Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
Sími - 564 0000Sími - 462 3500
VELJIÐ HÉR AÐ NEÐAN KVIKMYNDAHÚS OG SÝNINGARTÍMA SEM****
WALK THE LINE kl. 5.30. 8 og 10.30 B.i. 12 ára
FUN WITH DICK AND JANE kl. 8 og 10
MEMOIRS OF A GEISHA kl. 5.20
WALK THE LINE kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
WALK THE LINE LÚXUS kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
FUN WITH DICK AND JANE kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
BROKEBACK MOUNTAIN kl. 5, 8 og 10.45 B.I. 12 ÁRA
THE FOG kl. 8 B.I. 16 ÁRA
CHEAPER BY THE DOZEN 2 kl. 4 og 6
HOSTEL kl. 10.10 B.I. 16 ÁRA
Epískt meistarverk frá Ang Lee
„... ástarsaga eins og þær gerast bestar -
hreinskilin, margbrotin og tilfinningarík...“
eeeee
L.I.B. - Topp5.is
4
Golden Globe verðlaun
TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA
M.a. besta myndin, bestu leikarar, besta
handritið og besti leikstjórinn.8walk the line
„Enginn ætti að láta Walk the Line
framhjá sér fara því myndin er auðgandi
fyrir augun, eyrun og hjartað.“
V.J.V Topp5.is
STÓRKOSTLEG VERÐLAUNAMYND UM ÆVI JOHNNY CASH.
NATIONAL BOARD OF REVIEW
BESTA MYND ÁRSINS, BESTI
LEIKARI OG LEIKKONA ÁRSINS F
U
N
VINSÆLASTA MYNDIN
á Íslandi í dag!
N ý t t í b í ó
NEW YORK FILM CRITICS´ CIRCLE
BOSTON SOCIETY OF FILM CRITICS
SCREEN ACTORS GUILD (SAG)
„…Walk the Line er eins og klettur, sterk ástarsaga
og mannlífsdrama sem lætur engan ósnortinn.“
S.V. Mbl.
„Í heild er Walk the Line frábær kvikmynd; vönduð, átakanleg og
bráðskemmtileg. Mynd sem ekki aðeins aðdáendur Cash ættu að
njóta heldur allir sem hafa gaman af fyrsta flokks kvikmyndum.“
M.M.J Kvikmyndir.com
FROSTI Logason, betur þekktur
sem Frosti í Mínus, hefur verið ráð-
inn verkefnastjóri nýs útgáfufélags
Cod Music sem Tónlist.is stendur að
baki.
Í fréttatilkynningu sem barst frá
forsvarsmönnum nýja útgáfu-
félagsins er hugmyndin sú að gefa
tólf til fimmtán flytjendum tæki-
færi til að taka upp tónlist við bestu
aðstæður sem fylgt verður eftir
með öflugri markaðssetningu.
Er hér um hefðbundna útgáfu að
ræða nema að tónlistin er aðeins
gefin út sem niðurhal á netinu og í
farsíma til að byrja með. Segir enn
fremur að ef sýnt þykir að ákveðnir
flytjendur hafi gott efni fram að
færa sem líklegt er til að ná hylli
verður farið í útgáfu á geisla-
diskum í framhaldinu.
12–15 flytjendur valdir
Ásamt Frosta mun sérstakt tón-
listarráð velja tilvonandi 12–15
flytjendur. Þeim verður síðan
stefnt í hljóðver og gerðar prufu-
upptökur. Gert er ráð fyrir að að
minnsta kosti sex flytjendur verði
valdir til áframhaldandi vinnslu og
afraksturinn verði gefinn út á vefn-
um þar sem gestir og gangandi fá
tækifæri til að hafa áhrif hverjir
þrír verða valdir til fullbúinnar út-
gáfu. Þar er átt við markaðs-
setningu með myndböndum og til-
heyrandi.
Þessi vinna mun fara fram á
tímabilinu febrúar–maí 2006 og
þegar upp er staðið er stefnt að því
að þó nokkur fjöldi nýrra flytjenda
muni hafa náð eyrum almennings.
Einu skilyrðin fyrir þátttöku eru
þau að viðkomandi flytji eigið efni.
Ekki er einblínt á ákveðnar tónlist-
arstefnur en þó er frekar leitað eft-
ir ungum flytjendum sem hafa eitt-
hvað fram að færa tónlistarlega og
eru líklegir til að ná hylli.
Tónlist.is verður þriggja ára í
apríl. Um 300.000 stakir gestir hafa
sótt vefinn heim, 30.000 hafa skráð
sig til að kaupa tónlist og um 3.000
áskrifendur greiða mánaðarlega
áskriftargjald.
Plötufyrirtæki
á netinu
Morgunblaðið/Eggert
Frosti Logason, betur þekktur sem „Frosti í Mínus“.
