Morgunblaðið - 08.02.2006, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2006 17
ERLENT
Við sækjum! S. 520 2220 www.efnamottakan.is
Ómengað umhverf i er au›lind okkar allra
Fyrirtækjum ber að skila spilliefnum. Efnamóttakan býður upp
á alhliða þjónustu í móttöku spilliefna. Þú kemur eða við sækjum.
Efnamóttakan í Gufunesi er opin virka daga frá 7.30 – 16.15.
Haugasjór? Dæmi um spilliefni:
Rafgeymar
Hreinsiefni
Slökkvitæki
Rafhlö›ur
Olíusíur
Smurefni
Málningarafgangar
Leysiefni
Spillum ekki framtíðinni
M
IX
A
•
fí
t
•
5
1
0
0
2
Port-au-Prince. AFP. | Þing- og for-
setakosningar voru á Haítí í gær,
þær fyrstu frá því Jean-Bertrand
Aristide, fyrrverandi forseti, var
hrakinn úr embætti 2004.
Nokkur átök og mikill troðningur
voru við kjörstaði víða í gærmorgun
enda voru margir ekki opnaðir fyrr
en tveimur klukkustundum eftir
auglýstan tíma. Tróðst að minnsta
kosti einn maður undir.
Í forsetakosningunum stendur
slagurinn fyrst og fremst á milli
þeirra Rene Preval, fyrrverandi for-
seta og stuðningsmanns Aristide, og
kaupsýslumannsins Charles Henry
Bakers. Eru frambjóðendur fleiri en
fái enginn hreinan meirihluta munu
tveir efstu takast á í annarri umferð.
Búist er við, að úrslitin verði ljós á
föstudag. Voru hermenn á vegum
Sameinuðu þjóðanna með mikinn
viðbúnað við kjörstaði í gær en frem-
ur ófriðlegt hefur verið í landinu síð-
an Aristide var steypt.
Kosið á Haítí
Osló. AFP. | Norðurlöndin hafa haft
á sér það orð að þau séu friðelsk-
andi og hlutlaus, heppilegir milli-
göngumenn í friðarviðræðum milli
þjóða sem átt hafa í deilum, í Mið-
Austurlöndum og víðar. Sérfræð-
ingar segja hins vegar hættu á því
að lætin vegna birtinga Jyllands-
Posten á skopteikningum af spá-
manninum Múhameð kunni að
skaða þetta orðspor.
„Til skamms tíma litið þá munu
þessar deilur augsýnilega hafa nei-
kvæð áhrif á orðspor Skandinavíu,“
sagði Daniel Nord, aðstoðarfor-
stöðumaður hugveitunnar SIPRI,
eða Stockholm International Peace
Research Institute. Bætti hann við
að ólíklegt sé við þessar aðstæður
að nokkur múslímaríki leiti til
Norðurlandanna til að gegna hlut-
verki milligöngumanna í friðarvið-
ræðum. Þau njóti einfaldlega ekki
trausts meðal þeirra.
Þessi umskipti snerta Norðmenn
einna mest því að Noregur hefur á
undanförnum áratugum oft tekið að
sér lykilhlutverk í friðarviðræðum
þjóða í millum, s.s. í deilu Ísraela og
Palestínumanna. Eru friðarsamn-
ingar þjóðanna frá 1993 einmitt
kenndir við Ósló, höfuðborg Nor-
egs.
Þá veita fáar þjóðir eins miklu fé í
þróunaraðstoð eins og Norðmenn.
En í kjölfar þess að norska viku-
blaðið Magazinet endurbirti skop-
teikningarnar tólf af Múhameð,
sem fyrst birtust í danska blaðinu
Jyllands-Posten, hefur sú ímynd
sem Noregur hefur haft farið fyrir
bí.
„Það er vel hugsanlegt að músl-
ímar í heiminum líti framvegis til
Noregs sem lands sem er fjandsam-
legt íslam. Trúarleiðtogar kynnu að
glata allri trú á að Noregur geti ver-
ið sanngjarn sáttasemjari í friðar-
viðræðum,“ sagði Stein Tønnesson,
forstöðumaður International Peace
Research Institute í Osló (PRIO).
