Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í TENGSLUM við janúarfund Evrópuráðsþingsins í Strassborg efndi Íslandsdeild Evrópuráðs- þingsins til kynningar á mænu- skaðaverkefni íslenskra heilbrigð- isyfirvalda og Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar, WTO, í Evrópu- ráðshöllinni. Fjöldi evrópskra þingmanna, embættismanna og erindreka sótti kynninguna og var heimildar- myndin „Hvert örstutt spor“ sýnd, þar sem meðal annars er lýst eftir þekkingu fagfólks um allan heim og upplýsingum um meðhöndlun á fólki sem hlotið hefur mænuskaða. Alþjóðlegur gagnabanki er í und- irbúningi og þangað verður safnað saman margvíslegum upplýsingum um mænuskaða sem verða öllum aðgengilegar, bæði fagfólki og al- menningi. Birgir Ármannsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþings- ins, flutti ræðu við þetta tækifæri og lýsti verkefninu í stuttu máli og kynnti á hvaða stigi það er. Hann þakkaði Auði Guðjónsdóttur hjúkr- unarfræðingi fyrir óeigingjarnt starf hennar á þessu sviði í 10 ár. Auður hefur verið hvatamaður þess að kynna málefni þeirra sem hlotið hafa mænuskaða og barist fyrir stofnun alþjóðlegs gagna- banka um mænuskaða. Birgir sagði að mikill fjöldi manna hefði hlotið mænuskaða og því væri mikilvægt að vinna að söfnun upp- lýsinga og bættri meðhöndlun. Auður sagði við þetta tækifæri að meðferð á þeim sem hlytu mænu- skaða hefði varla breyst í hálfa öld. Hún sagði að tími væri kom- inn til að snúa þeirri þróun við og hvetja menn til dáða á þessu sviði. Að frumkvæði Auðar Guðjóns- dóttur og íslensku sendinefndar- innar var kynningin haldin í sam- starfi við heilbrigðisráðuneytið, skrifstofu Alþingis og fulltrúa ut- anríkisráðuneytisins. Íslensku þingfulltrúarnir á fundinum í Strassborg voru alþingismennirnir Birgir Ármannsson, Birkir Jón Jónsson og Margrét Frímanns- dóttir. Markmið Evrópuráðsins er að standa vörð um hugsjónir aðild- arríkjanna um mannréttindi og lýðræði og stuðla að efnahagsleg- um og félagslegum framförum. Evrópuráðsþingið kemur saman fjórum sinnum á ári. Þar koma þingmenn allra aðildarríkjanna 46 saman og ræða mannréttindamál. Evrópskum þingmönnum kynnt málefni mænuskaddaðra Ljósmynd/Þröstur Freyr Gylfason Frá vinstri: Birgir Ármannsson, formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins, Auður Guðjónsdóttir hjúkr- unarfræðingur, Margrét Frímannsdóttir, Hörður H. Bjarnason sendiherra og Birkir Jón Jónsson. SEX þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi frumvarp þar sem lagt er til að settar verði reglur sem lúta að því að fjölmiðill geti fengið dreifingu á þeirri dreifi- veitu sem hann kýs og ennfremur að dreifiveitu verði gert kleift að fá til sín það efni sem hún kýs. Frumvarp- ið felur í sér breytingar á lögum um fjarskipti og er Mörður Árnason fyrsti flutningsmaður þess. Í greinargerð frumvarpsins segir að nokkuð hafi verið rætt um fjöl- miðlalöggjöf á Íslandi undanfarin misseri og að flutningsmenn álíti að af þeim breytingum sem komi til greina sé brýnast að lögfesta skýrar reglur um samskipti dreifiveitu og fjölmiðils. „Tækniþróun í stafrænum sendingum er hröð. Bæði fyrirtæki og neytendur á þessu sviði þurfa mjög á því að halda að lagaramminn sé skýr til frambúðar, meðal annars vegna mikils fjárfestingarkostnaðar við búnað. Skynsamlegt er því að stjórnvöld móti nú