Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.02.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 25 MENNING Öll góð heimili þurfa að gerasér dagamun og bjóða tilhátíðar annað slagið. Eflíta má á Reykjavíkurborg sem eitt slíkt heimili ætti það sama að gilda um hana, og sú er einnig raunin, því Vetrarhátíð verður haldin í borg- inni í fimmta sinn dagana 23.–26. febrúar næstkomandi. Í boði verða yfir 100 viðburðir þá fjóra daga sem hátíðin er haldin, og eru þeir afar fjöl- breyttir. Dagskráin fer fram í ýmsum stofnunum á höfuðborgarsvæðinu, utan dyra sem innan, og taka ungir sem aldnir þátt í dagskránni sem ætl- uð er gestum á öllum aldri. Hér er ekki um að ræða listahátíð í eig- inlegum skilningi, heldur menningar- og skemmtihátíð sem kostar lítið sem ekkert að taka þátt í. Klípur ekki í budduna En hvert er hið raunverulega markmið með slíkri hátíð? Sif Gunn- arsdóttir, verkefnisstjóri viðburða hjá Höfuðborgarstofu, varð fyrir svörum, en hún gegnir ennfremur hlutverki verkefnisstjóra Vetr- arhátíðar. „Þegar farið var af stað með að halda þessa hátíð árið 2002 var hugsunin sú að halda stóra al- menningsþátttökuhátíð sem myndi vega upp á móti Menningarnótt í dagatalinu. Þá var Menningarnótt orðin gríðarlega stór, farin að draga að sér þriðjung landsmanna, og aug- ljóst að svona hátíðir þar sem hinn al- menni borgarbúi er hvattur til þátt- töku áttu fyllilega rétt á sér,“ segir hún. „Eins var lagt upp með að búa til hátíð þar sem ekki væri klipið í budd- una; það er nánast allt á Vetrarhátíð ókeypis fyrir gesti, rétt eins og á Menningarnótt.“ Sif bendir ennfremur á að á þess- um tíma árs sé skólastarf í fullum gangi, ólíkt Menningarnótt, og þar með hægt að bjóða þeim „upp í dans“, eins og hún orðar það. Öll starfsemi menningarstofnana sé í blóma á þess- um tíma árs og tilhugsunin um að búa til ramma utan um starfsemi þeirra og koma á vettvangi fyrir samstarf þeirra í millum hafi þótt aðlaðandi. Hún segir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi borgarstjóra, og forsvarsmenn Orkuveitu Reykja- víkur að líkindum „foreldra“ Vetr- arhátíðarinnar. „Alla tíð hefur verið lögð áhersla á lýsingu og ljósaleiki á þessari hátíð – sem upphaflega hét raunar Ljósanótt þótt frá því væri horfið síðar vegna þess hve þröngt hugtakið er, þótt það sé fallegt. Orku- veitan hefur því verið dyggur stuðn- ingsaðili allt frá fyrstu hátíð, bæði með miðlægu fjármagni til hátíð- arinnar og einnig eigin framkvæmd stórra atriða á henni. Fjölmörg svið og stofnanir Reykjavíkurborgar taka höndum saman um að gera okkur kleift að halda þessa hátíð.“ Vaxandi aðsókn Aðsóknin hefur farið ört vaxandi síðastliðin ár, og í fyrra tvöfaldaðist aðsóknin frá árinu áður. „Við fundum alveg að það gerðist eitthvað í fyrra, án þess þó að við hefðum haft ástæðu til að kvarta undan aðsókninni fram til þess. En þá varð hreinlega hús- fyllir kvöld eftir kvöld,“ segir Sif og nefnir sem dæmi vinsæla tónleika í Háskólabíói, þar sem leikin var tón- list Barða Jóhannssonar við þöglu kvikmyndina Häxan frá árinu 1922. Hún nefnir einnig svokallaða Safna- nótt, sem var haldin í fyrsta sinn á Vetrarhátíð í fyrra og mun framvegis verða fastur liður á hátíðinni, þar sem ýmis söfn í borginni eru opin fram- eftir á föstudagskvöldi Vetrarhátíðar, með sérstökum uppákomum. „Við bárum auðvitað svolítinn kvíðboga fyrir að prófa eitthvað svona nýtt, en það var ástæðulaust – 1.200 manns mættu í Þjóðminjasafnið þessa klukkutíma sem var opið, Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús fékk 900 gesti og sömuleiðis Listasafn Íslands, og jafnvel Rafheimar uppi í Elliðaár- dal fengu 300 gesti í heimsókn á þessu föstudagskvöldi. Það var eins með marga aðra viðburði; hvar sem maður kom var alls staðar fullt af fólki.