Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 47 MENNING BRAGAGATA 31B - OPIÐ HÚS Sýnum í dag fallegt, mikið endurnýjað 80 fm einbýlishús á einni hæð ásamt 20 fm stúdíóíbúð/vinnustofu sem er nýbyggð á frábærum stað í Þingholtunum. Glæsilegt baðherbergi. Komdu við og skoðaðu eignina. Hentugt einbýli fyrir þá sem eru ekki að leita að stóru húsi. Verð 31,5 m. Húsið verður sýnt milli kl. 17 og 18 í dag, gengið er inn frá Válastíg. Bárður verður á staðnum og veitir upplýsingar í 896 5221, hringdu ef þú ratar ekki. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Stefán Jóhann Stefánsson varaborgarfulltrúi og hagfræðingur www.stefanjohann.is 3 Veljum Stefán Jóhann í þriðja sætið Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík 11. og 12. febrúar. Velferð Jafnrétti Lífsgæði FYRSTI fundur safnráðs Lista- safns Reykjavíkur var haldinn á Kjarvalsstöðum í gær með safn- stjóra safnsins, Hafþóri Ingv- arssyni. Í þessu fyrsta safnráði Lista- safns Reykjavíkur eru Gunnar Dungal, fyrrv. forstjóri Pennans, Christian Schoen, listfræðingur og stjórnandi Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Hrafnhildur Schram listfræðingur og Sigurður Gísli Pálmason athafnamaður. Hlutverk ráðsins er fyrst og fremst að vera listasafninu til ráðuneytis, taka þátt í stefnu- markandi umræðu fyrir hönd menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkur og efla enn frekar umræðu um listir. Það mun einnig leita leiða til fjáröflunar, annars vegar frá styrktaraðilum og hins vegar í gegnum svokallaðar sér- tekjur. Telur ekki hættu á hagsmunaárekstrum Aðspurður telur Christian Scho- en ekki vera hættu á hagsmuna- árekstrum á milli starfs síns inn- an Kynningarmiðstöðvar íslenskra lista og setu sinnar í safnráði Listasafns Reykjavíkur. Hann álítur að hlutverk sitt sé fyrst og fremst að efla framgang íslenskrar listar. Starf sitt innan kynningarmiðstöðvarinnar eigi ekki að hafa áhrif á setu sína inn- an safnráðsins enda sitji hann þar ásamt fimm öðrum og ákvarðanir sem þar séu teknar verði teknar sameiginlega. Á fundinum voru Hrafnhildur Schram og Christian Schoen skip- uð í innkaupanefnd safnsins og fer val á listaverkum eftir list- rænu gildi verkanna hverju sinni. Ráðið lýsti yfir vonbrigðum sínum með það framlag sem því var ánafnað til kaupa á íslenskri myndlist en það voru 13 milljónir króna og er reiknað með að inni í þeirri tölu séu viðgerðir á verkum í eigu safnsins. Vakin var athygli á því að hinn 18. febrúar næst- komandi verður haldið málþing um myndlist í opnu rými og er vonast til að í kjölfar þess verði framlag borgarinnar til safnsins endurskoðað. Myndlist | Nýtt safnráð tekur til starfa Vilja efla listumræðu Moragunblaðið/RAX Nýtt safnráð Listasafns Reykjavíkur ásamt forstöðumanni þess, Hafþóri Yngvasyni, á sínum fyrsta fundi á Kjarvalsstöðum í gær. Eftir Hrafnhildi Brynju Stefánsdóttur Ýmir, í kvöld kl. 20 MYRKIR músíkdagar standa nú sem hæst. Píanótónleikar Tinnu Þorsteinsdóttur í Ými í kvöld eru til- einkaðir náttúrunni og píanóinu. Laugarborg, í kvöld kl. 20.30 Hymnodia – Kammerkór Akureyr- arkirkju syngur í Laugarborg í kvöld undir stjórn Eyþórs Inga Jónssonar kantors. Íslensk, norður- amerísk og norræn verk eru á efnis- skránni, og frumflytur kórinn tvö verk norðlenskra tónskálda: Hjá lygnri móðu eftir Davíð Brynjar Franzson og Í fjallasal eftir Jón Hlöðver Áskelsson. Hymnodia kem- ur svo til Reykjavíkur á laugardag, og syngur í Langholtskirkju kl. 17. Háskólabíó, annað