þegar reglur um réttindi og skyldur til efnisflutnings og freisti þess að um þær skapist sátt meðal neytenda, fjölmiðla- og dreififyrirtækja á markaði og ann- arra sem hagsmuna eiga að gæta,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Fái dreifingu á þeirri dreifiveitu sem hann kýs FÉLAG kennara Menntaskólans í Reykjavík lítur svo á að forysta Kennarasambands Ís- lands hafi ekki haft umboð kennara til þess að undirrita samkomulag við menntamálaráð- herra um tíu skref til sóknar í skólastarfi sem undirritað var 2. febrúar síðastliðinn. Þetta kemur meðal annars fram í ályktun félagsins frá fundi sem haldinn var síðastliðinn föstu- dag en þar segir jafnframt að það sé mat fundarins að samkomulagið sé fullkomlega marklaust enda hafi ráðherra lýst sig jafn- ákveðinn og áður í að skerða nám til stúd- entsprófs. Baráttunni gegn skerðingunni verði því haldið áfram til að tryggja íslensk- um ungmennum þá menntun sem nauðsynleg sé í nútímaþjóðfélagi. Ekki í samræmi við verklagsreglur KÍ Guðmundur J. Guðmundsson, trúnaðarmað- ur kennara í MR, segir að samkomulagið hafi ekki verið unnið í samræmi við verklags- reglur KÍ en mál af þessari stærðargráðu hafi ávallt verið borin undir félagsmenn en ekki samþykkt af forystunni upp á eigin spýtur. „Þetta er í andstöðu við hefðir undanfar- inna ára en við sjáum ekki hvað lá á að keyra þetta í gegn eða hverjum lá á að keyra þetta í gegn. Þessar viðræður hafa verið í gangi frá því í lok nóvember og því var nægur tími til þess að bera þetta undir kennara. Við teljum okkur því ekki bundin af þessu samkomulagi miðað við það hvernig er í pottinn búið.“ Guðmundur segir að enginn hafi í sjálfu sér neitt á móti því að gera fólki kleift að taka stúdentspróf fyrr heldur sé verið að berjast gegn því að nám við bóknámsdeildir fram- haldsskólanna verði ekki skert. „Við sjáum ekki betur en að menntamála- ráðherra ætli hins vegar að keyra fram með þá stefnu og kennaraforystan sé í raun búin að samþykkja það. Ef skerðingin á að fara fram þá verður það að vera á pólitískri ábyrgð menntamálaráðherra en við tökum ekki þátt í því,“ segir Guðmundur en hann býst fastlega við því að ályktanir af þessum toga eigi eftir að berast frá öðrum framhalds- skólum í þessari viku. „Við höfðum fullt umboð“ „Við höfðum fullt umboð til þess að und- irrita þetta samkomulag en þetta mál hefur verið afgreitt í stjórnum allra þeirra sex fé- laga sem eru innan KÍ,“ segir Eiríkur Jóns- son, formaður Kennarasambands Íslands. „Þetta snýst í raun og veru um það að við erum að ákveða að setja fólk í nefndir til þess að sinna ýmsum störfum [...] og er í takt við þær aðgerðir stjórnarinnar í þessu máli sem byggjast á því sem samþykkt hefur verið á þingum og aðalfundum á undanförnum ár- um.“ Eiríkur segir að í hverjum mánuði sé fólk skipað í einhvers konar nefndir og hópa sem vinni í samstarfi við stjórnvöld og þær skip- anir séu háðar mati stjórna félaganna á hverj- um tíma. Mönnum sé hins vegar frjálst að álykta að vild enda eðlilegt að hafa skoðanir á málunum. Viljum hafa áhrif á niðurstöðuna „Við förum inn í þetta samstarf af heil- indum og til þess að hafa áhrif á niðurstöðuna og vonum að það náist upp samstarf sem byggist á heilindum og trúnaði. Ef við hefðum ekki gert neitt hefði fyrirliggjandi frumvarp verið lögfest og það hefði verið slæmt fyrir málið í heild sinni,“ segir Eiríkur og bendir á að í samkomulaginu sé kveðið á um vinnu að fjölmörgum mikilvægum málum sem hafi ver- ið baráttumál í langan tíma. „Þá er mikilvægt að hafa í huga að það á að taka til endurskoðunar skilin á milli grunn- skóla og framhaldsskóla. Við komum að þessu til þess að koma í veg fyrir það að námsinnihaldið verði skert en það er ljóst að í þessu felst að skólagangan verði skorin niður um eitt ár.