Morgunblaðið - 08.02.2006, Page 48

Morgunblaðið - 08.02.2006, Page 48
48 MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING Marc Jacobs á komandi vetrar- tísku sló í gegn á tískuviku í New York á mánudag. Innblásturinn kom frekar frá Edie Sedgwick en Grace Kelly. Hann sneri hefðbundnum frúarfatnaði á haus og gerði hann að skylduklæðnaði töff kvenmanna. Einkennandi fyrir sýningar hans eru marg- laga klæðnaður og er afhjúpað meira af persónuleika en holdi fyrirsætnanna. Það er mikill karakter í fötunum hans. Jacobs er vinsæll meðal yngri kvenna í Hollywood og á mikið fylgi fræga fólksins. Á meðal þeirra sem mættu á sýninguna voru Sofia Coppola, Dita von Teese, Serena Williams, Helena Christensen, Anna Winto- ur, Nicole Ritchie, Rachel Bilson og Winona Ryder. Jacobs á það til að koma á óvart og það er aldrei að vita hverju hann tekur upp á næst. Gestirnir voru því spenntir fyrir sýninguna sem einkenndist m.a. að stórum prjóna- flíkum, legghlífum og pilsum yfir buxur, sem gleður áreiðanlega einhverjar íslenskar konur sem þurfa þá ekki að skjálfa fyrir tískuna næsta vetur. Style.com ýjar að því að þessi sýning hafi í raun verið endursköpun að „grunge“- línunni umdeildu sem olli því að hann missti vinnuna hjá Perry Ellis árið 1992. Hönn- uðurinn vildi ekkert staðfesta með það eftir sýninguna. „Þetta snýst um staðina sem ég hef heimsótt, fólkið sem ég þekki, heims- leiðtoga og veturinn,“ sagði hann og vildi ekki láta mikið uppi með innblásturinn. Jacobs tileinkaði sýninguna Kal Rutten- stein, yfirmanni hjá Bloomingdales, sem lést í desember síðastliðnum. Tíska | Tískuvika í New York: Haust/vetur 2006–7 Skylduklæðnaður með karakter AP Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is Marc Jacobs

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.