kvöld kl. 19.30 Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur á Myrkum músíkdögum nú eins og síðustu ár, og á tónleikunum verða flutt fjögur verk: Þrenjar eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, Sjöstirni eftir Eirík Árna Sigtryggsson, Sinfónía nr. 1 eftir Þorstein Hauksson og Sjö byltur svefnleysingjans eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson, en verkið var samið fyrir Sinfóníuhljómsveit Hels- ingjaborgar, og var tilnefnt til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna í fyrra. „Ég var að leita að formi og aðferðum við að smíða verkið og heilu dagarnir fóru í það. En bestu hugmyndirnar komu þó alltaf um leið og ég lagðist á koddann. Þá fór allt í gang. Á endanum gafst ég upp á „daghugmyndunum“ og notaði þær sem komu til mín á koddann,“ segir Haraldur um tilurð verksins og nafngiftina. Þetta er í fyrsta sinn sem Sinfón- íuhljómsveitin spilar verk eftir Har- ald Vigni, og hann segir það skipta miklu máli fyrir sig. „Þótt verkið hafi verið flutt tvisvar áður, þá er það ekki það sama. Sinfón- íuhljómsveit Íslands er á allt öðrum standard; Rumon Gamba að stjórna, og Íslendingar að hlusta. Þessi flutn- ingur hefur því mesta merkingu fyr- ir mig, og verður spennandi.“ Laugarborg, annað kvöld kl. 20.30 Argentínski gítarleikarinn Sergio Puccini leikur verk eftir amerísk og spænsk tónskáld, en líka glænýtt verk, Within the Circle, sem Karól- ína Eiríksdóttir samdi fyrir hann. Tónleikar hans verða endurteknir í Norræna húsinu á laugardag kl. 15. Ýmir, föstudagskvöld kl. 20 Norrænir tónleikar með verkum eft- ir Hedin Davidsen frá Færeyjum, Lars Petter Hagen frá Noregi, Mir- jam Tally frá Eistlandi, og Íslend- ingana Camillu Söderberg og Rík- harð H. Friðriksson. Ýmir, laugardag kl. 13 Thor Vilhjálmsson er meðal flytj- enda á ítölskum tónleikum í Ými, þar sem flutt verður verkið Questio eftir Maurizio Pisati við texta Dantes. Thor ljær skáldinu rödd sína, en hljóðfæraleikarar eru Eiríkur Örn Pálsson trompetleikari og Steef van Oosterhout slagverksleikari, en tón- skáldið stýrir tónbandi. Ýmir, laugardagskvöld kl. 20 Söngur rökkurs og ryks er yfirskrift annarra tónleika Caput á Myrkum músíkdögum. Einsöngvari verður Ásgerður Júníusdóttir en Daníel Bjarnason stjórnar. Ekkert verkanna sem þar verða flutt hefur heyrst áður hér á landi, en þau eru La citta invisbili eftir Arnar Bjarnason, Hviða eftir Davíð Brynjar Franzson, Song of Dusk and Dust eftir Daníel Bjarnason, Vetrarkvíði eftir Hauk Tómasson og Play and Destroy eftir Atla Ingólfs- son. Norræna húsið, sunnudag kl. 14 Ný verk fyrir einleikshljóðfæri og gagnvirka tölvu verða í sviðsljósinu á þriðju tónleikum Caput á hátíðinni, en höfundur allra þeirra er Lars Graugaard. Ýmir, sunnudag kl. 16 Semballinn er ekki bara fyrir gamla músík, og hér gefst færi á að heyra nýja músík fyrir þetta gamla hljóð- færi, – meðal annars glænýtt verk, Tif, eftir Svein Lúðvík Björnsson. Guðrún Óskarsdóttir er einleikari, en með henni leikur Kolbeinn Bjarnason á flautu. Ýmir, sunnudag kl. 20 Lokatónleikar Myrkra músíkdaga verða á sunnudagskvöld þegar Kammersveit Reykjavíkur frum- flytur nýtt verk, Hræddur í fótunum eftir Þuríði Jónsdóttur, og nýjan óbókonsert eftir John Speight, auk þess að leika eldri verk eftir Leif Þórarinsson, Karólínu Eiríksdóttur og Atla Heimi Sveinsson. Einleikari kvöldsins verður Daði Kolbeinsson, en Bernharður Wilkinson stjórnar. Tónlist | Sjö byltur svefnleysingja og nýr óbókonsert