það sem hann trúir á og segir það hjálpa sér mikið í því sem hann er að gera. Hann stefnir á nám í guðfræði í Noregi á næstu misserum.  ÁHUGAMÁL | Sveinn Einar Friðriksson var við hjálparstörf í Mongólíu Sveinn Einar með tveimur börnum í Mongólíu. Maður verður að harka af sér Daglegtlíf febrúar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.