Nánari upplýsingar er að finna á
www.tonlist.is og á vefsíðunni
www.cod.is. Áhugasömum flytj-
endum er bent á að mögulegt er
að senda inn efni á vefnum eða
koma prufuuppökum ásamt til-
heyrandi upplýsingum til Tónlist.is
í Skeifunni 17, 108 Reykjavík.
Tónlist | Frosti í Mínus verkefnastjóri nýja útgáfufyrirtækisins Cod Music á vegum Tónlist.is
HLJÓMSVEITIN Mannakorn
fagnar því um þessar mundir að 30
ár eru frá því að fyrsta plata sveit-
arinnar, Mannakorn, kom út. Ætlar
hljómsveitin af því tilefni að halda
afmælistónleika í Salnum í Kópavogi
í kvöld og á morgun en þar ætla
Magnús Eiríksson og Pálmi Gunn-
arsson að flytja brot af lögum
Mannakorna auk laga sem þeir hafa
flutt hvor í sínu lagi.
Pálmi er spurður hvort hann muni
hvaða lög voru á umræddri plötu
sem nú fagnar stórafmæli.
„Já, já. Þarna voru nokkur lög
sem urðu mjög vinsæl, „Ó þú“ til
dæmis og „Blús í G“ og svo tvö lög
sem Villi heitinn söng með okkur.“
Pálmi segir að á þessum tíma hafi
þeir starfrækt danshljómsveit sem
spilaði út um allar trissur. „Við flug-
um hvert á land sem var og spiluðum
á böllum, það var ekkert rútukjaft-
æði.“
Pálmi segir að hver einasta helgi
hafi farið í að spila en sveitin hafi svo
að segja skipt um búning eftir því
hvers konar skemmtun var að ræða.
Hljómsveitin Mannakorn var þó
að nafninu til ekki formlega stofnuð
því að á þessum tíma gekk hún undir
nokkrum mismunandi nöfnum – svo
sem Lísa og Danshljómsveit Pálma
Gunnarssonar en síðarnefnda nafnið
var notað þegar um fínni atburði var
að ræða. Einn daginn hafi þeir hins
vegar verið að ræða málin og spurt
Magnús hvort hann ætti ekki ein-
hver lög sem sveitin gæti spilað. Að
lokum varð það úr að Fálkinn gaf
þetta lagasafn út og platan fékk
nafnið Mannakorn.
„Það má því segja að sveitin hafi
verið skírð í höfuðið á plötunni en
ekki öfugt.“
En með þrjátíu ár að baki og enn
að, hvað heldur Pálmi að sé gald-
urinn á bak við samstarfið?
„Ég held að það sé bara fé-
lagsskapurinn og vinskapurinn en
svo höfum við mjög líkan tónlist-
arsmekk. En fyrst og fremst höfum
við í þrjátíu ár gengið í gegnum súrt
og sætt saman.“
Pálmi segir að lagavalið í kvöld og
á morgun verði eins konar úrval
bestu laga.
„Við spilum þessi lög sem fólk
þekkir. Hins vegar reynum við að
spila þau öðruvísi í hvert sinn án
þess þó að breyta miklu. Við verðum
með stórt band og ég veit að það
verður mikil spilagleði við völd.“
Pálmi er að lokum spurður hvert
sé uppáhaldslagið hans með Manna-
kornum.
„Ég get ekki svarað því. Þetta er
svipað og ef þú spyrðir mig hvert
væri uppáhaldsbarnið mitt.“
En það sem þér finnst skemmti-
legast að spila á tónleikum?
„Mér dettur í hug lag sem Maggi
samdi og er eitt af nýjustu lögunum
hans og heitir „Jesús Kristur og ég“.
Svo er alltaf gaman að spila „Göng-
um yfir brúna“ sem var samið fyrir
30 árum og vísar öðrum þræði í stór-
iðjuframkvæmdir sem þá voru að
hefjast. Textinn við lagið er
skemmtilegur og fjallar um um-
gengni okkar við náttúruna. Svo hef
ég auðvitað mjög gaman af „Gleði-
bankanum“.“
Hvað með framhaldið?
„Ég veit það ekki. Við spilum nátt-
úrlega eitthvað meira til að fagna
þessum áfanga og svo hefur það
komið til tals að við Maggi réðumst í
að gera nýja plötu. Þetta er samt svo
afstætt að það er ómögulegt að
skipuleggja svona hluti. Við höfum
líklega aldrei farið inn í hljóðver og
sagt „ókei, nú gerum við plötu“.
Okkur finnst best að fara inn í hljóð-
ver þegar við erum komnir með efni
sem okkur líkar.“
Tónlist | Mannakorn fagnar
Morgunblaðið/Ásdís
Þeir Maggi Eiríks og Pálmi Gunnars hafa gengið í gegnum súrt og sætt saman.
„Ekkert rútu-
kjaftæði“
Eftir Höskuld Ólafsson
hoskuldur@mbl.is
Tónleikarnir fara fram í Salnum í
Kópavogi miðvikudaginn 8. febr-
úar kl. 20 og fimmtudaginn 9.
febrúar kl. 20. www.salurinn.is.