Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 37 MINNINGAR Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Antík Handskreytt rúmteppi Mikið úrval af allskonar rúmtepp- um frá kr. 3.900. Opið virka kl. 11-18, laug. 11-15. Sigurstjarnan, Bláu húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is Dýrahald Risa og dverg schnauzer hvolp- ar til sölu. Eigum ólofaða hvolpa undan margföldum FCI meistur- um, frábærir barnvænir félagar sem fara ekki úr hárum. HRFI ættbók. www.svartskeggs.com, 846 8171 eða 820 0033. Frá Hundaræktarfélagi Íslands Opið hús í kvöld 8. febrúar kl. 20, í veitingasal Gusts Kópavogi. Við hvetjum félagsmenn til að mæta. Nánari upplýsingar og dagskrá: www.hrfi.is Veitingastaðir Nýbýlavegi 20, s. 554 5022 Súpa og fjórir réttir. Verð 1.390 á mann. Tekið með, verð 1.250. Heimsendingarþjónusta Nudd Klassískt nudd Árangursrík olíu- og smyrslameðferð með ívafi ísl. jurta. Steinunn P. Hafstað s. 692 0644, félagi í FÍHN. Húsnæði í boði Efnispakki Harðviðarhús. Einbýlishús. Sumarhús. Gestahús. Bílskúrar. Klæðningarefni. Pallaefni. Þakkantar. Sjá nánar á heimasíðu: www.kvistas.is, sími 869 9540. 2ja herbergja íbúð til leigu til 1. sept. 2ja herbergja, 60 fm íbúð til leigu með húsgögnum. Íbúðin er í fínu standi á besta stað í bæn- um. Upplýsingar í síma 698 6671. Námskeið Ropeyoga Ný námskeið að hefjast í Baðhús- inu, Brautarholti 20. Upplýsingar og skráning í síma 821 1399 og á www.kata.is . Reykstopp árið 2006 Sjálfstyrking - reykstopp - frelsi frá streitu og kvíða. Notuð er m.a. EFT (Emotional Freedom Techniques) og dáleiðsla (Hypnotherapy). Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu- fræðingur, sími 694 5494, www.EFTiceland.com . CRANIO-SACRAL JÖFNUN Nýtt 300 st. réttindanám hefst 17. febrúar. Námsefni á íslensku. Íslenskir leiðbeinendur. Gunnar, sími 699 8064, www.cranio.cc www.ccst.co.uk. Til sölu Tékkneskar og slóvanskar kristalsljósakrónur. Handslípaðar. Mikið úrval. Gott verð. Slóvak Kristall, Dalvegi 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4331. Bókhald Bókhald. Get bætt við mig verk- efnum í bókhaldi og launaútreikn- ingi. Einnig framtöl einstaklinga. Sveinbjörn, s. 898 5434, netfang svbjarna@simnet.is. Viðskipti VILTU STUNDA VIÐSKIPTI VIÐ KÍNA? - SELJA ÞÍNA VÖRU Í KÍNA? - LÁTA FRAMLEIÐA Í KÍNA? - STOFNA FYRIRTÆKI Í KÍNA? Hef komið á fjölda farsælla við- skiptasambanda milli Íslands og Kína. Áhugasamir setji sig í sam- band við: halldor@mexis.is Ýmislegt Vandaðir herraskór úr mjúku leðri, með innleggi og högg- deyfi. Stærðir: 40-47. Verð: 6.975. Stærðir: 40-47. Verð: 6.785. Stærðir: 40-47. Verð: 6.885. Misty skór, Laugavegi 178, sími 551 2070. Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. Hárspangir Mikið úrval af hárspöngum, allir litir. Verð frá kr. 290. Skarthúsið, Laugavegi 12, sími 562 2466. Veiði Veiðiferðir til Grænlands Stangveiði Hreindýraveiði Sauðnautaveiði Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar, sími 511 1515. www.gjtravel.is Bílar VW Golf High Line '02, ekinn að- eins 34 þ. Ssk. Vínrauður, fallegur og vel með farinn. 2 sett álf. Tilb 1.250 þús. staðgreitt. Upplýsingar í síma 690 0838. Kr. 1490 þús + vsk. Mercedes Benz 814 með 1.5 tonna lyftu. sk. 11.1997. Ekinn aðeins 74500 km. Mjög gott ástand. Kaldasel ehf., Dalvegur 16b, 201 Kópavogur, s. 544 4333 og 820 1070. Honda CRV árg. '02. Ek. 37.000, sjálfsk. Sem nýr í útliti. Einn eig- andi. Bein sala. Verð kr. 2.050.000. Sími 843 9950. Dodge Dakota SXL árg. 2004. 2W4, ek. 20 þús. sjálfsk., over- drive. Vél 3,7, dráttarbeisli, plast í skúffu. Verð 1.620 þús. Sími 898 2128. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Gylfi K. Sigurðsson Suzuki Grand Vitara, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason BMW 116i, 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Varahlutir JEPPAPARTAR EHF., Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Patrol '91-95, Terr- ano II '99, Subaru Legacy '90-'04, Impreza '97-04, Kia Sportage '03 og fleiri japanskir jeppar. Þjónustuauglýsingar 5691100 setið tímunum saman félagarnir og rætt um landbúnað og sauðfé. Við Ásrún vorum satt best að segja stundum uppiskroppa með umræðu- efni við eldhúsborðið, þegar þeir voru rétt að byrja að ræða og leysa hin ýmsu mál sem upp geta komið í sauðfjárbúskap og ræktun. Bubbi var sannkallað náttúru- barn, og hann opnaði augu mín fyrir náttúru, lífríki og sögu hér í Hval- firði. Þær stundir sem við áttum saman og ræddum fræðin eru mér svo sannarlega ómetanlegar. Stund- um stúderuðum við kort og örnefna- skrár, öðrum stundum lágum við í textum en sennilega nutum við okk- ar nú bæði best uppi á heiði með landið og miðin beint í æð. Bubbi þreyttist aldrei á að ausa úr visku- brunnum sínum en frásagnir hans einkenndust iðulega af virðingu fyrir landi og lífi. Eiginleikar og kostir Bubba voru margir og góðir. Hann var sannur í því sem hann tók sér fyrir hendur og verkin voru unnin af heilum hug. Hann var líka glettinn og kankvís, heiðarlegur og hreinskilinn. Þá var Bubbi hógvær og lítillátur og þar af leiðandi lítt gefinn fyrir að hreykja sér af verkum sínum, þótt oft væri tilefni til. Orðin voru ekki endilega mörg, eða setningarnar langar sem hann notaði til að tjá hug sinn, en alltaf var valið vandað og útkoman góð. Þessir hæfileikar nýttust hon- um vel í texta- og ljóðagerð. Í haust fæddist okkur lítil og lang- þráð stúlka. Þau hjón, Ásrún og Bubbi, fylgdust með meðgöngunni og reyndust okkur vel á tímum gleði og sorgar, þá sem endranær. Í skírn- arkortinu til litlu stúlkunnar leyndist þessi vísa eftir Bubba: Óskin sú úr okkar ranni um æviveginn bjartan fer. Litla stelpa, góði granni, Gæfu Sólin fylgi þér. Það er sárt að horfa á eftir Bubba og erfitt að kveðja. En missirinn er mestur hjá þér, elsku Ásrún. Þið vor- uð eitt. Hjónaband ykkar einkennd- ist af virðingu og vináttu, og það er til eftirbreytni fyrir okkur sem yngri erum. Orð mega sín lítils þegar við stöndum frammi fyrir dauðanum og þeirri miklu sorg sem honum fylgir. En án sorgar væri heldur engin gleði. Og það er svo sannarlega gleðilegt að rifja upp ljúfar stundir með manni eins og Bubba. Það mun ylja okkur öllum um ókomna tíð. Elsku Ásrún, Jóhannes, Sólrún, Gulli og Steini, megi góður guð leiða ykkur og styrkja í sorginni. Arnheiður og Guðmundur. Elsku fallegi sólar- geislinn okkar. Mikið vorum við glöð þegar mamma þín og pabbi sögðu okkur að þú værir væntanlegur í heiminn, okkur fannst svo gaman að vera samferða með 2 stráka, bara 6 vikur á milli. Þú komst í heiminn á degi sem í minn- ingunni var svo sólríkur. Þú varst svo yndislega fallegur, með kinnar sem mann langaði mest til að klípa í. Þið Baltasar urðu strax miklir vinir, þið voruð alveg ólmir í að tosa svolít- ið hvor í annan. Þegar þið stækkuðuð og Baltasar fór að koma til þín nokkra daga í DAÐI SNÆR ARNÞÓRSSON ✝ Daði Snær Arn-þórsson fæddist í Reykjavík 31. maí 2005. Hann lést á heimili sínu 24. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Bústaðakirkju 2. febrúar. viku óx vinskapur ykkar enn meira, þið voruð svo kátir að sjá hvor annan, skríktuð og brostuð út að eyr- um. Einmitt þannig sáum við þig síðast, nývaknaðan og bros- andi svo skein í neðri góminn. Við eigum erfitt með að trúa því að uppáhalds frændinn okkar sé farinn frá okkur. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og vera virkir þátttakendur í þínu lífi. Þú munt lifa áfram í hjörtum okkar allra. Ljósið á himnum lýsi þér litli fallegi drengur. Í hjarta mér og fleiri hér brostinn er einn strengur (Höf. ók.) Lena Sólborg, Vignir Rúnar og Baltasar Dagur. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningar- greinar Innihaldið skiptir máli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.