“ Menning með víðtæka skírskotun Dagskráin í ár er ekki síður viða- mikil og spennandi en áður. Að sögn Sifjar er hér um að ræða yfir 20 blað- síðna dagskrá, með meira en 100 við- burðum á þessum fjórum dögum sem hátíðin er haldin. „Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í hátíðinni með einhverjum hætti er alltaf að fjölga, og hópurinn er sömuleiðis að breikka. Það finnst okkur frábært, því Vetr- arhátíð á að vera breið; menning- arhátíð þar sem orðið menning hefur mjög víða skírskotun,“ segir hún. Svo sannarlega er skírskotunin víð, því mannréttindasamtök á borð við Amnesty International, Ör- yrkjabandalagið og Sjálfsbjörg hafa skipulagt dagskrárviðburði á Vetr- arhátíð, íþróttafélög og -miðstöðvar, skólar á ýmsum stigum; leik- og grunnskólar auk Tónlistarskólans í Reykjavík og Söngskólans í Reykja- vík, svo dæmi séu nefnd. Auk þess taka að sjálfsögðu margar menning- arstofnanir í borginni, til dæmis leik- hús og nær öll söfn á höfuðborg- arsvæðinu, þátt í Vetrarhátíð með einum eða öðrum hætti, opna dyr sín- ar fyrir almenningi og standa fyrir óvenjulegum uppákomum. „Skemmtileg hefð hefur skapast fyrir því að fulltrúar Akureyrar líti við á hátíðinni, enda vetrarvænir,“ segir Sif. Fimmtudagur til laugardags Hátíðin verður sett fimmtudags- kvöldið 23. febrúar kl. 20 á Aust- urvelli, þar sem fjöllistahópurinn NorðanBál umbreytir torginu. Mörg- um er eflaust í fersku minni opnunar- atriði hátíðarinnar frá því í fyrra, þegar sami hópur lýsti Hallgríms- kirkju upp með sérstæðum hætti. „Austurvöllur mun aldrei líta svona út, hvorki fyrr né síðar,“ segir Sif, en í atriðinu koma meðal annars línudans, brúður, sigmenn, dansarar og tónlist- arfólk við sögu, en það tekur um 20 mínútur í flutningi. Við taka svo ýmis atriði, og er miðborgin í forgrunni á þessu opnunarkvöldi. Föstudagskvöldið breytist síðan í Safnanótt eins og fyrr segir, þar sem söfnin í borginni, og þá ekki einungis listasöfnin heldur einnig söfn með ýmis önnur markmið, hafa opið fram eftir kvöldi og standa fyrir ýmsum uppákomum. Laugardagurinn verður mikill tón- listardagur á Vetrarhátíðinni að þessu sinni, með margvíslegum við- burðum. Þá kemur einnig fram svo- nefndur „gestur Vetrarhátíðar“, en á hverju ári hefur erlendur gestur ver- ið fenginn til að koma fram á hátíð- inni. Að þessu sinni mun samíska söngkonan Marit Hætta koma fram ásamt völdum hópi innlendra tónlist- armanna með þá Hilmar Örn Hilm- arsson og Steindór Andersen fremsta í flokki. „Hún jojkar, og það verður ein- hver samruni milli íslensks rímnakveð- skapar Steindórs og samíska jojksins á tónleikunum. Þetta er mjög spenn- andi, enda er jojkið mjög taktföst og skemmtileg tónlist,“ útskýrir Sif. Sunnudagur í Laugardalnum Á undanförnum árum hafa einstök hverfi verið tekin fyrir á sunnudegi Vetrarhátíðar, síðast Hlíðarnar og þar áður Árbærinn. Nú mun Laug- ardalurinn og umhverfi hans lenda í kastljósinu, þar sem hægt verður að skoða alla þá skólastarfsemi, íþrótta- starf af ýmsu tagi, og söfn, kirkjur og garða sem þar er að finna, en íþrótta- og tómstundasvið leggur þar hönd á plóg. „Maður þekkir sitt eigið hverfi, og miðbæinn, og svo kannski Kringl- una. En maður veit lítið um allar þær gersemar sem er að finna í íbúðar- hverfunum,“ segir Sif um tilurð þessa þáttar á Vetrarhátíð. Á sunnudeginum verður enn- fremur haldinn „Heimsdagur barna“ í Laugardalnum. Hann fer fram í Laugalækjarskóla og býðst börnum á grunnskólaaldri að prófa óvenjuleg hljóðfæri, læra dansa, mála og leika, með ríkri fjölmenningaráherslu. Þá verður Alþjóðahúsið með Þjóðahátíð, sem fer fram í gamla Blómavalshús- inu, þar sem alls fjörutíu lönd verða kynnt. Vetrarhátíð verður síðan formlega slitið með brennu um kvöld- ið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Lokkandi dagskrá Aldrei hafa fleiri sóst eftir að taka þátt í hátíðinni en nú, en tæpast er það peninganna vegna, því Vetr- arhátíð er „þátttakendahátíð“ eins og Sif orðar það. „Þetta er ekki hátíð sem býr sér til tekjur með aðgangs- eyri, og þess vegna greiðir stjórn Vetrarhátíðar í engum tilfellum eig- inleg laun. Frekar erum við að búa til möguleikana til þess að framkvæma sérkennilegar og skemmtilegar hug- myndir á þessari hátíð, hjálpa fólki að finna húsnæði og leigja ef með þarf, eða útvega tæki á borð við hljóðkerfi eða ljós. Við reynum sem sagt eftir bestu getu að gera fólki kleift að koma fram á hátíðinni, en hátíðin er ekki þannig fjárhagslega vaxin að hún ráði við launakostnað. Við erum vel undir tíu milljónum fyrir fjögurra daga hátíð með yfir hundrað við- burðum, og það er óneitanlega heil- mikil áskorun að láta allt ganga upp. Hún er allt annars eðlis en til dæmis Listahátíð, og á líka að vera það,“ segir Sif. Komist er að kjarna hátíðarinnar þegar Sif er spurð hvers vegna fólk taki þá þátt í henni. „Ég held einfald- lega að fólki þyki það skemmtilegt,“ svarar hún brosandi eftir stutta stund. „En um leið er þetta kærkom- ið tækifæri fyrir þær stofnanir og samtök sem eiga í hlut til að kynna sig og gera eitthvað nýtt, sem þær eru ekki að gera dags daglega. Tæki- færi til að sýna sig í öðru ljósi en venjulega. Það er hvatinn til þátt- töku, hugsa ég.“ Hún segist vona að hátíðin laði að sér sem flesta gesti, fólk úr öllum ald- urshópum með alls konar áhugamál. „Það er okkar markmið með Vetr- arhátíð að nánast allir finni eitthvað sem þeir myndu ekki vilja missa af,“ segir hún. Og eiga þau von á mörgum í ár? „Já, ekki spurning. Dagskráin er einfaldlega svo lokkandi.“ Dæmi nú hver fyrir sig; dagskráin verður komin á netið í lok þessarar viku. Vetrarhátíð á að vera breið Reykjavík mun iða af menningu af margskonar tagi á Vetrarhátíð, sem haldin verður í fimmta sinn dagana 23.–26. febrúar. Í samtali við Ingu Maríu Leifsdóttur segist Sif Gunnarsdóttir verk- efnisstjóri eiga von á góðri þátttöku, enda dag- skráin bæði fjölbreytt og skemmtileg. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Sif Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri Vetrarhátíðar, telur að Austurvöllur muni hvorki fyrr né síðar líta út eins og á opnunarkvöldi hátíðarinnar, 23. febrúar næstkomandi, en hún mun standa í fjóra daga. www.reykjavik.is/vetrarhatid ingamaria@mbl.is Skógarhlíð 18 · 105 Reykjavík Sími: 591 9000 · www.terranova.is Akureyri sími: 461 1099 Hafnarfjörður sími: 510 9500 MasterCard Mundu ferðaávísunina! Bibione frá kr. 49.995 Portoroz frá kr. 58.595 Ein glæsilegasta sólarströnd Ítalíu Planetarium Village að seljast upp! Perlan við Adríahafið Búlgaría frá kr. 29.990 Salou frá kr. 42.995 Sló í gegn - yfir 2.000 sæti seld Sólarperlan á Costa Dorada Brottfarir í júní að seljast upp! Bókaðu beint á www.terranova.is ogfáðu lægsta verðið Barcelona Düsseldorf París München Frá kr. 29.990 Tryggðu þ ér 10.000 kr . afslátt á mann! Tryggðu þér bestu gististaðina og lægsta verðið! 2006Sumar E N N E M M / S IA / N M 20 3 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.