Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mengun
til sölu
á morgun
Aukin viðskipti
með mengunar-
kvóta í heiminum
HÁLENDISMIÐSTÖÐIN Hraun-
eyjar, rétt neðan við Hrauneyjafoss-
virkjun, er að ganga í gegnum mikla
endurnýjun um þessar mundir. Verið
er að setja nýtt þak á húsin og byggja
nýtt anddyri. Í leiðinni verður gesta-
móttakan flutt og ýmislegt endurnýj-
að og lagfært innanstokks. Aðaleig-
andi Hrauneyja er Friðrik Pálsson,
sem einnig á Hótel Rangá ásamt með
fleirum, en hann tók einn við rekstri
Hrauneyja fyrir tæpu ári.
„Á Hrauneyjum og Hótel Hálandi,
sem ég rek sem alveg sjálf-
stæða einingu og er hér rétt fyrir inn-
an okkur, getum við tekið á móti alls
um 220 manns í gistingu,“ segir Frið-
rik Pálsson í samtali við Morg-
unblaðið. „Hingað er ótrúlega mikill
straumur fólks, mestur auðvitað á
sumrin en furðumikil umferð er að
vetrarlagi, einkum um helgar. Þá eru
það jeppamenn á ofurjeppum, síðan
vélsleðamenn þegar snjórinn er kom-
inn og aðrir sem leggja stund á vetr-
arferðir, til dæmis þeir sem fara inn í
Jökulheima og lengra upp á Vatna-
jökul.“
Eru mjög miðsvæðis
Friðrik segir Hrauneyjar vera
mjög miðsvæðis til ferðalaga til allra
átta.
„Hér geta menn dvalið í eina eða
tvær nætur, farið inn í Land-
mannalaugar á hálftíma, í Jökul-
heima á klukkutíma og Veiðivötn á
þremur korterum. Á öllu þessu svæði
eru margvísleg náttúrufyrirbæri eins
og margir vita og síðan er vitanlega
hægt að leggja héðan upp á Sprengi-
sand, hvort sem menn ætla norður af
eða bara til að líta þangað uppeftir og
snúa til baka. Þá er ótalið hve fróðlegt
og skemmtilegt er að skoða fimm
stórvirkjanir Landsvirkjunar á svæð-
inu öllu, sem og Búðarhálsinn og út-
sýnið þaðan.“
Síðasta sumar veittu þau Harpa
Groiss og Göran Sincranz Hraun-
eyjum forstöðu og þau hafa einnig
gripið inn í þar í vetur en eru annars í
starfi á Hótel Rangá. Þau segja um
22 stöðugildi hafa verið á Hraun-
eyjum í sumar en á veturna eru þar
2–3 stöðugildi. Síðan er hægt að bæta
við fólki ef hópar boða komu sína og
segir Friðrik í raun hægt að taka við
stórum hópum árið um kring, mið-
stöðin sé opin allt árið.
„Hagkvæmnin hjá okkur felst
meðal annars í því að geta samnýtt
starfsfólkið á Hótel Rangá og hér
uppfrá og geta flutt það á milli eftir
álagstímum,“ segir Friðrik. „En í
raun ekki aðeins starfsfólk við sjálfa
þjónustuna heldur einnig varðandi
innkaup, bókhald og ýmislegt annað.“
Alltaf allt til reiðu
Friðrik lætur vel af rekstrinum yf-
ir vetrarmánuðina þótt umsvifin séu
mun minni en að sumrinu. „Eðli þjón-
ustunnar hér er hreinlega þannig að
það er eðlilegt að hafa opið hér yfir
veturinn. Hér þurfa bæði starfsmenn
Landsvirkjunar og starfsmenn ým-
issa verktaka til dæmis á veitingum
að halda og þar fyrir utan er til dæm-
is talsvert mikil umferð inn í Land-
mannalaugar, þótt hún sé ekkert
svipuð því sem er á sumrin, og svo
gott sem allir hafa hér viðdvöl, geta
fengið veitingar, bensín eða gist-
ingu,“ segir Friðrik og bætir við að öll
gistiaðstaðan sé alltaf til reiðu, alltaf
sé hægt að taka við stórum sem
litlum hópum. „Ef þannig stendur á
get ég með litlum fyrirvara bætt við
fólki, annaðhvort með því að grípa til
starfsmanna á Rangá eða annarra
sem eru til í að hjálpa okkur og ég sé
fyrir mér að vinsældir vetrarferða
fari sífellt vaxandi.“
Hálendismiðstöðina í Hrauneyjum
þekkja margir en þar er eins og fyrr
segir gistirými fyrir á annað hundrað
manns í litlum og snotrum her-
bergjum. Hótel Háland er í húsnæði
sem áður voru íbúðir fyrir starfs-
menn Landsvirkjunar. Þar býður
Friðrik upp á gistingu í góðum
tveggja manna herbergjum með baði,
stórum svítum, herbergi með stofu og
eru sum þeirra með eldunaraðstöðu.