Koddahugmynd- irnar langbestar TINNA Þorsteinsdóttir segir að náttúran verði færð inn í tónleika- salinn í bókstaflegri merkingu á tónleikum hennar í Ými í kvöld. Tónleikarnir verða þó einnig helgaðir minningu hins kunna listamanns Dieters Roths. Hug- myndin að tónleikunum kviknaði hjá Tinnu og ameríska tónskáld- inu Greg Davis fyrir nokkrum ár- um, en hann kemur fram með Tinnu á tónleikunum. Það muna margir eftir þeirri tilraunastarfsemi sem fram fór upp úr miðri síðustu öld með pí- anóið, og þeim æfingum sem tón- skáld gerðu með að breyta hljóði þess með ýmsum aðskotahlutum. Þetta var kallað „prepared piano“. Á tónleikum Tinnu í kvöld birtist píanóið í ýmsu formi, hug- takið „undirbúið píanó“ er end- urvakið á nýjan hátt. Heið- ursgestur tónleikanna er flygill Dieters Roths sem var fenginn að láni hjá Birni Roth fyrir tónlist- argjörning í anda listamannsins. Við spyrjum Tinnu betur um Greg Davis, og tengslin við Dieter Roth. „Greg Davis á þrjú verk á tón- leikunum, þótt við höfum reyndar unnið þau talsvert í samvinnu. Þau eru öll að heyrast hér í fyrsta sinn. Greg er bæði raftónlist- armaður og útlært tónskáld. Hann er frekar framúrstefnulegur í verkum sínum og tónleikarnir bera keim af því. Hugmyndin var að víkka út hljóðheim píanósins, og jafnvel skapa úr því ný hljóð- færi.“ Á meðan við Tinna spjöllum er unnið að því að setja upp fimmtán slagverkshljóðfæri, sem Tinna mun stjórna frá píanóinu. „Píanó- ið verður allt annað hljóðfæri en það virðist vera.“ Tinna kallar það „lífrænan gjörning“, þá músík sem Greg Davis samdi fyrir nokkrum árum, en heyrist nú í fyrsta sinn hér í flutningi sem til- einkaður er Dieter Roth. „Það er mjög í anda Dieters Roth, en hann notaði forgengilega hluti í verkum sínum og umbreytti gjarnan hversdagslegum hlutum. Ég ætla ekki að segja of mikið … en píanóið hans fyllist beinlínis af lífrænu dóti.“ Tónleikar Tinnu hefjast á þátt- um úr Mikrokosmos II eftir George Crumb, og kveðst hún hafa valið það verk vegna þess að Crumb var einn af frumkvöðl- unum að því að breyta hljóðheimi píanósins. Eftir þrjú verk Gregs Davis eru Fjórar myndir eftir Gi- acinto Scelsi, sem Tinna segir byggðar á spuna. Sononymus For Piano – meitlað í stein, eftir Hilmar Þórðarson, er glænýtt. „Þar er lítil víd- eómyndavél fest við píanóið og hún tekur upp hreyfingar mínar, setur inn á tölvu og varpar upp á vegg – það verður mjög falleg grafík úr því. Með hreyfingum mínum í loftinu stjórna ég píanó- inu sjálf, þannig að ég get látið „sándið“ breytast eftir því hvern- ig ég hreyfi mig – og þetta er al- veg nýtt. Ég get breytt hljómnum með því einu að hreyfa mig.“ Tinna tekur undir það aðspurð, að straumarnir í tónlist síðustu ára hafi einkennst af því að tón- listin væri falleg og hugljúf. „Ég er þó ekki frá því að tilrauna- starfsemin sé að koma aftur inn í tónlistina og mér finnst fólk al- mennt opnara fyrir henni í dag en áður. Ég held að tæknin ráði miklu um þetta – en svo er þetta líka bara endalaus leit að nýjum leiðum þar sem sköpunargleðin fær að blómstra.“ Tinna segir að tónleikarnir verði ekki bara fyrir eyrað, – þeir verði talsvert fyrir augað líka. „Tónlistarmenn eru farnir að iðka myndlist og myndlistarmenn tón- list – þannig er þróunin, og mörk- in milli listgreina halda áfram að þynnast. En kannski snýst það við aftur einhvern tíma.“ Lífræna píanóið Morgunblaðið/Árni Sæberg Tinna Þorsteinsdóttir og Greg Davis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.