Jonas Gahr Støre, utanríkisráð-
herra Noregs, hefur hins vegar sagt
að hann vonist til að „mannkostir
Norðmanna“ verði til að þeir vinni
efasemdarmenn á sitt band á ný.
Svíar sitja líka í súpunni
Svíar hafa líka goldið skopteikn-
ingamálsins, þó að myndirnar hafi
ekki birst í neinu blaði í Svíþjóð.
Sænska sendiráðið í Damaskus í
Sýrlandi er í sama húsnæði og það
danska og varð því fyrir skemmd-
um um helgina, þegar ráðist var á
bygginguna, og Svíar hafa líka mátt
horfa upp á múslíma í Mið-Austur-
löndum og víðar brenna sænska
fánann.
„Ég held ekki að venjulegur
múslímakarl eða -kona viti almennt
að það sé munur á Svíþjóð, Noregi
og Danmörku og ég held því að við
sitjum öll í sömu súpunni,“ sagði
Nord hjá SIPRI.
Hann sagðist hins vegar ekki
eiga von á því að andúð í garð Norð-
urlanda varaði lengi. Því var Tønn-
esson sammála og sagði jafnvel
mögulegt að allt þetta mál kynni að
hafa jákvæðar afleiðingar þegar
fram í sækti. „Þessi kreppa kann að
vekja menn til vitundar um mikil-
vægi samræðu milli ólíkra trúar-
hópa,“ sagði hann og bætti því við
að ef til slíkrar samræðu kæmi
myndi Noregur án efa leika þar
stórt hlutverk.
Orðspor Norðurlanda í hættu?
Ólíklegt að múslímaríki biðji
Norðmenn að gerast sáttasemjarar
Tókýó, AFP. | Japönsk yfirvöld til-
kynntu í gær að Kiko prinsessa ætti
von á barni seint á haustmánuðum.
Kiko er eiginkona Akishino prins,
yngri sonar Akihito Japanskeisara.
Mikil spenna ríkir í Japan, enda ekki
fæðst sveinbarn í keisarafjölskyld-
unnni síðan árið 1965.
Samkvæmt ríkjandi lögum í Jap-
an ganga erfðir krúnunnar ávallt í
karllegg. Hugmyndir um breytingar
hafa verið ræddar að undanförnu
þar sem Naruhito krónprins og
Akishino bróðir hans eiga báðir ein-
ungis dætur.
Naruhito krónprins og Masako
prinsessa eiga eina dóttur, Aiko, eft-
ir 13 ára hjónaband. Masako hefur
verið undir miklu álagi undanfarið
vegna kröfunnar um karlkynserf-
ingja. Hefur hún þar af leiðandi
dregið sig að miklu leyti í hlé frá
opinberum störfum.
Junichiro Koizumi, forsætisráð-
herra Japans, hefur verið helsti tals-
maður þess að breytingar verði
gerðar á erfðalögunum og hefur
hvatt til þess að sú umræða haldi
áfram, þrátt fyrir þessar nýju frétt-
ir. Hann sagðist þó ekki vera að
þrýsta á að breytingin gengi hratt í
gegn. Hins vegar kæmist Aiko
prinsessa brátt á skólaaldur og það
skipti miklu máli að menntun hennar
miðaðist við hvort hún yrði síðar
keisaraynja eður ei.
Almenningur vill
Aiko prinsessu í hásætið
Íhaldsmenn hafa eindregið lagst
gegn því á síðustu vikum að konur
geti erft krúnuna. Skoðanakannanir
hafa hins vegar sýnt að mikill hluti
almennings er fylgjandi því að Aiko
setjist í hásætið. Isao Tokoro, sér-
fræðingur í málefnum keisarafjöl-
skyldunnar japönsku, sagði þung-
unina geta orðið til þess að minnka
þrýsting og flýti varðandi breyt-
ingar á lögum um erfðaréttinn.
Reuters
Kiko prinsessa og Akishino prins.
Keisaralegur
erfingi í
vændum
♦♦♦