Þar er heitur pottur, gufubað, ráð-
stefnusalur og góður veitingastaður.
„Svo má ekki gleyma því,“ segir Frið-
rik í lokin, „að við höfum einn af fáum
sérhönnuðum þyrlupöllum við hliðina
á Hótel Hálandi.“
Hálendismiðstöðin Hrauneyjar fær andlitslyftingu
Eðlilegt að hafa opið allt árið
Eftir Jóhannes Tómasson
joto@mbl.is
Morgunblaðið/jt
Harpa Groiss og Göran Sincranz hafa starfað um hríð á Hrauneyjum.
Friðrik Pálsson er hér við Hótel
Háland við Hrauneyjafossvirkjun.
FIMMTÁNDA hönnunarkeppni véla- og iðn-
aðarverkfræðinema Háskóla Íslands var ný-
lega haldin í Háskólabíói. Keppnin í ár var
með töluvert breyttu sniði en þrautin fór al-
farið fram í vatni og er það í fyrsta skiptið
sem það er gert. Þrautin snerist um að sækja
golfbolta á botni kars og borðtennisbolta á
vatnsyfirborðinu og skila þeim í þar til gerða
rennu. Góð þátttaka var í keppninni en að
lokum fór Baldur Bjarnason með sigur af
hólmi en tæki hans, SF Óskapnaður, hlaut
fullt hús stiga eða 29 stig. Verðlaun fyrir
bestu hönnunina hlaut Benedikt Skúlason fyr-
ir tækið Benedikt en fyrir frumlegustu hönn-
unina fékk tækið Ha? verðlaun en hönnuðir
þess voru Davíð Örn og Brynjar Benedikts-
synir.
Sigurvegari keppninnar, rafmagnsverk-
fræðineminn Baldur Bjarnason, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að ólíkt mörgum hefði
hann smíðað tæki sem keyrði á botni karsins.
Notaðist hann síðan við tjakk til að veiða
boltana á yfirborði vatnsins og hefði það skil-
að góðum árangri. Spurður um hvort hann
hefði eytt miklum tíma í að hanna og smíða
tækið sagðist hann hafa byrjað að hanna tæk-
ið í Hornafirði þegar hann var þar staddur í
jólafríi hjá fjölskyldu sinni og smíði tækisins
hefði farið aðallega fram þar. Notaðist hann
aðallega við stál svo að það sykki á botn
karsins og naut góðrar aðstöðu til logsuðu í
heimabæ sínum. Æfingar gengu þó erfiðlega
þar sem ekki var um neina aðstöðu að ræða
sem líktist keppnisbrautinni nógu mikið en þó
fengu keppendur að spreyta sig á brautinni
nokkrum dögum fyrir keppni. Um framtíð
tækisins sagðist Baldur gera ráð fyrir að það
fengi stað í hillu hans útaf sigrinum, annars
hefði það væntanlega endað í ruslinu.
Sigraði í hönnunarkeppni verk-
fræðinema með fullt hús stiga
Baldur Bjarnason sigraði í hönnunarkeppninni.
Á FORMANNAFUNDI
Starfsgreinasambandsins
(SGS) í gær var samþykkt
ályktun þar sem þess er
krafist, að bæði ríkið og
Samtök atvinnulífsins (SA)
beiti sér nú þegar fyrir
hækkun lægstu launa til
samræmis við þá launaviðbót
sem launanefnd sveitarfé-
laga leggi til. Það sé mat
fundarins að samningsfor-
sendur kjarasamninga
Starfsgreinasambandsins
við ríki og Samtök atvinnu-
lífsins séu brostnar, ef ekki
komi til hækkanir á hinum
almenna vinnumarkaði með
sambærilegum hætti.
„Vaxandi launamisrétti,
sem nú er í sögulegu há-
marki hér á landi, er vanda-
mál sem verður að takast á
við. Þótt kjarasamningar að-
ildarfélaga SGS, bæði við
ríkið og SA, séu bundnir er
mikilvægt að grunnlaun
þeirra einstaklinga sem einungis
taka laun samkvæmt lægstu töxtum
verði hækkuð. Annars er fyrirséð að
ekki verði unnt að reka öldrunar- og
hjúkrunarheimili vegna atgervis-
flótta þeirra sem lægst hafa launin.
Sama á við um önnur láglaunastörf
bæði í umhverfi ríkisins og SA. Þau
störf verða ekki mönnuð nema um-
talsverð leiðrétting lægstu launa
komi til. Hagsmunir atvinnulífsins
eru í húfi.
Formannafundurinn leggur
áherslu á að taka þurfi launakerfi að-
ila vinnumarkaðarins, ríkis og sveit-
arfélaga til gaumgæfilegrar endur-
skoðunar, með það að markmiði að
tryggja öllu launafólki viðunandi lífs-
kjör fyrir 40 stunda vinnuviku,“ seg-
ir í ályktuninni.
Starfsgreinasamband-
ið krefst þess að lægstu
laun verði hækkuð
Morgunblaðið/Ásdís