“ Félag kennara MR telur samkomulag KÍ og menntamálaráðherra marklaust „Teljum okkur ekki bundin af þessu samkomulagi“ÓSKAR Bergsson, sem hafnaði í 3. sæti prófkjörs Framsóknarflokksins í Reykja- vík, hefur ekki gert upp hug sinn um hvort hann muni taka sæti á listanum fyrir borgarstjórnarkosning- arnar í vor en eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hefur Anna Kristinsdóttir ákveðið að taka ekki sæti á listanum. Hún hafnaði í 2. sæti í próf- kjörinu sem fram fór 28. janúar sl. „Nú er í raun og veru komin upp ný staða og ég held að það sé skynsamlegt fyrir alla aðila að gefa sér tíma til að fara yfir stöðuna og endurmeta hana,“ sagði Óskar en taldi ekki tímabært fyrir sig að tjá sig um málið á þessari stundu. Að- spurður sagði Óskar enga formlega fundi vera á dagskrá en að framsóknarmenn væru að ræða málin og leita að skyn- samlegri lendingu í málinu. Óskar gat ekki gefið upp hvenær svara væri að vænta en sagði ekki skynsamlegt að draga málið of lengi. „Svona hlutir þurfa að ganga hratt fyr- ir sig, það er ekki gott að hafa þetta lengi í óvissu,“ sagði Óskar Bergsson. Ný staða komin upp hjá Framsóknar- flokknum FRUMVÖRP um breytingar á lög- um um hlutafélög og einkahluta- félög einkenndu umræður á Al- þingi gær. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra mælti fyrir fimm frumvörpum um breytingar á fyrrgreindum lögum, m.a. frum- varpi um ný ákvæði varðandi op- inber hlutafélög. Tilgangur frum- varpsins er m.a. að bæta aðgengi almennings og annarra að upplýs- ingum um hlutafélög sem hið op- inbera á að öllu leyti, að því er segir í fylgiskjali frumvarpsins. „Breytingarnar fela í sér að skotið er inn í lögin nokkrum ákvæðum um opinber hlutafélög,“ sagði ráðherra á Alþingi í gær. Í frumvarpinu er m.a. að finna skil- greiningu á opinberu hlutafélagi, sérstakt ákvæði um að gæta skuli að lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla við kjör í stjórn opinbers hlutafélags, o.fl. Ný ákvæði um opinber hlutafélög Í UTANDAGSKRÁRUMRÆÐU á Alþingi í fyrradag bar Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, saman ástand þorskstofnsins á Íslandi við ástand stofnsins í Barentshafinu en ekki í Færeyjum, eins og sagt var í Morg- unblaðinu í gær. „Ég var að benda á að ástand þorskstofnsins í Barents- hafi væri athyglisvert í samanburði við ástand íslenska þorskstofnsins. Talsvert hefur verið veitt umfram ráðgjöf fiskifræðinga úr þorskstofni í Barentshafi, en stofninn virðist þó standa það af sér,“ útskýrir hann. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Borið saman við ástandið í Barentshafi ÞINGFUNDUR Alþingis hefst í dag kl. 12 og verða fyrirspurnir þá á dagskrá. Klukkan 15.30 verður ut- andagskrárumræða um Íbúðalána- sjóð. Málshefjandi er Guðlaugur Þór Þórðarson en til svara verður Árni Magnússon félagsmálaráð- herra. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.